Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 37
eins og hún hafði nú beðið eftir að eignast þessa einu stelpu sem hún eignaðist. En ég skreið nú heim í skjólið með frumburðinn og þau fóstruðu hann með sóma þegar þurfti við. Sameiginlegt uppeldi Andra gekk að mestu vel en ég var ekki sérlega kát þegar ég komst að því að þau keyrðu frá Hólmavík og vestur á Snæfjallaströnd og mamma sat undir drengnum í framsætinu. Þá voru svo sem aðr- ir tímar og mamma sagði að hann hefði bara verið svo ómögulegur annars. Eftir að við fluttum til Hólmavíkur og hún fór á eftir- laun passaði hún öll börnin okkar þar til þau komust á leikskóla og gott var að stinga sér inn hjá ömmu og afa og fá eitthvert góð- gæti. Mamma var fjölhæf, listræn og mjög tónelsk. Hún hefði eflaust verið bassa- eða trommuleikari hefði hún verið í hljómsveit, því hún sló taktinn stöðugt með fæti, fingrum og tönnum, jafnvel við hljóðið í þvottavélinni. Hún hafði mest gaman af dansi og skemmt- unum af ýmsu tagi. Henni fannst frekar dauft skemmtanalífið fyrir vestan og vildi meira fjör. Undir það síðasta þegar ég sat hjá henni var hún viss um að hún væri á leið á einhverja skemmtun og ég vona að hún sé komin á gott harmón- ikkuball hjá fólkinu sínu í sum- arlandinu. Elsku mamma, takk fyrir allt og megi minningin þín lifa. Hjart- ans kveðja, Salbjörg, Sverrir og fjölskylda. Við Adda tengdamóðir mín hittumst fyrst fyrir tæpum sex- tán árum þegar við Óli fórum að draga okkur saman. Þau Berti bjuggu á Hólmavík og við í Kjós- inni svo við hittumst nú ekki mjög oft til að byrja með. Fljótlega eft- ir að við Óli giftum okkur fóru tengdaforeldrar mínir í það verk, sem ég ímynda mér að fáir aðrir um áttrætt myndu takast á hend- ur, að byggja upp æskuheimili Berta, Lyngholt á Snæfjalla- strönd. Það var þá að hruni komið og mér fannst að þetta myndi vera ómögulegt verkefni. Þau voru hins vegar ekki lengi að þessu enda algjörir naglar bæði tvö. Þau dvöldu svo á Lyngholti yfir sumartímann næstu árin og við oft hjá þeim í nokkra daga í senn. Þá gafst loksins tími fyrir gæðastundir hjá okkur Öddu og með okkur þróaðist vinátta sem mér þótti mjög vænt um. Það var ómetanlegt að fá að heyra allar sögurnar af búskapnum á Snæ- fjallaströnd og um gleði og sorgir sem fylgdu því að búa á þessari harðbýlu en fallegu strönd. Adda sagði mér eitt sinn að henni hefðu nú alltaf þótt útiverkin skemmti- legri en inniverkin. Verandi með ábyrgðina á því að fæða og klæða sjö öflug börn, þar af sex drengi, hefur nú líklega lítill tími gefist fyrir annað en eldhús- og inni- verk. Adda setti þarfir fjölskyld- unnar í forgang og sennilega hef- ur hún sjaldan velt eigin löngunum fyrir sér. Að rækta listræna hæfileika var lúxus sem fáum konum af kynslóð Öddu gafst færi á. Sjálf hafði Adda litla tiltrú á hæfileikum sínum en gleðin var augljós þegar hún fékk tækifæri til að syngja. Tónlistin var í blóðinu og það veitti henni mikla ánægju að fylgjast með af- komendum sínum í tónlistarsköp- un og flutningi við hin ýmsu til- efni. Hún kunni alla texta, jafnvel undir það síðasta þegar minnið var farið að gefa sig. Við Dag- bjartur, sonur okkar Óla, erum þakklát fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum með ömmu Öddu á Lyngholti og munum sakna hennar mikið. Við munum hugsa til ömmu Öddu þegar við tínum blágresi í brekkunni við Lyngholt og hlustum á sönginn í Dalsánni. Elsku amma Adda, þú verður áfram til í hjörtum okkar. Þín tengdadóttir, Gyða Sigríður Björnsdóttir. Elsku Adda tengdamamma, margs er að minnast og margt er að þakka árin öll. Ég kom í fyrsta skipti vestur að Tirðilmýri með honum Ingvari mínum 17. júní árið 1976. Þú sagðir mér seinna að þér hefði hreint ekkert litist á mig, svona granna og pjötlulega og svo kófreykti ég líka í þokka- bót. Þú sagðir mér líka að ég hefði nú skánað með árunum. Þú varst svo hrein og bein, Adda mín, mér þykir svo vænt um þessar einlægu lýsingar þínar á mér og svo hlógum við bara að öllu saman. Það var svo gaman að hlæja með þér þegar gullkornin hrukku af vörum þínum. Við töl- uðum stundum um andstæðurn- ar, norðlensku konurnar, sem þér fundust ósköp veimiltítulegar, og vestfirsku kjarnakonurnar. Þú varst svo sannarlega ein af þeim, elsku Adda. Það hefur þurft mikla útsjónarsemi og og þraut- seigju til að sjá öllum fyrir fæðu, Berta þínum, strákunum sex og Söbbu, þegar einu samgöngurnar voru Djúpbáturinn sem kom tvisvar í viku með vistir frá Ísa- firði. Svo ekki sé minnst á þá sem bar að garði hverju sinni. Það var ævintýri að koma á Snæfjallaströndina og upplifa heimilisbraginn á Tirðilmýri. Stofan oft full af fólki og þar var sungið af lífi og sál, „Ljúft er að láta sig dreyma liðna sælutíð…“ og Geiri, Halli og Grettir spiluðu undir. Þið Berti voruð svo sam- taka í að lifa lífinu lifandi og létuð helst ekki mannfagnaði framhjá ykkur fara. Léttleikinn þinn, Adda mín, hefur eflaust fleytt þér langt á löngum vetrum. Þú elskaðir dans og söng. Á meðan Berti þinn lagði sig eftir matinn, þá söngst þú með útvarpinu við uppþvottinn og tókst nokkur dansspor um leið. Þú varst svo dugleg og af- kastamikil. Aldrei fórstu frá eld- húsinu í óreiðu, þar var hver bolli þveginn og allir hlutir á sínum stað. Þannig var með heimilið allt, samt varstu alltaf tilbúin að skreppa af bæ með Berta þínum. Við fjölskyldan fórum á hverju sumri vestur í heimsókn til ykkar Berta, fyrst að Tirðilmýri, svo á Hólmavík og síðustu árin að Lyngholti á Snæfjallaströnd. Við eigum margar dýrmætar minn- ingar frá þessum heimsóknum okkar. Oftar en ekki kom þá stór- fjölskyldan saman og þá var nú glatt á hjalla og mikið sungið. Það var svo gaman þegar þú hélst upp á 80. ára afmælið þitt hjá okkur Ingvari í Sólbakka, elsku Adda. Þá komu öll börnin þín saman í fyrsta skipti í mörg ár. Þetta voru fjögurra daga veisluhöld í allt og mikið var spjallað, hlegið og sungið þessa daga. Tvö ferðalög með ykkur Berta sumarið 2010 eru mér mjög minnisstæð. Þegar við heimsótt- um Gretti, Stínu og syni í Upp- sala og fórum m.a. í siglingu um Skerjagarðinn í Stokkhólmi og dagsferð í Dalina á heimaslóðir Stínu. Við fórum einnig með ykk- ur og fjölskyldu okkar Ingvars um Vestfirðina. Þá fórum við m.a. bæði á Rauðasand og í Selárdal. Ógleymanlegar stundir. Elsku Adda, þú varst ekki að víla hlutina fyrir þér, heldur vannstu verkin af ótrúlegri þrautseigju og dugnaði. Við get- um margt lært af þér, en umfram allt að njóta lífsins, að grípa hvert augnablik og gera úr því gleði- stund. Elsku Berti, missir þinn og fjölskyldunnar er mikill, en dýr- mætar minningar lifa. Hulda Steingrímsdóttir. Í dag kveðjum við elskulega móðursystur okkar, hana Öddu frænku, í hinsta sinn. Adda var elst þriggja systkina, en sú síðasta til að kveðja. Það var einungis ár á milli hennar og mömmu okkar, Halldóru, voru þær systur mjög samrýmdar á uppvaxtarárunum á Ísafirði og talaði mamma oft um þann tíma þegar þær voru að alast upp, þá var ekki hægt að leyfa sér allt það sem nú er í boði, enda mjög breyttir tímar. Einmitt þess vegna er eftirtektarvert, þegar gamlar myndir af þeim systrum eru skoðaðar, að þó svo að efnin hafi ekki verið mikil voru þær allt- af svo glæsilegar og vel tilhafðar eins og kvikmyndastjörnur, listina að nýta það sem í boði var kunnu þær svo sannarlega. Tenging systkinanna við Upp- sali og Eyri í Seyðisfirði var alltaf sterk, en þar bjó föðurætt þeirra, á Uppsölum fæddist Adda og bjó fyrsta árið, en þá fluttu amma og afi til Súðavíkur þar sem systkinin Dóra og Haukur fæddust, fjöl- skyldan settist síðan að á Ísafirði. Örlögin höguðu því síðar þannig að Adda nýútskrifuð hárgreiðslu- dama flutti með eiginmanni sínum á Snæfjallaströnd og gerðist bóndakona, eins og hún nefnir í einu viðtali sem tekið var við hana. Við systur eigum margar góðar minningar frá heimsóknum til Öddu og Berta á Tirðilmýri, alltaf var okkur tekið með hlýju og væntumþykju og fannst okkur þetta vera mikill ævintýraheimur, þó eflaust hafi lífið þar ekki alltaf verið auðvelt með stóran barna- hóp, veturnir langir og harðir og Tirðilmýri sannarlega síðasti bærinn á Snæfjallaströndinni, nokkuð afskekkt á þeim tíma. En á heimilinu var mikil menning, tónlist, kveðskapur og lestur. Adda naut þess alltaf að hafa tón- list í kringum sig, þó hún segðist ekki hafa kunnað á hljóðfæri, bara sungið með, en hún hafði fallega söngrödd og kunni alla söngtexta. Undanfarna mánuði höfum við séð hvernig nálgaðist kveðju- stund, sem betur fer gat Adda verið heima hjá sér nánast fram á það síðasta. Það var alltaf nota- legt að koma til Öddu og heilsaði hún alltaf með orðunum „sæl vin- an“, faðmaði okkur og strauk um kinnina. Það er mikill söknuður að Öddu, en við hugsum með þakk- læti til þess að hafa fengið að hafa hana hjá okkur þetta lengi. Missir fjölskyldunnar er mikill og sér- staklega Berta sem nú sér á bak lífsförunaut sínum, en þau náðu að fagna 73 ára brúðkaupsafmæli í vor. Adda lést aðeins tveimur dög- um fyrir 93 ára afmælið sitt, átti hún því langa og góða ævi, það breytir því þó ekki að alltaf er erfitt að kveðja þá sem eru manni kærir. Hún spurði okkur syst- urnar í einni af síðustu heim- sóknunum hvort við værum nokkuð með hljóðfæri, hana langaði svo að heyra tónlist. Núna er hún eflaust að dansa og syngja við harmonikkutónlist ásamt þeim sem á undan fóru í sumarlandið. Takk fyrir allt, elsku Adda frænka. Soffía Helga, Gunnfríður og Sigríður Rósa Magnúsdætur. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021 Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Útför í kirkju Kirkjan til staðar fyrir þig þegar á reynir utforikirkju.is Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST •REYNSLA Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN JÓHANNSSON, lést á heimili sínu þriðjudaginn 15. júní. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. júní klukkan 13. Guðmundur Örn Guðjónsson Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir Íris Ósk Guðjónsdóttir Sigvarður Hans Ísleifsson Ellen Kristjánsdóttir Helga Guðjónsdóttir Jóhann Kristinn Guðjónsson Daníel Guðjónsson Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR INGI BIRGISSON, Boðaþingi 12, lést mánudaginn 14. júní á heimili sínu. Útför hans fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 24. júní klukkan 13. Vegna 300 manna samkomutakmarkana verður útförinni streymt á slóðinni www.sonik.is/gunnar. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Gunnars er bent á hjartadeild Landspítalans. Vigdís Karlsdóttir Brynhildur Gunnarsdóttir Auðbjörg Agnes Gunnarsd. Björn Jakob Björnsson og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN JÓHANNESSON, Flóðatanga, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju í Borgarfirði laugardaginn 26. júní klukkan 14. Þorbjörg Valdimarsdóttir Jóhann Gunnar Sveinsson Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir Lárus Hermannsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN Á. HJÖRLEIFSSON rafvirki, Garðatorgi 17, Garðabæ, lést á Landspítalanum 10. júní. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 23. júní klukkan 13. Lilja Jónsdóttir Halldóra Jónsdóttir Hjörleifur Már Jónsson Þóra Hafsteinsdóttir Jóna Margrét Jónsdóttir Viktor Sighvatsson Guðbjartur Jónsson Erla Einarsdóttir Kolbrún Jónsdóttir Kristbjörg Lilja Jónsdóttir Helgi Harðarson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR SIGVALDADÓTTIR Mánatúni 9, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 8. júní. Útför verður gerð frá Háteigskirkju þriðjudaginn 22. júní klukkan 13. Gunnar Heiðar Guðjónsson Anna Guðbjörg Gunnarsd. Daði Björnsson Guðmundur Ingi Gunnarsson Patrizia Cipriani Elín Heiður Gunnarsdóttir Davíð Jens Guðlaugsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, DIÐRIK JÓHANNSSON, fyrrv. framkvæmdastjóri Nautastöðvar BÍ, Mýrarvegi 111, Akureyri, sem lést 11. júní, verður jarðsunginn mánudaginn 21. júní klukkan 13.00 frá Glerárkirkju. Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðunni Jarðarfarir í Glerárkirkju. Elsa Björg Diðriksdóttir Ralf Heese Líney Snjólaug Diðriksdóttir Kristján Jónsson afabörn Gustav, Wilhelm og Hermann Kuhn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.