Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun selena.is Vefverslun selena.is Verðlauna sporthaldari frá Panache* D-H skálar Verð 11.200 kr. * Minnkar hreyfingu brjósta um 83% Joe Biden Bandaríkjaforseti lagði í gær af stað í fyrstu utanlandsferð sína frá því að hann tók við forseta- embættinu. Biden hyggst funda með leiðtogum aðildarríkja G7, auk bandamanna sinna í ríkjum Evrópu og Atlantshafsbandalagsins. Fyrirhugað er að Biden fundi svo augliti til auglitis með Vladimír Pút- ín Rússlandsforseta í Genf hinn 16. júní næstkomandi og verður það í fyrsta sinn sem forsetarnir tveir hittast frá embættistöku Bidens. Að sögn heimildarmanns AFP hafði for- setinn orð á því að fundirnir myndu gera bæði Pútín og Kína ljóst að Evrópa og Bandaríkin stæðu þétt saman. Fyrsti viðkomustaður ferðar forsetans er Bretland, þar sem leið- togafundur aðildarríkja G7 fer fram. Biden mun þar heimsækja Elísabetu 2. Bretadrottningu í Windsor-kast- ala. Þaðan heldur hann til Brussel á leiðtogafund með Atlantshafsbanda- laginu og Evrópusambandinu áður en förinni er heitið til fundarins við Pútín í Genf. Ferð Bidens var sögð marka um- skipti í utanríkismálum Bandaríkj- anna eftir valdatíð Donalds Trumps, fyrirrennara hans í embætti, sem reyndi nokkuð á samskipti Banda- ríkjamanna við sína helstu banda- menn í Evrópu. Valdis Dombrovskis, viðskipta- fulltrúi Evrópusambandsins, sagði við AFP-fréttastofuna að Bandarík- in væru að ganga til viðræðna til að leysa langvarandi viðskiptadeilur frá Trump-tímanum. Þá sagði Jake Sul- livan þjóðaröryggisráðgjafi Banda- ríkjanna að Biden héldi til fundar við Pútín „með vindinn í bakið“, þar sem Biden teldi sig hafa góðan meðbyr. AFP Washington Biden var glaðbeittur við upphaf ferðar sinnar í gær. Biden heldur af stað til Evrópu - Fundar með leið- togum aðildarríkja G7, Nató og ESB Aftur var leyfilegt að njóta þess að borða inni á veitingastöðum og kaffihúsum í Frakklandi í fyrsta skipti í marga mánuði, í kjölfar þess að tilslakanir á aðgerðum vegna heimsfaraldsins tóku gildi þar í landi og í Belgíu á miðvikudag. Á myndinni má sjá forsætisráðherra ásamt fjármálaráðherra Frakk- lands heilsa gestum á veitingahúsi. Margar þjóðir eru enn að berjast við að koma í veg fyrir kórónu- veirusmit með áframhaldandi tak- mörkunum víðsvegar um allan heim, en hröð útbreiðsla bóluefnis í ríkari heimshlutum, þar á meðal Evrópu, gerir ýmsum þjóðum kleift að opna á starfsemi á ný sem ekki taldist hugsanlegt fyrir örfáum mánuðum. Næstum helmingur allra fullorðinna í aðildarríkjum Evrópu- sambandsins hefur hlotið að minnsta kosti aðra sprautu bólu- efnis og 26% eru fullbólusett, sam- kvæmt opinberum gögnum. Frakkland Frakkar njóta frekari afléttinga AFP Tíu manns sem störfuðu fyrir Halo Trust-námuvinnslusamtökin í norð- urhluta Afganistans féllu þegar grímuklæddir og vopnaðir árásar- menn réðust á vinnustað þeirra í fyrrinótt. Hafa stjórnvöld í Afganist- an sakað talíbana um árásina. Árásarmennirnir brutu sér leið inn í námuvinnsluna eftir að vinnu- mennirnir höfðu klárað langan vinnudag. Talsmaður innanríkis- ráðuneytisins, Tareq Arian, sagði við heimildarmann AFP að talíbanar hefðu farið inn í námuvinnsluna og „farið að skjóta alla“. Talíbanar sendu hins vegar frá sér skjóta neit- un á twittersíðu sinni. „Við fordæm- um árásir á varnarlausa og lítum á það sem grimmd,“ tísti talsmaður þeirra, Zabihullah Mujahid. „Við höfum eðlileg samskipti við frjáls fé- lagasamtök, við munum aldrei fram- kvæma svo grimmilegar árásir.“ Ofbeldisalda hefur riðið yfir land- ið allt frá því bandaríski herinn hóf brottför sína hinn 1. maí síðastliðinn til að liðka fyrir friðarviðræðum milli afganskra stjórnvalda og talíbana. Í Baghlan-héraði hafa verið harðar orrustur á undanförnum vikum, þar sem nær dagleg átök eiga sér stað milli talíbana og stjórnarhersins. Einn af þeim sem lifðu árásina af sagði við AFP-fréttastofuna að fimm til sex vopnaðir menn hefðu brotist inn og safnað öllum vinnumönnun- um saman til að spyrja hvort ein- hverjir af þeim væru Hasarar, þjóð- flokkur sjía-múslima í Afganistan, sem lengi hafa verið undirokaðir þar í landi. Er hægt að rekja ofsóknir á hendur þeim marga áratugi aftur í tímann. Þá sagði maðurinn að þegar eng- inn hefði svarað árásarmönnunum hefðu þeir fyrst drepið leiðtoga námumannanna og svo hafið skot- hríð á vinnumennina. „Við reyndum allir að flýja, sumir voru drepnir og aðrir slösuðust eins og ég,“ sagði hann. 10 látnir eftir vopnaða árás á námuvinnslu AFP Afganistan Hlúa þurfti að hinum slösuðu á sjúkrahúsi eftir árásina. - Talíbanar neita sök og segja árásina of grimmilega fyrir sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.