Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 Þessa dagana fara fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í öllum kjördæmum landsins. Tugir frambjóðenda gefa kost á sér á framboðslista flokksins fyrir alþingiskosningarnar í haust og um 20 þúsund stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins um land allt taka þátt í að velja þá frambjóðendur sem þeim líst best á og þar sem pólitískar áherslur frambjóð- enda og kjósenda falla saman. Við sjálfstæðismenn í Suðvesturkjördæmi höldum prófkjör 10. til 12. júní. Ég hvet alla stuðningsmenn flokksins til að taka þátt í því. Ég gef kost á mér í 2. sætið á fram- boðslistanum og óska ég eftir stuðningi í það sæti. Í minni stjórnmálaþátttöku hef ég lagt áherslu á atvinnuuppbyggingu og aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu til þess að bæta kjör almennings, skapa ný og vel launuð störf og reisa fleiri stoðir undir efnahagslífið. Samgöngumálin eru gríðarlega mikilvægur málaflokkur og þar þarf að hugsa stærra, gera meira og gera betur. Velferðarmál, þar sem gæta verður þess að öllum séu tryggð mannsæmandi rétt- indi, og náttúruvernd eru mjög mikilvægir málaflokkar og ekki síst það vandasama samspil verndunar og nýtingar sem oft er tekist á um. Í samanburði við Sjálfstæð- isflokkinn og þátttöku stuðn- ingsmanna flokksins í mótun stefnunnar og vali á frambjóð- endum eru aðrir stjórnmálaflokkar hér á landi beinlínis hlægilegir. Við sjálfstæð- ismenn höldum reglulega Landsfund þar sem saman koma á annað þúsund flokks- systkin til að móta stefnu flokksins til næstu framtíðar og velja flokknum forystu. Í prófkjörunum sem fram fara þessa dag- ana er líklegt að fjöldi kjósenda slagi upp í 20 þúsund manns. Um síðustu helgi lauk prófkjöri okkar í Reykjavík. Þar greiddu 7.493 atkvæði, meira en tvöfalt fleiri en síðast, og fjöldi fólks gekk til liðs við flokkinn. Í lok maí fór fram glæsilegt prófkjör okkar í Suður- kjördæmi. Þar kusu 4.647 og Guðrún Haf- steinsdóttir, sigurvegari prófkjörsins, hlaut 2.183 atkvæði í 1. sætið. Til samanburðar má nefna prófkjör Pírata í kjördæminu. Þar kusu 138 rafrænt og hlaut sigurvegarinn 121 atkvæði. Það er nú allur áhuginn á þeim, sem tala mikið um lýðræðisást sína. Framsóknarflokkurinn gerði betur í próf- kjöri í Suðvesturkjördæmi. Sigurvegarinn hlaut 308 atkvæði. Samanburður við Sjálf- stæðisflokkinn í þessu efni er algerlega óraunhæfur. Uppstilling á framboðslista án atbeina al- mennra flokksmanna leiddi Viðreisn í ógöngur. Flokkurinn treysti sér ekki í próf- kjör þrátt fyrir áeggjan fyrrverandi for- manns og stofnanda. Honum var boðið neðsta sætið á lista á höfuðborgarsvæðinu – í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf vænt- anlega – sem hann ekki þáði, en síðan ber honum og núverandi formanni ekki saman um hvað gerðist næst. En Viðreisn sparkaði fyrrverandi formanni sínum út fyrir dyr. Illvígar geta deilurnar orðið í fámenninu. Það kemst enginn stjórnmálaflokkur á Ís- landi með tærnar þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur hælana í lýðræðislegu vali frambjóðenda og stefnumótun. Sjálfstæð- isflokkurinn er fjöldahreyfing sem er opin fyrir alla og sérhver sem áhuga hefur getur tekið þátt í prófkjörum flokksins og þannig staðið að vali frambjóðenda. Enginn annar stjórnmálaflokkur býður upp á þátttöku með þessum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsta lýðræðishreyfingin í stjórnmálum á Íslandi. Eftir Jón Gunnarsson » Það kemst enginn stjórn- málaflokkur á Íslandi með tærnar þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hælana í lýð- ræðislegu vali frambjóðenda og stefnumótun. Jón Gunnarsson Höfundur er þingmaður fyrir Suðvestur- kjördæmi og ritari Sjálfstæðisflokksins. jong@althingi.is Sjálfstæðisflokkurinn er stærsta lýðræðishreyfingin Nái ég kjöri í öruggt sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í SV-kjördæmi mun ég á Alþingi beita mér fyrir að flokkurinn sýni í öllu starfi sínu að honum er ljóst mikilvægi allra stétta þjóðfélagsins. Vilji vinna að sátt og samstarfi þeirra í milli, enda er fátt mik- ilvægara fyrir farsæld þjóð- arinnar. Sjálfstæðisfólk þarf í viðleitni sinni til að efla hag þjóðarinnar að standa með grundvallarstefnumálum sín- um, verja traustar undirstöður sígildrar frjálslyndrar íhaldsstefnu sem kristallast í upprunalegum gildum Sjálfstæðisflokksins. Þau eiga jafn vel við í dag sem áður. Besta leiðin til þess er að efla sjálfstæða, siðræna og gagnrýna hugsun, sem því miður hefur mætt vaxandi mótbyr hér á landi og víðar um heim. Traust menntun styrkir tjáningarfrelsið Ég mun leggja áherslu á menntamál nái ég kjöri. Sá málaflokkur hefur sjálfsagt aldrei verið mikilvægari en nú. Leggja þarf aukna áherslu á menntun uppvaxandi kyn- slóðar, einkum grunnfögin lestur, reikning og skrift, um leið og sækja þarf í fræðslunni styrk í hinn trausta menningararf þjóð- arinnar með því að tryggja staðgóða þekk- ingu á honum, landi og sögu. Verknám fái aukið vægi í skólakerfinu, sem einnig ber að laga jafnóðum að hinni hröðu framþróun í hverskonar tækni og vísindum. Vinna ber markvisst að því að hver og einn geti notið sem best hæfileika sinna, látið til sín taka í þjóðfélaginu á þann hátt sem hugur hans og geta helst standa til. Styrkja ber tjáningarfrelsið með öllum ráðum og tryggja að stofnanir sem reknar eru fyrir almannafé (fjölmiðlar, háskólar o.fl.) gæti hlutleysis. Ósýnilegu valdi (stofnanavaldi / peninga- valdi / klíkuvaldi) sé ekki beitt til að hræða fólk til undirgefni og þagnar. Engin stofnun má verða ríki í ríkinu. Vald þeirra þarf að tempra þannig að jafnvægis sé gætt í starfseminni og valdi ekki misbeitt. Kerfin þjóni fólki – ekki öfugt Einfalda þarf skipurit ríkisstofnana svo almenningi sé auðveldað að reka erindi sín við þær og staðinn sé vörður um frelsi ein- staklingins gegn kerfisflækjum. Unnið verði áfram og ákveðið á braut stafrænna sam- skipta milli borgaranna og kerfisins við af- greiðslu erinda þeirra. Kerfin eiga að þjóna einstaklingunum og fyrirtækjum en ekki öf- ugt. Draga ber úr stofnanamáli og segja hlutina skýrt þannig að allir geti skilið. Stjórnendaábyrgð verður að vera skýr og raunveruleg, ríkisstarfsmenn þurfa að bera ábyrgð eins og aðrir. Fyrirtæki og fólk þarf einfaldara regluverk og skera þarf mark- visst niður reglufargan og sníða það til svo það vísi veg virkrar stjórnsýslu. Alþingi sem samkvæmt stjórnarskrá okk- ar fer með löggjafarvald í landinu, verður sjálft að axla ábyrgð á þessu lykilhlutverki sínu og sjá til þess að lögin samræmist ís- lenskum veruleika. Draga verður stórlega úr vægi reglna sem eiga sér ekki lýðræð- islega rót og miðaðar eru við milljónaþjóðir sem búa á meginlandi Evrópu við allt önnur skilyrði en ríkja hér á okkar fámenna ey- landi. Íslendingar hætti því að taka við lög- um í pósti utan frá þegar slíkt er í ósam- ræmi við veruleika okkar, stærð og uppbyggingu okkar samfélags og beiti ákvæðum um neitunarvald samkvæmt EES- samningnum þegar það á við og viðhafi virka hagsmunagæslu. Tryggja verður að nýting landsgæða verði ákveðin af þjóðinni sjálfri og rétt- kjörnum fulltrúum hennar en lúti ekki regluverki frá öðrum. Það gafst ekki vel fyrr á tíð að landinu væri stjórnað að utan – og vísbendingarnar eru skýrar um að svo er ekki heldur nú. Á Alþingi verði rætt markvisst um aðal- atriði (alvörupólitík), ekki einblínt á auka- atriði (gervipólitík). Kjörnum fulltrúum á Al- þingi og annars staðar ber að standa dyggir og trúir á verði um hag þjóðarinnar. Hlut- verk embættismanna er að liðsinna kjörnum fulltrúum við framkvæmd verkefna. Ókjörn- um embættismönnum leyfist ekki að taka pólitíska stefnumörkun í sínar hendur. Kreddulausa heilbrigðisþjónustu Þegar horft er til þeirrar velsældar sem gæði okkar góða lands geta verið grunnur að, ef rétt er að málum staðið, er mér efst í huga að við tökum höndum saman um að tryggja að þar fái allir að njóta – enginn verði út undan. Því er m.a. brýn nauðsyn nú að losa heilbrigðiskerfið við kreddur sem hamla læknisþjónustu, gera öryrkjum kleift að njóta eins eðlilegs lífs og hugsanlegt er – og greiða eldri borgurum enn frekar leiðina til að bæta hag sinn með eigin vinnu eins lengi og vilji og heilsa leyfa. Standa ber áfram vörð um fjölbreytt menningar- og listalíf þjóðarinnar sem á margan hátt er lykill að lífshamingju henn- ar. Í prófkjörinu 10.-12. júní leita ég eftir stuðningi ykkar í 2.-3. sæti og heiti því að vinna af heilum hug að framgangi hinna góðu gilda sem Sjálfstæðisflokkurinn er byggður á. Ég hvet sjálfstæðisfólk til að mæta á kjörstað og nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að velja sigurstranglegan fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins við alþing- iskosningarnar sem fram fara 25. sept- ember nk. Eftir Arnar Þór Jónsson » Þegar horft er til þeirrar velsældar sem gæði okkar góða lands geta verið grunnur að, ef rétt er að málum staðið, er mér efst í huga að við tökum höndum saman um að tryggja að þar fái allir að njóta – eng- inn verði útundan. Arnar Þór Jónsson Höfundur sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í SV-kjördæmi 10.-12. júní nk. Enginn verði út undan Það er bjart yfir í samfélag- inu og fram undan björtustu dagar ársins. Náttúran sýnir sínar fallegustu hliðar og mannlífið færist skref fyrir skref í eðlilegt horf að nýju. Bólusetningar ganga vel, at- vinnuleysi dregst saman og aukin bjartsýni einkennir um- ræðuna. Því er nú spáð að at- vinnuástandið verði sambæri- legt við það sem var fyrir heimsfaraldur á næsta eða þar- næsta ári. Á traustum grunni tókst okkur að bregðast hratt og vel við heimsfaraldrinum. Við héldum alvarlegum veikindum í lágmarki og vel gekk að standa vörð um efnahagslífið. Skattar hafa lækkað Á kjörtímabilinu hafa skattar lækkað, þjónusta aukist og ráðstöfunartekjur heim- ilanna haldið áfram að vaxa. Í haust stönd- um við reikningsskil á okkar verkum í alþingiskosningum. Þar höfum við góða sögu að segja. Í opinberri umræðu er áber- andi að reynt sé að skilgreina Sjálfstæðisflokkinn fyrir lands- mönnum. Þannig birtast reglu- lega í þingræðum, greinaskrifum og viðtals- þáttum skrautlegar fullyrðingar um flokkinn okkar og fyrir hvað hann stendur. Í gegnum tíðina hafa heilu framboðin verið stofnuð nánast eingöngu í þessum tilgangi. Óbreytt stefna frá upphafi Sjálfstæðisfólk lætur slíka umræðu ekki á sig fá. Við mótum okkar stefnu, sem í grunninn hefur staðið óhreyfð frá upphafi. Verkin tala sínu máli. Flokkurinn hverfist um trúna á einstaklinginn og framtakssem- ina úti í samfélaginu. Þjóðleg umbótastefna var sagt í upphafi og gildir enn. Jafnt og þétt hefur með stefnufestu og virðingu við grunngildin tekist að tryggja framfarir og íslenskri þjóð batnandi lífskjör. Reglulega mælist Ísland í fyrsta sæti meðal þjóða þegar leitast er við að leggja mæli- stiku á lífskjör almennings. Fjölbreyttur hópur frambjóðenda Nú stendur yfir vinna, með þátttöku allra flokksmanna, við að setja saman sig- urstranglega framboðslista. Þremur prófkjörum er lokið og mynd að komast á listana í fjórum kjördæmum. Frambjóðendur flokksins eru fjölbreyttur hópur fólks á öllum aldri, með ólíkan bak- grunn og reynslu. Ánægjulegt er að sjá að konur eru í mikilli sókn í flokknum okkar, en ég hef lengi talað fyrir því að auka hlut þeirra á þingi. Aðdragandi kosninga og val á lista er um margt mikilvæg áminning. Áminning um að þrátt fyrir ráðherrastörf, formennsku í Sjálfstæðisflokknum og aðra titla, byrjar allt og endar með þingmennskunni. Mér hefur hlotnast sá heiður að vera þingmaður Suðvesturkjördæmis í á annan áratug og óska eftir áframhaldandi umboði til að leiða listann í prófkjöri næstu daga. Í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi gefa á annan tug frambjóðenda kost á sér. Þar er hópurinn jafn fjölbreyttur og öflugur og annars staðar á landinu. Þrátt fyrir breidd- ina á listum flokksins eiga frambjóðendur þó allir eitt sammerkt: Viljann til að vinna áfram að framgangi sjálfstæðisstefnunnar. Stefnu frelsis og framfara, sem er mikil- vægara en nokkru sinni fyrr að ráði för á nýju kjörtímabili. Í orði og á borði Það er sammerkt með öllum kjördæmum að við sjálfstæðisfólk setjum lýðræðið á oddinn og veljum á lista í prófkjörum. Ferl- ið er opið, gagnsætt og skýrt og vilji kjós- enda ræður för. Þar er sérstaða okkar skýr, samanborið við flokka sem verður tíðrætt um lýðræði, en stilla svo upp bak við luktar dyr. Víða birtast stórar fullyrðingar um lýð- ræði, framfarir og lífskjarabætur í orði. Við höfum ávallt viljað láta verkin tala. Lýðræðið Eftir Bjarna Benediktsson » Jafnt og þétt hefur með stefnufestu og virðingu við grunn- gildin tekist að tryggja framfarir og íslenskri þjóð batn- andi lífskjör. Bjarni Benediktsson Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.