Morgunblaðið - 19.06.2021, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
Faxabraut 34c, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
OPIÐ HÚS
Mánudag 21. júní kl. 17:15 - 18:00
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Mjög vel staðsett 3 herbergja íbúð með sérinngangi á neðstu hæð
í fjölbýli. Birt stærð eignar er 72,1m2.
ATH: eigandi skoðar skipti.
Í
umræðu um notkun málfræðilegs kyns í íslensku takast á tvö sjón-
armið og má kalla fulltrúa þeirra breytingasinna og íhald. Íhaldið er
ánægt með íslenskuna með sínum þremur málfræðikynjum þar sem
karlkynið er kynhlutlaust (Allir velkomnir) auk þess sem það vísar til
karlkyns lífvera (hrútur) og nafnorða (stóll). Breytingasinnar telja að kyn-
hlutlaust karlkyn útiloki stóra hópa fólks, konur og einstaklinga sem sam-
sama sig ekki lífræðilegu karlkyni (þess vegna: Öll velkomin).
Hvernig gætu breytingar á málfræðikyni í íslensku orðið? Skoðum tvo
möguleika: leið 1 (bylting) og leið 2 (takmarkaðar breytingar). Í hinni bylt-
ingarkenndu leið 1 yrði stefnt að útrýmingu málfræðikyns í íslensku. Stóll
yrði ekki lengur karlkyns, tölva ekki kvenkyns og borð ekki hvorugkyns.
Málfræðikyn er samtvinnað beygingu og því yrði um að ræða byltingu í
beygingakerfinu. Útkoman
yrði allt öðruvísi íslenska.
Þó er óþarfi að fjölyrða um
þennan möguleika. Ekki er
hávær krafa um að afnema
alfarið málfræðilegt kyn
heldur er venjulega átt við
breytingar á málfræðikyni
sem vísar í lífverur.
Flestir breytingasinnar vilja þannig bara stíga skrefið til hálfs (leið 2, tak-
markaðar breytingar). Starfsheiti sem sýna kynferði eru talin óæskileg
(hjúkrunarkona og fóstra víkja fyrir hjúkrunarfræðingi og leikskólakenn-
ara); annars skal vísað til einstaklingsins sem gegnir starfinu eftir kyni (For-
sætisráðherra kom á fundinn. Hún sagði..). Þessar breytingar virðast í raun
þegar hafa verið samþykktar af mjög mörgum íslenskum málhöfum. Ýmsir
breytingasinnar vilja nota hvorugkyn sem kynhlutlaust málfræðikyn um lif-
andi verur, segja t.d. fólk í stað menn. Sum ganga lengra og nota þau í stað
þeir í kynhlutlausri merkingu o.fl. slíkt. En jafnvel þau hafa tæpast áhuga á
að útrýma málfræðilegu kyni í íslensku algerlega. Þetta „hálfvolga“ sjónar-
mið virðist áþekkt því að vilja sneiða hjá tökuorðum – en málið er þó ekki al-
veg svo einfalt.
Einn vandi við hálfvelgjuna er að ekki er ljóst hve víðtækar breytingarnar
eiga að verða? Á að segja Það er ekkert heima í stað Það er enginn heima? Á
að hætta að telja einn, tveir, þrír, fjórir og segja frekar eitt, tvö, þrjú, fjögur?
Hér er stórt spurt en fátt um svör en í bakgrunni er almennari spurning: Er
hægt að handstýra málbreytingum? Svarið er: já, enda hefur það verið gert –
en raunar með misjöfnum árangri. T.d. virðist útrýming þágufallshneigðar
hafa mistekist; kannanir sýna verulega útbreiðslu á henni langar á kostnað
hana langar. Samt er grundvallarmunur á hefðbundinni málstýringu og stýr-
ingu á notkun málfræðikyns. Í hefðbundinni málstýringu er stefnt að útrým-
ingu nýjunga (t.d. þágufallshneigð) en breytingar á málfræðikyni felast í
innleiðingu á nýjung (kynhlutlausu hvorugkyni). Það er miklu flóknari að-
gerð en breytingasinnar virðast almennt gera sér grein fyrir.
Kynleg sjónarmið
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
F
yrir u.þ.b. viku samþykkti Alþingi nokkur
frumvörp sem tengjast því barnaverkefni
sem Ásmundur Einar Daðason félags- og
barnamálaráðherra setti af stað í upphafi
ráðherraferils síns fyrir tæpum fjórum árum. Verk-
efni næstu ára er að hrinda þeim lögum í framkvæmd.
Og þar með að koma í framkvæmd mestu umbótum í
velferðarmálum á Íslandi frá því á fjórða áratug síð-
ustu aldar.
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þessu máli
frá upphafi. Greinarhöfundur kynntist Ásmundi Ein-
ari, sem þá var þingmaður VG, fyrir rúmum áratug á
heimili Ragnars Arnalds, fyrrverandi formanns Al-
þýðubandalagsins. Við þrír vorum að stilla saman
strengi okkar í þeirri baráttu sem þá var fram undan
um aðild Íslands að ESB. Nokkrum árum síðar kom
út bók mín Ómunatíð - saga um geðveiki. Þar er m.a.
fjallað um stöðu barna sem eiga foreldri sem þjáist af
geðveiki. Skömmu eftir útkomu hennar gaf Ásmundur
Einar mér til kynna að hann vissi hvað ég væri að tala
um en fór varlega í það.
Smátt og smátt áttaði ég mig á
að hann var eitt af þessum börn-
um sem fjallað var um í bókinni.
Enn liðu nokkur ár en dag einn
fyrir tæpum fjórum árum hringdi
Ásmundur Einar og sagði: „Ég er
að koma út af þingflokksfundi, ég verð ráðherra og ég
ætla að gera þetta,“ og dró upp í stórum dráttum
mynd af því barnaverkefni sem nú er að verða að
veruleika.
Hann var hins vegar ekki þá tilbúinn til að segja frá
því hver væri ráðandi þáttur í því en upplýsti það hins
vegar í samtali við Morgunblaðið seint á síðasta ári,
sem vakti þjóðarathygli.
Lífsreynsla ungs manns á barns- og unglingsárum
liggur að baki þeirri víðtæku umbótalöggjöf sem nú er
orðin að veruleika. Það eru sennilega ekki mörg mál á
Alþingi sem eiga sér slíka forsögu.
Athygli vakti fyrir nokkru, þegar síðasta könnun
um vinsældir ráðherra var birt, að Ásmundur Einar
skipaði næstefsta sætið á þeim lista, næstur á eftir
Katrínu Jakobsdóttur. Ekki er ólíklegt að barnaverk-
efni hans komi við sögu í mati þeirra sem spurðir
voru. Auðvitað gerir fólk sér grein fyrir hve stórt mál
er hér á ferð.
Hin víðtækari pólitísk áhrif þessa máls geta svo
orðið þau að Framsóknarflokkurinn nái því í fyrsta
sinn að festa sig í sessi sem þéttbýlisflokkur. Efnivið-
urinn er til staðar en það er spurning hvort flokkurinn
kann að notfæra sér tækifærið. Fyrsta skrefið hefur
þegar verið stigið, sem var að fá Ásmund Einar til að
skipta um kjördæmi og bjóða sig fram í Reykjavík.
Víðtæk pólitísk samstaða hefur verið á Alþingi um
barnaverkefni Ásmundar Einars og ekki ástæða til að
ætla að nokkur breyting verði á því.
Önnur tíðindi úr Framsóknarflokknum eru svo þau
að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, tal-
aði á flokksfundi fyrir skömmu á jákvæðum nótum
um framhald núverandi stjórnarsamstarfs. Það er at-
hyglisvert í ljósi þess að vísbendingar komu fram fyr-
ir allmörgum mánuðum um að Framsókn væri farin
að líta til vinstri. Vel má vera að þeir hafi ekki haft
erindi sem erfiði en hvað sem því líður er hin op-
inbera staða nú sú að það byggist á Katrínu Jak-
obsdóttur og VG hvort framhald verður á stjórn-
arsamstarfinu að kosningum loknum.
Það er augljóslega pólitískt erfitt fyrir Katrínu á
vinstri kantinum að halda þessu samstarfi áfram en
það bætti ekki stöðuna að hálendisfrumvarpið náði
ekki fram að ganga.
Vinstriflokkarnir hafa engan einkarétt á náttúru-
vernd. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
í sextíu ár getað gert tilkall til for-
ystu í þeim málum vegna forystu
Birgis Kjarans í þeim málaflokki
en ekki kunnað að notfæra sér
það.
Nú getur óskiljanleg þröngsýni vegna hálend-
isfrumvarpsins orðið til þess að það verði mynduð
ríkisstjórn á vinstri kantinum eftir kosningar. Og enn
er verið að tala um vegagerð yfir hálendið. Þeim mál-
um fjölgar sem geta kallað fram pólitíska uppreisn í
landinu.
Ein setning heyrist æ oftar: „Þetta er ekki flokk-
urinn sem ég gekk í.“ Þetta er hættuleg setning og
getur haft víðtækar afleiðingar.
Svo er afstaða sem getur verið varasöm og hún er
á þessa leið: „Hvaða bull er þetta í þér. Auðvitað
heldur VG áfram. Þetta er langbezti kosturinn fyrir
þá.“ Þannig tala þeir sem þjást af tilætlunarsemi.
Þeim sem hafa lengi verið við völd er hættara en öðr-
um við að verða fórnarlömb eigin tilætlunarsemi.
Þetta á bæði við um flokka og ættarveldi.
En kannski er það tákn um breytta tíma að fjósa-
maður úr Dölum verði ráðherra og hafi forystu um
einhverjar mestu þjóðfélagsumbætur á Íslandi í ára-
tugi vegna erfiðrar lífsreynslu hans í æsku.
Og kannski byggjum við í betra samfélagi ef fleiri
ráðherrar – og þeir eru fleiri í gegnum tíðina – hefðu
ákveðið að gera það sama.
Jafnframt er ástæða til að óska barnamálaráðherr-
anum til hamingju með þennan áfanga. Sigur er ekki
unninn, þótt áfanga sé náð, og óneitanlega væri
skemmtilegt og bezt ef ráðherrann fengi tækifæri til
að fylgja málinu eftir.
Tíminn leiðir það í ljós.
En nú er að vaxa úr grasi ný kynslóð barna sem
sér fram á betri framtíð en ella hefði orðið.
Mestu umbætur
í velferðarmálum í áratugi
Nýjar kynslóðir barna sjá
fram á betri framtíð.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Iðulega skilja fallnir óvinir frelsisinseftir sig stórhýsi, sem sjálfsagt er
að nýta. Eftir fall kommúnismans í
Póllandi var kauphöll hýst í fyrrver-
andi bækistöðvum kommúnista-
flokksins. Ég býð stundum til útgáfu-
hófa í Rúblunni á Laugavegi 18. Og
nú á dögunum kenndi ég á sum-
arskóla tveggja evrópskra frjáls-
hyggjustofnana, sem haldinn var í
Escorial-höll nálægt Madrid. Filippus
II. lauk við smíði hallarinnar 1584,
sama ár og Guðbrandur biskup gaf út
biblíu sína. Hún er ekki aðeins kon-
ungshöll og raunar stærsta hús heims
á sinni tíð, heldur líka klaustur, bóka-
safn, kirkja og grafhýsi.
Segja má, að ein rótin að þjóðlegri,
borgaralegri frjálshyggju í Evrópu
liggi í uppreisninni, sem íbúar Nið-
urlanda hófu 1566 gegn ofríki Filipp-
usar hallarsmiðs, en norðurhluti Nið-
urlanda (sem við nefnum oftast eftir
einu héraðinu, Hollandi) öðlaðist loks
viðurkenningu sem sjálfstætt ríki
1648. Spánn hélt um skeið eftir suður-
hlutanum, þar sem nú eru Belgía og
Lúxemborg.
Í erindi mínu 14. júní kvað ég
frjálshyggjumenn og íhaldsmenn eiga
margt sameiginlegt, en tvennt skildi:
Frjálshyggjumenn tryðu því, að
framfarir væru mögulegar (til dæmis
bætt lífskjör, hreinna umhverfi,
greiðari samgöngur, minni barna-
dauði, fátíðari sjúkdómar, auknar lífs-
líkur). Enn fremur tryðu þeir því, að
frelsið gæti að lokum orðið sameign
allra jarðarbúa, þótt vissulega yrði
hin nauðsynlega gagnkvæma aðlögun
borgaranna til í langri sögulegri þró-
un. Hreinir íhaldsmenn væru hins
vegar iðulega hræddir við breytingar
og vildu reisa múra milli þjóða.
Í erindi mínu 18. júní sagði ég
stuttlega frá nýútkominni bók minni
um tuttugu og fjóra stjórnmálahugs-
uði, allt frá Snorra Sturlusyni og heil-
ögum Tómasi af Akvínas til Miltons
Friedmans og Roberts Nozicks. Ég
tók boðskap frjálslyndra íhaldsmanna
eins og mín saman í þremur orðum:
viðskiptafrelsi, einkaeignarrétti og
valddreifingu. Skemmtilegt var að
heyra þessi orð hljóma um sal-
arkynnin í Escorial.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Í Escorial-höll
Atvinna