Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 68
MITT SJÓNARHORN
Philipp Lahm
@philipplahm
Stundum er sagt að landslið séu
tímaskekkja og sagan segir okkur
vissulega að hugtakið þjóð hafi ekki
alltaf verið á hreinu innan Evrópu.
En með því að nota það rétt og af
ábyrgð getur það styrkt sjálfsvitund
þjóða án þess að valda tjóni. Og
keppni milli þjóða, Evrópumeist-
aramót, getur styrkt ímynd álfunnar
með aðstoð leikgleðinnar í fótbolt-
anum.
Saga Evrópukeppninnar sýnir að
íþróttin getur á breiðum grundvelli
brúað bilið á milli þjóða. Austrið og
Vestrið kynntust betur. Fyrsta mót-
ið sem var haldið árið 1960, á dögum
kalda stríðsins, unnu Sovétmenn.
Lev Jashin, „svarti pardusinn“ frá
Moskvu er enn þekkt nafn í fótbolta-
heiminum. Fyrirmyndin að hinum
spilandi markverði og hann var eini
markvörðurinn sem var kjörinn
knattspyrnumaður ársins í Evrópu.
Árið 1976 varð Tékkóslóvakía
Evrópumeistari í Belgrad. Í því móti
vann liðið sigra á Englandi, Portú-
gal og báðum úrslitaliðum síðasta
heimsmeistaramóts, Þýskalandi og
Hollandi. Antonín Panenka varð
frægur þegar hann gabbaði Sepp
Maier með því að vippa boltanum í
mitt markið í vítaspyrnukeppninni.
Slíkar vítaspyrnur hafa síðan verið
nefndar eftir þessum frumherja frá
Prag.
Evrópumótið 1996 var haldið á
Englandi eftir að aðildarþjóðum
Evrópu hafði fjölgað í kjölfar falls
járntjaldsins og þangað mættu Kró-
atar og Tékkar, nýjar þjóðir með lið
full sjálfstrausts. Á miðjum fyrsta
áratug aldarinnar fylgdi UEFA í
kjölfar stækkunar Evrópu-
bandalagsins til austurs og lét Pól-
land og Úkraínu fá EM 2012.
Sagan í Glasgow og Búdapest
Í ár verður lokakeppni EM í
fyrsta skipti leikin í ellefu löndum og
þar á meðal á stöðum þar sem saga
fótboltans var skrifuð. Glasgow var
ein af fæðingarborgum fótboltans á
19. öldinni og er eina borg í heimi
með þrjá knattspyrnuleikvanga sem
rúma minnst 50 þúsund áhorfendur.
Hampden Park er sá elsti í heimi.
Búdapest var ásamt Vínarborg
heimavöllur hins skemmtilega Dón-
ár-fótbolta. Leikvangurinn þar er
nefndur eftir Ferenc Puskás sem
franska íþróttadagblaðið L’Équipe
heiðraði sem knattspyrnumann ald-
arinnar í Evrópu.
Eins mótsagnakennt og það kann
að vera, þá eru töfrar Evrópumóts
og heimsmeistarakeppni fólgnir í því
að leikskipulagið er ekki eins gott og
í félagsliðafótboltanum. Einfaldlega
vegna þess að landsliðsþjálfarar
vinna ekki eins mikið með leikmenn-
ina og geta ekki mótað þá eins mik-
ið. Svona er þetta líka í körfubolta
og handbolta. Auk þess er ekki hægt
að styrkja liðin með leikmanna-
kaupum og þau eru skipuð ólíkum
leikmönnum. Í sumar stöður þarf að
fylla með mönnum sem ekki spila
þær vanalega. Til dæmis urðum við
Þjóðverjar heimsmeistarar árið
2014 með Benedikt Höwedes sem
vinstri bakvörð, jafnvel þó hann sé
miðvörður og réttfættur að auki. Þú
verður að vinna úr því sem er í boði í
viðkomandi landi.
Liðsandi, agi og ástríða
Þetta gerir keppnina opnari. Tíu
mismunandi þjóðir hafa unnið Evr-
ópumótin fimmtán. Þar sem ekki er
leikið heima og heiman eiga litlu lið-
in meiri möguleika. Í lokakeppni eru
ákveðin gildi mikilvægust, til dæmis
liðsandi, agi og ástríða. Ef lið smell-
ur saman á þessum stutta tíma get-
ur það náð langt.
Árið 1988 varð Holland Evrópu-
meistari. Skiljanlega urðu fagnaðar-
lætin hjá okkar fámennu nágranna-
þjóð, sem þjáðist undir hernámi
Þýskalands í síðari heimsstyrjöld-
inni, lituð af sögulegum og pólitísk-
um bakgrunni. Árið 1992 var það
Danska dýnamítið, léttlyndu sólar-
landafararnir frá Danmörku, sem
vann mótið. Enn óvæntari var sigur
Grikkja árið 2004 en þeir léku sigur-
stranglegu þjóðirnar grátt undir
stjórn Otto Rehhagel, sem var fyrir
vikið kallaður Rehakles. Árið 2016
krækti Portúgal í bikarinn, þjóð sem
hefur átt marga góða fótboltamenn
og þjálfara en vinnur sjaldan titla
vegna fámennis. Öll þessi lið unnu
saman sem ein heild.
Eyþjóðin sem heillaði alla 2016
Í Evrópukeppninni 2016 í Frakk-
landi kom fram á sjónarsviðið lítil
eyja með 350 þúsund íbúum og heill-
aði alla upp úr skónum. Íslenska lið-
ið var byggt á leiftrandi liðsanda
sem smitaði út frá sér. Stuðnings-
mennirnir klæddust eins og víkingar
og tröll og studdu liðið með „Húh“
baráttuöskrinu og tugir þúsunda
tóku undir með þeim og klöppuðu
með útrétta handleggi. Með allt
samfélagið á bak við sig gusu ís-
lensku leikmennirnir eins og eldfjöll.
Svona eru íþróttir í sinni tærustu
mynd. Flestir Íslendingar muna
þetta sumar um ókomin ár. Íslend-
ingar komust líka að hjartarótum
annarra þjóða og fengu marga til að
hugsa: Ég ætla að skoða þetta land,
allavega á netinu.
Króatía komst í úrslitaleik heims-
meistaramótsins 2018. Það er ríki
sem endurfæddist sem sjálfstæð
þjóð fyrir örfáum áratugum og
margir Króatar búa erlendis.
Frammistaða landsliðsins gefur inn-
sýn í hvernig Króatía vill koma fram
sem þjóð. Keppni milli þjóða sem
fylgst er með um allan heim er besta
sviðið til að sýna það. Þetta á líka við
um Evrópsku söngvakeppnina, tón-
listarkeppni þar sem m.a. er fjallað
um hverjir tilheyri Evrópu.
Minnir á Ástrík og Steinrík
Evrópukeppnin minnir að sumu
leyti á bækurnar um Ástrík og
Steinrík þar sem gert er grín að
þjóðareinkennum Breta, Svisslend-
inga og Gota. Stundum verður sam-
staðan of mikil og þróast út í for-
dóma gagnvart öðrum. Samt er það
fjölbreytileiki fólksins sem hefur
áhuga á fótbolta sem gerir Evrópu-
keppnina svona sérstaka. Og fegurð
fótboltans er fólgin í því að enginn
þarf að fórna því sem hann hefur al-
ist upp við í sínu umhverfi. Það er
viðurkennt að þú mátt vera öðruvísi,
líka vegna þess að sömu reglur gilda
fyrir alla.
Landslið endurspegla jafnvel
menningu viðkomandi lands. Við
sjáum aftur og aftur hvernig ákveð-
in landslið leika í anda sinnar þjóðar.
Lið Spánverja og Ítala endurspegla
best allra fótboltamenninguna í sínu
landi og sinni deild. Englendingar
eru eins og vanalega með marga
spennandi leikmenn. En þar sem
stjörnur ensku úrvalsdeildarinnar
koma frá öðrum löndum skortir
enska landsliðið oft lykilmenn.
Stjörnur í stórum hlutverkum
Eitt af því sem líka heillar við
svona mót er að sjá stærstu stjörn-
Frjáls og friðsöm sam-
keppni Evrópuþjóðanna
- Fótboltinn á EM getur brúað bil á milli þjóða - Töfrar fólgnir í lakara leik-
skipulagi landsliða en félagsliða - Eyjan sem heillaði alla sumarið 2016
68 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
3. deild karla
Einherji – Dalvík/Reynir......................... 2:1
Staðan:
Höttur/Huginn 5 4 1 0 9:5 13
Augnablik 5 3 2 0 15:3 11
Elliði 5 3 0 2 14:9 9
Ægir 5 2 3 0 7:5 9
Dalvík/Reynir 6 2 2 2 11:9 8
Víðir 5 2 2 1 8:7 8
KFG 4 2 1 1 5:2 7
Sindri 5 2 0 3 8:10 6
Einherji 6 2 0 4 9:15 6
KFS 5 1 0 4 5:15 3
ÍH 5 0 2 3 5:11 2
Tindastóll 4 0 1 3 3:8 1
Ítalía
C-deild, umspil, undanúrslit, seinni leikur:
Avellino – Padova.................................... 0:1
- Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með
Padova.
_ Padova áfram, 2:1 samanlagt, og leikur
til úrslita við Alessandria um sæti í B-deild.
Undankeppni HM karla
Suður-Ameríka:
Kólumbía – Argentína.............................. 2:2
Paragvæ – Brasilía................................... 0:2
Venesúela – Úrúgvæ................................ 0:0
Ekvador – Perú ........................................ 1:2
Síle – Bólivía ............................................. 1:1
_ Brasilía 18, Argentína 12, Ekvador 9,
Úrúgvæ 8, Kólumbía 8, Paragvæ 7, Síle 6,
Bólivía 5, Venesúela 4, Perú 4. Sex umferð-
ir af átján eru búnar. Fjögur efstu liðin
komast á HM 2022 í Katar og fimmta liðið
fer í umspil.
Vináttulandsleikur karla
Portúgal – Ísrael ...................................... 4:0
>;(//24)3;(
Þýskaland
Stuttgart – Flensburg......................... 30:32
- Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk
fyrir Stuttgart.
- Alexander Petersson skoraði ekki fyrir
Flensburg.
_ Efstu lið: Flensburg 62, Kiel 59, Magde-
burg 46, RN Löwen 43, Füchse Berlín 42,
Melsungen 38, Göppingen 38, Leipzig 37,
Wetzlar 36, Lemgo 33. Fimm umferðum er
ólokið.
B-deild:
Hamm – Bietigheim ............................ 28:28
- Aron Rafn Eðvarðsson varði tvö skot í
marki Bietigheim.
_ Efstu lið: Hamburg 54, N-Lübbecke 52,
Gummersbach 49, Elbflorenz 36, Bietig-
heim 36, Aue 35, Dormagen 34, Grosswall-
stadt 32. Þremur umferðum er ólokið.
Frakkland
Aix – Créteil ......................................... 33:22
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði þrjú
mörk fyrir Aix sem endaði í 4. sæti á eftir
París SG, Montpellier og Nantes.
E(;R&:=/D
Úrslitakeppni karla
Undanúrslit, fjórði leikur:
Stjarnan – Þór Þ. ............................... (36:35)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti.
Umspil kvenna
Fjórði úrslitaleikur:
Grindavík – Njarðvík ........................... 67:64
_ Staðan í einvíginu er 2:2. Liðin mætast í
oddaleik á laugardag.
Spánn
Umspil, undanúrslit, oddaleikur:
Granada – Leyma Coruna.................. 72:68
- Sigtryggur Arnar Björnsson er leikmað-
ur Leyma Coruna.
_ Granada sigraði 2:1 og leikur í A-deild-
inni á næsta tímabili.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Philadelphia – Atlanta ..................... 118:102
_ Staðan er 1:1.
Vesturdeild, undanúrslit:
Utah – LA Clippers.......................... 112:109
_ Staðan er 1:0 fyrir Utah.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Würth-völlur: Fylkir – Tindastóll ............ 18
1. deild karla, Lengjudeildin:
Domusnovav.: Kórdrengir – Grótta.... 19.15
Extra-völlur: Fjölnir – Víkingur Ó ..... 19.15
Jáverkvöllur: Selfoss – Fram .............. 19.15
Eimskipsv.: Þróttur R. – Grindavík.... 19.15
2. deild karla:
Grenivíkurvöllur: Magni – KF ............ 19.15
Rafholtsvöllur: Njarðvík – ÍR ............. 19.15
Vogaídýfuv.: Þróttur V. – Reynir S .... 19.15
KR-völlur: KV – Haukar...................... 19.15
3. deild karla:
Samsung-völlur: KFG – Elliði.................. 20
Í KVÖLD!
Stjarnan og Þór Þ. mættust í fjórða
sinn í gærkvöld í undanúrslitum Ís-
landsmóts karla í körfubolta í
Garðabænum. Þórsarar gátu með
sigri tryggt sér sæti í úrslitunum en
Stjarnan freistaði þess að ná í odda-
leik á útivelli. Leiknum var ekki
lokið þegar blaðið fór í prentun en
ítarlega er fjallað um hann á
mbl.is/sport/korfubolti.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Umkringdur Þórsarar umkringja Hlyn Bæringsson í gærkvöldi.
Hart barist í Garðabæ
„Þessir tveir leikir leggjast mjög
vel í mig,“ sagði Hallbera Guðný
Gísladóttir, leikmaður íslenska
kvennalandsliðsins í knattspyrnu, á
Teams-blaðamannafundi íslenska
liðsins í gær.
Ísland mætir Írlandi í tveimur
vináttuleikjum, á morgun annars
vegar og svo 15. júní hins vegar, en
báðir leikirnir fara fram á Laug-
ardalsvelli.
„Við erum ekki búnar að spila
jafn marga leiki á þessu ári og und-
anfarin ár. Það hefur gengið á
ýmsu og það er þess vegna virki-
lega gaman að koma aðeins heim á
þessum tímapunkti.
Ég á von á erfiðum leikjum gegn
öflugu liði sem er mjög líkamlega
sterkt og ég held að þetta sé mjög
góður undirbúningur fyrir und-
ankeppni HM sem hefst í sept-
ember,“ sagði Hallbera sem á að
baki 118 A-landsleiki og er fjórða
leikjahæsta landsliðskona Íslands
frá upphafi.
Ísland hefur leik í C-riðli und-
ankeppni HM í september þegar
liðið fær Evrópumeistara Hollands
í heimsókn en íslenska liðið er með
Hvíta-Rússlandi, Kýpur, Tékklandi
og Hollandi í riðli.
„Við fáum enga leiki fram að
undankeppninni og það er því gríð-
arlega mikilvægt fyrir okkur sem
lið að slípa okkur vel saman í þess-
um tveimur leikjum. Gæðin á æf-
ingum eru meiri núna en oft áður,
bæði þegar kemur að spili, send-
ingum og öðrum þáttum leiksins.
Ég held að það sé að gera öllum
leikmönnum gott að hafa tekið
skrefið og farið í aðeins meira
krefjandi umhverfi og þetta skilar
sér klárlega inn í landsliðið.“
bjarnih@mbl.is
Gæðin í hópnum
meiri en oft áður
Morgunblaðið/Eggert
118 Hallbera er leikjahæst í
íslenska landsliðshópnum.