Morgunblaðið - 19.06.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 19.06.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021 Fyrsta nýja sjónvarpsstöðin íBretlandi í nær aldarfjórð- ung, GB News, fór í loftið á dög- unum. Hún hefur vakið töluverða athygli þar í landi og hefur einnig orðið Sigurði Má Jónssyni blaða- manni tilefni pistla- skrifa á mbl.is. Þar bendir hann á að stöðin eigi meðal annars að vinna gegn útilok- unarmenningunni og styðja við tján- ingarfrelsið. Ekki kemur á óvart að vinstri menn telji sig þurfa að ráðast á stöðina og að nokkur fyrirtæki hafi ákveðið að auglýsa ekki þar af ótta við ofsa útilok- unarsinna á vinstri kantinum. - - - Í pistli um þetta víkur SigurðurMár að BBC og bendir á að þar hafi hvert hneykslið rekið annað, „og miklar efasemdir verið meðal Breta um að það sé rétt að halda úti starfsemi stöðvarinnar í núver- andi mynd. Stjórnendur hafa kom- ið og farið, rannsóknarskýrslur skrifaðar og reglur og þá sér- staklega siðareglur endurskoð- aðar. Óhætt er að segja að vin- sældir og áhrif BBC hafi minnkað verulega undanfarin ár. - - - Í kjölfar fjármálakreppunnarfyrir 12 árum var upplýst að á meðal æðstu stjórnenda BBC ríkti mikill lúxuslifnaður og þeir hikuðu ekki við að leigja einkaþotur og gista á glæsihótelum og gáfu hver öðrum gjafir, allt á kostnað rík- isins. Óhófið var afhjúpað í gögn- um sem lekið var til fjölmiðla en þar kom fram að flestir af 50 hæst- settu stjórnendum BBC höfðu margföld laun þingmanna. Fyrir og eftir þetta hefur hvert hneyksl- ið á fætur öðru dunið yfir fólk, nú síðast í kjölfar heimildarmynd- arinnar Diana: The Truth Behind the Interview sem var sýnd á Channel 4 síðasta haust.“ Sigurður Már Jónsson Umbrot í bresku sjónvarpi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Mér finnst einhvern veginn ekkert toppa Reykjavík þegar sólin skín og það er djass. Þá bragðast mat- urinn og bjórinn betur og allir eru bara glaðari, þetta eru einhverjir töfrar,“ segir Jakob Einar Jakobs- son, eigandi veitingastaðarins Jómfrúarinnar, léttur í bragði þar sem Jómfrúin keyrir í dag af stað sinn sívinsæla sumardjass sem fer fram á hverju sumri, núna í 27. skiptið. Faraldurinn setti strik í reikn- inginn seinasta sumar og var ekki hægt að halda sumardjass í ágúst- mánuði en þó gátu Reykvíkingar vel við unað og notið sumardjassins á Jómfrúartoginu í júní og júlí. Tónleikarnir fara fram á sama stað frá klukkan þrjú til fimm í dag þar sem Einar Scheving hefur leika með Afro-Cuban kvintett. „Núna mega 300 manns koma saman og við teljum að það dugi til þess að hafa einhverskonar brag á sumardjassinum sem er alltaf ákaf- lega vel sóttur,“ segir hann. Veðrið hefur ekki verið með besta móti að undanförnu en Jakob og fé- lagar láta það ekki á sig fá: „Við höfum alltaf miðað við það að ef hljóðfæraleikararnir fá ekki raf- lost af hljóðfærunum þá viljum við og þeir keyra prógrammið áfram.“ Töfrar í lofti þegar djassinn dunar - Sumardjass hefur göngu sína á ný á Jómfrúartorgi í 27. skipti í dag Morgunblaðið/Hari Sumardjass Á sumardjassi Jómfrú- arinnar er gleðin ávallt við völd. Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Hugverkastofa hefur hafnað kröfu LEX lögmannsstofu fyrir hönd Hót- el Keflavík ehf. um að skráning vörumerkisins BB Hotel – Keflavik Airport yrði felld úr gildi. Krafan byggði á því að til staðar væri hætta á ruglingi milli merkisins og merkis þess sem sendi inn kröfuna, sem er HÓTEL KEFLAVÍK. Í niðurstöðu Hugverkastofu segir að það sé mat Hugverkastofu að sameiginlegur hluti merkjanna sé veikur og í eðli sínu lýsandi fyrir um- rædda þjónustu og staðsetningu hennar og aðrir þættir í merki eig- anda voru taldir aðgreinanlegir frá merki Hótel Keflavíkur. Niðurstaða Hugverkastofu var því sú að heild- armynd merkjanna væri ekki það lík að ruglingi gæti valdið. Fram kemur í ákvörðun Hug- verkastofu að sameiginlegur hluti merkjanna þ.e. orðin „Hótel“ og „Keflavík“ séu í eðli sínu lýsandi fyr- ir þá þjónustu sem um ræðir og hvar hún er veitt. Um sé að ræða hótel, sem staðsett séu í Keflavík. Sameig- inlega hluta merkjanna skorti því sérkenni. Þrátt fyrir það sé það mat stofnunarinnar að merki eiganda vísi í raun til annarrar staðsetningar en merki beiðanda, þ.e. til Keflavík- urflugvallar en ekki Keflavíkur. Lögum um vörumerki var breytt þann 1. september 2020 og þann sama dag tók ný reglugerð um um- sóknir og skráningu vörumerkja gildi. Í ljósi þess að krafan um nið- urfellingu merkisins barst áður en ný löggjöf tók gildi, þá byggði form- leg yfirferð málsins og efnisleg ákvörðun á eldri laga- og reglugerð- arákvæðum. Kröfu Hótel Keflavíkur hafnað - Merki ekki talin það lík að það gæti valdið ruglingi Hugverkastofan Hugverkastofan hef- ur aðsetur við Engjateig í Reykjvík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.