Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 47

Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 Nú þegar við erum að stíga upp úr heims- faraldrinum og farin að njóta lífsins í meira mæli er ekki úr vegi að skoða hvað það er sem skiptir máli og hvað það er sem við höfum lært undan- farna mánuði. Ein af grunnstoðum sterkra samfélaga er öflug og góð heilsugæsla. Með öflugri heilsu- gæslu má draga úr heildarkostnaði í heilbrigðiskerfinu, minnka álag á sjúkrahús landsins og síðast en ekki síst stuðla að almennu heilbrigði meðal landsmanna. Heilsugæslan er og á að vera fyrsti viðkomustaður þegar grunur er um veikindi. Því þarf að tryggja gott aðgengi um land allt að fjölbreyttu fagfólki, s.s. heilsugæslulæknum, sálfræðingum sem og öðrum sérfræðingum. Að öðrum kosti erum við að auka álagið á sjúkrahús landsins sem eiga fullt í fangi með að viðhalda þjónustu þeirra sem veikari eru. Markmiðið hlýtur einnig alltaf að vera að lækna og leiðbeina skjólstæðingum áður en þeir verða of veikir og þar með dýrari fyrir samfélagið. Fjölga þarf heilsugæslum um land allt Á landinu öllu starfa um 200 heimilislæknar sem segir okkur að hver og einn þarf að meðaltali að sinna 2.000 skjólstæðingum. Í þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við er hver heim- ilislæknir með mun færri skjólstæð- inga og ná þeir því að sinna hverj- um og einum betur. Í grein Jörundar Kristinssonar heim- ilislæknis sem birt var í Læknablaðinu í vetur segir hann að mikið álag sé á heilsugæslu- stöðvum og heim- ilislæknum og bendir á að aðgengisvandi vegna aukinna verkefna sem heilsugæslunni er gert að sinna sé mikill. Ekki aðeins vegna fjölgunar íbúa og öldrunar þjóð- arinnar heldur vegna yfirfærslu verkefna frá sjúkrahúsum yfir á heilsugæsluna sem hvorki fylgir mannafli, fjármagn né aukin að- staða. Nýlegt dæmi um slík verk- efni er yfirfærsla á leghálsskimun. Hann bendir einnig á að fjölgun heilsugæslustöðva hefur ekki verið í neinu samræmi við fjölgun íbúa. Í dag rekur hið opinbera 15 heilsugæslustöðvar á höfuðborg- arsvæðinu en til viðbótar við þær eru fjórar einkareknar stöðvar. Í dag eru um 60.000 íbúar án fasts heimilislæknis sem gerir álagið enn meira á hverja stöð og hvern lækni og er sú staða afar slæm. Í dag eru í sérnámi heimilislækna um 70 manns og því ljóst að áhugi á grein- inni er mikill en þeir komast ekki fyrir á yfirfullum stöðvum og því ljóst að fjölga þarf heilsugæslu- stöðvum, ekki aðeins á höfuðborg- arsvæðinu. Hið opinbera eða einkarekstur? – bæði betra Umræðan í þjóðfélaginu hefur oftar en ekki snúist um það hvort á að sinna heilbrigðisþjónustu á land- inu, hið opinbera eða einkaaðilar. Okkur ætti öllum að vera orðið ljóst að hið opinbera þarf á einka- reknum úrræðum að halda og öf- ugt. Samkvæmt nýlegri könnun sem gerð var kom í ljós að í fimm efstu sætum um gæði heilsugæslu- stöðva á höfuðborgarsvæðinu voru þrjár einkareknar í efstu fimm, það eitt og sér segir okkur að mikil- vægt er að veita fólki val um þjón- ustuaðila og að hægt er að treysta einkageiranum fyrir þessari tegund þjónustu, svo ekki sé talað um val- frelsi heimilislækna til að starfa hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Nýlegt dæmi um lokun Domus Me- dica mun leiða af sér enn frekari skort að aðgengi að sérfræðingum sem mun væntanlega leiða til þess að álag á heilsugæslur landsins mun aukast. Hættum að rífast um ágæti einkarekinnar eða opinberrar heil- brigðisþjónustu, notum tímann í að byggja upp öflugt og gott heilbrigð- iskerfi um land allt þar sem nýttar eru og samþykktar báðar leiðir, það hlýtur að vera heilbrigðasta lausnin. Fjárfestum í heilsu Eftir Kristínu Thoroddsen Kristín Thoroddsen »Hættum að rífast um ágæti einkarekinnar eða opinberrar heil- brigðisþjónustu, notum tímann í að byggja upp öflugt og gott heilbrigð- iskerfi um land allt. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði og býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer 10.-12. júní. Um næstu helgi fer fram prófkjör Sjálf- stæðisflokksins í Suð- vesturkjördæmi. Við, kjósendur flokksins, búum svo vel að eiga kost á að kjósa milli óvenjuöflugra ein- staklinga sem boðið hafa fram krafta sína. Meðal þeirra er Sig- þrúður Ármann lög- fræðingur sem býður sig nú í fyrsta sinn fram til setu á Al- þingi. Ég hef þekkt til Sigþrúðar í nokkur ár og tel mikinn feng aÐ því að jafnhæfur einstaklingur og hún skuli hafa ákveðið að bjóða sig fram. Leiðir okkar hafa meðal annars legið saman á umræðuvettvangi sem hún stofnaði til fyrir nokkrum árum þar sem stór hópur kvenna víða að úr samfélaginu, á ólíkum aldri, úr flest- um atvinnugreinum og öllum flokk- um, hittist reglulega og ræðir mál sem á hópnum brenna. Í þeim hópi er Sigþrúður sannarlega á heima- velli. Hún er óvenjusterkur persónu- leiki, hefur ákveðnar skoðanir, skýra framtíðarsýn, á auðvelt með að setja sig inn í ólíka málaflokka og greina kjarnann frá hisminu. Mikilvægt er að þeir sem sitja á Alþingi eigi auðvelt með að vinna með öðrum, byggi á sterkum grunni en séu jafnframt tilbúnir að feta nýj- ar slóðir og takast á við áskoranir nýrra tíma. Sigþrúður býr yfir þess- um eiginleikum í ríkum mæli og ég treysti henni vel til þess að setja sig inn í ólíka málaflokka og vinna að ýmsum löngu tímabær- um breytingum, t.d. varðandi málefni aldr- aðra sem Alþingi hefur í áratugi vanrækt að sinna sem skyldi. Hún mun ekki sitja aðgerða- laus heldur láta verkin tala. Sigþrúður hefur menntun, þekkingu og reynslu sem mun skila sér þegar kemur að störfum á Alþingi. Hún hefur vilja til þess að leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið fái hún tækfæri til þess og er líkleg til að vinna að fram- gangi þeirra fjölmörgu mála sem hún brennur fyrir. Ég skora á kjósendur í Suðvestur- kjördæmi að tryggja Sigþrúði Ár- mann öruggt sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins til alþingiskosninganna í haust. Það gerum við með því að taka þátt í prófkjörinu sem fram fer 11., 12. og 13. júní næstkomandi og kjósa hana í öruggt sæti. Nýir tímar – breyttar áskoranir Eftir Gullveigu Sæmundsdóttur Gullveig Sæmundsdóttir »Ég skora á kjós- endur í Suðvest- urkjördæmi að tryggja Sigþrúði Ármann öruggt sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.