Morgunblaðið - 10.06.2021, Page 66

Morgunblaðið - 10.06.2021, Page 66
66 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 60 ÁRA Kristján Matthíasson er Reykvíkingur, ólst upp í Sól- heimum og Fossvogshverfi og býr á Álagranda. Hann lauk fiðlukenn- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1985 og stundaði framhaldsnám við Brabants Con- servatorium í Tilburg í Hollandi og lauk þaðan prófi árið 1991. Hann hefur kennt við Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar og hefur verið fiðluleikari í Sinfóníu- hljómsveit Íslands frá 1996. Síðustu tónleikar starfsárs Sinfóníunnar eru einmitt í kvöld. Kristján hefur leikið með Kamm- ersveit Reykjavíkur, Hljómsveit Ís- lensku óperunnar og fleirum og er meðlimur í Sardas-strengjakvart- ettinum. Þrátt fyrir Covid-ástandið var Kristján iðinn við að spila kammertónlist með félögum sínum úr Sinfóníunni, enda voru engar reglur um fjöldatakmarkanir brotnar með því. „Við erum að leggja á ráðin með tónleikahald en það er best að vera ekki of yfirlýsingaglaður með það.“ Kristján hefur stundað götuhlaup og á fjögur maraþon að baki og rúmlega tuttugu hálfmaraþon. FJÖLSKYLDA Eiginkona Kristjáns er Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, f. 1963, barna- og unglingageðlæknir og yfirlæknir á BUGL. Börn Kristjáns: Stefán Kristjánsson, f. 1982, d. 2018, stórmeistari í skák; Ingunn Erla, f. 1994, mastersnemi í sellóleik í Rotterdam, og Matthías Már, f. 1997, ensku- og heimspekinemi í HÍ. Börn Guðrúnar eru Sigrún Elfa, meistaranemi í kennslufræðum, og Brynjólfur Gauti, doktorsnemi í líftölfræði, Jónsbörn. Sonur Stefáns er Kristján og börn Sigrúnar Elfu eru Skarphéðinn Gauti og Hekla Bryndís. Foreldrar Kristjáns voru Matthías Kristjánsson, f. 1931, d. 2017, rafvirki, og Hjördís Magnúsdóttir, f. 1931, d. 2019, starfsmaður í apó- teki. Kristján Matthíasson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þótt þér finnist þér ekki verða mikið úr verki standa aðrir á öndinni yfir afköstum þínum. Forgangsraðaðu hlutunum og sýndu sveigjanleika. 20. apríl - 20. maí + Naut Með þínum náttúrlegu hæfileikum í samræðum geturðu fengið fólk á þitt band. Mundu að þú gegnir mikilvægu hlutverki í veröldinni. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þeir eru margir sem vilja ná fundi þínum til skrafs og ráðagerða. Viðræður við rétta aðila geta leyst erfið mál í eitt skipti fyrir öll. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Ótti kennir manni að koma skikki á líf sitt. Ef þú þarft að vera í miklum sam- skiptum við fólk er hætt við að þú bregðist óþarflega harkalega við hlutunum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er oft gagnlegt að leita á vit sög- unnar þegar leysa þarf vandamál nútímans. Eyddu tíma með félaga í eitthvað sem er ykkur báðum alveg nýtt. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú hefur úr mörgu að velja í við- skiptum og þarft að vera vel vakandi svo ekkert fari úrskeiðis. Frumkvæðið sem þú tekur gerir þig að aðlaðandi félaga. 23. sept. - 22. okt. k Vog Láttu það ekki hvarfla að þér að láta aðra um að leysa þín mál. Ekki verða fyrir vonbrigðum þótt vinir þínir hafa ekki sömu hugmyndir um skemmtun og þú. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Láttu þér ekki bregða þótt gömul mál dúkki upp og þú þurfir að eyða tíma í að koma þeim á hreint. Fólk stendur fast á sínu og vill ekki hlusta á þig. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er áskorun að eiga við fólk sem sér hlutina með allt öðrum augum en þú. Mál eru oft flóknari en virðist í fljótu bragði. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Einbeittu þér að málum heimilisins. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er þess virði að taka áhættu ef maður teflir djarft í þágu hins dularfulla og undursamlega. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú veist hvað þú vilt, svo það er heimskulegt að biðja um eitthvað annað eða minna. Misjafnar skoðanir takast á í dag! frambjóðandi. Sumarið 1964 vann hann hjá Almannavörnum við skýrslugerð. Haustið 1964 fór Sveinn til Danmerkur og í seinni hluta verkfræðináms. „Þar hitti ég þá stúlku er varð lífsförunautur minn, Svövu Kristínu Jónsdóttur. Hún vann sem flugfreyja hjá Flug- félagi Íslands og bar af öllum öðrum stúlkum.“ Þau giftu sig í mars 1966. Er Sveinn hafði lokið námi vorið 1967 fóru þau hjónin í langt ferðalag til Bandaríkjanna og Mexíkó. „Eru mér minnisstæðust kynni af afa- bróður Svövu Kristínar, Gunnari Matthíassyni, og konu hans Guð- nýju, en Gunnar var sonur Matthías- ar Jochumssonar.“ Að ferðalaginu loknu fékk Sveinn starf sem verkfræðingur hjá amer- íska hernum í Keflavík og var þar í tæpt ár. Sveini bauðst svo að taka við rekstri Steypustöðvarinnar hf. ásamt frænda sínum Halldóri Jón- syni verkfræðingi. Ráku þeir ásamt Jóni Ólafssyni fjármálastjóra fyrir- tækið í áratugi en Sveinn hætti þar störfum 2002 þegar fyrirtækið var selt. Steypustöðin ehf. var frum- svörtum toppum sem urðu geysilega vinsæl og má sjá enn framleidd af öðrum.“ Að loknu stúdentsprófi fór Sveinn í verkfræði í Háskóla Íslands og lauk þaðan námi í fyrri hluta verkfræði vorið 1964. Árið 1964 var Sveinn kos- inn í Stúdentaráð sem ópólitískur S veinn Valfells fæddist 10. júní 1941 á Landspít- alanum í Reykjavík. Hann ólst upp í Reykja- vík fyrir utan árin 1944- 1947 þegar fjölskyldan bjó í New York. Sveinn gekk í Barnaskóla Austurbæjar, Gagnfræðaskóla Austurbæjar og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1961. Faðir Sveins stofnaði og rak Vinnufatagerð Íslands og var sagt að þá hefði íslensk alþýða fengið fyrst skjólgóðan og góðan fatnað. „Þekkt- ust var gæruskinnsúlpan af þeim fatnaði og fékk hann t.d. þakkarbréf frá mönnum sem töldu að hún hefði bjargað þeim frá því að verða úti. Ég fór snemma að fara með föður mín- um í vinnuna á sumrin og fékk ýms- an starfa eins og að raða skyrtum í kassa og fékk laun fyrir.“ Má segja að Sveinn hafi byrjað að vinna fyrir kaupi sjö ára gamall. Eftir landspróf fór Sveinn að vinna hjá Skógræktarfélagi Reykja- víkur. Það sumar byggðu foreldrar hans sumarbústað við Þingvallavatn og eyddi Sveinn ásamt öðrum nokkr- um tíma að planta í þann reit. „Bú- staðurinn er nú í eigu fjölskyldunnar og eru þar há tré er áður voru móar. Ég stunda veiði í Þingvallavatni og hef þar reykhús þar sem ég reyki sil- ung, hangikjöt og beikon með tengdasyni mínum, Árna Georgs- syni.“ Sumarið eftir þriðja bekk í MR fór Sveinn til Englands í nokkrar vikur. Fékk hann þá vinnu við að vera þjónn. Þrjú sumur vann Sveinn svo hjá Indriða Níelssyni bygginga- meistara og fékk þá stöðu sem var kallað að vera reddari. „Meðal ann- ars kom ég að byggingu Kjörgarðs sem að hluta var í eigu föður míns. Sá ég svo áratugum seinna um end- urnýjun hússins og er það nú sem nýtt.“ Sumarið sem Sveinn var nítján ára vann hann í sútunarverksmiðju sem faðir hans rak og þar sem skinn- in í úlpurnar voru sútuð. „Fór ég það sumar til Þýskalands og gerði til- raunir með litun á gæruskinnum. Úr því urðu til lituð loðin skinn með kvöðull í skipulögðu eftirliti með steypugæðum. Fór Sveinn á marga fundi hjá Evrópubandalaginu vegna staðlagerðar fyrir steypu. Sveinn gerði hlé á starfi sínu 1969-1971 og fór til náms í Carnegie Mellon Uni- versity, Pittsburgh, Pennsylvaníu. Hefur komið víða við Í gegnum árin hefur Sveinn komið að ýmsum framkvæmdum utan Steypustöðvarinnar ehf. Faðir Sveins stofnaði ásamt öðrum bygg- ingafélagið Iðngarðar í Skeifunni. „Varð þá Skeifan 15 byggð sem Hag- kaup tók á leigu og kallast nú Hag- kaupshúsið. Þegar verslunarhæðin var tvöfölduð höfðum við Halldór Jónsson svo umsjón með fram- kvæmdum. Síðar komum við Halldór að byggingu Faxafens 8.“ Það hús- næði er nú í eigu Vesturgarðs ehf. og sat Sveinn þar lengi í stjórn. Sveinn sat í stjórnum hinna ýmsu fyrirtækja, félaga og stofnana. Þar má helst nefna Félag íslenskra iðn- rekenda, Iðnaðarbanka Íslands, Ís- landsbanka, en Sveinn átti veru- legan hlut í stofnun þess banka ásamt öðrum. Sat Sveinn á tímabili í skólanefnd Tækniskóla Íslands, stjórn Iðntæknistofnunar og Rann- sóknaráði Íslands. Einnig sat Sveinn í stjórnum Hraðfrystihúss Tálkna- fjarðar og Hellissands og kynntist þar rekstri og rekstrarskilyrðum út- gerðar og frystihúsa. Hann sat í stjórn Sporðs ehf. sem hafði Þverá og Kjarrá á leigu í mörg ár. Sveinn tók verulegan þátt í bygg- ingu Smáralindar, sat þar í stjórn og átti þátt í að sækja þangað erlendar verslunarkeðjur. „Hugsunin á bak við Smáralindina var sú að flytja verslunina til landsins en þá voru tíð- ar verslunarferðir Íslendinga til út- landa. Má segja að það hafi tekist.“ Einnig hefur Sveinn tekið þátt í fjár- mögnun ýmissa sprotafyrirtækja og nýsköpunar. „Eftir að ég varð sjötugur og hættur í fastri vinnu ákváðum við Svava, sem hætt var störfum sem hjúkrunarfræðingur á Landspít- alanum, að reyna eitthvað nýtt og fluttum við fyrst til London árið 2012 og Mónakó 2016 þar sem við erum Sveinn Valfells, fyrrverandi forstjóri – 80 ára Í Flórída Sveinn og Svava ásamt hluta af fjölskyldunni árið 2014. Langur lífsferill í atvinnulífinu Hjónin Svava og Sveinn á Suðurskautslandinu árið 2012. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.