Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 AirMini kæfisvefnsvélin Sú allra minnsta og hljóðlátasta á markaðnum í dag. Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is Ertu með kæfisvefn? uðvelt að taka með í: ústaðinn • Veiðina • Golfferðina • Fríið fa liðið einkennilega var ég greindur með kæfisvefn. lger bylting í lífimínu eftir að ég fékk kæfisvefnsvél. g ferðast mikið hefur ferðasvefnvélin frá STOÐ bjargað mér. Vélin er svo lítil að það fer ekki mikið henni en farsíma. staklega meðfærileg og ég ferðast einfaldlega ekki hennar. gnar Hilmarsson A B Eftir að ha Það varð a Þar sem é algjörlega meira fyrir Hún er ein án Ra Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Lénsmaðurinn á Karmøy, eyju úti fyrir bænum Haugesund í Noregi, og fámennt lögreglulið hans hafa nú fengið endanlegt svar við ráðgátu sem hófst með voveiflegu líkfund- armáli síðdegis á nýársdag, þegar jarðneskar leifar ungs barns fundust í samfestingi, sem rak að landi skammt frá bænum Skudeneshavn á eyjunni, með áföstu björgunarvesti. Ljóst var að barnið hefði legið lengi í sjónum og þóttu vörumerki samfest- ingsins og björgunarvestisins benda til þess að það væri erlent, auk þess sem engra norskra barna var saknað sem líkamsleifarnar við Skudenes- havn gætu mögulega átt við. Eins og mbl.is greindi frá í apríl beindist athygli norsku lögreglunnar fljótlega að slysi sem varð skammt frá frönsku hafnarborginni Dun- kerque 27. október í fyrra. Var þar á ferð fimm manna fjölskylda íranskra Kúrda á flótta. Hjónin Rasoul Iran-Nejad og Shiva Mohammad Panahi, bæði hálf- fertug, höfðu greitt smyglurum, sem tóku að sér smygl á fólki, fyrir að koma þeim frá Íran síðsumars, gegn- um Tyrkland og Ítalíu þar til þau að lokum komu með vörubíl í flótta- mannabúðir í Dunkerque með börn sín þrjú, Anitu, níu ára, Armin, sex ára, og Artin, 15 mánaða gamlan. Komust ekki langt Stóð ásetningur fjölskyldunnar til þess að komast yfir til Englands og freista þess að skapa sér þar betra líf en það sem hjónin ungu þekktu frá fósturjörðinni. Sjaldan verður ósinn þó eins og uppsprettuna dreymir og skömmu eftir að um 20 flóttamenn ásamt „skipstjóra“ úr hópi smygl- aranna ýttu rúmlega fimm metra langri bátkænu, sem gerð var fyrir átta manns, út á úfið Dover-sundið hvolfdi bátnum. Skipverjar skammt frá urðu vitni að atburðinum og hófust björgunar- aðgerðir þegar í stað. Talið er að 15 manns hafi verið bjargað úr sjónum, en hjónin írönsku og tvö eldri börnin drukknuðu. Af Artin litla fannst hins vegar hvorki tangur né tetur. Ein margra spurninga í þeirri rannsókn, sem norsk lögregluyfirvöld tókust á hendur snemma í janúar, var hvort lík gæti rekið rúmlega eitt þús- und kílómetra leið frá Frakklands- ströndum að eyju við vesturströnd Noregs á 67 sólarhringum. Henni tókst Knut-Frode Dagestad, rann- sakanda við hafveðurfræðideild norsku veðurstofunnar, að svara með aðstoð stafræns hafstraumalíkans. Fjöldi til Noregs Dagestad setti tímabilið frá slysinu á Dover-sundi fram til líkfundarins inn í líkanið og gaf því nokkur þúsund ímynduð reköld, sem komu fram sem punktar á tölvuskjá, og reiknaði lík- anið svo staðsetningu hvers og eins á 15 mínútna fresti yfir 67 sólarhringa. Punktarnir dreifðu sér yfir alla aust- urströnd Bretlands, margir fóru til Danmerkur og fjöldi til Noregs, allt upp til Ålesund, sem er um 360 kíló- metrum norðar en Karmøy. Artin litla hefði getað rekið til fundarstað- arins. Málið vandast enn Þær upplýsingar höfðu þó enga úr- slitaþýðingu í málinu. Það var Inge Morild, meinafræðingur við Gades- stofnunina í Bergen, sem stóð frammi fyrir hinni raunverulegu áskorun, að bera kennsl á líkið með erfðaefn- issamanburði. Þrátt fyrir að Morild ætti yfir tíu þúsund krufningar að baki rak hann ekki minni til þess að hafa áður haft ungbarn á borði sínu, sem ekkert væri vitað um. Auk þess að snúið getur reynst að ná nothæfu DNA-sýni úr líki, sem hefur legið lengi í vatni, urðu aðrir þættir til að torvelda kennslavinnuna. Kennileiti á borð við húðflúr og ör eru sjaldnast í boði þegar börn eiga í hlut og fátt um tannlæknaskýrslur enda ekkert vitað um uppeldisstöðvar barnsins er þarna var komið sögu. Drengur, innan við tveggja ára gam- all, var allt sem Morild gat slegið föstu. Hann tók sýni úr lærlegg áður en líkinu óþekkta var komið fyrir í kæligeymslu. Nú þurfti samanburð- arsýni úr ættingja, það átti eftir að reynast tímafrekt. „Ég fékk áfall“ Í fjalllendi í Sardasht í Íran beið heil stórfjölskylda milli vonar og ótta, vitandi af slysinu í október auk þess sem óljósar fregnir höfðu borist af barnslíki í Noregi. Enginn hlutaðeig- andi hafði þó áttað sig á því að í Nor- egi, rétt utan við Ósló, bjó ættingi fjölskyldunnar. Nehayat Nian er frænka Shiva Mohammad Panahi heitinnar, móðurinnar sem drukkn- aði. Nian hafði heyrt af slysinu í Frakk- landi í október og í janúar las hún fréttir í símanum sínum og fékk þá vitneskju um líkfundinn á Karmøy. „Ég fékk áfall,“ segir hún við norska ríkisútvarpið NRK, „en um leið fann ég von. Var þetta hann, Artin, sem var fundinn?“ Á meðan hafði norska rannsókn- arlögreglan Kripos staðið í ströngu, en vinna hennar hófst með því að senda út fyrirspurn sem kallast „black notice“ gegnum Interpol. Þar er á ferð eins konar gagnhverf eft- irlýsing, í stað þess að lýsa eftir manneskju með nafni og mynd er spurt: „Hjá okkur er manneskja [eða lík] sem lítur svona út. Er einhvers saknað ykkar megin sem lýsingin á við?“ Bið og lengri bið Kripos kemur með einum eða öðr- um hætti að því að bera kennsl á 150 lík ár hvert, í innlendum málum og sem aðstoð við erlenda lögreglu. Í Noregi eru 40 lík í geymslum, sem ekki hefur tekist að bera kennsl á, elsta málið er frá 1966. Vikurnar liðu. DNA-sýni úr barninu hafði verið sent til Frakklands til samanburðar við sýni úr líkum fjölskyldunnar drukkn- uðu, en eitthvað hökti skrifræðið þar suður frá. NRK sendi frönskum lögreglu- yfirvöldum fjölda fyrirspurna til að forvitnast um stöðuna. „Við erum að vinna í rannsókninni,“ svaraði Seb- astian Pieve hjá saksóknaraembætt- inu í Dunkerque. Í lok apríl brá norska lögreglan því á það ráð að taka lífsýni úr Nian, frænkunni í Ósló, sem þá hafði gefið sig fram. Enn liðu vikurnar á meðan unnið var að greiningu og samanburði, en það var svo á mánudaginn, 7. júní, að óyggjandi svar barst að lokum. Barn- ið sem fannst við Karmøy á nýársdag var Artin Irannezhad, íranskur drengur sem var aðeins 15 mánaða gamall þegar hann mætti örlögum sínum á Dover-sundinu 27. október í fyrra. „Það er svo mikilvægt að Artin hafi fundist og kennsl verið borin á hann. Þar með lýkur biðinni, fölsk- um vonum og sögusögnum. Nú er okkur unnt að syrgja,“ segir frænk- an Nian. „Örlög hans eru áminning um að saklaus börn deyja vegna þess að fólk er neytt til að flýja ættjarðir sínar.“ Voveiflegu líkfundarmáli lokað - Barnslík við Karmøy í Noregi ráðgáta í tæpt hálft ár - Snemma tengt við sjávarháska á Dover- sundi í fyrra - Hvorki gekk né rak að fá DNA-svör frá Frakklandi - Frænka í Noregi réð úrslitum Ljósmynd/Norska lögreglan Fundurinn Litli samfestingurinn sem fannst skammt frá Skudeneshavn síðdegis á nýársdag. Í honum reyndust jarð- neskar leifar barns, kveikjan að langvinnri lögreglurannsókn milli ríkja sem lauk fyrir atbeina frænkunnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti aft- urkallaði í dag tilskipanir Don- alds Trumps um að banna kín- versku farsímaforritin TikTok og WeChat þar í landi. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði að í stað þess að banna þessi vinsælu forrit myndi ríkis- stjórn Bidens fara fram á „for- sendubundna og stranga grein- ingu byggða á sönnunargögnum“, til að bera kennsl á þá áhættu sem gæti stafað af netforritum stjórnað af erlendum einka- fyrirtækjum. Trump fullyrti í forsetatíð sinni að af forritunum stafaði þjóðar- öryggisleg ógn og sótti það hart að þröngva í gegn sölu á TikTok til bandarískra fjárfestra, en fyrirtækið er nú í eigu Byte- Dance sem hefur aðsetur í Kína. TikTok hefur undanfarin ár verið eitt af vinsælustu sam- félagsmiðlaforritum heims. ari@mbl.is AFP TikTok Biden hefur snúið við fyrirmælum fyrirrennara síns um TikTok. Biden afturkallar TikTok-bann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.