Morgunblaðið - 19.06.2021, Side 25

Morgunblaðið - 19.06.2021, Side 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021 Framtíð íslensks sjávarútvegs og fiskeldis: Tækifæri og áskoranir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðar til ráðstefnu þriðjudaginn 22. júní kl. 13 um framtíð íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Ráðstefnan fer fram í Kaldalóni í Hörpu og er öllum opin. Á ráðstefnunni verður gerð grein fyrir nýlegri skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi og rætt um þau tækifæri og áskoranir sem blasa við. Dagskrá: • Opnun: Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra • Íslenskur sjávarútvegur og fiskeldi 2030 • Erindi: Sveinn Agnarsson, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ • Nýsköpun: Forsenda verðmætasköpunar til framtíðar • Erindi: Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim • Framtíðin: Tækifæri og áskoranir • Erindi: Dr. Gunnar Haraldsson, hagfræðingur og ráðgjafi • Pallborðsumræður: • Agnes Guðmundsdóttir, markaðs- og sölustjóri Icelandic Asia og formaður félags kvenna í sjávarútvegi • Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka • Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi • Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar Fundarstjórn: • Bergur Ebbi Benediktsson Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Nokkur tímamót urðu í Washington, höfuðborg Bandaríkj- anna, í gær, þegar Smithsonian-náttúrugripasafnið í borginni var opnað á ný fyrir gestum en safnið hafði þá verið lokað í 461 dag vegna kórónuveirufaraldursins. Talsverðar var- úðarráðstafanir eru gerðar í safninu til að uppfylla sóttvarna- kröfur. Þannig má aðeins um fjórðungur þeirra gesta, sem safnið getur tekið á móti, vera inni í byggingunni í einu og í takmarkaðan tíma. Gert er ráð fyrir að önnur söfn stofnunar- innar verði opnuð síðar í sumar. Náttúrugripasafn opnað á ný í Washington AFP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.