Morgunblaðið - 19.06.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Einari Á. Sæmundsen, þjóðgarðs-
verði á Þingvöllum, brá í brún þegar
hann kom til vinnu í vikunni. Aug-
ljóst var að tilraun hafði verið gerð
til innbrots. Við nánari athugun virt-
ist málið þó hið einkennilegasta.
„Rúðan á hurðinni var brotin og
hurðarhúnninn, rammgerður úr
stáli, var kengboginn út í loftið,“ seg-
ir Einar. Þá var ekki búið að stela
neinum munum úr húsinu. Nokkru
síðar stóð Einar ásamt samstarfs-
manni sínum í anddyri gestastof-
unnar og þá lét þrjóturinn sjá sig.
Um var að ræða hrút sem gengið
hafði laus um svæðið í nokkurn tíma.
Sturlaðist út í sjálfan sig
„Þeir fóru þrír og gerðu sig líklega
til þess að reka hrútinn á brott.
Brást þá hrúturinn ókvæða við og
ætlaði að hjóla í þá,“ segir Einar er
hann lýsir atburðarásinni. Á end-
anum snerist hann um hæl, horfði á
sjálfan sig speglast í rúðunni á
gestastofunni og sturlaðist. Hrút-
urinn óð af öllu afli í spegilmyndina
af sjálfum sér, í þrígang, og tókst að
splundra rúðunni og skemma aðra í
leiðinni.
Hrúturinn stakk þá af eftir átökin
við sjálfan sig. Hann fannst svo
nokkrum dögum síðar, en með hon-
um var annar yngri hrútur. „Sá
yngri bar þó ekki ábyrgð á
skemmdarverkunum eða inn-
brotstilrauninni, en hann hefur ef-
laust lært ýmislegt af þeim eldri síð-
ustu dagana,“ segir Einar.
Fæddir og uppaldir
í þjóðgarðinum
Við nánari skoðun á hrútunum
kom í ljós að þeir voru ómarkaðir og
því í raun eigandalausir. Höfðu báðir
fæðst og lifað í þjóðgarðinum. Þrátt
fyrir að lausafé sé alla jafnan rekið
skipulega út úr þjóðgarðinum þá
verður stundum nokkuð fé eftir og
gjarnt á að fela sig í runnum og
skógum í Þingvallaþjóðgarði. „Svo
grænkar fyrst grasið á tjaldsvæð-
unum og þá kemur féð út úr skóg-
inum til þess að gæða sér á grasinu,“
segir Einar.
Færist ofar á forgangslistann
„Þjóðgarðurinn er afgirtur allan
hringinn.Við höfum verið duglegir
við að viðhalda vesturhluta girðing-
arinnar, en vitum af nokkrum glopp-
um á girðingunni á austurhliðinni,“
segir Einar. Vegna stöðugs straums
ferðamanna undanfarin ár hefur við-
hald á girðingum ekki verið efst á
forgangslistanum en mögulega verð-
ur breyting þar á. Enda ljóst að
lausafé getur valdið meiri skaða en
bara á grasi tjaldsvæða Þingvalla.
„Tjónið af þessu reiðikasti hrútsins
er sennilega um ein milljón króna.“
Hrútur gekk berserksgang
- Tilraun til innbrots og skemmdarverk vegna reiðikasts
hrúts - Tjón upp á 1 milljón króna - Ómarkaður og frjáls
Ljósmyndir/Einar Á. Sæmundsen
Í ham Hrúturinn Hreinn undirbýr atlögu sína að rúðunni á gestastofunni.
Smali Með hrút á herðum sér.
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
369.750 kr
.
Tilboðsverð
697.500 kr
.
Tilboðsverð
449.400 kr
.
Tilboðsverð
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
Afar einfalt er
að reisa húsin
okkar
Uppsetning te
kur aðeins ein
n dag
BREKKA 34
- 9 fm
STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44
fm
25%
afsláttur
25%
afsláttur
30%
afsláttur
TILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
TIL Á LAGER VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tuttugu og níu flugvélar koma til
Keflavíkurflugvallar í dag, samkvæmt
áætlun flugfélaganna, og jafn margar
fljúga brott af landinu. Ekki hafa fleiri
vélar komið til landsins á einum degi
frá því að kórónuveirufaraldurinn lam-
aði ferðaþjónustuna. Enn er þó langt í
að flugið komist á þann stað sem var
fyrir faraldurinn.
Helgin er stór á Keflavíkurflugvelli,
ef miðað er við starfsemina eins og hún
hefur verið frá því að kórónuveiru-
faraldurinn skall á. 57 komur eru á
áætlun og 56 brottfarir, samtals um
helgina.
Meiri umsvif en í fyrrasumar
Fyrsta júní fóru 3.162 farþegar í
gegnum flugstöðina og þá er átt við
komufarþega, brottfararfarþega og
skiptifarþega. Laugardaginn fyrir viku
komu 23 vélar og jafn margar fóru.
Með þeim voru 5.245 farþegar. Isavia
hefur ekki upplýsingar um farþega-
fjöldann í vélunum sem koma og fara
um helgina. Ef tekið er mið af stærð og
nýtingu vélanna um síðustu helgi má
reikna með að yfir sjö þúsund farþegar
verði með vélunum í dag.
Stærsti dagurinn í flugstöðinni í
fyrrasumar, þegar flugið tók aðeins við
sér í hléi sem varð á faraldrinum, var 8.
ágúst. Þá voru 26 komur og 25 brott-
farir. Er fjöldi fluga því orðinn meiri en
mest varð síðasta sumar.
Aftur á móti voru mun fleiri flug og
farþegar áður en kórónaveiran fór að
herja á íbúa heimsins. Þannig voru
samtals 154 komur og brottfarir að
meðaltali á Keflavíkurflugvelli í júní
2019.
Tilbúin að taka við fjölgun
Guðmundur Daði Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá
Isavia, segir að félagið sé vel í stakk
búið til að þjónusta aukinn fjölda far-
þega. „Aukningin hefur verið hæg en
stöðug á Keflavíkurflugvelli. Umsvifin
hafa verið að aukast eins og við gerðum
ráð fyrir. Við erum tilbúin að taka við
þeim flugvélum sem boðað hafa komu
sína enda flugvöllurinn vel í stakk bú-
inn fyrir aukningu. Við sjáum vonandi
innan fárra mánaða enn meiri umsvif
og starfsfólk Isavia er búið undir það,“
segir Guðmundur Daði Rúnarsson.
Afar stór dagur í flugstöðinni í dag
- 58 komur og brottfarir flugvéla á Keflavíkurflugvelli í dag - Búast má við að yfir sjö þúsund farþegar
fari um flugstöðina - Stærri en stærsti dagurinn í fyrrasumar - Starfsfólk í stakk búið fyrir meiri fjölda
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn Síðustu daga hefur erlendum ferðamönnum fjölgað smám saman í miðborg Reykjavíkur. Þessir spókuðu sig við Hallgrímskirkju í gær.