Morgunblaðið - 10.06.2021, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þjóðmála-umræðan er ástundum sér-
kennileg og hefur á
ákveðinn hátt færst
til verri vegar á ný-
liðnum árum. Þar er
að líklega að stórum
hluta, en ekki alfarið, um að
kenna áhrifum samfélagsmiðla
sem leitast við það annars vegar
að halda einungis að fólki því efni
sem það hefur sérstakan áhuga á
og er sammála og búa þannig til
svokallaða bergmálshella þar
sem fólk sér og heyrir ekkert
annað en eigin skoðanir og um
leið fordæmingar á skoðunum
annarra, að svo miklu leyti sem
þær eru nefndar. Hins vegar hafa
þessir miðlar stundað það að
hampa ákveðnum sjónarmiðum
og útiloka önnur, jafnvel með því
að banna þau á miðlum sínum þó
að þeir eigi að heita opinn vett-
vangur fyrir skoðanaskipti og
miðlun upplýsinga.
Allt á þetta líklega stóran þátt í
því að víða um heim, líka hér á
landi, hefur sprottið upp útilok-
unarmenning (e. cancel culture) –
eða öllu heldur ómenning – þar
sem reynt er að útiloka þá sem
hafa „rangar“ skoðanir frá þátt-
töku í umræðum eða stjórn-
málum.
Þessi útilokunarstefna hefur
líka náð til þess að útiloka
ákveðna hluta sögunnar. Þeim
sem uppfylla ekki ströng skilyrði
útilokaranna, sem byggjast á við-
horfum nútímans og jafnvel að-
eins hluta þeirra sem nú eru uppi,
er velt af stalli – í bókstaflegri
merkingu. Þannig hafa styttur
margra þeirra sem sett hafa
mark sitt á söguna sætt árásum
útilokaranna svo ömurlegt er að
sjá.
En það eru ekki aðins styttur
af löngu látnum mönnum sem
verða fyrir þessu. The Telegraph
sagði frá því í gær að í einum af
skólum Oxford-háskóla, Magda-
len College, hefðu nemendur
greitt því atkvæði að fjarlægja
mynd af Elísabetu drottningu úr
skólanum þar sem hún væri tákn-
mynd nýlendustefnunnar en það
rými sem myndin var í ætti að
vera „hlutlaust“. Þar ætti öllum
að „finnast þeir velkomnir“.
Nema, bersýnilega, drottning-
unni, sem heimsótti skólann árið
1948 og tók þar við heiðursdokt-
orsgráðu og svo aftur sextíu ár-
um síðar, á 550 ára afmæli skól-
ans.
Það er ömurlegt að sjá svo
gamla og virðulega stofnun verða
útilokunarómenningunni að bráð,
en það er fleira í opinberri um-
ræðu en þessi útilokunarárátta
sem veldur áhyggjum.
Eitt af því er sú tilhneiging að
reyna að þagga niður í þeim sem
ekki uppfylla tiltekin skilyrði, til
að mynda prófgráður. Oft heyrist
að fólk vilji ekki lýsa skoðun á
hinu eða þessu, eða eigi ekki að
tjá sig um eitt eða annað, því að
það sé ekki með þá menntun sem
nauðsynleg sé. Vissulega er
menntun mikilvæg og þekking
ekki síður, en það má aldrei
ganga svo langt að einungis „sér-
fræðingar“ megi
hafa skoðanir á hlut-
unum. Og þegar
stjórnmálamenn
beita þessu fyrir sig
er það afleitt, því að
þeim ber að setja sig
nægilega inn í mál
til að hafa á þeim skoðanir. Þeir
geta vitaskuld ekki vitað allt um
alla hluti, en það réttlætir ekki að
vísa öllu frá sér og fela það sér-
fræðingum. Stjórnmálamenn
verða að kynna sér ólík sjón-
armið, þar með talin sjónarmið
sérfræðinga, en þeir geta ekki
skákað í skjóli skoðanaleysis.
Hið sama á við um ýmsa aðra,
með mismunandi afbrigðum. Ný-
lega gerðist það til að mynda að
BSRB sendi frá sér tilkynningu
um könnun sem stéttarfélagið
hafði látið gera og var hluti af
baráttu þess fyrir auknum opin-
berum rekstri í heilbrigðisþjón-
ustunni. Í tilkynningu BSRB var
fullyrt að „yfirgnæfandi meiri-
hluti landsmanna [væri] andvígur
auknum einkarekstri í heil-
brigðiskerfinu“ og var vísað í
könnun sem prófessor í félags-
fræði hefði gert fyrir félagið.
Þórarinn Guðnason, formaður
Læknafélags Reykjavíkur, benti
á að fullyrðingin stæðist ekki og
BSRB hefði rangtúlkað könn-
unina. Undir þetta tók Morgun-
blaðið og benti á að verkalýðs-
félagið hefði gerst sekt um
sérhagsmunabaráttu í rangtúlk-
un sinni á niðurstöðunum.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, for-
maður BSRB, andmælti þessu og
reyndi að nota heimsfaraldurinn
til að rökstyðja aukna áherslu á
opinberan rekstur í heilbrigðis-
kerfinu, auk þess að rangtúlka
áfram afstöðu almennings eins og
hún birtist í skoðanakönnuninni
sem gerð var fyrir BSRB. Þá
veifaði hún því að ekki væri fallist
á túlkun BSRB og prófessorsins,
sjónarmiða sérfræðings sem eng-
inn mætti efast um.
Nú hefur stigið fram annar og
ekki minni sérfræðingur í túlkun
tölfræðilegra gagna, Thor Aspe-
lund prófessor í tölfræði við
læknadeild Háskóla Íslands, og
tjáð sig um könnunina. Thor segir
í færslu á facebooksíðu sinni (sem
er dæmi um að Facebook getur
verið til gagns þó að miðillinn hafi
stóra galla) að dreifing svara á
milli ólíkra spurninga sé of mikil
til að hægt sé að álykta eins og
BSRB hafi gert. Þá bendir hann á
fleiri galla við framsetningu
BSRB og jafnframt að það sé
engin frétt að mikill meirihluti
vilji að ríkið reki sjúkrahús. Svör-
in að öðru leyti hallist „frekar að
blönduðu eða einkareknu kerfi en
þó ekki tölfræðilega marktækt“.
„Niðurstaðan er,“ segir Thor, „að
Íslendingar virðast hálft í hálft
fylgjandi opinberum og blönd-
uðum rekstri“ en afstaðan sé
mjög mismunandi eftir því um
hvaða þætti heilbrigðisþjónust-
unnar sé að ræða.
Þar sem BSRB notaði eigin
sérfræðing aðeins sem skálka-
skjól fyrir túlkun sinni eru ekki
miklar líkur á að hún verði endur-
skoðuð í ljósi nýs sérfræðiálits.
Heilbrigðismál eru
of mikilvæg til að
verða rangtúlkun
að bráð}
Öfgar og umræða
R
íkisstjórnin vill halda áfram heild-
arendurskoðun stjórnarskrár-
innar í þverpólitísku samstarfi
með aðkomu þjóðarinnar.“
Píratar taka hjartanlega undir
þessi markmið ríkisstjórnarsáttmálans og hafa
unnið ötullega að því allt þetta kjörtímabil að
minna ríkisstjórnina á hvað stendur í sáttmál-
anum þeirra. Þegar allt kom til alls, hins vegar,
þá var lagt fram frumvarp til breytinga á
stjórnarskrá í 23 greinum sem eru langt frá því
að teljast vera heildarendurskoðun.
Ríkisstjórninni mistókst að ná heildarend-
urskoðun – er ekki hægt að gera eitthvað gott
úr því sem þó er komið fram? Jú, auðvitað.
Vandinn er hins vegar sá að frumvarpið er ekki
vel unnið og frávik frá frumvarpi stjórnlag-
aráðs eru illa rökstudd. Ekkert sem er ekki
hægt að laga með því að færa ákvæði aftur til samræmis
við frumvarp stjórnlagaráðs.
Píratar styðja góðar breytingar á stjórnarskrá Íslands,
breytingar sem gagnast öllum og eru í samræmi við þjóð-
arviljann. Þannig vonumst við til þess að hægt verði að
halda stutt þing í haust þar sem þingið getur fjallað um og
tekið afstöðu til þeirra tillagna sem liggja fyrir – það er jú
tilgangur þingsins, að fjalla um mál og tillögur sem
gagnast öllum landsmönnum.
Ein mikilvægasta tillagan, að mínu mati, sem Píratar
leggja áherslu á er ákvæði um náttúruauðlindir. Þar
leggja Píratar til breytingu á því frumvarpi sem forsætis-
ráðherra hefur lagt fram. Í grundvallaratriðum er tillaga
forsætisráðherra ágæt en á henni er samt sá
galli að nýting auðlinda er ekki tímabundin,
bara uppsegjanleg. Einnig er ekki tryggt að
markaðsgjald fáist fyrir nýtingu sameig-
inlegra auðlinda í ábataskyni. Helsta breyting-
artillaga Pírata snýst um að markaðsverð skuli
innheimt ef ákveðið er að nýta auðlind í ábata-
skyni. Þetta leysir hnútinn sem hefur verið í
málinu í áratug um hvort tilgreina eigi fullt
gjald eða eðlilegt gjald í auðlindaákvæði
stjórnarskrárinnar. Ef nýtingin er í ábata-
skyni skal það vera fullt gjald (markaðsgjald),
annars er það háð aðstæðum (eðlilegt gjald
miðað við aðstæður).
Því miður þarf að breyta stjórnarskránni á
þann hátt að rjúfa þarf þing og boða til kosn-
inga þegar breytingar eru samþykktar. Það
þýðir að þingið er fast í þeim vítahring að
vinna stjórnarskrárbreytingar í þinglokum þegar stressið
er sem mest og alls konar rifrildi í gangi. Það var því já-
kvætt að heyra forsætisráðherra fjalla um það vandamál
með breytingarákvæði stjórnarskrárinnar í ræðustól
þingsins á þriðjudag. Jákvætt af því að hvernig sem fer
með frumvarp forsætisráðherra í haust þá væri kannski
hægt að laga þennan galla stjórnarskrárinnar. Þannig má
leggja til breytingar á stjórnarskrá þannig að það þurfi
ekki almennar alþingiskosningar til þess að breyta stjórn-
arskránni.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Kjörtímabilið og stjórnarskráin
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
F
araldur kórónuveirunnar
hefur haft mikil áhrif á
geðheilbrigði þjóða um
allan heim og hefur geð-
rænn heilsuvandi aukist verulega,
sérstaklega meðal ungs fólks, at-
vinnulausra og þeirra sem búa við
fjárhagslega erfiðleika.
Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar OECD um stöðu
geðheilbrigðismála og geðheilbrigð-
isþjónustu í aðildarlöndum OECD.
Mjög brýnt er að þjóðir grípi til
frekari aðgerða, auki framlög og
veiti þeim sem glíma við andlega erf-
iðleika meiri stuðning og auki gæði
umönnunar og þjónustu m.a. til að
draga úr þeim samfélagslega og
efnahagslega kostnaði sem hlýst af
versnandi geðheilsu fólks að því er
fram kemur í skýrslunni.
Áður en faraldurinn skall á er
talið að um helmingur íbúa aðild-
arþjóðanna hafi upplifað andlega
erfiðleika og vanlíðan einhvern tíma
á lífsleiðinni og einn af hverjum
fimm þurft að glíma við geðræn
vandamál af einhverju tagi. „Frá því
að Covid-19-kreppan skall á hefur
andleg vanlíðan færst verulega í
aukana, sérstaklega meðal ungs
fólks, og algengi kvíða og þunglynd-
is jafnvel tvöfaldast í sumum lönd-
um,“ segir þar ennfremur.
Vitnað er í kannanir í nokkrum
löndum í fyrstu bylgju faraldursins
sem leiddu m.a. í ljós að í Ástralíu
sögðu 78% svarenda að geðheilsa
þeirra hefði versnað á tímum farald-
ursins, 43,5% svarenda í Austurríki
sögðu faraldurinn hafa haft nokkur
eða alvarleg áhrif á andlega heilsu
sína og um 41% Bandaríkjamanna
sagðist skv. könnunum eiga við
verra heilsufar að stríða.
Fram kemur í umfjöllun um
hversu margir bjuggu við geðrask-
anir fyrir faraldurinn og eftir að
hann reið yfir að í flestöllum lönd-
unum hefur þeim fjölgað mikið sem
glíma við kvíða eða þunglyndi. Í
Frakklandi sögðust 13,5% hafa
glímt við kvíða eða kvíðaröskun fyrir
faraldurinn en hlutfall þeirra hækk-
aði í 26,7% í faraldrinum. Í Svíþjóð
er talið að tæp 11 prósent íbúa hafi
átt við þunglyndi að stríða fyrir far-
aldurinn en hlutfall þeirra hækkaði í
30% eftir að faraldurinn skall á svo
dæmi séu tekin. Niðurstöður rann-
sókna á andlegri líðan Íslendinga
eru ekki með í þessum samanburði
en staða geðheilbrigðismála hér á
landi er tekin með í samanburði
OECD. Þar kemur m.a. fram að út-
gjöld til geðheilbrigðisþjónustu á Ís-
landi eru sögð vera 5,7% af heildar-
útgjöldum hins opinbera til
heilbrigðismála. Þetta er nokkuð
undir meðaltalinu í löndum OECD
þar sem útgjöld til geðheilbrigðis-
þjónustu eru 6,7% af heildar-
útgjöldum til heilbrigðismála. Í
Finnlandi er hlutfallið 5,6%, 15% í
Frakklandi, 11,3% í Þýskalandi, 6%
á Írlandi og 13,5% í Noregi.
Kostnaður samfélaga er veru-
legur vegna geðraskana að því er
segir í skýrslu OECD, sem byggir
þær upplýsingar raunar á nokkurra
ára gömlum tölum aðildarþjóðanna.
Að meðaltali er kostnaður talinn
jafngilda um 4,2% af vergri lands-
framleiðslu, bæði beinn kostnaður
við heilbrigðisþjónustu vegna geð-
heilbrigðismála og óbeinn kostnaður
sem birtist í auknu atvinnuleysi og
minni framleiðni í atvinnulífinu. Hér
á landi er kostnaður vegna geðræns
heilsuvanda talinn vera um 4,9% af
landsframleiðslu.
OECD leggur áherslu á að efla
þurfi geðrækt og forvarnir meðal
ungs fólks og kemur Ísland vel út í
þeim samanburði þar sem öll börn á
Íslandi eru sögð hafa fengið fræðslu
um geðheilsu í skólakerfinu áður en
þau náðu 15 ára aldri.
Geðheilsa versnaði til
muna í faraldrinum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óvissa Á tímum faraldursins hefur andleg vanlíðan aukist, einkum meðal
ungs fólks, og algengi kvíða og þunglyndis tvöfaldast í sumum löndum.
Þótt Ísland komi oft vel út í samanburði OECD á ýmsa mælikvarða geð-
heilbrigðisþjónustu í aðildarlöndunum kemur einnig í ljós að margir sem
glíma við geðræn vandamál segjast ekki hafa eins greiðan aðgang að
nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og að almennri læknaþjónustu. Eru
Danmörk, Portúgal og Ísland sérstaklega nefnd sem dæmi um lönd þar
sem margir einstaklingar segjast ekki hafa efni á nauðsynlegri geðheil-
brigðisþjónustu. Er hlutfallið 33,1% á Íslandi en til samanburðar segja
8,1% hér á landi kostnað standa í vegi fyrir því að þeir fái aðra læknis-
þjónustu skv. OECD. Í skýrslunni kemur einnig fram að eftir að farald-
urinn reið yfir hafi geðheilbrigðisþjónusta verið skert í miklum meirihluta
landa um allan heim og mun torveldara en áður að fá tilvísanir á nauð-
synlega þjónustu eða meðferð.
Hafa ekki efni á þjónustu
SAMANBURÐUR OECD