Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 1
Útrás Ísey skyr í hillu verslunar í Japan. Vonast er til að sala glæðist. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á Ísey skyri hefur margfaldast á síðustu árum, sérstaklega í Evr- ópulöndum. Salan var um 19 þúsund tonn á síðasta ári og er Ísland með- talið sem og framleiðsla samstarfs- aðila víða um heim. Áætlanir gera ráð fyrir að hún vaxi hratt á næstu árum og verði orðin þrefalt meiri á árinu 2025. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf., segir að áhersla hafi verið lögð á nálæga markaði síðustu misseri vegna tafa á framgangi verkefna í fjarlægari löndum af völdum kórónuveirufar- aldursins. Það hafi gengið vel og teikn séu á lofti um enn frekari vöxt. Góðar viðtökur Neytendur í Frakklandi og Hol- landi hafa tekið Ísey skyri ákaflega vel. Sala í Frakklandi hófst í smáum stíl á síðasta ári en nú stefnir í yfir 700 tonna sölu í ár. Salan í Benelux- löndunum tvöfaldaðist á síðasta ári og stefnir í að hún fari vel yfir 1.000 tonn í ár. Mesta salan á því mark- aðssvæði er í Hollandi. Þrjú stór markaðssvæði bætast við heimskort Ísey skyrs á þessu ári, Nýja-Sjá- land/Ástralía, Þýskaland og Spánn. Ný mjólkurbú sem byggð eru til að framleiða Ísey skyr taka til starfa í Nýja-Sjálandi og Bretlandi í sumar og stefnt er að því að verk- smiðja sem verið er að undirbúa í borginni Dongguan í Kína taki til starfa undir lok næsta árs. Mikil tækifæri eru á þeim stóra markaði en Ari segir að reynslan sýni að tíma geti tekið fyrir söluna að kom- ast vel á skrið. »14 Sala á skyri margfaldast - Neytendur í Evrópu taka Ísey skyri fagnandi - Nýjar verksmiðjur í gagnið Kallar eftirhugrekki Upp á hár Audrey Osler á sæti í sérstökum dómstól sem rannsakar aðstæður Úígúra í Xinjiang. Hún segir mikinn ótta undirliggjandi á svæðinu og þeir sem búi utan þess hafi áhyggjur af fjölskyldum sínum sem þeir hafi jafnvel ekki heyrt í lengi. „Það sem komið hefur fram hefur oft og tíðum verið erfitt að hlusta á,“ segir hún og kallar eftir hugrekki af hálfu annarra ríkja til að standa uppi í hárinu á Kínverjum. 12 20. JÚNÍ 2021SUNNUDAGUR Gegn óréttlæti SIKILEY & AEOLIAN GÖNGUFERÐ UM Knattspyrnu-menn fara oft ogtíðum eigin leiðirþegar kemur aðhártísku. 18 Feðgarnir Max og IgorAmadeus Cavalera notasitt beittasta vopn,tónlistina, tilað sækja aðsamfélags-meinum. 28 Ískyggilegþróun Hjartastopp knattspyrnu-manna í miðjum leikjumfærist í vöxt og ekkisleppa allir eins vel ogChristian Eriksen. 8 L A U G A R D A G U R 1 9. J Ú N Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 142. tölublað . 109. árgangur . HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 Fullvaxinn fjórhjóladrifinn rafmagnsbíll Settu saman þinn ID.4 GTX á www.hekla.is/gtx Verð frá 6.990.000 kr. Komdu og prófaðu! 2021 RAGNAR RAUK INN Á METSÖLULISTA Í BRETLANDI SAMFÉLAG SÖNGVARA OG SÖNGÁHUGAFÓLKS SÖNGHÁTÍÐ Í HAFNARBORG 53ÞORPIÐ VINSÆLT 6 _ Tilraun varð gerð til innbrots í gestastofuna á Þingvöllum á dög- unum. Málið þótti hið einkennileg- asta, enda engu stolið. Sökudólg- urinn gaf sig fljótt fram, en þó ekki til þess að játa á sig verknaðinn. Um var að ræða hrút og þegar þjóðgarðsverðir reyndu að reka hann á brott hugðist hann ráðast að vörðunum. Hrúturinn sneri þó við og sá verðugri andstæðing; speg- ilmynd sjálfs sín í rúðu gestastof- unnar. Bandillur réðst hann því á sjálfan sig og mölbraut rúðuna. Talið er að tjón af völdum hrútsins sé um ein milljón króna. »2 Reiður Hrúturinn Hreinn býr sig til atlögu. Hrútur valdur að tjóni á Þingvöllum _ Skyndidauði knattspyrnu- manna í miðjum leik hefur færst í vöxt á umliðnum árum. Ein skýr- ingin er arfgeng- ur sjúkdómur, hjartavöðva- kvilli, sem Ka- merúninn Marc- Vivien Foé og fleiri sem látist hafa sviplega hafa verið haldnir. „Einn af hverjum 500 er með þann sjúkdóm sem veldur því að hjartavöðvinn þykknar óeðli- lega mikið, sem eykur líkurnar á hjartsláttartruflunum og hjarta- stoppi við mikla áreynslu,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor í hjartalækningum og yfirlæknir. Hann fagnar auknu eftirliti með afreksknattspyrnumönnum enda veiti bersýnilega ekki af. Best væri að rannsaka alla með segul- ómskoðun en það sé snúið í fram- kvæmd vegna þess hversu dýr og tímafrek rannsóknin er. Þess í stað sé stuðst við hjartalínurit og óm- skoðun sem oft finni þennan kvilla. Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Hjartavöðvakvilli veldur skyndidauða Tómas Guðbjartsson Fyrirliðinn Alexander Örn Júlíusson hefur Ís- landsmeistarabikarinn á loft eftir 34:29-sigur Valsmanna gegn Haukum í síðari leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í handknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær. Fyrri úrslitaleik liðanna lauk með þriggja marka sigri Vals- manna á Hlíðarenda, 32:29, og Valur vann ein- vígið því samanlagt 66:58, en samanlögð úrslit tveggja leikja giltu í úrslitaeinvíginu. »49 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Valur Íslandsmeistari í 23. sinn eftir sigur á Haukum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.