Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 80
25%
af allri
sumarvöru
Lýkurámánudag
Svefnherbergisdögum
ILVA Korputorgi
Lau. og sun. 12-18
virkir dagar 11-18:30
ILVA Akureyri
Lau. 10-17 Sun. 13-17
virkir dagar 11-18
s: 522 4500 - www.ILVA.is
DORIA Rúmgafl. Bleikt velúr áklæði.
L192 cm. 64.900 kr. Nú 51.920 kr.
ARIES Kommóða. 2 skúffur
og 1 hurð. Gráolíuborin
eik. Skúffur með ljúflokum.
108x45x75 cm. 129.900 kr.
Nú 103.920 kr.
PORTIO Garðstóll. Grár. 12.900 kr. Nú 9.675 kr.
SEAFORD Náttborð með 2 hillum. Svart.
42x35x63 cm. 14.900 kr. Nú 11.920 kr.
20%
20%
20%
FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 161. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Evrópukeppni karla í fótbolta hefst annað kvöld með
viðureign Ítala og Tyrkja í Róm. Philipp Lahm, fyrirliði
heimsmeistaraliðs Þýskalands árið 2014, skrifar pistil
á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag þar sem hann
fjallar um keppnina í víðu samhengi. Hvernig Evrópu-
keppnin hafi stuðlað að betri tengslum þjóða í austri
og vestri, óvænta sigurvegara, hvernig lið Íslands sló í
gegn árið 2016 og við hverju megi búast í þessari loka-
keppni. »68-69
Philipp Lahm skrifar um EM
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Í bænum Homer við Alaskaströnd,
um 350 km suðvestur af Anchor-
age, býr Lily Colman, um tvítug
stúlka, og les og lærir forn-
íslensku í frístundum. Hún hefur
hvorki komið til Íslands né Íslend-
ingabyggða í Vesturheimi, aldrei
hitt Íslendinga eða fólk af íslensk-
um ættum, en skrifast á við ís-
lenska vinkonu. Hún skilur ís-
lensku og les málið sér til fræðslu
og skemmtunar. „Ég hef samt
helst numið forníslensku og nor-
rænu,“ segir hún, en íslenska
hennar í skrifuðu máli og tali ber
keim af því.
Menning og trúarbrögð í Evr-
ópu til forna heilluðu Lily snemma
og hún segist alltaf hafa haft
áhuga á tungumálum, ekki síst fá-
gætum og fornum. Víkingaímynd-
in um rænandi og ruplandi menn
sé yfirborðsleg og hafi ekki fallið í
kramið hjá sér. Því hafi hún ein-
sett sér að lesa sér til um nor-
ræna menningu í fornöld og á
landnámstíð.
Refilgerð helsta áhugamálið
Bayeux-refillinn, sem sýnir orr-
ustuna við Hastings 1066, er eitt
af því sem hefur heillað Lily og að
áeggjan fjölskyldunnar gerði hún
refil, sem sýnir sameiningu Nor-
egs og landnám Íslands. „Ég
kynnti mér málið vel, setti mig í
spor konu á 12. og 13. öld og beitti
sömu aðferðum og hún hefði
beitt.“ Hún leggur áherslu á að
refilgerð sé nú helsta áhugamálið.
Áhugi á Íslandi og íslensku
kviknaði við að fletta bók frá 1993
um íslenskan prjónaskap, Ice-
landic Patterns in Needlepoint:
Over 40 Easy-to-Stitch Designs
from the Land of Ice and Fire eft-
ir Jónu Sparey. „Ég var 11 ára og
féll algerlega fyrir samsetningu ís-
lensku orðanna og ákvað að læra
málið.“ Þegar hún var 12 ára gaf
mamma hennar henni íslenskar
málfræðibækur í afmælisgjöf.
„Nam ég aðallega úr þessum
kennslubókum og forníslenskri
orðabók, og auðvitað bætti ég
mikið við lestur, las helst forn- og
söguleg rit og Íslendingasögur.“
Hún hafi tekið íslenskukúrs á net-
inu hjá Háskóla Íslands þegar hún
var 16 ára en síðan hafi hún ein-
beitt sér að forníslensku og eddu-
kvæðum. „Ég elska kvæðin, Egla
er uppáhaldssagan mín og síðan
kemur Gíslasaga.“
Lily heldur sig við íslensku
fornritin en er líka sjálfmenntuð í
norsku og hefur lesið mikið eftir
rithöfundinn Sigrid Undset, sem
hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels
1928. „Annars brúka ég ekki mál
þetta oft. Núna les ég Skáldskap-
armál og nýt þess ákaflega.“
Bætir við að hún semji ljóð til að
halda sér í æfingu og lesi oft
ýmsar fornsögur og kvæði fyrir
systur sína, þýði efnið þá jafn-
óðum á ensku. „Okkur finnst
mikið gaman að því, fjölskyldu
minni líst vel á áhugamál mitt og
systur minni finnst það áhuga-
vert.“
Langvinn veikindi hafa komið í
veg fyrir mikla ástundun við ís-
lenskuna að undanförnu. „Upp-
haflega var ég vön að æfa mig í
málinu í frítíma mínum, venjulega
á hverjum degi eða þar um bil.
Síðan ég veiktist hef ég hætt því
að mestu leyti, en nú reyni ég að
halda námi mínu áfram með því
að lesa orðabækur og fleira sem
ég hef áður lesið, rifja upp.“ Hún
leggur áherslu á að hún vilji lesa
íslenskar bækur og sé að safna
íslenskum fornritum. „Mér mis-
líkar að lesa á tölvunni.“
Íslenska í Alaska
og Egla í uppáhaldi
- Lily hefur aldrei hitt Íslending en les og talar málið
Refill Sameining Noregs og landnám Íslands með augum Lilyar.
Fróðleiksfús Lily Colman kann
íslensku og safnar fornritum.
Krummi Björgvinsson hefur tónleikaröðina Á vegum úti
á Græna hattinum á Akureyri í kvöld kl. 21. Bjarni M.
Sigurðarson og Daníel Hjálmtýsson koma fram með
honum. Næstu tónleikar verða svo haldnir annað kvöld
á Fosshóteli á Húsavík, á laugardag í Bláu kirkjunni á
Seyðisfirði og Tehúsinu á Egilsstöðum og þeir síðustu á
sunnudag í Beituskúrnum í Neskaupstað. Krummi hef-
ur verið í hljómsveitunum Mínus, Legend, Esju og Dap-
urri og hefur hin síðustu ár unnið að sinni fyrstu sóló-
plötu og þokast nær þjóðlagatónlist og kántríi.
Krummi og félagar í tónleikaferð