Morgunblaðið - 19.06.2021, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
✝
Kristín Ragn-
hildur Daníels-
dóttir var fædd 10.
júní 1928 á Upp-
sölum, Súðavík-
urhreppi. Hún lést
á Sjúkrahúsinu á
Ísafirði 8. júní
2021.
Foreldrar Krist-
ínar voru Soffía
Magdalena Helga-
dóttir, f. 1910, d.
1986 og Daníel Rögnvaldsson, f.
1902, d. 1974. Systkini Kristínar
voru Halldóra, f. 1929, d. 2010 og
Haukur Sigurður, f. 1932, d.
2000.
Þann 27. mars 1948 giftist
Kristín, sem kölluð var Adda,
Engilbert Sumarliða Ingvars-
syni, bónda og bókbindara á Tir-
ðilmýri, f. 28. apríl 1927. Börn
þeirra eru: 1. Grettir, f. 1948, d.
2015. Eiginkona hans var Krist-
ina Karlsson. Synir þeirra eru: a)
Sæmundur Jóhann, b) Einar
Snorri og c) Kolbeinn Ari. 2.
Daníel, f. 1950. Synir hans eru: a)
Valur Bjartmar, synir Vals eru
Daníel Bjartmar og Alexander,
b) Auðun, eiginkona Ruth Mar-
grét Friðriksdóttir, c) Grímur. 3.
Ingvar, f. 1952, kvæntur Sigrúnu
Huldu Steingrímsdóttur. Börn
þeirra eru: a) Halla, b) Engilbert,
olai og Christopher Jóhann.
Adda ólst upp í Súðavík og á
Ísafirði. Að þeirrar tíðar hætti
vann hún frá tíu ára aldri við að
gæta barna og við ýmis bústörf.
Adda lauk hárgreiðslunámi með
meistararéttindi á Ísafirði 1947
og stundaði þar hárgreiðslu-
störf. Árið 1953 fluttu þau Eng-
ilbert á eyðijörðina Tirðilmýri
og byggðu hana upp. Auk þess
að sinna uppeldi sjö barna og
vinna venjuleg húsmóðurstörf
var Adda oft í útiverkum. Þau
Engilbert bjuggu á Tirðilmýri
til 1987 er þau fluttu til Hólma-
víkur. Þar starfaði Adda hjá
Kaupfélagi Steingrímsfjarðar,
var virk í kvenfélaginu Glæðum
og söng í kirkjukórnum, en hún
hafði yndi af tónlist. Á yngri ár-
um söng hún með Sunnukórnum
á Ísafirði og naut þá tilsagnar í
söng. Á árunum 2007 til 2012
gerðu Adda og Engilbert upp
bæinn Lyngholt á Snæfjalla-
strönd þar sem foreldrar Eng-
ilberts bjuggu og hafa dvalið
þar á hverju sumri síðan. Adda
og Engilbert fluttu til Ísafjarðar
árið 2014, í eigin íbúð á Hlíf II.
Minningarathöfn um Öddu
verður í Ísafjarðarkirkju laug-
ardaginn 19. júní 2021, kl. 15:30.
Útför hennar fer fram frá Un-
aðsdalskirkju sunnudaginn 20.
júní 2021, kl. 14.
Streymt verður frá útförinni.
Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/3dntnnrf/.
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat/.
eiginkona Aðalbjörg
Rósa Sigurð-
ardóttir, börn þeirra
eru Sigrún María,
Soffía Sunna, Krist-
björg Hekla og Ingv-
ar Emil, c) Adda
Soffía, sambýlis-
maður hennar er
Heiðmar Guð-
mundsson, dóttir
þeirra er Viktoría
Eva. 4. Jón Hallfreð,
f. 1955, kvæntur Helgu Sigfríði
Snorradóttur. Börn þeirra eru:
a) Snorri Sigbjörn, sambýliskona
hans, Heiðdís Lára Viktors-
dóttir, b) Kristín Harpa. 5. Ólaf-
ur Jóhann, f. 1960, kvæntur
Gyðu Sigríði Björnsdóttur. Son-
ur þeirra er Dagbjartur Sig-
urður. Stjúpsonur Ólafs er Úlfur
Kolka, sonur hans er Pétur Haf-
steinn Kolka. 6. Atli Viðar, f.
1961. 7. Salbjörg, f. 1967. Eig-
inmaður hennar er Sverrir Guð-
brandsson. Börn þeirra eru: a)
Jakob Ingi, b) Kristín Lilja, c)
Júlíana Steinunn. Sonur Sal-
bjargar er Andri Freyr Arnars-
son. Hann var mikið hjá ömmu
sinni og afa. Stjúpsonur Sal-
bjargar er Guðbrandur Emil
Sverrisson, eiginkona hans er
Jennifer Isabell Land Pedersen
og synir þeirra eru Sverrir Nick-
Þegar maður kveður móður
sína verður varla hjá því komist
að líta til baka og minningarnar
hrannast upp. Er ég fer yfir þann
hluta ævi hennar sem ég upplifði
með henni kemur fyrst upp í hug-
ann hvílík ofurkona mamma hef-
ur verið.
Aðbúnaðurinn á Árbakka á
Snæfjallaströnd þætti ekki boð-
legur nú til dags. Óeinangrað hús
úr timbri sem skalf og nötraði í
verstu vetrarveðrum. Upphitað
með einni kolavél sem einnig var
eina tækið til eldunar. Einn krani
með rennandi vatni, köldu, og
auðvitað ekkert sem kallað er
baðherbergi eða snyrting.
Húsið var innan við þrjátíu fer-
metrar, hvor hæð. Uppi, undir
súð, svaf öll fjölskyldan í einu
rými, mamma og pabbi og við
bræðurnir, sem vorum orðnir sex
þegar flutt var í stærra nýbyggt
hús á Tirðilmýri.
Allur þvottur var þveginn í
höndum og það sem þurfti var
soðið á kolavélinni. Til þess var
notaður stór alúminíumpottur
með smá gati neðarlega. Út úr
þessu gati stóð eldspýta öll mín
bernskuár svo vatnið læki ekki úr
pottinum. Þvotturinn var svo
skolaður í ánni þegar veður
leyfði.
Matarforðann þurfti að veru-
legu leyti að vinna heima við á
haustin, en annað þurfti að panta
frá Ísafirði með nokkurra daga
fyrirvara. Báturinn kom ekki
nema tvisvar í viku. Mamma sá
um að allir hefðu nóg að bíta og
brenna og verulegur hluti af föt-
unum var saumaður heima.
Ég minnist þess ekki að
mamma hafi nokkurn tíma haft á
orði að hún hefði mikið að gera.
Þegar vegur var lagður síðasta
spölinn heim að Mýri og áin brú-
uð tók hún því eins og sjálfsögð-
um hlut að taka heilan vegavinnu-
flokk í fæði í nokkrar vikur og
hýsa þá flesta meðan á fram-
kvæmdum stóð. Þetta var seint
um haust. Það man ég nokkuð
vel, því ég átti afmæli á meðan
þeir voru og fékk frá þeim fyrstu
peningaseðla sem ég eignaðist.
Reyndar skánuðu aðstæður
mömmu hægt þó flutt væri í nýja
húsið. Þar var ekkert rafmagn
frekar en á Árbakka. Þrátt fyrir
þéttari veggi og betri kyndingu
voru allir veggir, gólf og loft úr
ómálaðri steinsteypu. Það er ekki
auðvelt að skúra slík gólf, en það
gerði hún án þess að kvarta. Þessi
ósérhlífni og dugnaður ásamt
endalausri þrautseigju getur ekki
annað en vakið aðdáun þó seint sé
að nefna það núna.
Margar stundir áttum við
mamma saman í eldhúsinu á Mýri
á meðan hinir nýttu tómstundir í
bóklestur sem ég lagði litla stund
á. Segja má að ég hafi alist upp
þar að mestu. Mamma, ég hef
ekki komið til skila til þín nema
broti af því þakklæti sem þú átt
skilið frá mér. Ef allar konur skil-
uðu sama ævistarfi og þú væri lít-
il þörf fyrir okkur karlana.
Það var notalegt að hitta þig
núna um hvítasunnuna þó stutt
væri. Núna ertu farin til sumar-
landsins þar sem þú getur dansað
og sungið eins og þér þykir svo
gaman. Vertu sæl, mamma, og
takk fyrir allt. Ég er stoltur af að
vera sonur þinn.
Ingvar Engilbertsson.
Ég man ekki æsku mína öðru-
vísi en að útvarpið hafi verið í
gangi allan daginn og mamma
syngjandi eða hummandi með öll-
um lögum. Hún átti flottan gítar
sem stóð bara úti í horni, en ég
man ekki eftir að hún hafi nokk-
urn tímann spilað á hann. Hann
var löngu orðinn ónýtur þegar ég
fór að fikta við eitthvað svoleiðis.
Mamma kenndi okkur að lesa
og líklega að skrifa og reikna eitt-
hvað. Ég man eftir ótal lestraræf-
ingum í Gagni og gamni og Litlu
gulu hænunni. Svo voru óteljandi
skiptin sem ég hafði ekkert að
gera og leiddist í vondum veðr-
um. Þá var alltaf sami söngurinn í
mér: „Hvað á ég að gera?“ Þá lét
mamma mig teikna og lita eða
kubba með Lego eða trékubbum,
svo átti ég líka dúkkur.
Við bjuggum þröngt á Ár-
bakka áður en við fluttum út á
Mýri. Hjónarúmið var í einu
horninu á loftinu og þrjú önnur
rúm við hina veggina fyrir alla
strákana. Svo var annað lítið her-
bergi uppi, en það var óupphitað.
Niðri var bara stofa og eldhús.
Innangengt var svo í fjósið frá
forstofunni framhjá kamrinum. Í
kamrinum var fata sem var losuð
í ána þegar hún var orðin full.
Mamma hafði alltaf nóg að
gera við matseld og þvotta auk
heyskapar á sumrin. Ófá fötin
saumaði hún á okkur og prjónaði,
því ekki var hlaupið í búðir á
þessum tíma. Svo var lesið á
kvöldin við kertaljós eða lampa,
því ekkert var rafmagnið fyrir en
síðar á Mýri.
Eilítið vænkaðist hagurinn eft-
ir að við fluttum á Mýri. Þá fékk
hún betri eldavél og eftir að raf-
magnið kom var keypt þvottavél
og önnur heimilistæki til hægðar-
auka fyrir hana. Hún gekk í öll
störf sem þurfti, einkum ef pabbi
þurfti að bregða sér af bæ, sem
var nokkuð oft að hennar mati. Þá
þurfti að hugsa um skepnurnar og
mjólka þegar við vorum með kýr
og við krakkarnir í skólanum.
Aldrei man ég eftir að hún hafi
fengið frí frá húsmóðurhlutverk-
inu né sóst eftir því. Hún var mjög
nægjusöm og nýtin og vildi helst
ekki bregða neitt út af vananum.
Hún elskaði tónlist eins og minnst
er á hér að framan og þótti af-
skaplega gaman að dansa líka.
Skemmtilegust fannst henni
norsku harmonikulögin sem
pabbi hennar spilaði í hennar
æsku. Á seinni árum fór hún að
hlusta á nýrra efni og hafði ákaf-
lega gaman af Abba og Cree-
dence Clearwater Revival til
dæmis. Einnig var Alfreð Clausen
í miklu uppáhaldi. Ég hafði ekki
mikil samskipti við þau eftir að ég
flutti að heiman og þangað til þau
fluttu aftur hingað á Ísafjörð. Þau
keyptu sér eldriborgaraíbúð á
Hlíf, en komu heldur seint þang-
að, því flestir sem þau þekktu frá
fyrir tíð voru horfnir. Núna í vor
fór ég, ásamt nokkrum konum í
mínu lífi, upp á Hlíf og við héldum
tónleika fyrir fólkið þar og feng-
um góð viðbrögð. Mamma söng
með allan tímann og mátti ekki
vera að því að borða eða drekka á
meðan.
Þetta gaf henni og öllum öðrum
þarna mikið en stuttu eftir þetta
fór heilsunni hjá henni að hraka
og við náðum ekki að endurtaka
leikinn. Elsku mamma, ég vona
að þú fáir að syngja og dansa eins
og þig lystir þar sem þú ert nið-
urkomin. Takk fyrir allt.
Jón Hallfreð (Halli).
Mamma söng oft með útvarp-
inu á meðan hún sinnti störfum í
eldhúsinu á Mýri. Við Atli bróðir
vorum oft niðri í fjöru á sumrin og
þegar Djúpið var spegilslétt barst
söngur hennar til okkar og vakti
með okkur gleði. Tónlistin var
aldrei fjarri og hvert tækifæri
gripið til að taka lagið og stundum
kom Daníel afi í heimsókn með
nikkuna.
Ég man hvað mamma var ham-
ingjusöm þegar hún eignaðist
Söbbu systur. Hún ljómaði þegar
hún kom heim frá Ísafirði með
þessa einu dóttur sína, en ég var
hissa á hvað hún var glöð, sjálf
hárgreiðslukonan, að eignast
svona sköllótt barn. Mamma setti
stundum permanent eða carmen-
rúllur í konurnar í sveitinni við
eldhúsborðið og við systkinin
fylgdumst með. Hún hlýddi okk-
ur líka yfir heimalærdóminn, en
við lærðum heima til tíu ára ald-
urs. Mamma fylgdist með tísku-
straumum þótt hún byggi við
enda vegarins sem var eiginlega
á heimsenda. Hún klippti okkur
samkvæmt nýjustu tísku þegar
hár var höfuðatriði og bjó til
tískuflíkur úr þeim efnum sem
hún átti tiltæk og gerði okkur
þannig kleift að láta tískudraum-
ana rætast.
Mamma talaði stundum um
það þegar hún var sem barn í
Seyðisfirði á sumrin, hjá frænd-
fólki sínu á Eyri og á Uppsölum
hjá ömmu sinni og afa. Frá tíu ára
aldri var hún að gæta barna og
við ýmis bústörf á sumrin, fyrst á
Hesteyri og síðar á Gelti og á
Suðureyri í Súgandafirði, í Svein-
húsum í Vatnsfjarðarsveit og á
Grænagarði í Skutulsfirði. Þótt
hún hafi ekki verið óvön sveita-
störfum í einangruðum sveitum
þá hef ég undrast að hún skyldi
vera tilbúin að flytja á eyðijörð á
Snæfjallaströnd þar sem hvorki
var rafmagn, salerni né rennandi
vatn, með þrjú ung börn, nýbúin
með iðnnám og með meistara-
réttindi í sinni grein. Akfær veg-
ur kom ekki í sveitina fyrr en tólf
árum eftir að ungu hjónin fluttu á
Ströndina og rafmagn ári síðar.
Þrátt fyrir einangrun var þar
mikið félagslíf á sumrin og svo
var saumaklúbbur kvenna í sveit-
inni á veturna. Oft var lífið samt
erfitt á Snæfjallaströnd og
mamma stundum ein með kind-
unum sem áttu það til að æða út
Strönd í leit að æti í fjörunum þar
í misjöfnum veðrum og iðulega
var hún með vinnuflokka í mat
sem voru að færa sveitina inn í
nútímann. Pabbi var líka stund-
um að heiman í erindum tengdum
nútímavæðingunni og mamma
ein á meðan. En það kom fyrir að
hún fór suður að hitta pabba með
flugi frá Bæjaflugvelli og þá var
skroppið á ball. Ósérhlífni og
innri styrkur eru hugtök sem mér
finnst lýsa henni. Hún vílaði held-
ur ekki fyrir sér að vinna hörðum
höndum að því að gera með
pabba upp gamla bæ tengdafor-
eldra sinna í Lyngholti, komin
um áttrætt. Dagbjartur sonur
okkar Gyðu hefur notið þess sér-
staklega að heimsækja ömmu
sína og afa þar.
Það var ómetanlegt að fá tæki-
færi til að kveðja mömmu þegar
ljóst var orðið að hverju stefndi.
Hún var sjálfri sér lík í stutta
stund og þakkaði fyrir allt gott í
gegnum tíðina. Þakka þér fyrir
allt, mamma mín, þú varst blíð og
góð eins og segir í kvæðinu sem
þú söngst svo oft:
Og þú sem varst svo barnslega blíð og
góð,
bernskuárum gleymi ég aldrei þeim.
(Jenni Jóns)
Ólafur Jóhann.
Í minningum mínum um
mömmu finnst mér að hún hafi
alltaf verið að brasa eitthvað,
snögg í hreyfingum og hraðvirk.
Hún eldaði og bakaði, bólstraði
stóla og yfirdekkti, saumaði það
sem þurfti og svo voru stórþrif
tvisvar á ári a.m.k. Hún var mikill
snyrtipinni og þoldi ekki óreiðu,
sem mér fannst nú kannski held-
ur mikill óþarfi. Hún vildi ekkert
tilstand eða prjál og vildi ekki
láta á sér bera.
Mamma var einstakur karakt-
er. Hún var hrein og bein og sagði
sína skoðun afdráttarlaust og
notaði orðatiltæki sem fáir
þekktu nema við og okkar að
halda á lífi. Við mamma vorum
ekki alltaf sammála um hvaða leið
væri farsælust í lífinu og ég var
ekki alltaf hlýðin og góð dóttir,
Kristín Ragnhildur
Daníelsdóttir
✝
Ásta Svanhvít
Þórðardóttir
fæddist í Hvammi í
Arnarnes-hreppi
28. júlí 1936. Hún
lést á Öldrunar-
heimilinu Hlíð, Ak-
ureyri, 8. maí sl.
Foreldrar hennar
voru Þórður Sig-
urvin Sigurjónsson,
bóndi og bók-
bindari, f. 27. ágúst
1886 í Dagverðartungu , Bæg-
isársókn, Eyjafirði, d. 23. des.
1944 og Magðalena Sigurgeirs-
dóttir, húsfreyja í Hvammi, f. 8.
okt. 1896 á Vöglum á Þelamörk í
Eyjafirði, d. 25. feb. 1981.Syst-
kini Ástu voru: Þórður Guð-
mundur, f. 11. júlí 1930, d. 25.
maí 2011, og Halldór Hlöðver, f.
19. mars 1935, d. 21. des. 2013, og
sam-mæðra systur Ástu voru:
Ólöf Sig-urrós, f. 24. apríl 1916,
d. 6. okt. 1971 og Magðalena
Soffía, f. 16. apríl 1921, d. 18. júní
2003.Ásta flutti til Reykjavíkur
nítján ára gömul og átti lengst
heima þar, bjó einnig í Hafnar-
firði og síðar á Akureyri frá
árinu 2012.Ásta eignaðist fyrsta
barn sitt í Hvammi í Arnarnes-
hreppi, Þórð Magna
Eyfjörð, f. 12. apríl
1955, býr í Þýska-
landi.Fyrri eigin-
maður Ástu var
Gísli Angantýr
Magnússon, f. 16.
mars 1927, d. 25.
okt. 2003, dætur
þeirra eru: Björg
Guðrún, f. 2. okt.
1956 og Kolbrún, f.
14. ágúst 1960, og
barnsfaðir Ástu var Svavar
Ágústs-son, f. 8. okt. 1941, d. 27.
júlí 2016, dóttir þeirra er Sif, f. 3.
sept. 1961.Ásta giftist Einari Vig-
fússyni sjó-manni 15. nóv. 1962, f.
5. maí 1938 í Reykjavík en hann
lést 23. des. 2017. Dætur þeirra
eru Katrín Guð-munda, f 20. feb.
1963 og Magða-lena Ósk, f. 15.
júlí 1966.Afkomendur Ástu eru
47 og 5 stjúp- langömmubör-
n.Ásta vann hin ýmsu störf á ævi
sinni, t.d. gangastúlka á Borgar-
spítalanum, afgreiðslukona hjá
sparimarkaði SS í Austurveri og
síðar í blómabúð í Eddufelli, sem
átti afar vel við hana.Útför Ástu
fer fram í dag, 19. júní 2021, frá
Möðruvallakirkju í Hörgárdal
klukkan 14.
Við móðurmissi slitnar nafla-
strengurinn endanlega. Þannig
leið mér þegar mamma gaf frá sér
síðasta andardráttinn, skyndilegt
rof og mamma flogin á brott úr
líkama sem sjúkdómurinn alz-
heimer hafði herjað á í fjórtán ár.
Mamma var auðvitað löngu lögð
af stað í ferðalag gleymsku og
óráðs en vegna persónuleika síns
faldi hún einkenni sjúkdómsins
eins vel og hún hafði mátt til. Hún
viðurkenndi aldrei meðan hún
lifði þá greiningu sem læknirinn
gaf henni fyrir fjórtán árum.
Mamma var einstaklega stolt
kona og lét aldrei deigan síga þótt
á móti blési. Hún stóð hnarreist í
gegnum storma lífs síns og sagði
oft: „Ég mun aldrei gefast upp
þótt ég bogni og það skal engum
takast að brjóta mig niður.“ Þetta
viðhorf einkenndi mömmu því
hún var þrjóskari en andskotinn
og lét illa að stjórn. En mamma
var líka glaðvær og hafði húmor
fyrir sjálfri sér og lífinu. Hún
kenndi mér kurteisi, fallega borð-
siði og sagði alltaf: „Komdu fram
við aðra eins og þú vilt að sé komið
fram við þig.“ Ég elskaði hana
alltaf.
Líf mömmu hafði afgerandi
áhrif á líf mitt og mínar ákvarð-
anir í lífinu og gerði mig að þeirri
manneskju sem ég er í dag og er
ég þakklát fyrir það.
Þú stoppaðir á veginum og hvarfst inn í
þig
án þess að kveðja mamma
þú starandi augum horfðir í gegnum
mig
og mig langaði svo að kveðja þig
mamma
En um leið og lífsbönd þín bresta
og þú flýgur á brott
til himins í blárri birtu
þá munu að lokum augu þín grænu
brosa á ný
í frelsi og nýjum heimum.
Svo mun ég í eilífðinni vekja þig
með blaktandi vængjaslætti
og þá tökum við okkur sæti í mosanum
og segjum sögur af baráttu litla blóms-
ins
sem ávallt teygði sig upp til himins.
(Björg Guðrún Gísladóttir)
Hvíl í friði, elsku mamma, og
takk fyrir allt og allt.
Þín dóttir,
Björg.
Ásta Svanhvít
Þórðardóttir
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát