Morgunblaðið - 19.06.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.06.2021, Qupperneq 1
Útrás Ísey skyr í hillu verslunar í Japan. Vonast er til að sala glæðist. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á Ísey skyri hefur margfaldast á síðustu árum, sérstaklega í Evr- ópulöndum. Salan var um 19 þúsund tonn á síðasta ári og er Ísland með- talið sem og framleiðsla samstarfs- aðila víða um heim. Áætlanir gera ráð fyrir að hún vaxi hratt á næstu árum og verði orðin þrefalt meiri á árinu 2025. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf., segir að áhersla hafi verið lögð á nálæga markaði síðustu misseri vegna tafa á framgangi verkefna í fjarlægari löndum af völdum kórónuveirufar- aldursins. Það hafi gengið vel og teikn séu á lofti um enn frekari vöxt. Góðar viðtökur Neytendur í Frakklandi og Hol- landi hafa tekið Ísey skyri ákaflega vel. Sala í Frakklandi hófst í smáum stíl á síðasta ári en nú stefnir í yfir 700 tonna sölu í ár. Salan í Benelux- löndunum tvöfaldaðist á síðasta ári og stefnir í að hún fari vel yfir 1.000 tonn í ár. Mesta salan á því mark- aðssvæði er í Hollandi. Þrjú stór markaðssvæði bætast við heimskort Ísey skyrs á þessu ári, Nýja-Sjá- land/Ástralía, Þýskaland og Spánn. Ný mjólkurbú sem byggð eru til að framleiða Ísey skyr taka til starfa í Nýja-Sjálandi og Bretlandi í sumar og stefnt er að því að verk- smiðja sem verið er að undirbúa í borginni Dongguan í Kína taki til starfa undir lok næsta árs. Mikil tækifæri eru á þeim stóra markaði en Ari segir að reynslan sýni að tíma geti tekið fyrir söluna að kom- ast vel á skrið. »14 Sala á skyri margfaldast - Neytendur í Evrópu taka Ísey skyri fagnandi - Nýjar verksmiðjur í gagnið Kallar eftirhugrekki Upp á hár Audrey Osler á sæti í sérstökum dómstól sem rannsakar aðstæður Úígúra í Xinjiang. Hún segir mikinn ótta undirliggjandi á svæðinu og þeir sem búi utan þess hafi áhyggjur af fjölskyldum sínum sem þeir hafi jafnvel ekki heyrt í lengi. „Það sem komið hefur fram hefur oft og tíðum verið erfitt að hlusta á,“ segir hún og kallar eftir hugrekki af hálfu annarra ríkja til að standa uppi í hárinu á Kínverjum. 12 20. JÚNÍ 2021SUNNUDAGUR Gegn óréttlæti SIKILEY & AEOLIAN GÖNGUFERÐ UM Knattspyrnu-menn fara oft ogtíðum eigin leiðirþegar kemur aðhártísku. 18 Feðgarnir Max og IgorAmadeus Cavalera notasitt beittasta vopn,tónlistina, tilað sækja aðsamfélags-meinum. 28 Ískyggilegþróun Hjartastopp knattspyrnu-manna í miðjum leikjumfærist í vöxt og ekkisleppa allir eins vel ogChristian Eriksen. 8 L A U G A R D A G U R 1 9. J Ú N Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 142. tölublað . 109. árgangur . HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 Fullvaxinn fjórhjóladrifinn rafmagnsbíll Settu saman þinn ID.4 GTX á www.hekla.is/gtx Verð frá 6.990.000 kr. Komdu og prófaðu! 2021 RAGNAR RAUK INN Á METSÖLULISTA Í BRETLANDI SAMFÉLAG SÖNGVARA OG SÖNGÁHUGAFÓLKS SÖNGHÁTÍÐ Í HAFNARBORG 53ÞORPIÐ VINSÆLT 6 _ Tilraun varð gerð til innbrots í gestastofuna á Þingvöllum á dög- unum. Málið þótti hið einkennileg- asta, enda engu stolið. Sökudólg- urinn gaf sig fljótt fram, en þó ekki til þess að játa á sig verknaðinn. Um var að ræða hrút og þegar þjóðgarðsverðir reyndu að reka hann á brott hugðist hann ráðast að vörðunum. Hrúturinn sneri þó við og sá verðugri andstæðing; speg- ilmynd sjálfs sín í rúðu gestastof- unnar. Bandillur réðst hann því á sjálfan sig og mölbraut rúðuna. Talið er að tjón af völdum hrútsins sé um ein milljón króna. »2 Reiður Hrúturinn Hreinn býr sig til atlögu. Hrútur valdur að tjóni á Þingvöllum _ Skyndidauði knattspyrnu- manna í miðjum leik hefur færst í vöxt á umliðnum árum. Ein skýr- ingin er arfgeng- ur sjúkdómur, hjartavöðva- kvilli, sem Ka- merúninn Marc- Vivien Foé og fleiri sem látist hafa sviplega hafa verið haldnir. „Einn af hverjum 500 er með þann sjúkdóm sem veldur því að hjartavöðvinn þykknar óeðli- lega mikið, sem eykur líkurnar á hjartsláttartruflunum og hjarta- stoppi við mikla áreynslu,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor í hjartalækningum og yfirlæknir. Hann fagnar auknu eftirliti með afreksknattspyrnumönnum enda veiti bersýnilega ekki af. Best væri að rannsaka alla með segul- ómskoðun en það sé snúið í fram- kvæmd vegna þess hversu dýr og tímafrek rannsóknin er. Þess í stað sé stuðst við hjartalínurit og óm- skoðun sem oft finni þennan kvilla. Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Hjartavöðvakvilli veldur skyndidauða Tómas Guðbjartsson Fyrirliðinn Alexander Örn Júlíusson hefur Ís- landsmeistarabikarinn á loft eftir 34:29-sigur Valsmanna gegn Haukum í síðari leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í handknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær. Fyrri úrslitaleik liðanna lauk með þriggja marka sigri Vals- manna á Hlíðarenda, 32:29, og Valur vann ein- vígið því samanlagt 66:58, en samanlögð úrslit tveggja leikja giltu í úrslitaeinvíginu. »49 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Valur Íslandsmeistari í 23. sinn eftir sigur á Haukum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.