Morgunblaðið - 19.06.2021, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.06.2021, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021 BÍLABÚÐ BENNA KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is Bílasala Suðurnesja Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Ib bílar Selfoss Fossnes A Sími: 480 8080 Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 SPENNAN LOSNAR NÝ MOKKA–E – 100% RAFBÍLL MOKKA-E Verð: 4.590.000 kr. B irt m e ð fy rirv ara u m m y n d - o g te x tab re n g l. Til að borgarlínan geti keppt um fólks- flutninga við einkabíl- inn skal setja hana á sérakreinar í miðju vegar og tefja alla aðra bíla. Þetta er þó ekki nóg. Reykjavík skal vera byggð upp af 15 mínútna „græn- um“ hverfum með allri þjónustu og þar dvelji íbúarnir milli þess sem þeir sækja vinnu í mið- borginni. Þannig á að endurheimta lífshætti fólks sem voru fyrir nokkrum áratugum, skapa „retró“ Reykjavík. Út fyrir sitt hverfi mega þeir helst ekki fara á eigin bíl. Þar skulu taka við umferðar- tafir, engin bílastæði finnast á áfangastað og eigi þeir leið um miðbæjarsvæðið skulu þeir greiða umferðargjöld. Þjónustan sem boðið er upp á innan hverfanna skal líka vera það fjölbreytt að íbúarnir þurfi ekkert að leita út fyrir sitt hverfi utan vinnutíma. Gengur þetta upp? En er það nóg að setja verslunarrými í einhver miðlæg hús hverfanna og gott kaffihús við hliðina? Nei, ef verslunin á að lifa þar verður hún að geta keppt við stórmarkaðina sem bjóða vöruúr- val og meiri samþjöppun fjöl- breyttra verslana undir sama þaki. Jafnvel í tiltölulega stórum hverfum sér maður að versl- anirnar eru oftast litlar og með áherslu á góðgæti og skyndibita en takmarkað úrval dagvöru og verðlag töluvert hærra en í stór- mörkuðum. Við höfum séð þá þróun verða á undanförnum áratugum að fólk fer til vinnu sinnar í bíl og kemur við í stórmarkaði í bakaleiðinni til að gera innkaup dagsins. Mun það þá ekki gerast fyrir þá sem þurfa að taka borgarlínuna til vinnu að þeir taka hana aftur heim, ná í bílinn og aka síðan erinda sinna sem áð- ur, skutla börnum, fara í stór- markað, heimsækja aldraða for- eldra og svo framvegis? Leiðakerfi borgarlínu er ekki fyrir slíkar ferðir. Glansmyndir þær sem okk- ur eru sýndar af nýjum hverfum bera heldur ekki með sér að næg bílastæði verði við verslanir. Bíla- stæðin verða áfram við stórmarkaðina og fólki finnst betra að hafa bíl til að flytja þunga innkaupapoka, þótt stutt sé farið. Ferðum og ferðatím- um einfaldlega fjölg- ar. Til að þessar geymslur fyrir vinnu- afl miðborgarinnar geti verið sem næst henni stendur víst líka til að skófla verk- stæðum og slíkum rekstri út í byggðajaðar svo hin nýju hverfi geti tekið plássið yfir. Eitthvað kostar það. Akstur til og frá þessari þjónustu lengist og umferð frá Gullinbrú upp á Vest- urlandsveg verður of mikil. Virð- ingin gagnvart fólki og fyrir- tækjum þess mætti vera meiri. Að dreifa vöru til stórmarkaða í tafalítilli umferð er lítið mál. Að dreifa henni í smáverslanir út um allt höfuðborgarsvæðið í hálf- kæfðri umferð kostar miklu lengri tíma, fyrirhöfn og stærri sendi- bílaflota. Maður á sendibíl fer um 30 ferðir á dag til viðbótar einka- erindum á eigin bíl. Þessi og önn- ur áhrif á atvinnulífið geta orðið alvarleg. Það er erfitt að sjá að jafnvel þreföldun á fjölda íbúa á hektara nægi til að hverfaverslanir geti keppt við stórmarkaði. Þó skal stefnt að þéttingu byggðar og það í þágu loftslagsmála. Erlendis er talið að slíkar ráðstafanir séu ein- hver dýrasti sparnaður á mengun andrúmslofts sem völ er á. Verja á beint hátt í 100 milljörðum króna í borgarlínu og síðan bæði sóa tíma fólks og hækka verð íbúða þeirra. Saman lagt má þarna tala um margra tuga eða hundrað milljarða kostnað árlega. Sjá menn raunverulega enga betri leið til að vinna í þágu loftslags- mála? Slíkar leiðir eru þó til. Stundum er í þessu samhengi minnst á heimsmarkmið Samein- uðu þjóðanna. Samþykkt þeirra var á sínum tíma talin viðurkenn- ing á þeirri staðreynd, að ef ár- angur á að nást í lofslagsmálum verða þjóðir heims að fylgjast að, þar á meðal fátækari ríkin. Ár- angur næst einfaldlega ekki í loftslagsmálum nema lyfta fyrst lífskjörum í þessum ríkjum upp í eitthvað sem er farið að nálgast okkar lífskjör hér. Þar er verk að vinna. Íslendingar hafa getið sér gott orð fyrir störf sín að þróun- arhjálp innan þess sem nefnt er „bláa hagkerfið“, en það eru ríki sem eru að einhverju eða öllu leyti háð fiskveiðum. Þessi hópur þjóða nýtur sérstakrar athygli bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðabankanum sem leggja viðbótarfjármagn til verkefna sem þar eru unnin. Þau verkefni er gjarnan unnin af fyrirtækjum í einkageiranum frá ríkari lönd- um með stuðningi sinna ríkis- stjórna. Það má á þessu sviði takast á við stór verkefni og gera mikið gagn fyrir tiltölulega lítið fjárframlag. Á þessu sviði erum við Íslendingar betur færir en flestir aðrir um að láta til okkar taka svo mikið gagn verði að. Hugsi menn um loftslag er pen- ingum betur varið þarna en í borgarlínu. Fjárfesting í borgarlínu, ásamt afleiddum félagslegum kostnaði fyrir þjóðina vegna hennar og þéttingar byggðar, getur fljót- lega farið að draga úr hagvexti landsins. Reykjavík getur sjálf farið að hrörna ef önnur sveit- arfélög á svæðinu ná að soga til sín rjómann af fyrirtækjum og útsvarsgreiðendum borgarinnar. Samkeppni milli sveitarfélaganna er mikil þótt þau geti sameinast um að kreista fé út úr ríkinu. Að endurheimta retró Reykjavík með borgarlínu sem hryggjar- stykki virðist þannig vera verk- efni sem er allt að því dæmt til að misheppnast. Retró Reykjavík, virkar sú hugmynd? Eftir Elías Elíasson » Fjárfesting í borg- arlínu, ásamt af- leiddum félagslegum kostnaði fyrir þjóðina vegna hennar og þétt- ingar byggðar, getur fljótlega farið að draga úr hagvexti landsins. Elías Elíasson Höfundur er verkfræðingur. eliasbe@simnet.is Tvær mektarkonur, talskonur eldri borg- ara, hafa boðið sig fram til þings en því miður sýnast þær ekki munu hljóti brautar- gengi, því er verr. Þær eru Þórunn Svein- bjarnardóttir, fv. for- maður landssambands eldri borgara, LEB, og Ingibjörg H. Sverrisdóttir, formaður félags eldri borgara, FEB. Þórunn fór í framboð fyrir Framsókn þar sem situr svik- ull formaður en Ingibjörg bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem er engu skárri formaður og svikull gagnvart eldri borgurum og sýnir hvernig fólk í þeim flokki hugsar yfirleitt til eldri borgara þar, sem sýnist að Ingibjörg fái ekki mikið brautargengi. Ég hélt reynd- ar, sem er önnur saga, að Ingibjörg væri að hallast að Miðflokknum eftir mjög svo skelegga framkomu henn- ar með miðflokksþingmönnum í orkupakka 3-málinu, þar sem sjálf- stæðismenn kusu að afhenda ESB, þeirri örmu stofnun, auðlindir Ís- lands. Miðflokkurinn, undir forystu þess ágæta manns Sigmundar Davíðs, sem aftur á móti er ekki reyndur að svikum, hefði tekið fúslega á móti baráttukonu fyrir málefnum eldri borgara. Eitt verð ég að benda ágætri Þórunni á, sem mikla áherslu hefur lagt á uppbyggingu sjúkra- heimila, sem er auðvitað hið besta mál en þó ekki alveg aðalatriðið heldur hvernig Bjarni fjármála- ráðherra heldur ellilífeyrisþegum í þúsundatali svo illa höldnum fjár- hagslega að þetta fólk á sér ekkert líf. Hver vill lifa á strípuðum 260 þúsund krónum á mánuði frá Trygg- ingastofnun? Í mörgum tilfellum vill þetta fólk búa sem lengst heima hjá sér, með þá einhverri heimilishjálp, en sér sér ekki fært peningalega og fer þá gegn vilja á sjúkraheimili til að forðast peningaáhyggjur. Það má flokka ellilífeyrisþega í þrennt: Í fyrsta lagi opinbera starfs- menn, sem fá góðar greiðslur úr líf- eyrissjóðum auk bóta frá Trygg- ingastofnun og hafa það nokkuð gott. Í öðru lagi menn úr iðnaðargeir- anum með þokkalegar eftirlaunagreiðslur og hafa það bara nokkuð í lagi. Í síðasta lagi er svo fólkið sem lifir við sult og seyru á stríp- uðum bótum frá Trygg- ingastofnun eða 260 þúsund krónum á mán- uði eins og fyrr segir. Ég fullyrði að enginn vandi væri að leysa mál þeirra verst settu ef illvilji Bjarna fjármála- ráðherra stæði ekki þar í vegi. Gamla máltækið „búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ er orðið hjóm eitt í hans huga. Þriðja konan, sem hafði erindi sem erfiði, er Ingibjörg Ísaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri, sem leiðir lista Framsóknar í NA-kjördæmi og Ásmundur Einar barnamálaráð- herra skipaði til að leiða vinnuhóp í málefnum aldraðra og vonandi að hún standi sig betur á þeim vett- vangi en hún hefur t.d. staðið sig í húsnæðismálum hjá eldriborg- arafélagi Akureyrar, EBAK. Ekki er vitað til að Ingibjörg hafi beitt sér eða talað fyrir stækkun á allt of litlu húsnæði í Bugðusíðu, sem er til há- borinnar skammar fyrir bæjar- stjórnina að bjóða 1.800 manna EBAK upp á til funda og annars samkomuhalds. Ingibjörg þessi er samt sögð hafa komið verulega að málum við uppbyggingu Listasafns- ins á Akureyri í gamla Mjólkur- samlagshúsinu, sem fór hálfan millj- arð fram úr áætlun, nokkuð vel að verki staðið, en þar virðist ekki hafa vantað peninga, fyrir svo utan það að mál margra er að allt öðruvísi hefði verið hægt að standa að mál- um. Eftir Hjörleif Hallgríms Hjörleifur Hallgríms » Það er alltaf sama sagan; ólíkt hefst fólk að, ekki síst þegar eldri borgarar eiga í hlut. Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Baráttukonur fyrir málefnum eldri borgara í framboð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.