Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 Það er verðugt við- fangsefni að gegna embætti formanns í fé- lagsskap sem leggur sig fram í verkefnum sem hafa þann tilgang að gera landið okkar og jörðina að betri stað. Stuðningur um 6.000 félaga hefur gert Landvernd að stærstu og öflugustu náttúru- verndarsamtökum landsins. And- spyrna sérhagsmuna og ein- staklinga, samtaka og fyrirtækja sem hafa aðrar hugmyndir um nátt- úruvernd en Landvernd getur verið óvægin og orðljót. Við látum það ekki slá okkur út af laginu og spilla vinnugleðinni, til þess er verkefnið of mikilvægt. Stríð við náttúruna er tortíming mannkyns Nýlega gaf Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna út skýrslu um ástand jarðar undir fyrirsögninni „Semjum frið við náttúruna“. Þar skrifar aðalritari Sameinuðu þjóð- anna: „Mannkynið er í stríði við náttúruna. Það er heimskulegt og má líkja við sjálfsvíg. Afleiðingar kæruleysis okkar eru þegar aug- ljósar; í þjáningum manna, gífurlegu efnahagslegu tjóni og sívaxandi eyðileggingu á grundvelli lífs á jörð- inni.“ Skýrslan dregur upp dökka mynd af heilsufari jarðar. Hvorki skortur á þekkingu né á lausnum er ástæðan. Meginskaðvaldurinn er afstaðan til náttúrunnar. Til að leysa vandann þarf að breyta sambandi okkar manna við náttúruna − að semja við hana frið. Virkjum kærleikann til náttúrunnar Lykillinn að því að lækna sjúk- dóma er væntumþykja, þekking og vilji. Með því að rækta kærleikann til náttúrunnar breytist viðhorfið til hennar. Samfélagið hættir að líta á náttúruna sem þjón mannsins og hún fær sitt eigið tilvistargildi − sem vistkerfi, þar sem maðurinn er bæði hluti af náttúrunni og lifir af henni. Með breyttu gildismati fá aðrir þættir en efnahagslegur ávinn- ingur og skammtímagróði meira vægi. Ákvarðanir sem varða heilsu- far lífríkis jarðar verða teknar á öðr- um forsendum. Fjármunum úr sam- eiginlegum sjóðum verður ráðstafað með hliðsjón af umhverfisáhrifum. Atferli sem veldur tjóni á náttúrunni er skattlagt í samræmi við meng- unarbótaregluna eða bannað. Sér- hagsmunir og kæruleysi víkja. Opnum augun Starf Landverndar snýst um að veita aðhald og vera vettvangur um- ræðu. Árlega senda samtökin hátt í hundrað erindi, umsagnir og at- hugasemdir til stjórnvalda með það að markmiði að styrkja stöðu um- hverfisverndar. Annað mikilvægt viðfangsefni samtakanna er að opna augu fólks fyrir dásemdum jarðar − og að rækta hið nauðsynlega sam- band á milli manns og náttúru. Verkefni eins og Grænfáninn, Vist- heimt með skólum, Ungt umhverf- isfréttafólk, Loftslagsvernd í verki, ferðir til að skoða land í hættu og nú síðast enduropnun Náttúruskólans að Alviðru, eru framlag Land- verndar til þeirrar nauðsynlegu við- leitni að bæta samskiptin á milli manna og náttúru; draga úr kæru- leysi, auka þekkingu og vilja til úr- bóta. Garður þjóðarinnar Hálendi Íslands er ein verðmæt- asta auðlind Íslands. Þeim verðmæt- um er ógnað af margvíslegum áformum um m.a. orkumannvirki, uppbyggða vegi, háspennulínur, of miklu beitarálagi á viðkvæmum svæðum o.fl. Þjóðgarðar hafa þann tilgang að stuðla að mannbætandi upplifun í náttúrunni en jafn- framt að stýra um- gengni og nýtingu með þeim hætti að nátt- úrugæðum verði ekki spillt. Að mati stjórnar Landverndar hefur „þjóðgarðsleiðin“ sann- að sig bæði á Íslandi og víða erlendis sem skil- virk og góð náttúru- vernd. Til að vernda hálendið er því affara- sælast að fara þá leið. Um þetta er nú deilt. Ánægjulega segja flestir sem taka til máls í þeirri umræðu að vernda beri hálendið. Það er gott veganesti að farsælli lausn. Ef vel er að verki staðið getur ávinningur aðgerða til að vernda loftslagið verið umtalsverður og m.a. stuðlað að auknum jöfnuði í sam- félaginu. Slíkar aðgerðir munu þó óhjákvæmilega draga úr arði þeirra sem byggja efnahag sinn á rányrkju. Það þarf, eins og Andri Snær sagði í bókinni Um tímann og vatnið, „nán- ast að endurhanna 20. öldina eins og hún leggur sig“. Lausnirnar eru margar og þær vinna ekki bara á loftslagsvandanum, heldur munu þær einnig stuðla að sjálfbærri hag- sæld og gera heiminn að stað þar sem mannlífið fær að dafna í betri sátt við náttúruna. Það sem vantar er öflugri pólitískur vilji, víðtækari stuðningur almennings og skilvirk- ara alþjóðlegt samstarf. Skilningur á því fer vaxandi þó enn sé talsvert um svokallaðan grænþvott. Landvernd lagði fyrst fram heildstæðar tillögur um loftslagsaðgerðir árið 2005 og er enn að. Loftslagshópur Land- verndar er mikilvægur vettvangur til að vekja vitund og móta hug- myndir um lausnir og Vefskóli Landverndar býður námskeiðið Loftslagsvernd í verki til að draga úr eigin kolefnisspori. Velkomin á aðalfund Landvernd boðar til aðalfundar laugardaginn 12. júní nk. Margar til- lögur að ályktunum verða til umfjöll- unar og kjósa á 4 í stjórn og formann til næstu tveggja ára. Við bjóðum nýja sem gamla félaga velkomna á fundinn. Frekari upplýsingar um fundinn og skráning á hann er á www.landvernd.is. Ég hef lýst mig reiðbúinn að gegna áfram embætti formanns Landverndar. Landvernd í þágu náttúrunnar Eftir Tryggva Felixson »Landvernd veitir stjórnvöldum aðhald, vill auka þekkingu og opna augu fólks fyrir lífs- nauðsynlegu sambandi manns og náttúru. Tryggvi Felixson Höfundur er formaður Landverndar, landgræðslu- og umhverfisverndar- samtaka Íslands. tryggvi@landvernd.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.