Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
16.995.- / St. 36-40
Vnr.: E-811813
14.995.- / St. 36-42
Vnr.: E-811803
ECCO EXOWRAP
ÞÆGILEGIR SANDALAR PHORENE™ INNLEGGI
14.995.- / St. 36-41
Vnr.: E-811803
14.995.- / St. 36-42
Vnr.: E-811803
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
S K Ó V E R S L U N
STEINAR WAAGE
Ingibjörg Friðriksdóttir hljóðlista-
kona hefur lítinn áhuga á að standa í
stað og festa sig í einu verkefni. Gott
dæmi um það er þegar hún smíðaði
sitt eigið sjálfspilandi hljóðfæri úr
gömlu píanói, ferðaðist með það út
fyrir landsteinana og kveikti að því
loknu í gripnum.
Ingibjörg er gestur í nýjasta þætti
Dagmála. Forvitni dreif hana áfram
í því verkefni að búa til sitt eigið
hljóðfæri, forvitni um það hvernig
væri að búa til sitt eigið hljóðfæri og
semja svo fyrir það.
„Ég tók gamalt píanó, reif það allt
í sundur. Ég reif í sundur part af
hömrunum og á þá setti ég síðan litla
mótora sem ég keyrði síðan gagna-
upplýsingar í gegnum,“ segir Ingi-
björg. Hún skapaði hljóðfærið
skömmu fyrir eldgos í Bárðarbungu
og voru gagnaupplýsingarnar sem
hún keyrði í gegnum mótorana
tengdar því.
Hljóðfærið var þungt en samt sem
áður ferðaðist það út fyrir landstein-
ana, bæði með og án skapara síns.
Þegar hljóðfærið var búið að ferðast
víða og Ingibjörg var búin að inn-
kalla alla mögulega greiða frá vinum
sínum til þess að bera það ákvað hún
að ferli hljóðfærisins væri lokið.
„Þegar ég kom heim í jólafrí
ákvað ég bara að taka það í sundur
og kveikja í því, sem ég gerði vegna
þess að mér finnst það líka fallegt.
Mér finnst líka fallegt að hlutir geti
bara átt stað í fortíðinni,“ segir Ingi-
björg. „Það er líka hættulegt sem
listamaður að festast í því að þá
verði ég bara þetta hljóðfæri.“
Marglaga verk
Ingibjörg, sem gengur undir lista-
mannsnafninu Inki, er gestur í nýj-
asta þætti Dagmála en hún gaf ný-
verið út plötuna Quite the Situation,
eða upp á íslenskuna Meira ástand-
ið. Í þættinum ræðir hún um plötuna
sem er í raun marglaga verk, inn-
blásið af ástandsárunum á Íslandi.
Verkið fjallar þó ekki um ástands-
árin sem slík heldur fremur samtím-
ann með hliðsjón af fortíðinni.
Morgunblaðið/Hallur Már
List „Mér finnst líka fallegt að hlutir geti bara átt stað í fortíðinni,“ segir
Ingibjörg Friðriksdóttir hljóðlistakona eða Inki í nýjasta þætti Dagmála.
Kveikti í heima-
smíðuðu hljóðfæri
- Fallegt að hlutir geti átt sér stað í for-
tíðinni, segir Ingibjörg Friðriksdóttir
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Leikhópurinn Lakehouse auglýsti á
sínum tíma eftir skúffuskáldum af
landsbyggðinni sem ættu eitthvað í
sínum fórum eða langaði að skrifa eitt-
hvað sem þau teldu að tengdist við-
fangsefninu, einangrun. Mikið barst af
allskonar efni hvaðanæva af landinu en
dramatúrgurinn Sigríður Lára Sigur-
jónsdóttir á Egilsstöðum var fengin til
að velja úr öllu því sem barst. Hún
valdi verk ellefu ólíkra höfunda og setti
saman úr þeim þetta samskotsverk
þar sem raðað er saman ljóðum, örsög-
um og stuttum leikþáttum,“ segir Guð-
mundur Ingi Þorvaldsson en hann fer
með eina hlutverkið í 30 mínútna verk-
inu Einangrun, sem flutt verður á flug-
völlum í fjórum landshlutum. Verkið
er hluti af Listahátíð 2020 og inniheld-
ur hugrenningar um einangrun í öllum
sínum myndum.
„Verkefnið okkar Árna Kristjáns-
sonar leikstjóra var að finna heildstætt
konsept í kringum þetta og búa til sýn-
ingu sem gæti gengið út frá fyrirbær-
inu landsbyggð, en undanfarin tvö ár
hefur Listahátíð í Reykjavík verið til-
einkuð landsbyggðinni. Við Árni
bjuggum þá til þennan trúbador sem
ég leik, en hann fer út á land til að
halda tónleika og það kemur svo í ljós
hvaða mann hann hefur að geyma,
hvað hann er að hugsa og hvað er að
angra hann,“ segir Guðmundur Ingi
sem er liðtækur á gítarinn, enda bæði
tónlistarmaður og leikari.
Voru eins og sjóræningjar
Í kynningu í verkinu segir að leik-
hópurinn Lakehouse vilji „heiðra ís-
lenska trúbadorinn og sögumanninn,
eða shamaninn sem gæðir samveru-
stundir þorpsbúanna lífi með tilfinn-
ingaþrungnum frásögnum sínum,
ádeilu, háði og kímni“.
„Við erum að vinna með þessa
gömlu hugmynd um tónlistarmenn
sem flökkuðu um landið, komu og fóru
svolítið eins og sjóræningjar. Þeir
komu í bæina og héldu böll, fengu pen-
inga, drukku brennivín og fóru svo í
næsta bæ. Þetta er ákveðið rótleysi en
líka fegurð, því þá langaði líka að
syngja og segja sögur sem næðu til
fólksins. Ef þú ert ekki að segja sögur
eða syngja lög sem fólk vill heyra, þá
mætir enginn á ballið eða giggið,“ seg-
ir Guðmundur Ingi og bætir við að
þegar unnið sé með safnverk ólíkra
texta, þá þurfi að finna einhvern þráð í
gegnum það sem þjóni textanum, það
verði alltaf ofan á. „Við höfum verið
með nokkrar prufusýningar fyrir
minni hópa, því við höfum reynt að
frumsýna verkið þrisvar, en þurft að
fresta í öll skiptin vegna covid. Mér
hefur fundist mjög áhugavert að heyra
hvað fólki finnst um þetta, því þegar
fólk veit að þetta er samtíningsverk þá
áttar það sig á þessu, en þeir sem ekki
vita það sjá eitthvað allt annað. Trúba-
dorinn segir sögurnar eins og þær séu
hluti af hans innra lífi.“
Allir að koma eða fara
Þegar Guðmundur Ingi er spurður
að því hvers vegna þeir Árni hafi valið
flugvelli sem sýningarstaði, segir hann
það hafa tónað vel við verkið.
„Það sem kveikti í okkur með að
nota flugvelli sem leikhús, var að þar
eru allir að koma eða fara. Flugvellir
eru iðandi af mannlífi en það vill eng-
inn vera þar, allir eru að flýta sér að
fara eitthvað annað. Ég er sjálfur utan
af landi, kúabóndasonur úr Borgar-
firði, og mér hefur oft fundist að fólk í
höfuðborginni þyki vænt um lands-
byggðina en vilji ekki búa þar. Því
finnst gaman að koma en vill ekki vera.
Borgarbúar hafa líka rosalega miklar
skoðanir á öllu sem tengist lands-
byggðinni, náttúruvernd, búskapar-
háttum og öðru, en vita samt ekkert
hvað það er að búa úti á landi og hvað
þarf til að búa þar. Ég leik trúbador
sem finnst rosa gaman að koma út á
land og halda tónleika en hann er frið-
laus að taka fyrstu vél í bæinn. Ég
mæti í dag út á flugvöll í Reykjavík í
búningi og karakter og flyt verkið þar,
flýg svo út á land á þessa þrjá flugvelli,
Egilsstaði, Akureyri og Ísafjörð, og
flyt verkið líka þar. Ég losna ekkert úr
karakter fyrr en ég verð aftur kominn
í bíl í Reykjavík. Ég verð einmana kú-
reki á flugvöllum fjóra daga í röð, sem
mér finnst mjög áhugavert og ég
hlakka til, því mér finnst gaman að
gera eitthvað skrýtið.“
Ég verð einmana kúreki
á flugvöllum um helgina
- Guðmundur Ingi leikur trúbador í verkinu Einangrun
Ljósmynd/Árni Kristjánsson
Kúreki Guðmundur Ingi í hlutverki sínu á leið út á land með gítarinn.
Sýningar: 10. júní: Reykjavíkur-
flugvöllur kl. 17:00. 11. júní: Egils-
staðaflugvöllur kl. 15:15 og kl.
18:45. 12. júní: Akureyrarflugvöllur
kl. 13.00 og kl. 17.00. 13. júní: Ísa-
fjarðarflugvöllur kl. 10:20 og kl. 17.
Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands
heldur loka-
tónleika starfs-
ársins í Hörpu í
kvöld kl. 20 og
flytur sinfóníu
nr. 2. eftir J.
Brahms auk þess
sem nýr íslensk-
ur fiðlukonsert
eftir Þuríði Jóns-
dóttur verður leikinn í fyrsta sinn.
Um frumflutninginn sér Una
Sveinbjarnardóttir og er þetta í
fyrsta sinn sem íslenskur fiðlu-
konsert eftir konu er á dagskrá
hljómsveitarinnar, að því er fram
kemur á vef SÍ. Þuríður samdi
verkið fyrir Unu, þriðja konsert-
meistara SÍ.
Daníel Bjarnason heldur um tón-
sprotann í kvöld og kynnir verður
Árni Heimir Ingólfsson. Tónleik-
arnir verða í beinni útsendingu á
Rás 1.
Una frumflytur fiðlukonsert Þuríðar
Una
Sveinbjarnardóttir
Sýningin Grín fyrir Grensás (Kol-
svart – Sex, Drugs and Rock&Roll)
fer fram í Hannesarholti í kvöld kl.
20 og eru það Hannesarholt og á-rás
sem standa fyrir henni. Á sýning-
unni slær Valdimar Sverrisson ljós-
myndari á „G-streng og aðra létta
strengi um það að greinast með
heilaæxli á stærð við sítrónu og
missa sjónina í kjölfarið“, eins og
segir í tilkynningu. Hann hafi vakn-
að upp við vondan draum á Grensás-
deild Landspítalans, áttað sig á því
að hann hefði ekki látið gamlan
draum rætast um að gerast uppi-
standari. „Það var því ekki eftir
neinu að bíða með að ganga í verkið
og verður afraksturinn fluttur í
Hannesarholti, bæði uppistand og
grínmyndbönd þar sem fram koma
Ari Eldjárn og Örn Árnason auk
fjölda annarra úr stafrófinu frá A til
Ö,“ segir um sýninguna og að það
minnsta sem blindur maður geti
gert sé að búa til myndband. Allur
aðgangseyrir rennur til Grensáss.
Grínast fyrir Grensásdeild Landspítala
Uppistandari Valdimar Sverrisson.