Morgunblaðið - 19.06.2021, Qupperneq 22
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Áskrifendur að
íþróttastöðinni Stöð
2 Sport hafa aldrei
verið jafn margir og
nú. Evrópumeist-
aramótið í fótbolta
karla hófst á dögun-
um og hefur áskrif-
endum stöðvarinn-
ar fjölgað mikið síðan þá. Hægt er að
fá aðgang að EM-stöðinni með tvenn-
um hætti, með kaupum á Sportpakk-
anum eða EM-pakkanum. „Fyrir sölu
á EM höfðu aldrei í sögu Stöð 2 Sport
verið fleiri áskrifendur að stöðinni.
Svo bættist við mikill fjöldi áskrifenda
strax þegar Evrópumeistaramótið
hófst og á hverjum degi bætast fjöl-
margir nýir áskrifendur í þann hóp,“
segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri
Sýnar, í samtali við Morgunblaðið.
Áskrifendum Stöðvar 2 fjölgar
Hann bætir við að áskrifendur að
Stöð 2 hafi ekki verið fleiri í tæp tíu
ár. „Það kom talsverð aukning eftir að
við breyttum stöðinni í hreina áskrift-
arstöð og við sjáum frekari fjölgun út
árið, ef að líkum lætur. Sömu sögu er
að segja um efnisveituna Stöð 2+ en
þar hefur áskrifendum fjölgað gríð-
arlega mikið og hefur hún aldrei verið
stærri.“ logis@mbl.is
EM eykur
áskriftir
- Aldrei jafn margir
með Stöð 2 Sport
Áhorf Margir
horfa á EM.
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
TENGISTYKKIN
DVERGARNIR R
Skoð
ið nýj
u
heima
síðun
a
island
shus.i
s
FÁST Í BYGGINGA-VÖRUVERSLUNUM
Sérsmíðuð tengistykki á dvergana
léttir vinnuna – margar tegundir
19. júní 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.22
Sterlingspund 171.25
Kanadadalur 99.58
Dönsk króna 19.763
Norsk króna 14.519
Sænsk króna 14.51
Svissn. franki 134.89
Japanskt jen 1.1034
SDR 174.57
Evra 146.97
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.7866
Hrávöruverð
Gull 1806.75 ($/únsa)
Ál 2427.5 ($/tonn) LME
Hráolía 73.8 ($/fatið) Brent
« Hlutur ferða-
þjónustu í lands-
framleiðslu nam
3,9% árið 2020
samkvæmt bráða-
birgðaniðurstöðum
ferðaþjónustu-
reikninga, sam-
anborið við 8% ár-
ið 2019. Þetta
kemur fram á
heimasíðu Hag-
stofu Íslands.
Þar segir einnig
að heildarútgjöld ferðamanna á Íslandi,
íslenskra og erlendra, hafi numið 220
milljörðum króna árið 2020, og drógust
saman um 58% borið saman við árið
2019. Komum erlendra ferðamanna
hingað til lands fækkaði um 81% á
sama tímabili.
Heildarútgjöld íslenskra ferða-
manna námu 122 milljörðum króna og
drógust saman um 14% frá árinu 2019.
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna
námu um 56% af heildarútgjöldum
ferðamanna á Íslandi árið 2020, sam-
anborið við aðeins 27% af heildar-
útgjöldum ferðamanna árið 2019.
Heildarútgjöld erlendra ferðamanna
námu 98 milljörðum króna árið 2020
og drógust saman um 75% samanborið
við árið 2019.
Ferðaþjónustan 3,9% af
landsframleiðslu 2020
Frí heildarútgjöld
ferðamanna á Ís-
landi námu 220
milljörðum króna á
síðasta ári.
STUTT
BAKSVIÐ
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Uppsetning rafhleðslustöðva í fjöl-
býlishúsum hækkar fasteignaverð,
að mati Bjarna Gnýs Hjarðar, sér-
fræðings á byggingasviði hjá Eigna-
umsjón.
„Gott rafhleðslukerfi eykur virði
fasteigna og er kostur en ekki vand-
ræði. Því fyrr
sem það er gert
því betra. Þetta
er tækifæri til að
gera húsið verð-
mætara og auð-
seljanlegra,“ seg-
ir Bjarni.
Hann segir að
gríðarlegur fjöldi
fyrirspurna hafa
borist Eignaum-
sjón vegna ráð-
gjafar til fjölbýlshúsa um uppsetn-
ingu hleðslustöðva. „Við erum að sjá
verulega aukningu í fyrirspurnum. Í
apríl voru ein til tvær fyrirspurnir á
viku en nú eru þær ein til tvær á
dag. Húsfélagi hvers húss ber
skylda samkvæmt lögum til að hafa
framkvæmdaáætlun sem snýr að
uppbyggingu kerfis til hleðslu raf-
bíla,“ segir Bjarni og vísar í nýleg
lög sem segja til um það að ef einn
íbúi fjölbýlis óskar eftir aðstöðu fyr-
ir rafhleðslustöð þurfi húsfélagið að
búa til framkvæmdaáætlun og síðan
koma upp aðstöðu fyrir rafhleðslu-
stöð ekki seinna en tveimur árum
eftir gerð framkvæmdaráætlunar.
„Ef þetta er húsfélaginu ofviða er
hægt að fresta framkvæmdinni í allt
að tvö ár en það á ekki við nema í
undantekningartilfellum.“
Bjarna finnst sérstakt að þótt
þessi lög séu til staðar, þá sé að-
staða fyrir rafhleðslustöð ekki tekin
inn í fasteignamat. „Þetta er svolítið
sérstakt. Þetta er komið inn í lög en
ekki fasteignamatið. Það er algjör-
lega augljóst að þetta eykur verð-
mæti á markaði. Kaupendur hafa
áhuga á þessu og fasteignasalar
munu tilgreina þetta sem kost.“
Ómögulegt til lengri tíma
Bjarni segir að í meira en helm-
ingi tilfella sé nauðsynlegt fyrir fjöl-
býli að uppfæra heimtaug. „Í yfir
helmingi tilfella er viðeigandi að ná
sér í nýja heimtaug sem fyrst því
það er ekki rafmagn aflögu en það
getur líka verið hagkvæmara. Við
höfum dæmi um að það geti verið
hagkvæmara að fá nýja heimtaug en
að deila út rafmagni frá eldri heim-
taugum, þó það sé nóg rafmagn. Það
er kannski hægt að fæða eitthvað af
rafbílum með eldri heimtaug en til
lengri tíma er það ómögulegt því
heimtaugarnar duga oft ekki til þeg-
ar yfir helmingur af bílaeigninni er
rafbílar.“
Bjarni segir að kostnaður við
uppsetningu á nýrri heimtaug fari
mjög eftir aðstæðum en þó að öll
pappírsvinnan sé tiltölulega ódýr er
það framkvæmdin sem er dýrari.
Bjarni bætir við að það að skipta um
heimtaug sé sameiginlegt verkefni
allra íbúa fjölbýlis og segir það nán-
ast alltaf hagkvæmt að koma upp
aðstöðu fyrir hleðslustöðvar þó að
ekki eigi allir íbúar rafmagnsbíl eða
tengiltvinnbíl.
Flóðbylgja á leiðinni
„Þú leggur kannski út 100 þúsund
krónur og færð varla minna en
milljón til baka sem fasteignaeig-
andi, alveg sama hvort þú átt raf-
magnsbíl eða ekki.“
Bjarni telur líklegt að eftir þrjú
ár verði öll fjölbýli á höfuðborgar-
svæðinu komin með aðstöðu fyrir
uppsetningu rafhleðslustöðva.
„Þannig að það er flóðbylgja á leið-
inni.“
Rafhleðslustöðvar hafi já-
kvæð áhrif á fasteignaverð
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar
Fasteignir Húsfélagi ber skylda til að hafa framkvæmdaáætlun sem snýr að uppbyggingu hleðslustöðva.
- Eignaumsjón fær eina til tvær fyrirspurnir á dag - Kostur en ekki vandræði
Bjarni Gnýr
Hjarðar