Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 54

Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 54
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Greinilegt er að landsmenn þyrstir í að komast á gott ball og eftir- minnilega sumarhátíð. Sést það með- al annars á því hve fljótt varð uppselt á tónlistarveisluna Bræðsluna á Borgarfirði eystra: „Tveimur dögum eftir að miðasala hófst var allt upp- selt en áður hefur tekið allt upp und- ir mánuð fyrir miðana að klárast,“ segir Magni Ásgeirsson tónlistar- maður með meiru en hann heldur utan um skipulag viðburðarins í fé- lagi við bróður sinn Heiðar. „Ég finn það líka sem flytjandi að síminn er farinn að láta mjög ófriðlega og mik- ið tónleikahald fram undan,“ bætir Magni við. Efnt var til fyrstu Bræðslunnar árið 2005 og hefur viðburðurinn ver- ið haldinn hér um bil árlega síðan þá. Vegna smitvarna þurfti að fella há- tíðina niður í fyrra en allt útlit er fyr- ir að Bræðslan verði með hefð- bundnu sniði í ár. Bræðslan er eins dags tónlistarhátíð sem í ár fer fram laugardaginn 24. júlí, en fjörið byrjar mun fyrr og mikið líf í Borgarfirði eystra dagana á undan og eftir. „Á miðvikudeginum fyrir Bræðslu er hefð fyrir því að heimamenn haldi skemmtikvöld. Í um það bil tíu ár hefur fimmtudagurinn verið helg- aður óskalagakvöldi í félagsheimilinu Fjarðarborg og mjög góð mæting á þann viðburð,“ segir Magni. „Einnig er tónleikadagskrá í Fjarðarborg á föstudeginum og raunar haldnir tvennir tónleikar til að reyna að koma til móts við sem flesta.“ Bræðslan fer svo fram á laug- ardag, sem fyrr segir, í gamalli skemmu sem breytt hefur verið í tónlistarhús. Hefst dagskráin klukk- an 19 og lýkur í kringum miðnætti. Einvalalið tónlistarmanna treður upp á Bræðslunni. Bríet mætir á svæðið, sem og Mugison, Aldís Fjóla og Sigrún Stella. „Þá ætla Stuðmenn líka að spila fyrir okkur, en þegar ég bjó hér í bænum sem lítill drengur hefði ég aldrei búist við því að Stuð- menn myndu troða upp á Borgarfirði eystri,“ segir Magni og líkir því að fá í Stuðmenn í heimsókn við það að landa hvítum hval. Gestir tjalda í görðunum Bræðslan hefur á sér öðruvísi brag en aðrar hátíðir sumarsins og þykir mörgum eitthvað innilegra og persónulegra við þennan viðburð. Magni gantast með að það hafi meðal annars vakað fyrir þeim bræðrum að gera Bræðsluna að veruleika svo þeir hefðu afsökun til að verja nokkr- um vikum í heimabyggðinni á hverju sumri. „Það er eitt af sérkennum Bræðslunnar að viðburðurinn er mikið drifinn áfram af núverandi og brottfluttum Borgfirðingum, vinum þeirra og vandamönnum. Fyrir vikið er andrúmsloftið dagana í kringum Bræðsluna fjölskylduvænt og rólegt, og allir garðar umbreytast í tjald- svæði fyrir velkomna gesti heim- ilisfólks.“ Magni bendir á að það sé líka gam- an að sækja Borgfirðinga heim þeg- ar engin tónlistarhátíð er í gangi. Þannig megi t.d. finna rétt hjá bæn- um gönguleiðina Víknaslóðir sem er mikil útivistarparadís og búið að stika þar langar og fallegar göngu- leiðir. „Þá held ég að hvergi á land- inu sé betri aðstaða til að skoða lunda og nágrenni Borgarfjarðar sannkölluð perla fyrir fjallahjólafólk og kajakræðara,“ segir Magni. „Ný- lega var opnað á Borgarfirði eystra lúxushótel með heilsulind og heita potta í fjöruborðinu – nokkuð sem ég hefði ekki heldur látið mig dreyma um þegar ég var lítill gutti – og svo má ekki gleyma að allt sumarið er tónlistardagskrá í félagsheimilinu.“ Rokkstjörnur dreymir um að vera á traktor Það segir mikið um töfra svæð- isins að Magni unir sér hvergi betur. Hefur hann þó komið víða við og ferðaðist t.d. um Bandaríkin með heimsfrægri hljómsveit. Hann segir að með aldrinum hafi það runnið bet- ur upp fyrir honum hvers konar for- réttindi það voru að alast upp á þess- um slóðum, og hvernig ungan dreng vanhagaði aldrei um neitt fjarri skarkala heimsins. „Það er gaman að troða upp á stórtónleikum úti í heimi en eftir nokkra mánuði af því leitar hugurinn eitthvað annað, og hvarflar að manni að það væri miklu skemmtilegra að vera á bak við stýr- ið á dráttarvél í Borgarfjarðar- hreppi.“ Bræðslan vaknar aftur til lífsins Ljósmyndir/iTorfa Hörkustuð Hápunktur dagskrárinnar fer fram í gamalli skemmu sem breytt hefur verið í tónleikasal. « Það verður líf og fjör á Borgar- firði eystra og m.a. von á Stuð- mönnum á svæðið EGILSSTAÐIR Í MÚLAÞINGI54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.