Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 62
62 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
✝
Carl Jóhann
Lilliendahl
klæðskerameistari
fæddist á Siglufirði
5. október 1946.
Hann lést í faðmi
fjölskyldunnar á
hjartadeild Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúss við
Hringbraut, 30.
maí 2021. Carl var
sonur hjónanna Al-
freðs Lilliendahl, loftskeyta-
manns og ritsímavarðstjóra, f. á
Vopnafirði 1909, d. 1969, og
Ingunnar Katrínar Steingríms-
dóttur húsfreyju, f. á Ísafirði
1914, d. 1961.
Carl kvæntist Sigrúnu Árna-
dóttur og eignuðust þau þrjá
syni: Alfreð Örn, f. 1967, Árna
Halldór, f. 1968, og Karl Rúnar,
f. 1972. Carl og Sigrún skildu.
Alfreð er kvænt-
ur Evu Björk Karls-
dóttur, f. 1967. Syn-
ir þeirra eru Sindri
Snær, f. 1995, og
Aron Máni, f. 1999.
Árni Halldór er í
sambúð með Bel-
indu Kristins-
dóttur, f. 1974.
Börn Árna frá
fyrra hjónabandi
eru Elva Rut, f.
1992, Sara Eir, f. 1994, og Eiður
Smári, f. 1998.
Karl Rúnar er kvæntur Eddu
Jónsdóttur, f. 1975. Saman eiga
þau Lúkas, f. 2006, og Leu Car-
olinu, f. 2012.
Eftirlifandi eiginkona Carls
er Íris Lilliendahl, f. 1953.
Carl verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju í dag, 10. júní
2021, klukkan 13.
Tengdafaðir minn Carl Jóhann
hefur kvatt þessa jarðvist á 75.
aldursári eftir langvinn veikindi.
Hann var einstakur persónuleiki
sem var margt til lista lagt þrátt
fyrir að vera bæði hæglátur og
hógvær. Ég kunni vel við hann
frá fyrstu kynnum. Hann tók
fólki eins og það var og sýndi mér
ávallt nærgætni í samskiptum.
Þrátt fyrir að hann væri gjarnan
fámáll hafði ég gaman af því að
ná honum á gott spjall. Þá gátu
samtölin orðið bæði löng og djúp.
Hann var fróðleiksfús og forvit-
inn um lífið. Einstaklega listrænn
og nákvæmur með eindæmum.
Ég minnist hans með þakklæti
fyrir góða samfylgd. Minningin
um góðan mann lifir áfram í
hjörtum okkar fjölskyldunnar.
Edda Jónsdóttir.
Carl Jóhann
Lilliendahl
✝
Marías Haf-
steinn Guð-
mundsson fæddist í
Hafnarfirði 7.
ágúst 1958. Hann
lést í Reykjavík 31.
maí 2021. Hann var
sonur hjónanna
Guðrúnar Axels-
dóttur, fædd 27.1.
1931, dáin 5.1. 2017
og Guðmundar
Maríassonar, fædd-
ur 24.3. 1935, dáinn 17.4. 1972.
Systkini Maríasar eru: Marta
Sigríður Kristjánsdóttir, Salóme
Berglind Guðmundsdóttir, Axel
Guðmundsson og Ólöf Guð-
mundsdóttir.
ur Ása Maríasdóttir, fædd 19.10.
1994, sambýlismaður hennar er
Ingvar Birgisson, fæddur 27.4.
1994. Þeirra börn eru: Ýmir
Rafn, fæddur 2.8. 2019 og
Björgvin Mói, fæddur 15.5.
2021.
Marías lauk grunnskólanámi
og síðan námi í Stýrimanna-
skóla Íslands, þaðan sem hann
lauk skipstjórnarprófi 1979.
Sveinspróf í málaraiðn 1989 og
meistararéttindi í sömu grein
2004. Hann var stýrimaður frá
1981 til 1985. Vann hjá Múr og
mál 1987-1994. Viðhaldsdeild
Landspítalans 1994-2000. Rak
fyrirtækið Málar ehf. ásamt
Baldvin Má Frederiksen frá
2000-2006. Þá hóf hann störf hjá
Byggingafélagi námsmanna og
var þar umsjónarmaður fast-
eigna til dauðadags.
Útför Maríasar fer fram frá
Neskirkju í dag, 10. júní 2021,
klukkan 13.
Eiginkona hans
er Halla Magnús-
dóttir, fædd 10.2.
1959. Börn þeirra
eru: Marta Marías-
dóttir, fædd 18.6.
1981, dáin 6.9.
1982. Jakob Marí-
asson, fæddur 3.10.
1984, sambýliskona
hans er Arléne Lu-
cianaz, fædd 23.12.
1990. Guðrún Ósk
Maríasdóttir, fædd 12.3. 1989,
hennar maki er Árni Björn
Kristjánsson, fæddur 1.12. 1987.
Þeirra börn eru Halldóra María,
fædd 29.5. 2013 og Arnaldur
Smári, fæddur 30.7. 2020. Auð-
Látinn er í Reykjavík Marías
Hafsteinn Guðmundsson, elsku-
legur mágur, vinur og þúsund-
þjalasmiður. Engin orð fá betur
lýst þeim harmi, sem að systur
minni og fjölskyldu steðjar, en ljóð
W.H. Auden í þýðingu Þorsteins
Gylfasonar:
Stoppi hver klukka! Klippið símavír!
Og kastið beini í seppa. Hann er hávært
dýr.
Píanó þagni! Deyfðan trumdyn!
Sjá hér er kistan. Syrgið látinn vin.
Lát flugvélar emja yfir land og sjó.
Skrifa á loftin skýjastöfum að hann
dó.
Klæð hvítar dúfur svörtu af harmi eftir
hann.
Svarta hanska látið á hvern lögreglu-
mann.
Norður, suður, austur, vestur var hann
mér.
Mín vinnuvika, sunnudagur hver.
Mín nótt, minn dagur með líf með leik.
Ég leit á ást sem væri hún eilíf. Ég óð
reyk.
Já hver þarf nú stjörnur? Lát myrkvast
himins hjól,
pakkið saman tunglinu, hlutið sundur
sól.
Sturtið niður sjónum og sópið trjám
burt.
Um svona hluti verður aldrei framar
spurt.
Við kölluðum hann Massa, hann
var Massi mágur eða Massi málari.
Hann var líka eiginmaður, faðir og
afi. Hann var kletturinn okkar, sá
sem fyrstur bauð sig fram þegar
við þurftum á hjálp að halda.
Massi átti ekki auðvelda æsku
og snemma tók hann ábyrgð á sér
og systkinum sínum. Hann fór
ungur til sjós. Leigði sér herbergi
úti í bæ og sá um sig sjálfur. Massi
og systir mín kynntust í sveitinni
börn að aldri, urðu trúnaðarvinir,
síðar hjón. Þau áttu að baki far-
sælt hjónaband í 41 ár.
Massa féll sjaldan verk úr
hendi. Heimili hans og Höllu ber
handbragði hans fagurt vitni. Þar
naut hann sín best enda mikill fjöl-
skyldumaður og gestgjafi. Gjaf-
mildi hans og greiðasemi var ein-
stök og oft vildi hann gauka að
manni nesti þegar heim var haldið
úr góðri veislu.
Massi undi sér vel utan dyra og
kunni að nýta sér það, sem landið
hefur upp á að bjóða. Hann naut
þess að veiða og að fara í göngur
og útilegur. Það var alltaf mikill
léttir að hafa Höllu og Massa með
í för þegar farið var í fjölskyldu-
ferðir. Þau voru alltaf með allt til
alls og meira til! Oftast var veiði-
stöngin meðferðis og rennt fyrir
silung, og hvað smakkast betur í
íslenskri náttúru en nýveiddur sil-
ungur?
Í Vogi á Mýrum eiga íslenskir
iðnaðarmenn sér unaðsreit og
þangað fór fjölskyldan oft á haust-
in og aflaði fanga til vetrarins.
Massi var mikill berjakarl og tíndi
ber sem hann sultaði og saftaði.
Krækiberjasaft taldi hann allra
meina bót og fékk sér gjarnan
sopa af saftinni í morgunsárið.
Hann aflaði sér fróðleiks um ís-
lenskar jurtir, safnaði þeim og
þurrkaði og sauð af te. Hann átti
sérstaka blöndu af orkute sem
hann skenkti fólkinu sínu ef
krankleikar herjuðu á það.
Massi gaf sér ávallt tíma fyrir
börnin í fjölskyldunni, byggði með
þeim sandkastala, hnýtti töfra-
hnúta og tók þau í kleinu.
Nú kveð ég þig, elsku Massi,
takk fyrir allt. Hjálp við að flytja,
mála, gera og græja, pítsukvöldin
og veislurnar. Þú varst einstakur
maður sem frábært var að eiga að.
Elsku Halla og fjölskylda, mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Halldóra
Magnúsdóttir.
Þegar ég fékk þau válegu og
döpru tíðindi að frændi minn,
Marías, væri dáinn ætlaði ég ekki
að meðtaka það. Að endingu skildi
ég það óumflýjanlega að Massi
væri látinn, svo skyndilega. Í huga
mínum birtust myndir af honum
frænda mínum í leik og starfi en
við vorum systrasynir og töluverð
samskipti á milli fjölskyldnanna.
Hann fullorðnaðist fljótt en hann
varð stoð og stytta mömmu sinnar
sem var sjómannskona og var
pabbi hans oft víðsfjarri heimilinu,
en hann lést um aldur fram þegar
Massi var ungur drengur. Massi
var elstur fjögurra alsystkina. Við
þekktum hann sem ábyrgðafullan
og góðan mann. Hann var mikill
útilífsmaður, náttúruunnandi,
veiðimaður og „sjóari“, en hann
átti bátinn Hornið sem hann fór til
fiskjar á og margir vinir og ætt-
ingjar voru sjálfskipaðir hásetar
hjá honum. Massi var alla tíð mjög
iðinn, duglegur, nákvæmur og
skipulagður og má segja ham-
hleypa til vinnu. En umfram allt
var hann mikill fjölskyldumaður.
Hann var hamingjusamlega
kvæntur henni Höllu sinni og áttu
þau þrjú mannvænleg börn og
þrjú barnabörn og tvö á leiðinni.
Með miklum söknuði kveðjum
við fjölskyldan góðan dreng og
góðan frænda og sendum Höllu,
börnum þeirra og fjölskyldunni
allri samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Maríasar
Hafsteins Guðmundssonar.
Axel Eiríksson og
Stefanía V. Sigurjónsdóttir.
Kveðja frá samstarfsfólki
Þegar ég var ráðinn árið 2009
til að stýra Byggingafélagi náms-
manna höfðu mikil mannaskipti
átt sér stað mánuðina þar á undan
og aðeins örfáir starfsmenn voru
eftir sem einhverja reynslu höfðu
af starfsemi félagsins. Marías
Hafsteinn Guðmundsson var einn
þeirra reynslumiklu en hann hafði
komið til starfa hjá Bygginga-
félaginu sem launamaður á árinu
2006 en hafði nokkur ár þar á und-
an unnið fyrir félagið sem sjálf-
stætt starfandi málaraverktaki.
Strax á fyrstu dögum kom í ljós að
Marías hafði góða yfirsýn yfir
verkefni félagsins, hafði sterkar
skoðanir á verklagi og vinnu-
brögðum og vildi leggja sitt af
mörkum til að gera starfsemina
skilvirka og áhrifaríka. Hann var
góður samherji og gaf mér sem
nýjum starfsmanni og stjórnanda
ráð og lagði fram tillögur sem gott
var að leita í.
Marías var vinnusamur, kapp-
samur og dugmikill í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur. Ávallt
fyrstur til að bregðast við og bauð
fram aðstoð og stuðning í hverju
því sem við samstarfsmenn hans
stóðum frammi fyrir. Hann réðst
á hvert það verkefni sem fyrir lá,
óhikað og skilaði því fullkláruðu,
oft löngu áður en aðrir sáu fyrir að
þörf væri á viðbrögðum. Stundum
hafði hann gengið með snjóblás-
arann yfir alla göngustíga á lóðum
félagsins þrátt fyrir að snjómagn í
borginni gæfi vart tilefni til slíkra
viðbragða. Hann vildi bara
tryggja að allir kæmust ferða
sinna og öruggt væri að íbúar
væru ekki ósáttir við þjónustu fé-
lagsins.
Marías var alþýðumaður,
áhugasamur um samfélagsmál og
vildi hag launþega sem mestan.
Hann hafði til margra ára barist
fyrir kjaramálum launamanna og
hagsmunamálum málarastéttar-
innar. Þegar hann rak sitt eigið
fyrirtæki hafði hann oft og tíðum
hag og hagsmuni starfsmanna
sinna fremur í huga en hagsmuni
fyrirtækisins og sína eigin. Hann
var náttúrusinni, hafði gaman af
veiðum og vildi að aðrir upplifðu
og nytu þess frelsis sem fólst í að
sigla út á sjó til að renna fyrir fisk
eða skjóta fugl. Hann var vinstri
maður af gamla skólanum, vildi
tryggja öllum vinnu og skildi vel
samhengi á milli velgengni vinnu-
veitenda og launþega.
Samfélagsleg ábyrgð var Mar-
íasi ofarlega í huga og vildi hann
að þau gildi kæmu fram bæði hjá
fyrirtækinu sem og okkur öllum
sem einstaklingum. Hann var
blóðgjafi og hafði farið oftar en
150 sinnum þeirra erinda til Blóð-
bankans eða reglulega í yfir 35 ár.
Hann lagði enn fremur þær
áherslur á okkur samstarfsmenn
sína og hvatti okkur fram á síðasta
dag til þess að leggja okkar af
mörkum.
Í lok dags kveðjum við góðan
samstarfsmann og vin sem var
framar okkur flestum af krafti og
dugnaði, hjálpsamur, greiðvikinn
og viljugur. Fyrir hönd samstarfs-
manna hans hjá Byggingafélagi
námsmanna færi ég honum þakk-
ir fyrir gott samstarf og góðar
stundir. Höllu, börnum hans og
barnabörnum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum góðan Guð að styrkja þau í
sorg sinni.
F.h. samstarfsmanna,
Böðvar Jónsson.
Marías Hafsteinn
Guðmundsson
- Fleiri minningargreinar
um Marías Hafstein Guð-
mundsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ástvinir þakka auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
HARÐAR AGNARS KRISTJÁNSSONAR
húsasmíðameistara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Heimahjúkrunar í Kópavogi, deildar 7b á Landspítalanum í
Fossvogi og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir
einstaklega góða þjónustu og hlýhug.
Sigríður Birna Lárusdóttir
Bjarni Lárus Harðarson Nína Vilborg Hauksdóttir
Kristján Þór Harðarson Geirlaug B. Geirlaugsdóttir
og barnabörn
Óli Pétur
Útfararstjóri
s. 892 8947
Hinrik Valsson
Útfararstjóri
s. 760 2300
Dalsbyggð 15, Garðabæ
Sími 551 3485
osvaldutfor@gmail.com
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNA SIGJÓNSDÓTTIR,
lést laugardaginn 5. júní á
hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Hornafirði.
Hún verður jarðsungin frá Hafnarkirkju
laugardaginn 12. júní klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á hjúkrunaheimilið Skjólgarð.
Guðni Karlsson
Hrefna H. Guðnadóttir Heimir Þór Gíslason
Karl Ágúst Guðnason Kristín Gyða Ármannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og jarðarfarar
ÓLAFS ARNAR ARNARSONAR
læknis.
Einnig bestu þakkir til starfsfólks LSH,
Vífilsstaða og Sóltúns fyrir góða umönnun.
Guðrún K. Ólafsdóttir
Sverrir Ólafsson Ingibjörg Hauksdóttir
Katrín Ólafsdóttir Ole Aaboe Jörgensen
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
JÓNÍNU K. MICHAELSDÓTTUR,
rithöfundar og blaðamanns.
Sérstakar þakkir sendum við
starfsfólki Landakots.
Sigþór J. Sigurðsson
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar
og tengdafaðir,
GÍSLI BJÖRGVINSSON,
Fljótaseli 14,
lést á Landspítala Hringbraut fimmtudaginn
3. júní. Útförin fer fram frá Seljakirkju
mánudaginn 14. júní klukkan 13.
Erna Martinsdóttir
Jón Pétur Gíslason
Ólöf Erna Gísladóttir Sindri Sigurður Jónsson
Okkar elsku besti Soffi,
KRISTINN SOFFANÍAS RÚNARSSON,
er látinn.
Útför verður auglýst síðar.
Kristín Soffaníasdóttir Rúnar Sigtryggur Magnússon
Rut Rúnarsdóttir Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson
Leon Logi Hafsteinsson
Hulda Vilmundardóttir
Aimée Zeinab Diallo