Morgunblaðið - 10.06.2021, Page 63
MINNINGAR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
✝
Karlotta Birg-
itta Aðalsteins-
dóttir fæddist á
Ytri-Másstöðum í
Skíðadal, Svarf-
aðardalshreppi, 11.
ágúst 1949. Hún
lést á Landspít-
alanum Fossvogi 1.
júní 2021.
Foreldar hennar
voru hjónin Aðal-
steinn Sveinbjörn
Óskarsson verslunarmaður á
Dalvík, f. 16.8. 1916, d. 13.2.
1999, og Sigurlaug Jóhanns-
dóttir, húsfreyja og saumakona,
f. 3.6. 1918, d. 4.7. 1975.
Systur Karlottu eru Ásta
Ingimaría, f. 20.7. 1941, d. 12.5.
1994, og Snjólaug Ósk, f. 7.7.
1946. Uppeldissystir Karlottu er
Eva Pétursdóttir, f. 5.11. 1934.
Karlotta giftist Lárusi Pétri
Ragnarssyni 3. júní 1972. For-
eldrar hans voru hjónin Ragnar
Jóhann Lárusson, verkstjóri hjá
Kópavogsbæ, f. 5.7. 1924, d. 7.4.
2017, Ann-Sofie Egholm. Börn
Ragnars af fyrra hjónabandi,
Sander Ragnarsson, f. 2002,
Tarjei Ragnarsson, f. 2004, Lár-
us Ragnarsson, f. 2004. Barn
Ann-Sofie er Ann-Cecilie Eg-
holm.
Karlotta lauk landsprófi frá
Dalvíkurskóla 1965 og síðar
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1969. Kar-
lotta var við nám og störf hjá
Endurskoðunarskrifstofu N.
Manscher og Co. í Reykjavík ár-
in 1970-1975 og lauk löggilding-
arprófi í endurskoðun 1976.
Hún starfaði sjálfstætt á Akur-
eyri 1976-1980 en síðar hjá End-
urskoðunarskrifstofu Þorkels
Skúlasonar í Kópavogi 1980-
1982 og endurskoðunarskrif-
stofunni Hyggi sf. í Hafnarfirði
frá 1982 til 1993. Karlotta sat
jafnframt í stjórn Félags lög-
giltra endurskoðenda árin 1990-
1992. Karlotta starfaði sem
skrifstofustjóri hjá Lyfjadreif-
ingu (síðar Parlogis) 1994-2003,
sem skrifstofustjóri hjá Ljós-
virki hf. 2004-2008 og sem lög-
giltur endurskoðandi hjá Ríkis-
endurskoðun 2009-2017.
Útför Karlottu fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 10. júní
2021, klukkan 13.
2016, og Elín Jóns-
dóttir húsfreyja, f.
28.3. 1926, d. 7.11.
2013. Systur hans
eru Sigrún Karól-
ína Ragnarsdóttir,
f. 1.11. 1950, Hall-
dóra Björg Ragn-
arsdóttir, f. 13.11.
1954, og Ásdís Lilja
Ragnarsdóttir, f.
28.1. 1963.
Börn Karlottu og
Lárusar eru: 1) Sigurbjörn Birk-
ir Lárusson, f. 17.12. 1976, sam-
býliskona Brynhildur Magn-
úsdóttir, f. 27.9. 1978. Börn
þeirra, Kristmann, f. 2015, Ón-
arr, f. 2016, Sigarr, f. 2018. 2)
Jón Bjartmar Lárusson, f. 6.12.
1984, maki (skildu) Ingibjörg
Sunna Þrastardóttir, f. 29.5.
1986. Börn þeirra, Ingibjörg
Andrea, f. 2006, og Karl Birgir,
f. 2012.
Barn Lárusar af fyrra hjóna-
bandi er Ragnar Jóhann Lár-
usson, f. 20.4. 1970, maki, f. 4.2.
Það er erfitt að kveðja
tengdamóður mína Karlottu,
þessa góðu konu sem var alltaf
boðin og búin að rétta fram
hjálparhönd. Mig langar að deila
nokkrum kærum minningum um
hana.
Stuttu eftir að við Sibbi
kynntumst viðurkenndi ég fyrir
henni að ég hefði ekki bakað
pönnukökur síðan í matreiðslu-
tímum í grunnskóla og að við
Sibbi ættum ekki einu sinni
pönnukökupönnu. Hún var fljót
að kippa því í liðinn og færði
okkur eina slíka og tók virkan
þátt í að aðstoða við að baka
hana til. Pönnukökuuppskriftin
hennar Karlottu var hennar fjöl-
skylduuppskrift og dreifðist
fljótt um mína fjölskyldu sem
besta pönnukökuuppskriftin.
Hún naut þess að vera í góðum
félagsskap og á tímabili bauð ég
mjög oft á heimakynningar sem
afsökun til að hafa almennilegt
kökuboð. Það var því eiginlega
alveg sama hvaða kynningu mér
datt í hug að bjóða henni á, alltaf
mætti hún, enda sammála því að
þetta var hin besta afsökun til að
hafa köku- og kaffiboð. Þá var
mikið spjallað, hlegið, borðað og
notið.
Karlotta var fædd í Skíðadal
og fórum við Sibbi eitt haust
með henni í langa helgarferð
þangað að tína ber. Þetta var
yndisleg ferð á þessum fallega
stað. Þegar við sátum þar og
hlustuðum á frásagnir hennar af
uppvaxtarárunum fann ég henn-
ar djúpu tengsl við staðinn og
Birkimel, bústaðinn sem pabbi
hennar smíðaði. Við Sibbi mun-
um segja strákunum okkar þess-
ar sögur og minnast hennar þar
með þeim.
Sökum Covid varð minna um
samgang við hana síðastliðið ár
en annars hefði verið, enda
drengirnir okkar Sibba allir á
leikskólaaldri og vildum við ekki
eiga það á hættu að þeir og/eða
við gætum borið smit. Það var
oftar en ekki að strákarnir báðu
um að hringja í ömmu Karlottu á
leiðinni heim úr leikskólanum.
Það voru á tíðum óborganleg
hópsamtöl á milli þeirra þegar
allir vildu komast að til að segja
ömmu frá helstu tíðindum og
uppákomum dagsins. Eins kom
það fyrir að iPadinn hvarf og síð-
an heyrðist í Karlottu inni í her-
bergi, þá höfðu Kristmann og/
eða Ónarr með Sigar í eftirdragi
hringt í ömmu sína til að kvarta
undan foreldrunum. Alltaf hlust-
aði hún þolinmóð og náði til
þeirra allra á sinn einstaka hátt.
Tengdamóður minni, þessari
yndislegu konu, þakka ég þær
stundir sem við áttum saman og
kveð hana með stöku frá lang-
ömmu minni Guðrúnu Magnús-
dóttur.
Einn er sá, sem öllum gefur
óskahvíld á hinztu stund.
Líknarfaðmi veika vefur,
veitir sæta hvíld og blund.
(Guðrún Magnúsdóttir)
Brynhildur Magnúsdóttir.
Báru löngum litlar dætur
ljúfa gleði í huga minn.
Ó hve gott var oft um nætur
unga að gefa bobbann sinn.
Hjalað blítt og hendi tifað
hlýtt var þá við móðurbarm.
Þá var gott að geta lifað
gleði að sofa við þinn arm.
Þannig orti Sigurlaug Jó-
hannsdóttir frá Brekkukoti í
Hjaltadal til dætra sinna, Ástu,
Snjólaugar og Karlottu, fyrir
rúmri hálfri öld. Nú þegar við
kveðjum yngstu dóttur hennar,
Karlottu, sem lést 1. júní síðast-
liðinn, kemur þessi vísa upp í
hugann. Við, Snjólaug systir
hennar og fjölskylda, eigum erf-
itt með að koma orðum að sökn-
uði okkar og sorg. Minningar frá
Ytri-Másstöðum í Skíðadal, þar
sem Karlotta fæddist 11. ágúst
1949, og úr Karlsrauðatorgi 10 á
Dalvík, sem Aðalsteinn faðir
hennar byggði, ylja. Samveru-
stundirnar sunnan og norðan
heiða eru okkur nú dýrmætari
en fyrr og við erum þakklát fyrir
sameiginleg ferðalög og allar
yndisstundirnar í og við Birki-
mel í landi Kóngsstaða í Skíða-
dal í gegnum árin.
Sólardagarnir í dalnum í fyrra
hafa fengið á sig nýjan blæ.
Sumarið 2020 er nú orðið að síð-
ustu dvölinni hennar Karlottu á
veröndinni við Birkimel, bústað
fjölskyldunnar. Hvergi þótti
henni betra að vera og hlakkaði
hún til að koma norður fljótlega
og dvelja í bústaðnum í sumar.
Karlottu var það hjartans mál að
minningu hjónanna, foreldra
hennar, Aðalsteins Óskarssonar
frá Kóngsstöðum í Skíðadal og
Sigurlaugar Jóhannsdóttur, væri
haldið á lofti í Birkimel. Hún
unni dalnum og lagði sitt af
mörkum til að vel væri gengið
um landið og litla sumarbústaða-
byggðin bæri foreldrum hennar
og fjölskyldunni allri gott vitni.
Karlotta átti sér þá ósk heitasta
að um ókomna tíð yrði sumar-
bústaðalandið í kringum Birki-
mel samverustaður afkomenda
Aðalsteins og Sigurlaugar. Þá
ósk berum við einnig í brjósti, nú
líka í hennar minningu.
Kærleiksríkt fas hennar og
vinalegt viðmót er okkur efst í
huga, nú þegar komið er að
kveðjustund. Því er erfitt að
kyngja að það sé liðin tíð að Kar-
lotta svari með sinni rólegu rödd
í símann. Það var alltaf gott að
tala við Karlottu, hún sagði alltaf
allt gott og kvartaði ekki þótt á
móti blési. Umræðuefnin voru
ýmisleg og þótti okkur gott að
heyra hvað Karlotta hafði til
málanna að leggja, auk þess sem
hún tók sér tíma til að hlusta á
viðmælendur sína.
Og það er örugg óskin mín
að öll við komumst heim til þín
þá yfirgefum ævisvið
og annað tekur við.
Við saman munum sitja þá,
í sætleik vinum una hjá,
Ó, dalur góði, gleymdu ei mér
ég gleymi aldrei þér.
(Aðalsteinn Óskarsson)
Við vottum Lárusi, eftirlifandi
eiginmanni hennar, og fjölskyld-
unni allri okkar dýpstu samúð.
Drottinn blessi minninguna um
Karlottu.
Snjólaug og Þorsteinn,
Pétur og Regína, Að-
alsteinn og Cornelía, Jó-
hann og Hanna og
fjölskyldur.
Karlotta Birgitta
Aðalsteinsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Karlottu Birgittu Aðal-
steinsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Ágúst Magnús
Waltersson
fæddist í Reykjavík
9. mars 1950. Hann
lést á Umdæmis-
sjúkrahúsi Austur-
lands 31. maí 2021.
Foreldrar hans
voru Anna Sigríður
Albertsdóttir, f.
16.5. 1920, d. 22.11.
1997, og Walter
Theódór Ágústs-
son, f. 7.10. 1926, d. 6.2. 1952.
Systkini Ágústs eru Jónína El-
ísabet Waltersdóttir, f. 18.11.
1947, og Walter Tryggvason, f.
31.7. 1956.
Eftirlifandi eiginkona Ágústs
er Jóhanna Fjóla Kristjáns-
dóttir. Þeirra börn eru: 1) Valdís
Theódóra og sonur hennar er
Vilmar Ágúst. 2) Ágúst Jóhann.
Eldri dóttir Jóhönnu er Vera
Kristborg Stefánsdóttir. Hennar
sambýlismaður er Jón Atli Her-
mannsson og eiga þau soninn
Valtý Frey.
Fyrri kona Ágústs er Lilja
Þórarinsdóttir. Börn þeirra eru
1) Tryggvi Þór og sambýliskona
hans er Vera Björk Ísaksdóttir.
Sonur þeirra er Hólmar Kári.
sinni fyrri konu í Skagafjörð þar
sem hann keypti sína fyrstu
traktorsgröfu og má segja að
það hafi verið upphafið að
löngum starfsferli hans í ýmiss
konar véla- og verktakavinnu.
Fljótlega eftir að norður var
komið gekk hann til liðs við hér-
aðslögregluna í Skagafirði og
starfaði þar um árabil meðfram
annarri vinnu. Á tímabili ráku
þau hjónin ýmis fyrirtæki á
Sauðárkróki, s.s. efnalaug og
tískuverslunina Spörtu. En hug-
urinn leitaði í sveitina og fjöl-
skyldan flutti í Þúfur í Hofs-
hreppi og stundaði þar búskap
næstu árin.
Um margra ára bil sá sendi-
bílafyrirtæki Ágústs um alla
flutninga fyrir Þvottahús rík-
isspítalanna en síðar fluttist
hann ásamt seinni konu sinni Jó-
hönnu á hennar æskuslóðir, að
Stóra-Sandfelli 2 í Skriðdal á
Fljótsdalshéraði. Þar hafa þau
hjónin ásamt börnum sínum
byggt upp ferðaþjónustukjarna
sem samanstendur af smáhýsa-
gistingu, tjaldsvæði og hesta-
leigu.
Útför Ágústs fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag, 10. júní
2021, klukkan 14 og verður at-
höfninni streymt þaðan.
Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/4mt9kdtp/.
Einnig má nálgast virkan
hlekk á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Fyrir átti Tryggvi
dótturina Rakel
Lilju og Vera dæt-
urnar Rakel Maríu
og Rebekku Ýri.
Barnabörn
Tryggva og Veru
eru Barði Rafn,
Bergur Kári og
Birna María. 2)
Anna María og
sambýlismaður
hennar er Vil-
hjálmur Árni Ingibergsson.
Dætur þeirra eru Helen María,
Lilja María og Bryndís María. 3)
Elísabet Ósk og hennar sam-
býlismaður er Sigmundur Helgi
Brink. Þeirra börn eru Eldey
María og Hrafntýr Leó.
Einnig á Ágúst soninn Óskar.
Móðir hans er Birna Óskars-
dóttir. Börn Óskars eru Einar
Ingi og Birna María.
Ágúst sinnti margvíslegum
störfum á sinni lífsleið. Sem
ungur drengur var hann t.d. að
bera út blöð og moka hesthúsin í
Fáki og síðar þegar bílprófið
var komið í hús vann hann m.a. í
nokkur ár sem sendi- og leigu-
bílstjóri í Reykjavík. 24 ára
gamall flutti hann ásamt Lilju
Elsku pabbi minn, mikið er
nú sárt að kveðja þig. Við vorum
svo heppin að eignast hvort
annað þegar ég var þriggja ára.
Við grínuðumst oft með að við
mamma hefðum farið á lög-
reglustöðina í Reykjavík og
„kaupt“ þig. Betri kaup hef ég
aldrei gert og aldrei gerðir þú
upp á milli mín og systkina
minna. Málin fyrir okkur voru
einföld, ég var dóttir þín og þú
varst pabbi minn. Ég dáðist að
þér hvernig þú settir okkur fjöl-
skylduna alltaf í fyrsta sætið.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar okkar. Takk fyrir að hafa
alltaf passað upp á að mér fynd-
ist ég örugg og elskuð. Takk
fyrir allt sem þú hefur kennt
mér, þú varst óþrjótandi visku-
brunnur sem ég gat alltaf leitað
í. Takk fyrir að trúa á mig og
hvetja mig áfram. Takk fyrir að
hafa valið að vera pabbi minn.
Elska þig alltaf. Þín dóttir,
Vera.
Elsku hjartans pabbi minn.
Það er svo súrealískt að
skrifa þetta.
Frá því ég var virkilega ung
hefur það verið minn helsti ótti
að missa foreldra mína, öryggið
mitt, staðfestuna mína og klett-
inn.
Það er einmitt það sem pabbi
var fyrir mér. Hjá honum var ég
alltaf örugg og elskuð.
Ég gat sagt pabba allt, ver-
andi fullviss um að ég yrði ekki
dæmd heldur fengi ég ráð eða, í
versta falli, myndi hann gera
óspart grín að mér þegar ég léti
út úr mér einhverja vitleysu.
Við höfðum okkar eigin húm-
or og gátum hlegið endalaust
saman. Pabbi var hins vegar
líka manneskjan sem gat gert
mig alveg vitlausa. Þannig var
okkar samband að mörgu leyti,
við hlógum og við rifumst.
Sama hvernig á stóð, vissi ég
samt alltaf hversu mikið hann
elskaði mig og ég elskaði hann.
Við fórum aldrei að sofa án
þess að segja það og ég mun
halda áfram að segja pabba að
ég elski hann, áður en ég fer að
sofa á hverju kvöldi, þar til við
hittumst aftur.
Ég er svo óendanlega þakklát
fyrir hvern dag með pabba,
þakklát fyrir að hann gat hitt og
elskað son minn, nafna sinn og
þakklát fyrir alla ástina.
Pabbi, þú varst besti vinur
minn, bjargið mitt og hjartað
mitt. Ég mun sakna þín alla
daga, þar til við verðum sam-
einuð aftur. Ég og þú, í þessu
lífi og næsta. Ég elska þig.
Valdís Ágústsdóttir.
Elsku Gústi.
Ég veit ekki alveg hvar ég á
að byrja, en ég held að besta
lausnin sé einfaldlega að segja
takk.
Takk fyrir alla væntumþykj-
una, takk fyrir alla þekkinguna,
allar sögurnar og samveru-
stundirnar. Það er óraunveru-
legt að hugsa til þess að þær
verði ekki fleiri.
Ég var bara smá skotta þegar
við hittumst fyrst og ég ákvað
að í Sandfell ætlaði ég að koma.
Vorið eftir var ég mætt, og
hef varla farið síðan. Í fyrsta
skipti sem ég kom voru tamn-
ingar í fullum gangi, og Jóka
fékk eina flugferð af mörgum,
þegar litli Jarpur ákvað að þetta
væri komið gott og sendi hana
út í móa. Þá lærði ég fyrstu
regluna þegar kemur að tamn-
ingum, alltaf að fara aftur á bak.
Nú fyrst Jóka var úr leik þá
fannst þér það augljóst að ég
færi á bak. Ég man enn þá hvað
ég var dauðhrædd, en þorði
ekki fyrir mitt litla líf að segja
frá því. Þetta var bara eitt af
gríðarlega mörgu sem þið Jóka
kennduð mér.
Fyrir svona ofvirkt eintak
eins og mig, að komast í sveitina
til ykkar var alger draumur.
Þar lærði ég ekki bara gríðar-
lega margt, heldur eignaðist ég
aðra fjölskyldu, enda kallaðir þú
mig aldrei annað en dóttur þína
eða fósturdóttur. Það er svo
sannarlega ekki sjálfsagt og er
eitthvað sem ég verð alltaf
þakklát fyrir. Þið eigið stóran
hlut í því hver ég er í dag. Ég
hef til dæmis oft velt því fyrir
mér hvernig ég endaði í lögregl-
unni og aldrei fundið neina
beina ástæðu. Ég held samt að
þú hafir haft lúmsk áhrif á það,
hvort sem ég hafi áttað mig á
því eða ekki.
Síðustu daga hef ég hugsað
mikið um allar okkar samveru-
stundir og fyrir þær er ég þakk-
lát. Ég er þakklát fyrir að þú
hafir kynnst Sveini Gunnari og
Heiðari Helga. Um leið er ég
sorgmædd að þú náir ekki að
hitta strákana okkar Veru, sem
eru væntanlegir á næstu vikum.
Við töluðum um hvað strákarnir
væru heppnir að eiga afa í sveit-
inni og brosið þitt þegar þú viss-
ir að ég væri ólétt, er eitthvað
sem ég gleymi aldrei. Að öllum
ólöstuðum var enginn spenntari
en þú. En í staðinn fyrir afa í
sveitinni eiga strákarnir okkar
afa á himnum, sem ég veit að
vakir yfir þeim alla daga og
passar upp á þá eins og okkur
hin.
„Ég elska þig, guð passi þig,“
sagðirðu í hvert einasta skipti
sem við kvöddumst, og ég geymi
þau orð í hjartanu.
Takk fyrir allt, fyrir mig og
mína. Ég vona að ég geti gert
þig stoltan áfram.
Þín fósturdóttir,
Guðbjörg.
Elsku pabbi.
Í dag kveðjum við þig með
söknuð og þakklæti í hjarta.
Margs er að minnast og síðustu
dagar hafa minnt mann á hvað
lífið getur verið hverfult:
Sérhver draumur lifir aðeins eina
nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan
skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að
Þú veist að tímans köldu fjötra eng-
inn flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur
snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Hvíl í friði.
Þínar dætur,
Anna María og
Elísabet Ósk.
Ágúst Magnús
Waltersson
Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir
samúð, stuðning og hlýju við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, systur,
ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR JÓNÍNU
INGIMARSDÓTTUR,
Flúðabakka 2, Blönduósi,
sem lést 24. maí og var jarðsungin frá Blönduóskirkju
laugardaginn 5. júní. Innilegar þakkir til alls starfsfólks
Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi fyrir hlýhug
og góða þjónustu.
Karlotta Sigr. Sigurðardóttir Sverrir Valgarðsson
Ingimar Sigurðsson Svetlana Björg Kostic
Jóhann Sigurðsson Edda Rún Sigurðardóttir
Auðunn Steinn Sigurðsson Magdalena Berglind Björnsd.
Steingerður Ingimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn