Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 67
DÆGRADVÖL 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 „ÞEIR SEM LIFÐU FALLIÐ AF LÆRÐU AÐ LÁTA VITA AF SÉR FYRST.“ „HVAÐA FORELDRI: MÖMMU, SEINNI MANNINN HENNAR, PABBA MINN, FYRRVERANDI STJÚPMÖMMU MÍNA EÐA KÆRUSTUNA HANS?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sakna hans. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KONUR HERRA MINN, ÞETTA BORÐ ER EKKI LAUST! LÍSA HEFUR ENGAN HÚMOR HÁR- TOPPUR HVAÐ ER ÞETTA Á HÖFÐINU Á ÞÉR? EN ÞÚ ERT EKKI SKÖLLÓTTUR ÞAÐ ER FRÁBÆRT! ÉG ÞOLI EKKI VÖLT BORÐ! ÉG ER AÐ FÍFLAST búsett núna. Á síðustu árum höfum við ferðast um víða veröld, til Suður- Afríku, Egyptalands, Kambódíu og Víetnams, Machu Picchu, Galapagos-eyja, Moskvu, Singapúr, Kína og ekki síst Suðurskautslands- ins. Við höfum ætíð stundað mikla útivist í óbyggðum Íslands og víðar og einnig hjólreiðar, golf og lax- veiði.“ Fjölskylda Eiginkona Sveins er Svava Kristín Jónsdóttir Valfells hjúkrunar- fræðingur, f. 5.7. 1944. Lengst hafa þau búið í Selási í Reykjavík en einn- ig í Kaupmannahöfn, Garðabæ, Pittsburgh, London og Mónakó. Foreldrar Svövu voru hjónin Jón Steingrímsson skipstjóri, f. 27.7. 1914, d. 29.1. 2004, og Þórgunnur Ár- sælsdóttir, húsfreyja og ritari, f. 2.7. 1915, d. 6.1. 1972. Börn Sveins og Svövu Kristínar eru 1) Dr. Sveinn Valfells, f. 7.1. 1968, framkvæmdastjóri í Reykja- vík. Giftur Kristínu Zoega stjórn- málafræðingi. Börn þeirra eru Svava Kristín, f. 2005, og Tómas, f. 2008; 2) Ársæll Valfells, f. 30.12. 1972, lektor við HÍ og fjárfestir í Reykjavík. Gift- ur Helgu Gerði Magnúsdóttur, graf- ískum hönnuði. Börn þeirra eru Sveinn, f. 2004, Jóhanna, f. 2006, og Kolfinna, f. 2011; 3) Nanna Helga Valfells, f. 3.6. 1984, sviðsstjóri hjá Hugverkastofu í Reykjavík. Gift Árna Georgssyni verkefnastjóra. Dóttir þeirra er Hildur Svava, f. 2018. Systkini Sveins eru dr. Ágúst Val- fells, f. 24.3. 1934, og dr. Sigríður Valfells, f. 11.4. 1938, d. 11.11. 1998. Foreldrar Sveins voru hjónin Sveinn Valfells Bjarnþórsson, versl- unarmaður, forstjóri og iðnrekandi í Reykjavík, f. 26.9. 1902, d. 5.2. 1981 og Helga Bjarnason Ágústsdóttir, bankaritari og húsfreyja, f. 24.9. 1908 d. 18.11. 1974. Sveinn Valfells Jóhanna Þorleifsdóttir húsfreyja á Bíldudal Hákon Bjarnason kaupmaður og útgerðarmaður á Bíldudal Dr. Ágúst Hákonarson Bjarnason prófessor í HÍ Sigríður Jónsdóttir Bjarnason enskukennari í VÍ Helga Bjarnason Ágústsdóttir Valfells húsfreyja í Reykjavík Helga Eiríksdóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Ólafsson ritstjóri og alþingismaður Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja á Grímsstöðum Níels Eyjólfsson bóndi á Grímsstöðum á Mýrum Sesselja Soffía Níelsdóttir húsfreyja á Grenjum Bjarnþór Bjarnason bóndi á Grenjum á Mýrum Þórdís Jónsdóttir húsfreyja í Knarrarnesi Bjarni Benediktsson bóndi og hreppstjóri í Knarrarnesi á Mýrum Úr frændgarði Sveins Valfells Sveinn Valfells Bjarnþórsson iðnrekandi í Reykjavík Stefán B. Hreiðarsson skrifar áBoðnarmjöð á þriðjudag að yf- irleitt séu fáar vísur í Vísnahorninu en meira um óþarfa gjamm á milli. – „Einnig er mikið um leiðréttingar í einum og einum þætti sem fer mikið fyrir. Í ofanálag hef ég tekið eftir því að umsjónarmaður Vísna- hornsins beitir þeirri aðferð að taka afrit af skrifum annarra og límir svo í Vísnahornið og kvittar undir með sínu eigin nafni. Svoleið- is menn eru að mínu mati lélegur penni. Eftir lestur Vísnahornsins í dag þá kom þessi vísa“: Innihaldið ekki neitt enda vondur penni. Vísnahornið þunnt og þreytt, þumbast gamalmenni. Eyjólfur Ó Eyjólfsson yrkir: í brekkurnar sótti hann Barði og á bröttustu tindana starði og hin ófæru fet uns að lokum hann lét lífið í Vonbrigðaskarði. Jón Atli Játvarðsson skrifar, að þessi færsla hafi komið upp í um- ræðum um Eldhúsdag Alþingis. Endanleg örlög þaulsætins þing- forseta ráðin hið sama kveld. Grályndur á góðum degi, gróf þar undan hvers manns von. Skilur við hinn skuggalegi Skallagrímur Kveldúlfsson. Hjörtur Benediktsson yrkir af- mælisvísu til dóttur sinnar 8. júní: Glæsileg ertu gullið mitt gleðin úr augum skín ef byrgirðu aldrei brosið þitt björt verður framtíð þín. Helgi R. Einarsson leysir laug- ardagsgátuna í viku hverri. Yf- irleitt lætur hann limru fljóta með til gamans en þegar mikið er um svör er ekki rúm fyrir hana í Vísna- horni. Hér er ein af limrum Helga og ber heitið „Ýmislegt“: Ljós er á ljósakrónunum, lögin á grammófónunum, kátur ég raula, kýrnar þær baula og konan er með á prjónunum. Þessa stöku Páls Ólafssonar þekkja flestir: Að launa hvað þú laugst á mig Loðmfirðinga-rógur, hrykki ekki að hýða þig Hallormsstaðaskógur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ýmislegt úr mörgum áttum Bílamerkingar Vel merktur bíll er besta auglýsingin. Tökum að okkur allt frá litlum merkingum að heilpökkuðum bílum. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|xprent@xprent.is www.xprent.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.