Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking. HÚÐÞÉTTING • Lyftir og þéttir slappa húð • Vinnur á appelsínuhúð • Öflug lausn við húðslitum • Örvar sogæðaflæði • Gefur unglegra og ferskara útlit FITUEYÐING • Eyðir fitu á erfiðum svæðum • Er sársaukalausmeðferð • Er byggð á nýjustu tækni til að eyða fitu • Er áhrifaríkmeðferð • Er öruggmeðferð Frábær TILBOÐ hjá TILBO Ð 30% afsláttur Mikil umfjöllun hef- ur verið um hækkun á fasteignamati undanfarin ár og nú fyrir árið 2022 sem þýðir að óbreyttu verulega hækkun fasteignagjalda fyrir eigendur íbúða- og at- vinnuhúsnæðis. Það á ekki við um Kópavog. Af þessu tilefni langar mig að árétta að í Kópavogi hefur um árabil ver- ið rekin sú stefna að lækka álagn- ingarhlutfall fasteignagjalda með það að sjónarmiði að sporna við þessari þróun og halda sköttum og gjöldum hóflegum. Viðmiðið hefur verið að tekjur bæjarins af fast- eignagjöldum hækki að meðaltali í samræmi við aðrar hækkanir í samfélaginu, þ.e. neysluverðs- vísitölu. Raunin er sú að frá árinu 2013 höfum við í Kópavogi lækkað álagningarhlutfallið ár hvert og stefnum að því að svo verði áfram við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Jafnframt hefur vatnsgjald og frá- veitugjald verið lækkað með markvissum hætti en þau gjöld koma líka til lækkunar á atvinnu- húsnæði. Þessi stefna kemur eigendum fasteigna til góða og er án efa ein ástæða þess að bærinn er eft- irsóttur til búsetu og atvinnustarfsemi. Það er stefna bæj- aryfirvalda í Kópavogi að rekstur sveitarfé- lagsins standi undir sér en skattar og gjöld séu hófleg. Við vitum að það kemur íbúum best, hvort sem þeir eru fasteignaeig- endur eða ekki þar sem hækkun fast- eignagjalda getur skilað sér í hærri leigu eins og bent hefur verið á undanfarið. Fasteignamat hefur hækkað gríðarlega undanfarin ár og því mikilvægt hagsmunamál að lækka álagningu á móti, það höfum við gert ár hvert í Kópavogi frá árinu 2013 eins og áður segir. Eftir Ármann Kr. Ólafsson » Frá árinu 2013 höf- um við í Kópavogi lækkað álagningarhlut- fall fasteignagjalda ár hvert og stefnum að því að svo verði áfram. Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. armann@kopavogur.is Álagning fasteigna- gjalda í Kópavogi lækkar þegar fast- eignamat hækkar N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Við sjálfstæðis- menn erum fjórð- ungur þjóðarinnar. Formaður smáflokks sem telur um 10% Ís- lendinga telur sér sæmandi að leggja til að við sem erum þannig miklu fleiri en meðlimir Samfylk- ingar séum útilokuð frá ákvörðunartöku án tillits til þess sem náðst gæti samstaða um við okkur. Þetta er nú skilningur Loga Einarssonar á lýðræði, málefnalegri samræðu og réttindum annarra. Er það ekki undarlegt að maður sem jafnan segist meta mannréttindi öðru of- ar láti þvílíkt og annað eins frá sér fara? – Nú eða kannski bara alls ekki. Uppstillingar á listum Samfylkingar fyrir kosningarnar í haust segja nefnilega sömu sögu ef að er gáð. Nema hvað að innan Samfylkingar er bannorðið ekki sjálfstæðismaður, heldur sósíal- demókrati. Sá sem er sósíaldemókrati er nefnilega sjálfkrafa bannfærður innan Samfylkingarinnar. Við hafa tekið menn sem aðhyllast það sem nefnt er á ensku „woke“-skoðanir sem er meir í ætt við trúarbrögð en stjórn- mál. En útskúfun er einmitt eitt af mörgu vondu sem einkennir þessi nýju guðlausu trúarbrögð. Hvað segja fyrri leiðtogar Samfylkingar og Alþýðuflokks Æskuvinkona mín og bekkj- arsystir heitir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Við hana voru sam- ræðustjórnmálin kennd. Marga fleiri vini og kunningja á ég innan þessa flokks. Hvað segja þeir um þessa útilokunarstefnu? Verða þeir (ég nota íslenska málfræði, en ekki nýja kynlausa málið) ekki að tjá sig? Hinn rauði litur komm- únismans var, eðli málsins sam- kvæmt, einkennandi á þingi flokksins liðna helgi. Það var við hæfi. Samfylkingin er nefnilega ekki lengur sósíaldemókratískur flokkur. Þessi smáflokkur er í ætt við aðra öfgaflokka til vinstri ann- ars staðar í Evrópu. Eða þá breska Verkamannaflokkinn eftir að klíkan í kringum Corbyn hafði rænt þar völdum til ævarandi tjóns fyrir þann annars ágæta flokk. Aðalstefnumál Samfylking- arinnar, afnám stjórnarskrár sem á rætur að rekja til sambærilegra plagga í Evrópu og innlimun ESB á Íslandi og íslenskum auðlindum, segja allt sem segja þarf. Það fólk er fákunnandi um sögu Evrópu sem heldur að stjórnarskrá Ís- lands sé að uppruna eitthvert sér- danskt fyrirbæri. Kæri Logi Kæri Logi, við sjálfstæðismenn viljum hvorki útiloka þig né þinn flokk. Þvert á móti teljum við að þú eigir að hafa áhrif í samræmi við fylgi. En við vonum, þjóð- arinnar vegna, að það haldist í réttu horfi. Á því eru reyndar all- ar líkur sem betur fer. En ég virði við þig að þú talar hreint út. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að þú aðhyllist öfgafullar vinstri- sinnaðar skoðanir sem ekki falla í kramið hjá mörgum. Gangi þér annars allt í haginn nema at- kvæðasöfnunin. Af því má aldrei verða að auðlindir Íslands verði færðar Evrópusambandinu að gjöf. Kæri Logi Eftir Einar Hálfdánarson Einar S. Hálfdánarson » Sjálfstæðismenn eru fjórðungur þjóð- arinnar. Formaður flokks um 10% Íslend- inga telur sér sæma að leggja til að fjórðungur þjóðarinnar sé útilok- aður frá þátttöku í lýð- ræðislegri ákvörð- unartöku. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.