Morgunblaðið - 19.06.2021, Page 32

Morgunblaðið - 19.06.2021, Page 32
Eldgos í miðjum jarðvangi Ein táknrænasta mynd dagsins er af eldgosi í miðjum jarðvangi. Eldgosið í Geld- ingadölum braust upp í miðjum Reykjanes jarðvangi og staðfestir grundvöllinn að tilvist hans. Þeir jarðfræðilegu atburðir sem hafa staðið yfir frá byrjun árs 2020, fyrst með jarðskjálftum í nágrenni Grindavíkur og síðan með öfl- ugri jarðskjálftahrinu í byrjun árs 2021, sem endaði með því að eldgos braust upp í Geldingadölum við Fagradalsfjall, eru lifandi skýring á því hver er forsenda Reykjanes jarðvangs. Enda er eldgosið og það hraun sem frá því flæðir nánast í miðjum jarðvanginum. Undirbúningur að stofnun Reykjanes jarðvangs hófst árið 2012 en Reykjanes Geopark fékk alþjóðlega vottun og aðild að samtökunum European Geoparks Network árið 2015. Fyrrnefnd samtök eru samtök svæða sem þykja jarðfræðilega merkileg og njóta þau stuðnings UNESCO, Mennta-, menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Reykjanes Unesco Geopark nær yfir öll sveitarfélögin á Reykjanesi og er hann 829 km2 að stærð. Að jarðvanginum standa öll sveitarfélögin fjögur, Heklan – atvinnuþró- unarfélag Suðurnesja, Bláa Lónið, HS Orka, Þekkingarsetur Suðurnesja, Keilir – miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs og Ferðamálasamtök Reykjaness. Jarðvangurinn nær yfir jarðmyndanir á svæðinu, sem grundvallast af Atlantshafs- hryggnum sem kemur á land við Reykja- nesið og hefur Brú milli heimsálfa sem táknmynd. Reykjanes jarðvangur er vott- aður af UNESCO, hefur hið alþjóðlega heiti Reykjanes UNESCO Global Geopark og á aðild að evrópskum og alþjóðlegum sam- tökum jarðvanga, sem eru víða um heiminn. Á Íslandi eru tveir viðurkenndir jarð- vangar, auk Reykjanes jarðvangs er Kötlu jarðvangur á Suðurlandi. Innan Reykjanes jarðvangs eru margar jarðmyndanir, margskonar jarðfræðileg fyr- irbæri svo sem jarðhiti sem er nýttur í þágu samfélaganna á svæðinu og til margs konar atvinnustarfsemi. Mannlíf og atvinnu- líf hefur í gegnum tíðina mótast af tilver- unni á svæðinu og nálægðinni við náttúruna og náttúruöflin og svo mætti lengi telja. Þá má nefna að það er líklega eins- dæmi á heimsvísu að alþjóða- flugvöllur heillar þjóðar sé stað- settur innan jarðvangs og að í næsta nágrenni hans standi yfir eldgos, án þess að það ógni um- svifum og starfsemi flugvall- arins. Landsvæðið innan jarð- vangsins er fjölbreytt að grunni til, til dæmis annars vegar virkt jarðskjálftasvæði með eldvirkni austan til og hins vegar svæði með mun eldri jarðlögum og sem er óvirkt vestan og norðan til. Sem dæmi er flugvöllurinn ekki staðsettur á virku jarðskjálftasvæði eða svæði þar sem líkur eru á að eldgos brjótist upp. Það er full ástæða til þess að vekja at- hygli á framangreindum staðreyndum og því sérstaklega að eldgosið og öll atburða- rásin í tengslum við það á sér stað nánast í miðjum Reykjanes jarðvangi. Jarðvang- urinn hefur unnið að því að endurnýja gestastofu í DUUS húsum í Reykjanesbæ, þar sem eru upplýsingar og fræðsla um jarðvanginn. Þá hefur stjórn Reykjanes jarðvangs ákveðið að byggja einnig upp gestastofu og upplýsingamiðstöð í Grinda- vík, í samstarfi við Grindavíkurbæ, þar sem verða ýmsar upplýsingar og fræðsla um jarðvanginn, jarðsöguna og þá mögnuðu jarðfræði sem liggur að baki. Þannig hafi þeir gestir sem heimsækja gossvæðið, ganga að því og upplifa það, tækifæri til þess að kynna sér hvað liggur að baki slík- um atburðum sem eldgos eru. Það er ein- mitt eitt af lykilhlutverkum jarðvanga að veita fræðslu og upplýsingar. Reykjanes jarðvangur hefur staðið vel að þeim málum og það er ein af forsendum þess að UNESCO hefur veitt jarðvanginum al- þjóðlega vottun sem UNESCO Global Geopark. Eftir Magnús Stefánsson » Jarðvangurinn nær yfir jarðmyndanir á svæðinu, sem grundvallast af Atlants- hafshryggnum sem kemur á land við Reykjanesið. Höfundur er bæjarstjóri og formaður stjórnar Reykjanes jarðvangs/Reykjanes UNESCO Glo- bal Geopark. magnus@sudurnesjabaer.is Magnús Stefánsson 32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021 Bankamennska er „fag“, hvorki list né vísindi. Fag- mennska er eingöngu byggð upp með starfsreynslu, menntun er góð en ekki nóg. „Ævintýri gerast oft í við- skiptalífinu, en varfærni, mér liggur við að segja uppburð- arleysi“ er hlutskipti banka- mannsins“ sagði Walter Bag- hot, ritstjóri The Economist, fyrir löngu. Hvað átti hann við? Bankar starfa á ábyrgð hluthafa sinna, sem leggja þeim til eigið fé sitt, áhættufé, og vænta ávöxtunar, en ekki þess að tapa fé sínu. Bankar taka við innlánum, sparifé almennings, þ.m.t. aldraðra, öryrkja, barna, ekkna og munaðarleysingja, sem engar forsendur hafa til að taka og meta áhættu. Innlán eiga að vera og verða að vera áhættulaus. Til að svo sé þarf bank- inn að taka öruggar tryggingar fyrir lán- um, veð í auðseljanlegum eignum. Engin leið er að dreifa útlánaáhættu þannig að bankar geti borið hana án þessa. Hið op- inbera setur innlánsstofnunum ítarlegar reglur, svo þær haldi sig „á beinu braut- inni“, því ef illa fer verður ríkið að stíga inn í. Í fyrsta lagi til að stórir hópar, sem í góðri trú og trausti þess að bankinn sé rekinn faglega, lögðu inn sparifé sitt tapi því ekki og í öðru lagi vegna þess að bankar hafa greiðslumiðlunina á hendi. Ef hún stöðvast getur hagkerfið hrokkið í erfiðan „bakkgír“ og fallið saman á stutt- um tíma. Þess vegna stígur ríkið inn í „bankahrun“. Stjórnandi í banka, fjár- málaverkfræðingur eða MBA, sem settur er í starf bankastjóra, en hefur aldrei unnið í banka, hefur ekki þessa varfærni og „uppburðarleysi“ sem fagmennsku fylgir. Hann vill lifa sitt „ævintýri“ í við- skiptalífinu, en það verður þá líklega „ævintýramennska“. Bankastjóri verður að hafa starfað nógu lengi í banka til að hafa þurft að þrauka í gegnum eina efnahagslægð, með öllum sínum erfiðleikum, afskriftum og útlánatöpum. Margir halda að það sé „dans á rósum“ að vera bankastjóri. Þá er hugsað til valda, virðingar og góðra starfskjara, auk þess að geta „rétt hinum hungruðu brauð“, þ.e. veitt lán og upp- skorið þakklæti. Þetta er bara „önnur hliðin á peningnum“. Hin hliðin er sú að banki þarf að endur- heimta lán sem fara í vanskil. Hann þarf þá að nota þær tryggingar sem hann tók við lánveitinguna. Þá kemur sér vel að hafa vandað til verka í upp- hafi. Það er hluti af starfi bankastjóra að ákveða að ganga að veðum. Það má líka orða þannig að það sé hluti af starfi hans að taka heimili af fjöl- skyldum og taka fyrirtæki af hluthöfum. Það er óskemmti- legt. Þeir sem lenda í vanskilum eru alltaf ósammála bankanum að þess þurfi, þeir vilja enn lengri frest og enn meiri lán. „Í upphafi skyldi end(ir)inn skoða“ er sagt. Útlánatöpin verða til við lánveitinguna. Bankastjóri á að hafa og verður að hafa „sára reynslu“ eftir efnahagslægð. Hann verður að hafa haft miklar áhyggjur af bankanum í fyrra starfi fyrir bankann og sinni eigin framtíð. Þess vegna eru menn hvergi í veröldinni, nema á Íslandi, ráðnir í stöðu æðsta stjórnanda í banka nema vera „varfærnir, mér liggur við að segja upp- burðarlausir“ í lánamálum. Vogunarsjóðir hafa sérfróða menn á öðru sviði: Þeir kaupa fyrirtæki oft „til niður- rifs“ og er þá líkt við „hrægamma“. Gamm- ar gera vissulega gagn þar sem eru hræ. Hitt er verra þegar þeir leggjast á það sem lifir og er lífvænlegt og mikils virði fyrir samfélagið. Ég hef haldið þeirri skoðun á lofti að þar sem bankar fara með sparifé almennings og reka ómissandi innviði, greiðslumiðlunina, beri að líta á þá sem „hálfopinberar“ stofnanir samfélags. Heppilegt sé að ríkið eigi 34-40%, al- mannasjóðir s.s. lífeyrissjóðir tryggi meiri- hluta í eigu almennings, en einkaaðilar geti átt mest 49%.Aðeins þannig sé tryggt að sparifé almennings verði tekið ekki traustataki, eins og gerðist á bóluárunum eftir aldamótin. Þetta er enn mögulegt. Um varfærni og upp- burðarleysi bankastjóra Eftir Ragnar Önundarson Ragnar Önundarson »Heppilegt sé að ríkið eigi 34-40%, almannasjóðir, s.s. lífeyrissjóðir, tryggi meirihluta í eigu almennings, en einkaað- ilar geti átt mest 49%. Höfundur er fv. bankastjóri. WWW.ASWEGROW.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.