Morgunblaðið - 10.06.2021, Page 67
DÆGRADVÖL 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
„ÞEIR SEM LIFÐU FALLIÐ AF LÆRÐU AÐ
LÁTA VITA AF SÉR FYRST.“
„HVAÐA FORELDRI: MÖMMU, SEINNI MANNINN
HENNAR, PABBA MINN, FYRRVERANDI
STJÚPMÖMMU MÍNA EÐA KÆRUSTUNA HANS?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sakna hans.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
KONUR
HERRA MINN, ÞETTA
BORÐ ER EKKI LAUST!
LÍSA HEFUR
ENGAN HÚMOR
HÁR-
TOPPUR
HVAÐ ER ÞETTA Á
HÖFÐINU Á ÞÉR?
EN ÞÚ ERT EKKI
SKÖLLÓTTUR
ÞAÐ ER FRÁBÆRT! ÉG
ÞOLI EKKI VÖLT BORÐ!
ÉG ER AÐ
FÍFLAST
búsett núna. Á síðustu árum höfum
við ferðast um víða veröld, til Suður-
Afríku, Egyptalands, Kambódíu og
Víetnams, Machu Picchu,
Galapagos-eyja, Moskvu, Singapúr,
Kína og ekki síst Suðurskautslands-
ins. Við höfum ætíð stundað mikla
útivist í óbyggðum Íslands og víðar
og einnig hjólreiðar, golf og lax-
veiði.“
Fjölskylda
Eiginkona Sveins er Svava Kristín
Jónsdóttir Valfells hjúkrunar-
fræðingur, f. 5.7. 1944. Lengst hafa
þau búið í Selási í Reykjavík en einn-
ig í Kaupmannahöfn, Garðabæ,
Pittsburgh, London og Mónakó.
Foreldrar Svövu voru hjónin Jón
Steingrímsson skipstjóri, f. 27.7.
1914, d. 29.1. 2004, og Þórgunnur Ár-
sælsdóttir, húsfreyja og ritari, f. 2.7.
1915, d. 6.1. 1972.
Börn Sveins og Svövu Kristínar
eru 1) Dr. Sveinn Valfells, f. 7.1.
1968, framkvæmdastjóri í Reykja-
vík. Giftur Kristínu Zoega stjórn-
málafræðingi. Börn þeirra eru Svava
Kristín, f. 2005, og Tómas, f. 2008; 2)
Ársæll Valfells, f. 30.12. 1972, lektor
við HÍ og fjárfestir í Reykjavík. Gift-
ur Helgu Gerði Magnúsdóttur, graf-
ískum hönnuði. Börn þeirra eru
Sveinn, f. 2004, Jóhanna, f. 2006, og
Kolfinna, f. 2011; 3) Nanna Helga
Valfells, f. 3.6. 1984, sviðsstjóri hjá
Hugverkastofu í Reykjavík. Gift
Árna Georgssyni verkefnastjóra.
Dóttir þeirra er Hildur Svava, f.
2018.
Systkini Sveins eru dr. Ágúst Val-
fells, f. 24.3. 1934, og dr. Sigríður
Valfells, f. 11.4. 1938, d. 11.11. 1998.
Foreldrar Sveins voru hjónin
Sveinn Valfells Bjarnþórsson, versl-
unarmaður, forstjóri og iðnrekandi í
Reykjavík, f. 26.9. 1902, d. 5.2. 1981
og Helga Bjarnason Ágústsdóttir,
bankaritari og húsfreyja, f. 24.9.
1908 d. 18.11. 1974.
Sveinn
Valfells
Jóhanna Þorleifsdóttir
húsfreyja á Bíldudal
Hákon Bjarnason
kaupmaður og
útgerðarmaður á Bíldudal
Dr. Ágúst Hákonarson Bjarnason
prófessor í HÍ
Sigríður Jónsdóttir
Bjarnason
enskukennari í VÍ
Helga Bjarnason
Ágústsdóttir Valfells
húsfreyja í Reykjavík
Helga Eiríksdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jón Ólafsson
ritstjóri og alþingismaður
Sigríður Sveinsdóttir
húsfreyja á Grímsstöðum
Níels Eyjólfsson
bóndi á Grímsstöðum á Mýrum
Sesselja Soffía Níelsdóttir
húsfreyja á Grenjum
Bjarnþór Bjarnason
bóndi á Grenjum á Mýrum
Þórdís Jónsdóttir
húsfreyja í Knarrarnesi
Bjarni Benediktsson
bóndi og hreppstjóri í Knarrarnesi á Mýrum
Úr frændgarði Sveins Valfells
Sveinn Valfells
Bjarnþórsson
iðnrekandi í Reykjavík
Stefán B. Hreiðarsson skrifar áBoðnarmjöð á þriðjudag að yf-
irleitt séu fáar vísur í Vísnahorninu
en meira um óþarfa gjamm á milli.
– „Einnig er mikið um leiðréttingar
í einum og einum þætti sem fer
mikið fyrir. Í ofanálag hef ég tekið
eftir því að umsjónarmaður Vísna-
hornsins beitir þeirri aðferð að
taka afrit af skrifum annarra og
límir svo í Vísnahornið og kvittar
undir með sínu eigin nafni. Svoleið-
is menn eru að mínu mati lélegur
penni. Eftir lestur Vísnahornsins í
dag þá kom þessi vísa“:
Innihaldið ekki neitt
enda vondur penni.
Vísnahornið þunnt og þreytt,
þumbast gamalmenni.
Eyjólfur Ó Eyjólfsson yrkir:
í brekkurnar sótti hann Barði
og á bröttustu tindana starði
og hin ófæru fet
uns að lokum hann lét
lífið í Vonbrigðaskarði.
Jón Atli Játvarðsson skrifar, að
þessi færsla hafi komið upp í um-
ræðum um Eldhúsdag Alþingis.
Endanleg örlög þaulsætins þing-
forseta ráðin hið sama kveld.
Grályndur á góðum degi,
gróf þar undan hvers manns von.
Skilur við hinn skuggalegi
Skallagrímur Kveldúlfsson.
Hjörtur Benediktsson yrkir af-
mælisvísu til dóttur sinnar 8. júní:
Glæsileg ertu gullið mitt
gleðin úr augum skín
ef byrgirðu aldrei brosið þitt
björt verður framtíð þín.
Helgi R. Einarsson leysir laug-
ardagsgátuna í viku hverri. Yf-
irleitt lætur hann limru fljóta með
til gamans en þegar mikið er um
svör er ekki rúm fyrir hana í Vísna-
horni. Hér er ein af limrum Helga
og ber heitið „Ýmislegt“:
Ljós er á ljósakrónunum,
lögin á grammófónunum,
kátur ég raula,
kýrnar þær baula
og konan er með á prjónunum.
Þessa stöku Páls Ólafssonar
þekkja flestir:
Að launa hvað þú laugst á mig
Loðmfirðinga-rógur,
hrykki ekki að hýða þig
Hallormsstaðaskógur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ýmislegt úr
mörgum áttum
Bílamerkingar
Vel merktur bíll er besta auglýsingin.
Tökum að okkur allt frá litlum merkingum
að heilpökkuðum bílum.
Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|xprent@xprent.is
www.xprent.is