Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
Starfsemi Framkvæmdir standa yfir við byggingu höfuðstöðva Landsbankans í miðbænum.
Eggert
Nú þegar hillir und-
ir lok kjörtímabilsins
er ekki úr vegi að
staldra aðeins við og
líta um öxl áður en við
höldum inn í sumarið
og kosningabaráttu í
framhaldinu. Ríkis-
stjórnarsamstarfið
þótti frá upphafi
óvenjulegt langt út
fyrir landsteinana
enda ekki á hverjum degi sem
flokkar þvert á hið pólitíka litróf
taka höndum saman. Ástæðan var
einföld; endurteknar óvæntar kosn-
ingar 2016 og 2017 kölluðu á að
stjórnmálamenn hugsuðu í lausnum
og væru reiðubúnir að leggja tölu-
vert á sig til að mynda ríkisstjórn
sem gæti tekist á við þau krefjandi
uppbyggingarverkefni sem þurfti
að ráðast í fyrir samfélagið.
Að sjálfsögðu kallar slík breið
stjórn á annars konar nálgun en
ríkisstjórn flokka sem standa nærri
hver öðrum hugmyndafræðilega.
Hins vegar er það aldrei einfalt
verkefni að sitja í ríkisstjórn og
mestu skiptir að þar ráði traust og
heilindi för.
Fyrir okkur Vinstri-græn var
þetta ekki sjálfgefin ákvörðun en
yfirgnæfandi meirihluti félaga sam-
þykkti stjórnarsamstarfið vegna
þess málefnalega árangurs sem við
töldum það geta skilað fyrir sam-
félag okkar. Enda einkenndist kjör-
tímabilið af stórum framfaramálum.
Þar má nefna réttlátara tekju-
skattskerfi, aðgerðaáætlun í lofts-
lagsmálum, lækkun á kostnaði sjúk-
linga við heilbrigðisþjónustu,
uppbyggingu heilsugæslunnar, ný
upplýsingalög og lög
um vernd uppljóstrara,
hækkun barnabóta og
atvinnuleysisbóta, 18
friðlýst landsvæði,
dregið var úr skerð-
ingum í örorkukerfinu
og hækkað frítekju-
mark atvinnutekna
aldraðra. Fæðingar-
orlof var lengt úr níu
mánuðum í tólf og um-
gjörð þjónustu við
börn var umbylt til
hins betra. Almanna-
heillafélög búa nú við mun hagstæð-
ara skattaumhverfi og aukinn var
stuðningur við uppbyggingu á fé-
lagslegu húsnæði. Mikilvæg mann-
réttindamál voru samþykkt, þar á
meðal lög um kynrænt sjálfræði og
ný lög um þungunarrof sem styrkja
ákvörðunarrétt kvenna yfir eigin
líkama. Stjórnvöld gegndu lykilhlut-
verki þegar lífskjarasamningarnir
náðust en þeir hafa tryggt áfram-
haldandi kaupmáttaraukningu og
stöðugleika á vinnumarkaði.
Allt eru þetta framfaramál fyrir
samfélag okkar, mál sem miða að
því að auka velsæld okkar allra og
gera líf okkar allra sem hér búum
betra. Hugmyndafræði velsældar-
hagkerfa hefur verið okkar leiðar-
ljós þar sem við getum ekki mælt
árangur samfélagsins úr frá einföld-
um efnahagslegum mælikvörðum
heldur horfum á samfélagið í víðara
samhengi þar sem við metum fé-
lagslega, umhverfislega og efna-
hagslega þætti í samhengi. Í fjár-
málaáætlun höfum við lagt áherslu
á umbætur í tilteknum málaflokk-
um – til dæmis geðheilbrigðis-
málum þar sem við höfum aukið
framlög um rúman milljarð á kjör-
tímabilinu. Þar er hins vegar enn
mikið verk óunnið og því verða þau
áfram áherslumál. Annað verkefni
er aukið jafnvægi milli vinnu og
einkalífs. Þar munar mest um stytt-
ingu vinnuvikunnar sem er mikið
umbótamál, ekki síst fyrir vakta-
vinnufólk. Stytting vinnuvikunnar
er þannig mikilvægt skref til að
bæta stöðu stórra kvennastétta sem
eru meirihluti vaktavinnufólks.
En kjörtímabilið snerist ekki ein-
göngu um áherslumál þessarar
ríkisstjórnar. Á miðju kjör-
tímabilinu skall á heimsfaraldur
kórónuveiru. Hann yfirskyggði öll
önnur verkefni þar sem bæði þurfti
að bregðast við með sóttvarna-
ráðstöfunum og síðar bólusetningu
en einnig með markvissum efna-
hagslegum og félagslegum aðgerð-
um til að draga úr áhrifum farald-
ursins. Frá upphafi setti ríkis-
stjórnin sér skýr markmið. Að
vernda líf og heilsu fólks, lágmarka
samfélagsleg og efnahagsleg áhrif
faraldursins og leggja grunn að
tækifærum til framtíðar.
Stjórnvöld hafa í þessum efnum
notið þess að vinna með ómetanlegu
fagfólki og frábærum vísindamönn-
um. Allar ákvarðanir byggðust á
bestu þekkingu og gögnum en um
leið þeirri staðreynd að ekki var
hægt að vita allt um veiruna sem
hafði sett tilveru okkar allra á hlið-
ina. Árangur okkar Íslendinga á
þessu sviði er hins vegar fyrst og
fremst að þakka almenningi í land-
inu sem kynnti sér málin og tók
upplýstar og skynsamlegar ákvarð-
anir. Segja má að allir hafi þurft að
laga sig hratt að nýjum aðstæðum
og það gerðu allir; almannaþjón-
ustan og atvinnulífið umbyltu
starfsháttum og allir lögðu mikið á
sig til að ná þessum árangri.
Stjórnvöld ákváðu einnig frá upp-
hafi að beita fullum krafti ríkisfjár-
málanna til að lágmarka hin sam-
félagslegu og efnahagslegu áhrif. Of
langt mál væri að telja hér upp all-
ar aðgerðir ríkisstjórnarinnar en
allar snerust þær um að styðja við
almenning og atvinnulíf, tryggja af-
komu fólks og gera fyrirtækjum
það kleift að geta spyrnt hratt við
þegar faraldrinum linnti. Þá var
ráðist í aukna opinbera fjárfestingu
sem jókst um 19% á fyrsta fjórð-
ungi þessa árs og þess gætt að
tryggja fjölbreytni með því að
leggja aukna fjármuni í rannsóknir
og nýsköpun, grænar lausnir og
skapandi greinar auk þess að fjár-
festa í hefðbundnari innviðum;
byggingum og samgöngu-
mannvirkjum. Allt voru þetta þarf-
ar fjárfestingar sem munu skila
aukinni verðmætasköpun og fjöl-
breytni til lengri tíma og hjálpa
okkur að ná árangri í loftslags-
málum. Þessar fjárfestingar byggð-
ust á undirbúningi á fyrri hluta
kjörtímabilsins þannig að unnt var
að ganga hratt og örugglega til
verka.
Ekki leikur neinn vafi á því að
aðgerðir stjórnvalda hafa mildað
áhrif efnahagsáfallsins verulega.
Framundan er það verkefni að
fjölga störfum á ný svo draga megi
hratt og örugglega úr atvinnuleysi
en ríkisstjórnin hefur ráðist í um-
fangsmestu vinnumarkaðsaðgerðir í
seinni tíð með hlutabótaleiðinni,
menntunartækifærum og síðan
ráðningarstyrkjum. Alls hafa ríf-
lega 3.200 manns fengið vinnu í
gegnum átakið Hefjum störf og at-
vinnuleysi hefur minnkað jafnt og
þétt á árinu, var 12,8% í janúar en
var komið í 10% í maí og allt bendir
til þess að það fari áfram minnk-
andi.
Framundan blasa við stór verk-
efni og mikil tækifæri. Öllu mun
skipta hvernig við byggjum upp að
loknum heimsfaraldri. Þar höfum
við Vinstri-græn þá skýru sýn að
byggja áfram á þeim árangri sem
hefur náðst í uppbyggingu heil-
brigðis- og velferðarkerfis og
menntakerfis. Að halda áfram að
fjárfesta í fjölbreyttri atvinnusköp-
un sem mun skila samfélaginu okk-
ar auknum verðmætum og velsæld.
Við eigum að fjárfesta í grænum
lausnum og leggja okkar af mörk-
um í baráttunni við loftslagsvána.
Við eigum að tryggja réttlæti og
sjálfbærni í öllum þeim verkefnum
sem eru framundan.
Þegar litið er um öxl hefur kjör-
tímabilið verið álagspróf á íslenskt
samfélag og ber vitni um styrkleika
þess. Ríkisstjórnin hefur haft hags-
muni íslensks samfélags að leiðar-
ljósi og náð miklum árangri, hvort
sem litið er til þeirra verkefna sem
sett voru á dagskrá í upphafi kjör-
tímabils eða þeirra verkefna sem
skullu á okkur af fullum þunga með
heimsfaraldrinum. Ný verkefni
blasa nú við og ný tækifæri en eftir
erfiða tíma geta komið mikil fram-
faraskeið. Þá skiptir máli að hafa
stjórnmálafólk sem er reiðubúið að
leggja mikið á sig fyrir hag sam-
félagsins alls.
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur » Þegar litið er um öxl
hefur kjörtímabilið
verið álagspróf á ís-
lenskt samfélag og ber
vitni um styrkleika þess.
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er forsætisráðherra.
Fyrir samfélagið allt
Þegar hilla fór undir þinglok
blasti við flestum að frumvarp
umhverfisráðherra um stofnun
þjóðgarðs á hálendi Íslands
myndi daga uppi. Málið var illa
unnið í ósátt við sveitarfélögin
og átti ekki annað eftir en ein-
faldlega deyja.
Á síðustu stundu bárust þó
þær fregnir frá stjórnarflokk-
unum þremur á þingi að málinu
yrði haldið á lífi og nýtt frum-
varp lagt fram á næsta kjör-
tímabili. Hálendisþjóðgarðurinn eins og um-
hverfisráðherra sá hann fyrir sér yrði að
veruleika, bara á næsta kjörtímabili.
Til að friða einhverjar sálir innan veggja
ríkisstjórnarinnar var nokkrum setningum
skeytt inn í nefndarálit meirihlutans í um-
hverfis- og samgöngunefnd um að eitt og
annað skyldi skoðað í millitíðinni. Þegar bet-
ur var að gáð er ljóst að það eru allt álitamál
sem umhverfisráðherra hefur þegar skoðað
og tekið afstöðu til. Þessi nýja skoðun á
sömu atriðum er því aðeins til málamynda.
Skilaboð Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks til kjósenda sinna við þinglok eru
því þessi: Við ætlum að hjálpa umhverfis-
ráðherra Guðmundi Inga Guðbrandssyni og
Vinstri-grænum að stofnanavæða hálendið
og koma á þessum þjóðgarði. Okkur þykir
bara betra að gera það eftir kosningar því
við nennum ekki að útskýra fyrir kjósendum
okkar að við höfum raunverulega keypt ráð-
herrastólana þessu verði.
Það verður hreinlega ekki um villst hver
vilji sjálfstæðismanna og framsóknarmanna
er í þessum efnum því í nefndaráliti segja
þessir flokkar, í félagi við Vinstri-græna: „…
leggur meirihlutinn til að málinu verði vísað
til ríkisstjórnarinnar og umhverfis- og auð-
lindaráðherra verði falið að leggja fram nýtt
frumvarp um málið.“ Orðrétt.
Ef einhver velktist þó áfram í vafa um fyr-
irætlan Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks
og Vinstri-grænna í þessum efnum þá þarf
ekki að horfa lengra en til orða umhverfis-
ráðherra í umræðu um atkvæðagreiðsluna
þegar málinu var vísað til ríkis-
stjórnarinnar á lokadögum
þingsins: „En niðurstaðan, sem
vísunin er, til ríkisstjórnar, að í
henni felast samt sem áður skýr
skilaboð Alþingis til ríkis-
stjórnar og ráðherra um að
vinna að málinu áfram og leggja
fram frumvarp um hálendis-
þjóðgarð að nýju og þetta eru
mikilvæg skilaboð Alþingis til
framkvæmdavaldsins. Núna er
verkefnið að sameinast um að
ná meiri sátt um málið, koma
hálendisþjóðgarði á koppinn á næsta kjör-
tímabili.“ Þar kom það.
Það er því endanlega ljóst við hverju fólk
má búast ef Sjálfstæðisflokkur, Framsókn
og Vinstri-grænir halda ríkisstjórnarsam-
starfi sínu áfram: Stofnanavæðingu hálend-
isins; hálendisþjóðgarði í þeirri mynd sem
umhverfisráðherra hefur teiknað svo skýrt
upp.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
hafa því gefið upp boltann – þeir munu ekki
verða fyrirstaða í þeirri vegferð Vinstri-
grænna að leggja þriðjung landsins alls und-
ir þjóðgarð.
Það er auðvitað leitt að sjá að þessir tveir
öldungar í íslenskum stjórnmálum, Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn,
standi ekki traustari fótum en raun ber vitni
þegar kemur að stórum áhrifaríkum ákvörð-
unum sem varða hag lands og þjóðar um
ókomna tíð.
Eftir Bergþór Ólason
» „… leggur meirihlutinn til
að málinu verði vísað til rík-
isstjórnarinnar og umhverfis-
ráðherra verði falið að leggja
fram nýtt frumvarp um mál-
ið.“
Höfundur er þingmaður
Miðflokksins.
bergthorola@althingi.is
Hálendisþjóðgarður Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar
Bergþór Ólason