Morgunblaðið - 19.06.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.06.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikilvægt er að hafist verði handa sem fyrst um miklar samgöngubætur á Suðurlandi, að mati sveitarstjórnar- manna þar, sem funduðu í vikunni með samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra vegna vinnu sem nú stendur yfir vegna hugsanlegrar sameiningar sveitarfélaga milli Þjórsár og Skeiðar- ársands. „Sameinuð erum við miklu sterkari en í samkeppni,“ segir Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangár- þings eystra og formaður verkefnisins Sveitarfélagsins Suðurlands. Kosið verður um sameiningu 25. september Fimm sveitarfélög eru nú í samein- ingarviðræðum: það er Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Kosið verður um sameiningu 25. sept- ember nk., samhliða alþingiskosning- um. Á svæðinu, sem hugsanlega gæti orðið eitt sveitarfélag, eru héraðs- og tengivegir, samtals um 1.300 kílómetr- ar. Af þeim eru um 500 km malarvegir eða 38%. Ef miðað er við áætlanir verða þeir ekki allir lagðir slitlagi fyrr en eftir hálfa öld. Anton Kári Þor- steinsson segir mikla hagsmuni felast í því að bæta úr stöðunni. Um helming- ur grunnskólanemenda á svæðinu býr í dreifbýli og ferðast með skólaakstri daglega, mörg langa leið um erfiða vegi. Þar eru flestir af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins en kallað hefur verið mjög eftir uppbyggingu í kringum ferðaþjónustuna. Auk þess er mikill landbúnaður á svæðinu sem reiðir sig á allir flutningar á aðföngum og afurðum gangi greitt fyrir sig. Samstarf lækki kostnað Sveitarfélögin hafa skorað sameig- inlega á Alþingi og ríkisstjórn að bæta samgöngur innan svæðisins. Samstarf sveitarfélaganna veiti mikil tækifæri til að hraða uppbyggingunni og nýta fjármuni betur. Sé byggt á stöðlum og kostnaðarmati Vegagerðarinnar er áætlaður kostnaður við að byggja upp alla héraðs- og tengivegi á svæðinu 20- 25 milljarðar króna, eða sem nemur einum jarðgöngum. Anton Kári segir góð fordæmi fyrir því að Alþingi og samgönguyfirvöld hafi veitt sameinuðum sveitarfélögum sérstaka fyrirgreiðslu til að mæta brýnum samgöngubótum í landstórum sveitarfélögum. Verði af sameiningu sveitarfélaganna fimm sé það vilji heimamanna að veitt verði sérstök fjárveiting til uppbyggingar héraðs- og tengivega. Sveitarfélagið Suður- land sé reiðubúið að taka þátt í til- raunaverkefni þar sem sveitarstjórn tekur þátt í að forgangsraða verkefn- um og leita leiða til að draga úr kostn- aði við framkvæmdirnar. Ef samstarf sveitarfélags og Vegagerðar skilar 15% betri nýtingu fjármuna skapast tækifæri til að spara tæpa 4 milljarða, eða leggja um 100 km af bundnu slit- lagi. Verkefnið getur því orðið góð fyrirmynd. Sameining virki kraft „Ég hef í mínum störfum lagt mikla áherslu á að styrkja sveitarstjórnar- stigið,“ segir Sigurður Ingi Jóhanns- son, ráðherra samgöngu- og sveitar- stjórnarmála. Hann segir einn hluta af eflingu sveitarstjórna þann að þau verði stærri og sterkari og þannig tækifæri til að mæta auknum kröfum íbúa. „Sameining er ekki til að breyta samfélögum heldur til að virkja á markvissari hátt þann kraft sem þau búa yfir. Þannig verða til aukin at- vinnutækifæri og meiri lífsgæði.“ Vegabætur fylgi sameiningunni - Sveitarfélög milli Þjórsár og Skeiðarársands í viðræðum - Vegina þarf að bæta - Bið eftir slitlagi gæti tekið hálfa öld - Uppbygging gæti kostað 25 ma. kr. - Ráðherra vill styrkja sveitarstjórnarstigið Ljósmynd/Jón Hrói Finnsson Viðræður Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi fóru yfir stóru myndina og vegamál með tilliti til sameiningar sveitarfélaga með samgönguráðherra. „Þetta er elsti og áhrifamesti sölu- listi Bretlands og allir höfundar vilja komast inn á hann. Það ætti að segja allt sem segja þarf um það hvílíkur árangur þetta er hjá Ragnari Jón- assyni og full ástæða til að óska hon- um til hamingju,“ segir Pétur Már Ólafsson, bókaútgefandi í Bjarti/ Veröld. Glæpasagan Þorpið eftir Ragnar Jónasson fer rakleitt í fyrstu viku í tíunda sæti metsölulista Sunday Times í Bretlandi yfir innbundin skáldverk en listinn er birtur nú um helgina. Pétur kveðst telja að Ragn- ar sé fyrsti íslenski höfundurinn sem komi bók inn á topp tíu á metsölu- lista Sunday Times. Á toppi listans trónir ný spennu- saga sem Bill Clinton og James Patterson skrifa í sameiningu og kom út í vikunni. Ragnar er ekki ókunnur met- sölulistum heima og erlendis og er þess skemmst að minnast að í fyrra átti hann um tíma þrjár af mest seldu kiljum Þýskalands, Dimmu, Drunga og Mistur, auk þess sem Dimma var þriðja mest selda kilja ársins 2020 þar í landi. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu hefur Ragnar og Þorpið verið áberandi á síðum The Times og Sunday Times að undanförnu en Þorpið er glæpasaga júnímánaðar í blaðinu. Gagnrýnandi The Times sagði á dögunum að þessi „tíðar- andatryllir“ væri „hrikalega gríp- andi“, Ragnar Jónasson væri skáld hins „dimma og hráslagalega“, skáld „myrkurs, kulda og rigningar“ og að óttatilfinningin sem aðalpersónan gefur sig smám saman á vald í sög- unni væri hryllilega smitandi. Á dögunum birtist ítarlegt viðtal við Ragnar í The Times þar sem blaðamaðurinn sagði að Ísland væri miklu öflugra á sviði glæpasagna en fólksfjöldinn segði til um. Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir væru í hópi fremstu glæpasagnahöf- unda heims og nú hefði Ragnar Jón- asson bæst í hópinn. Með nýjustu bók sinni, Þorpinu, væri Ragnar orð- inn ein mikilvægasta röddin í heimi alþjóðlegra glæpasagna. Sunday Times valdi glæpasögu Ragnars, Dimmu, eina af hundrað bestu glæpasögum sem skrifaðar hafa verið frá stríðslokum. hdm@mbl.is Ragnar rauk inn á topp tíu - Fyrstur íslenskra höfunda á topp tíu hjá Sunday Times Ragnar Jónasson Reykjavíkurmeistaramótinu í hestaíþróttum sem fram fer á félagssvæði Fáks í Víðidal lýkur á morgun, sunnu- dag. Um helgina verða riðin úrslit í flestum greinum en úrslit í nokkrum greinum fóru fram í gær. Mótið hófst síðastliðinn mánudag. Umfang þess eykst stöðugt og mótið stækkar ört frá ári til árs. Þannig voru alls 888 pör skráð til leiks í ár, en skráningarnar hafa aldrei verið fleiri. Mótinu lýkur á morgun með A-úrslitum í fjórgangi, fimmgangi og tölti. Allra síðasta greinin er A-úrslit í tölti T1 í meistaraflokki og er gert ráð fyrir að þau hefjist klukkan 20.15 um kvöldið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Keppt til úrslita um helgina Reykjavíkurmeistaramótinu í hestaíþróttum lýkur á morgun Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun að verðmæti 100.000 kr. 1263 1766 2959 4276 4945 4966 5191 6393 6431 7105 7968 10527 11375 11755 12833 12866 14166 14372 15033 15398 15915 16106 17686 18017 18376 19342 19422 20505 21353 22088 23668 24508 25554 25764 27117 27894 31764 32608 32907 33103 33458 33654 34014 35085 35540 37477 38302 40945 41188 41880 42355 45385 45823 46349 46470 47772 47840 48638 49605 49638 50389 50735 53322 54116 56169 57182 57525 59395 60597 61737 61791 63983 64460 65947 68510 69058 71882 72622 72848 74172 78195 80899 81281 81412 82084 82381 83137 84619 85003 85123 85291 85333 87908 89249 90349 94241 94633 99427 100140 100665 101661 101851 101916 102126 102414 102793 104823 105253 109262 109968 110196 112039 112757 115399 115598 116391 116688 117275 117399 117905 118793 119016 119753 122140 122654 123126 124870 125667 126000 126760 126972 128299 130084 130111 130661 131178 131454 133636 133708 136529 136732 138227 138288 138679 138811 140056 140409 142010 142021 143008 143987 144078 144086 144527 144681 145340 145761 147063 148052 148896 152604 154121 155982 156993 157186 158262 159274 B ir t án áb yr g› ar Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun að verðmæti 200.000 kr. 1785 2656 2677 2810 3701 5024 5452 6244 6981 8396 9261 10180 10625 11255 11260 11345 13097 13732 15597 15783 16578 18545 21773 24650 24968 27076 31987 32302 33898 33910 33946 33947 34179 34265 35323 35622 36654 37291 40187 40787 41001 41279 41478 41693 41743 42146 42230 42281 43391 43534 45398 48114 48939 49980 50162 50676 54689 54733 55817 56246 56945 59011 59616 60614 60716 61421 62045 62191 64430 65674 67152 68411 70355 73021 73890 74645 76232 76555 77840 77917 79833 82001 82166 83989 86613 88494 88815 89008 91371 92551 93456 95126 97215 99550 99692 101238 101750 104281 105665 105881 109399 110054 111762 112772 113197 114707 116872 117914 119086 119252 120985 121403 121521 122062 122376 125118 126161 128021 129136 134033 134835 137487 138819 139364 140586 141412 141774 142716 143348 145158 145572 146382 148879 149017 150227 150416 151711 154742 155243 159844 Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins Kia XCeed Plug-in Hybrid 4.790.777 kr. 15610 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti 1.000.000 kr. 2283 34326 143119 158018 VINNINGAR útdráttur 17. júní 2021 Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning. Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga þann 5. júlí nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.