Morgunblaðið - 10.06.2021, Page 59

Morgunblaðið - 10.06.2021, Page 59
MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. ✝ Katrín Krist- jánsdóttir fæddist 14. maí 1926 á Hæli í Gnúpverjahreppi. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Fossheimum á Sel- fossi 26. maí 2021. Foreldar hennar voru Guðmunda Þóra Stefánsdóttir húsfreyja í Geira- koti, f. 1.1. 1901, d. 5.12. 1995, og Kristján Þórður Sveinsson bóndi í Geirakoti, f. 5.9. 1891, d. 2.8. 1990. Systkini Katrínar eru: Sveinn, f. 1925, d. 2015; Stefán, f. 1927, d. 1970; Sig- rún, f. 1929; Steinþór, f. 1931, d. 2021; Ólafur, f. 1949. Fjölskyldan fluttist að Geirakoti í Sandvíkurhreppi árið 1929 og þar ólst Katrín upp. Þann 29.12. 1951 giftist Katrín eiginmanni sínum Gud- mund Aagestad, frá Gjerstad í arsson, dóttir þeirra er Ylfa. Sonur Halldóru er Atli Egg- ertsson, eiginkona hans er Linda Ósk Högnadóttir, börn þeirra eru Ásgeir Jaki, Högni Jökull og Katla Lind. Fyrir átti Atli synina Arnþór Ósmann og Hrannar Örn. c) Anna Gína Aagestad, f. 1966, eiginmaður hennar er Guðmundur Árni Bjarnason. Börn þeirra eru Bjarni Ævar, sambýliskona hans er Margrét Vala Guð- mundsdóttir, barn þeirra er Lúna Sif. Sif, sambýlismaður hennar er Sigurður Þór Arn- arson, sonur Sifjar er Guð- mundur Árni Arnþórsson. Katrín og Gudmund hófu búskap í Noregi. Þau fluttustu til Íslands árið 1957 og bjuggu lengst af á Birkivöllum 25 á Selfossi. Katrín vann aðallega verslunarstörf. Hún tók virkan þátt í félagsstörfum, má þar nefna Skógræktarfélag Árnes- inga, Samkór Selfoss og Félag eldri borgara á Selfossi. Starfsfólk Fossheima á Sel- fossi fær þakkir fyrir góða umönnun og hlýju. Útför Katrínar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Noregi, f. 7.6. 1928, d. 13.10. 2017. Foreldrar hans voru Aanon Aagestad, f. 3.8. 1884, d. 5.1. 1967, og Gurine Aa- gestad, 15.10. 1886, d. 14.5. 1938. Börn þeirra eru: a) Munda Kristín Aa- gestad, f. 1952, var gift Gunnari Leifi Þórðarsyni. Börn þeirra eru Guðmundur Þór, sambýliskona hans er Ragnheiður Ragn- arsdóttir, börn þeirra eru El- ínborg og Kristín. Þórður. Katrín. b) Roar Aagestad, f. 1955, eiginkona hans er Hall- dóra S. Ásgeirsdóttir. Börn þeirra eru Helena Aagestad, sambýlismaður hennar er Dag- ur Hjartarson, börn þeirra eru Dagbjört og Fróði. Aníta Aagestad, sambýlismaður hennar er Jóhann Smári Gunn- Elsku amma mín. Þá ertu farin í ferðina fögru sem þú hefur svo oft talað um, með dulúð og jafnvel spennu í rödd- inni. Minningarnar hrannast upp í huga mér á þessari kveðju- stund, og þær eru allar góðar. Ég get svifið inn í stofuna á Birkivöllunum, ég heyri þig raula í eldhúsinu, það skrjáfar í dagblaðinu hans afa og pípu- lyktin blandast við matarilm- inn. Kórsöngur í útvarpinu. Þetta var hamingjustaður. Þú varst amma sem gafst svo mikið af þér til okkar barnabarnanna. Þú nenntir að sitja með okkur tímunum sam- an og spila, lita, syngja og spila á píanóið. Við fórum í fjöruferð- ir og berjamó, fengum að skoða slæðurnar þínar og kíkja í skartgripaskrínið. Þegar ég var orðin eldri sát- um við gjarnan saman í stof- unni og spjölluðum um heima og geima. Þú hafðir unun af því að rifja upp æsku þína og lýstir nákvæmlega hvernig húsakynni ykkar voru í Geira- koti, þar sem moldargólf voru undir rúmunum, en samt var alltaf svo gaman og mikið fjör. Sennilega er einna eftirminni- legust sagan af því þegar þú fannst 10 krónur á götunni, keyptir fyrir þær happdrætt- ismiða og vannst á hann nýjan bíl, og það viku eftir að þú fékkst bílprófið! Og alltaf, alveg fram á síð- asta dag, fylgdist þú með fólk- inu þínu, mundir alla afmæl- isdaga og sýndir lífi og störfum okkar barnabarna þinna mikinn áhuga. Og barnabarnabörnin voru þér ekki síður kær. Á 93 ára afmæli þínu fórst þú í elt- ingaleik við eins og hálfs árs gamla dóttur mína, ég veit ekki hvor ykkar skemmti sér betur, þú eða hún. Við spjölluðum oft saman í síma, og þá dugði ekk- ert minna en að taka kvöldið frá, því símtölin voru löng og skemmtileg. Þú varst amma mín en líka vinkona mín. Svo skemmtileg, umhyggjusöm, hláturmild og lífsglöð. Og nú er komið að brottför, enda var ævin orðin löng, síð- asta árið var þungt í róðri og þú tilbúin til að kveðja þennan heim og sigla inn í Sumarland- ið. Þú sagðir mér að þar væru allir eins og þegar þeir voru upp á sitt besta. Svo ég geri ráð fyrir að afi hafi beðið þín, fjallmyndarlegur með glott á vör, og tekið á móti sinni geisl- andi fögru konu, þið bæði með glampa í augunum. Þannig mun ég minnast þín amma mín, með glampann í augun- um. Takk fyrir allt. Þitt barnabarn, Helena. Elsku amma. Mikið sem ég á eftir að sakna þín. Í staðinn fyrir söknuð er kannski betra að tala um þakklæti, því ég er þakklát fyrir svo margt. Þakk- lát fyrir þig. Þakklát fyrir alla hversdagslegu hlutina sem eru svo ótrúlega merkilegir þegar ég horfi til baka. Þú dróst fram möndlukökur með bleiku kremi, kex og suðu- súkkulaði úr öllum mögulegum skápum fyrir okkur krakkana. Það var mikill hasar í eldhúsinu hvort sem það var sláturgerð eða troðfullar sultukrukkur upp um allt eldhús. Þú varst líka á níræðisaldri en samt komin upp á eldhúsbekkinn því það bara varð að þurrka af efri skáp- unum. Það fylgdi þér mikill kraftur, dugnaður og það var mikið líf í kringum þig. En á sama tíma var alltaf friðsælt að koma á Birkivellina. Það var friðsælt að sitja með þér og læra að prjóna og það var frið- sælt þegar þú settir plötuna með píanótónlistinni á fóninn og nuddaðir á mér tásurnar því ég gat ekki sofnað. Það var friðsælt að sitja hjá þér og fletta í gegnum vel skrásett myndaalbúmin og lesa ná- kvæmar lýsingar á því hverjir voru á myndunum og hvað hafði verið í gangi. Það var friðsælt að kíkja á jarðarberin og gulræturnar í garðinum og fá að gæða sér á uppskerunni með skítuga fingur og glotta með þér. Ég man eftir sama glottinu þegar við spiluðum púkk á jólunum og þú áttir það til að kíkja óvart á spilin hjá næsta manni. Það var friðsælt að gleyma stað og stund með þér á Birkivöllunum því við gátum alltaf fundið okkur eitt- hvað að grúska í, gömul frí- merki frá Noregi, allar mynd- irnar sem þú málaðir og rósirnar í garðinum sem þú hugsaðir svo vel um. Svo líður mér eins og endurnar á tjörn- inni hafi verið orðnar ofaldar því í minningunni áttum við ótal stundir þar á bakkanum, hlið við hlið að gefa þeim brauð. Friðsældin fylgdi þér alla leið upp á Fossheima þar sem ég naglalakkaði þig og við spjölluðum lífið og tilveruna. Þér tókst að gera hversdaginn svo merkilegan og í dag á ég óteljandi minningar sem ylja. Takk fyrir allt, amma. Katrín Aagestad Gunnarsdóttir. Katrín Kristjánsdóttir ✝ Helga Her- móðsdóttir fæddist þann 10. júní árið 1925 á Þernunesi við Reyðarfjörð. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Grund 14. janúar 2021, 95 ára gömul. Hún var þriðja í röðinni af tólf börnum hjónanna Hermóðs Guðnasonar frá Vet- urhúsum í Hamarsdal og Ingi- bjargar Bjarnadóttur frá Hall- bjarnarstöðum í Skriðdal. Eldri systkini Helgu voru þau Herdís og Haukur og yngri systkinin eru þau Hörður, Hrefna, Héðinn, Hulda Mar- grét, Hróar, Hringur, Halla, Hermann og Hrefna yngri. Að- eins þau Hringur og Hrefna yngri lifa systur sína. Helga fluttist snemma ásamt fjölskyldunni að Mjóeyri við Eskifjörð en bjó flest sín upp- vaxtarár á Hólmum og Fram- nesi við Reyðarfjörð. Helga fluttist til Reykjavík- ur rétt um tvítugt. Þar kynnt- ist hún Guðmundi Sigurðssyni húsasmíðameistara, f. 1913, og opinberuðu þau trúlofun sína á aðfangadegi árið 1946 og gengu í hjónaband 20.4. 1949. Þau eignuðust einn son, Örn, og bjuggu flest sín hjúskap- arár á heimili sínu við Bar- ónsstíg 18 í Reykjavík. Þau slitu síðar sambúð. Helga eignaðist tvo syni: 1) Örn Guðmundsson, stýrimaður og skipstjóri, f. 21.4. 1948, d. 25.3. 2018. Örn var í sambúð með Jóhönnu Hrefnu Hólm- steinsdóttur hjúkr- unarfr. Þeirra einkadóttir Guðný Arnardóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 1974, áður í sambúð með Jóni Andra Sigurðarsyni tölvunarfræðingi, f. 1972, þeirra sonur Elvar Örn Jóns- son háskólanemi, f. 1995, Þau slitu sambúð. Guðný er gift Ragnari Loga Magnasyni lækni, f. 1970, þeirra börn Jó- hann Hrafn stúdent, f. 2001, Katrín María, f. 2006, og Íris María, f. 2007. 2) Níels Níels- son, f. 1959, hans kona Stein- unn Guðrún Harðardóttir, þeirra synir Hörður Óli, f. 1986, Níels Arnar, f. 1989, og Kjartan Helgi, f. 1995. Helga var húsmóðir og vann ýmis önnur störf á sinni starfs- ævi, bæði í Reykjavík og um nokkurt skeið á Seyðisfirði og þá aðallega við saumaskap. Hún var fagurkeri og pjattrófa með stórt skap, hjarta úr gulli og ævinlega höfðingi heim að sækja. Útför hennar fór fram í kyrrþey 26. janúar 2021. Og þannig týnist tíminn … Í byrjun árs fylgdi ég flottu og frábæru ömmu minni Helgu Hermóðsdóttur síðasta spölinn. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 14. janúar sl., 95 ára gömul. Sagt er að hverjum þyki sinn fugl fagur og allt það, en það verður ekki af ömmu minni tekið að hún var einstaklega eftirminnilegur og skemmtilegur karakter … og já sérlega glæsileg kona. Amma var fædd og uppalin á Aust- fjörðum, ein tólf systkina og þriðja elst. Hún flutti undir stríðslok til Reykjavíkur og bjó þar að mestu eftir það, fyrir ut- an nokkur ár á Seyðisfirði þar sem ég dvaldist einnig sem barn eitt skólaár og gekk m.a. í sunnudagaskólann í „Bláu kirkjunni“. Þaðan á ég góðar minningar, enda borin á hönd- um hennar og alúð, verandi eina barnabarnið hennar í 12 ár. Hún var yndislega snúðugur persónuleiki, hvöss ef til þurfti og sérlega hnyttin og orðhepp- in og hélt hún þessum eigin- leikum allt til loka þó svo minn- ið færi þverrandi og líkamlegt heilsufar hnignandi. Þá brást það aldrei í neinni heimsókn að hún kæmi manni til að skella upp úr með hárbeittum tilsvör- um og skipti þá engu þótt hún væri í sínum huga stödd á öðr- um aldarfjórðungi en við hin. Margar eru sögurnar og minn- isstæð tilsvörin. Minnisleysið var svo mögulega blessun þeg- ar eldri sonur hennar Örn, pabbi minn, lést árið 2018, langt um aldur fram. Ég kallaði hana ömmu pæju þegar ég var lítil og var það ekki að ástæðu- lausu því hún var pjattrófa fram í fingurgóma og var auk þess andlitsfríð og sérlega hár- prúð. Rauður varalitur, lakk- aðar neglur og háir hælar er í mínum huga hennar vörumerki ef svo má að orði komast. Ég sakna hennar mikið um leið og ég er þakklát fyrir að hún hafi fengið hvíld, fyrir löngu orðin södd af lífsins byrði. Ég er ekki síður þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja hana á dán- ardaginn. Ég hafði verið hjá henni skömmu áður þennan dag og við ræddum lífið og til- veruna og leiðina okkar allra, hún sagði mér að vera ekki að eyða tíma í að heimsækja sig, nóg væri nú að gera hjá okkur yngra fólkinu. Ég kyssti hana á ennið og sagði að mér þætti vænt um hana og hún kvaddi mig með fallega brosinu sínu eftir að ég sagði; sjáumst eftir helgina amma mín. Heimsókn- irnar verða ekki fleiri að sinni, góða ferð og hvíl í friði. Þín ömmustelpa, Guðný Arnardóttir. Helga Hermóðsdóttir ✝ Sigurður Sam- úelsson fædd- ist 14. október 1927 á Akureyri. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 29. maí 2021. Foreldrar hans voru Samúel Kristbjarnarson, Stapaseli, Mýra- sýslu, f. 4. október 1892, d. 21. júní 1972, og Svava Sigurðardóttir, Ystuvík, Svalbarðsströnd, f. 7. júlí 1901, d. 7. júlí 1994. Sigurður var næstelstur sex systkina, en þau voru: Ásgeir, f. 1926, d. 1. ágúst 1995, Krist- ín, f. 1931, Guðrún, f. 6. apríl 1995. Sigurður á tvö börn með eiginkonu sinni, Guðrúnu Lilju Jónsdóttur: Katrínu, f. 2001, og Nóa, f. 2006. Sigurður hóf störf í fyrir- tæki föður síns á Akureyri 16 ára gamall. Skömmu eftir tví- tugt hóf hann nám í Loft- skeytaskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1948. Hann var lengst af loftskeytamaður á togaranum Jörundi frá Ak- ureyri eða í níu ár. Eftir það starfaði hann á Póststofunni á Akureyri frá 1958 til 1962, en síðan á Tollpóststofunni í Reykjavík, þá sem fulltrúi, frá 1967. Hann varð fyrsti útibússtjóri póstsins í Ármúla frá 1. maí 1984 til 1. sept- ember 1986. Sama ár var hann skipaður skrifstofustjóri Póststofunnar og gegndi því embætti allt til starfsloka ár- ið 1997. Útför Sigurðar fer fram frá Áskirkju í dag, 10. júní 2021, klukkan 13. 1933, Viðar, f. 20. maí 1934, d. 14. febrúar 2014, og Kristján Björn, f. 4. nóvember 1935, d. 16. júní 2004. Eftirlifandi eig- inkona Sigurðar er Edda Ögmunds- dóttir, f. 14. októ- ber 1932 á Dalvík. Sigurður og Edda gengu í hjónaband 13. maí 1954. Þau eignuðust þrjá syni: Jarl, f. 1954, d. 1958, Kristján, f. 1958, og Sig- urð, f. 1970. Kristján hefur lengst af bú- ið í Danmörku. Börn hans eru: Sarah Björg, f. 1986, Siggi C., f. 1993, og Signe Marie, f. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo vinur kæri vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Í dag kveðjum við góðan vin okkar og samstarfsmann til margra ára, hann Sigga Sam. Okkar starfsvettvangur var hjá Pósti og síma og sinntum við þar ýmsum störfum. Siggi tók virkan þátt í Póst- mannafélaginu og var áhuga- samur, virkur og drífandi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Fyrir löngu keypti félagið jörð austur í sveit með gömlum burstabæ, Rauðaberg, sem ætl- aður var sem orlofshús fyrir póstmenn og fjölskyldur þeirra. Bærinn þurfti töluverðrar hressingar við og var því stofn- aður hópur innan félagsins til að taka til hendinni, sinna við- haldi og endurbótum og koma bænum í stand. Farið var bæði vor og haust í þessar ferðir okkar og smám saman var bænum komið í nokkuð gott stand. Siggi var einn af Rauðabergshópnum. Hann lá ekki á liði sínu. Hann var ævinlega hress, glaður og vinnusamur og gott og gaman að spjalla þegar dagur var að kvöldi kominn. Við gróður- settum tré, máluðum úti sem inni, gerðum við það sem þurfti. Settum upp sturtu og fleira. Siggi hafði góða nær- veru og mikinn húmor. Hann sá oft spaugilegu hliðarnar og gerði gjarnan grín að hlutum og aðstæðum. Hann var svo sannarlega góður félagsskap- urinn. Þetta voru yndislegir tímar. Að leiðarlokum er okkur efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áralanga vináttu, dreng- skap og samskipti sem aldrei bar skugga á. Við vottum Eddu og fjölskyldu hans innilega samúð. Fyrir hönd okkar Rauða- bergshópsins, Lea Þórarinsdóttir. Sigurður Samúelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.