Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 71
MENNING 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
THE WASHINGTON POST
ROGEREBERT.COM
TOTAL FILM
USA TODAY
THE SEATTLE TIMES
THE GUARDIAN
GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA
SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA
HROLLVEKJANDI SPENNUMYND
THE WRAP FILM
SÝNDMEÐ ÍSLENSKUTALI
97%
SAN FRANCISCO
CHRONICLE
INDIE WIRE
bresti í ljós – frjór jarðvegur fyrir
grín og harmleik. Ræturnar liggja
í farsaforminu og á sér auðvitað
fjölmargar birtingarmyndir í ís-
lensku bíói, Stellu í orlofi t.a.m. Í
Saumaklúbbnum er formúlan enn
þá nægilega fersk og er það ekki
síst leikkonum að þakka. Hlut
kvenna og kvenlegrar reynslu hef-
ur verið ábótavant lengi vel í ís-
lenskri kvikmyndagerð og ávallt
fengur að fá kvennasögur, sagðar
og fluttar af konum, á hvíta tjald-
ið.
Persónusafn myndarinnar er lit-
ríkt, skipað konum í kringum
fimmtugt sem mætti lýsa sem
erkitýpum úr íslensku samfélagi.
Íris, leikin af Jóhönnu Vigdísi
Arnardóttur, er drifkrafturinn bak
við saumaklúbbinn. Hún er eig-
andi húsgagna- og lífsstílsversl-
unar, eins konar áhrifavaldur á
samfélagsmiðlum (fjöldi fylgjenda
er óljós en hún er að minnsta
kosti iðin við kolann) – týpa sem
gerir og lætur vaða. Edda Björg
S
aumaklúbburinn eftir
Göggu Jónsdóttur er sum-
armynd með meira lagi.
Fjórar vinkonur úr
menntaskóla ásamt einum fylgi-
fiski skella sér í sumarbústað til
að sletta rækilega úr klafunum,
tilbiðja Bakkus og gleyma dagsins
amstri um stund. Persónurnar,
sem og aðstæðurnar, ættu að vera
mörgum áhorfendum kunnuglegar
og í því felst styrkur myndarinnar
ásamt feikigóðu leikaraliði.
Saumaklúbburinn er fram-
leiddur af Þorkatli Harðarsyni og
Marinó Arnarssyni en þeir voru
höfundar stórsmells síðasta ís-
lenska bíóárs, Síðustu veiðiferð-
arinnar. Saumaklúbburinn fylgir
formúlu veiðiferðinnar samvisku-
samlega eftir – eins konar kvenleg
hlið af sama peningi – og fer á
engan hátt leynt með það, heldur
eru hliðstæð atriði í myndunum
sem blikka til hvort annars. Upp-
skriftin er nokkuð einföld og ætl-
uð til þess að trekkja sem flest
fólk í kvikmyndahús – hópur
góðra leikara er fenginn til að
leika fyllerí og því fylgja fyndin
uppátæki, skandalar og nægilegt
drama. Með einfaldri sögu-
hugmynd er hægt að halda fram-
leiðslukostnaði niðri þar sem flétt-
an einskorðast við takmarkaðan
fjölda tökustaða – í tilfelli Sauma-
klúbbsins við sumarbústaðinn og
tjaldsvæðið þar um kring.
Aðdráttaraflið er einfalt og klass-
ískt – karnivalið sem snýr hlutum
á hvolf og lætur ýmsa mannlegi
Eyjólfsdóttir leikur Ellu, bókhald-
ara sem lifir á fornri frægð sem
bakraddasöngkona og á sér þó
nokkuð eldri eiginmann. Arndís
Hrönn Egilsdóttur fer með hlut-
verk Steingerðar, leikskólastjóra
sem hefur ekki gaman af börnum
og er örlítið bugaður nagli með
hrjúft yfirborð. Eydís, túlkuð af
Elmu Lísu Gunnarsdóttur, starfar
í tískubransanum og hefur dvalið
löngum á Ítalíu og þykir allt við
íslenskt samfélag frumstætt og
menningarsnautt. Fjórmenning-
arnir kynntust í Menntaskólanum
við Sund – en eru í dag frekar
sundurleitur hópur. Allar hafa
sinn djöful að draga og eru ekki
beinlíns að horfast ekki í augu við
vandamál sín, heldur er þeim sóp-
að undir teppið. Sameiningarafl
þeirra er helst áfengið. Helga
Braga Jónsdóttur leikur svo Sif,
fimmta félagann, andlegan gúru
og nýaldarkuklara sem starfar
með Írisi í lífsstílsbransanum. Íris
fær Sif með í ferðina til þess að
leiðbeina hópnum (en hún er einn-
ig að nýta ferðina sem átyllu til
þess að auglýsa vörur sínar á sam-
félagsmiðlum) í andlegum mál-
efnum. Minnið um óþekkta aflið
sem lætur hjól frásagnarinnar
snúast er gömul saga og ný – Sif
sendir stöllurnar í ýmsar óvæntar
aðstæður, oftast með spaugilegum
árangri. Hún er þó líkari hinum
gallagripunum en heilög
velmegunarhippaásyndin gefur
fyrst til kynna.
Framan af eru persónurnar
kynntar í uppstilltum viðtölum í
bland við leikin atriði. Heimild-
arháð (e. mockumentary) sem
þetta hófst m.a. í gríni This is
Spinal Tap (1984) og festi sig í
sessi með Office-þáttunum um
aldamótin og er orðin viðtekin
venja í grínþáttaröðum, ekki síst
vegna áhrifa raunveruleikasjón-
varps undanfarinna áratuga-
.Viðtölin hverfa smátt og smátt
þegar hlutunum vindur fram, sem
er ögn lýsandi fyrir ósamræmi
myndarinnar. Margir hlutir eru
prófaðir, sem er eðlilegt í frum-
raun leikstjóra, og flest gengur
ágætlega upp. Á köflum eru
myndrænir eiginleikar skemmti-
legir, líkt og í senu þar sem Helga
Braga stýrir móðurlífsjóga, og
myndavél tekur sér fyndnar stöð-
ur. Skynvilluferðalag persónanna
er sett fram á skilvirkan hátt með
notkun á myndrænni bjögun sem
er því miður ekki haldið út atriðið.
Heilt yfir er myndin skemmtileg
og fyndin – og má hrósa Göggu
Jónsdóttur fyrir gott samstarf sitt
við leikkonur sínar. Leikkonurnar
fimm eru stórskemmtilegar og
eiginlega er ómögulegt að gera
upp á milli þeirra. Mörg smáatriði
myndarinnar, sér í lagi þegar snýr
að samfélagsmiðlum, lífsstíls-
bransanum og neyslumenningu,
spegla samtíma sinn á lunkinn
máta. Handritið er ekki hnökra-
laust en Saumaklúbbinum tekst þó
meginmarkmið sitt – að skemmta
og skapa trúverðugar persónur.
Psilocybin fólksins
Skemmtileg „Heilt yfir er myndin skemmtileg og fyndin og má hrósa Göggu Jónsdóttur fyrir gott samstarf sitt við leikkonur sínar,“ skrifar rýnir.
Borgarbíó Akureyri, Háskólabíó
og Laugarásbíó
Saumaklúbburinn bbbnn
Leikstjórn: Gagga Jónsdóttir. Handrit:
Gagga Jónsdóttir og Snjólaug Lúðvíks-
dóttir. Kvikmyndataka: Tómas Örn Tóm-
asson. Klipping: Sigvaldi J. Kárason.
Aðalleikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir,
Edda Björg Eyjólfsdóttir, Elma Lísa
Gunnarsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir,
Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Ísland,
2021. 80 mín.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR