Morgunblaðið - 19.06.2021, Síða 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsl
a
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
»Tónlistarmaðurinn
Bubbi Morthens fagn-
aði 34. hljóðsversplötu
sinni, sem nefnist Sjálfs-
mynd, með tónleikum í
Eldborg Hörpu í vikunni.
Uppselt var á tónleikana
og stemningin eftir því.
Með Bubba komu fram
hljómsveit, kór og söng-
konurnar Bríet og
GDRN, sem eru meðal
vinsælustu söngkvenna
landsins. Þær syngja
með Bubba í laginu „Ást-
rós“ á plötunni.
Bubbi fagnaði nýjustu plötu sinni, sem nefnist Sjálfsmynd, með tónleikum í Hörpu
Morgunblaðið/Eggert
Glæsileiki Ekkert var til sparað til að gera tónleikana sem glæsilegasta í Eldborg Hörpu.
Stuð Með Bubba komu fram hljómsveit, kór og söngkonurnar Bríet og GDRN. Menningarleg Eyjólfur Pálsson og Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir.
Fjölskylda Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ásamt eiginmanni
sínum, Ali Parsi, og sonum þeirra, Alexander Parsi (t.v.) og Ísak Parsi (t.h.).
Glöð Harpa Guðlaugsdóttir og Böddi biðu spennt eftir tónleikunum.
Þriðja starfsár sumartónleikanna í Hallgrímskirkju í
Saurbæ í Hvalfirði hefst á morgun, sunnudag, kl. 16 þegar
Diddú og drengirnir koma fram og flytja sönglög úr ýms-
um áttum. Drengirnir eru Sigurður Ingvi Snorrason og
Kjartan Óskarsson á klarínettur, Frank Hammarin og
Þorkell Jóelsson á horn, Brjánn Ingason og Snorri Heim-
isson á fagott. Alls verða níu tónleikar í sumar hvern
sunnudag kl. 16 frá 20. júní til 15. ágúst. „Allur ágóði
rennur til styrktar staðnum sem með tímanum mun von-
andi verða aðdráttarafl fyrir landsmenn sem og erlenda
ferðamenn,“ segir í tilkynningu. Allar nánari upplýsingar
um tónleika sumarsins má nálgast á Facebook-síðunni:
Sumartónleikar Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði.
Diddú og drengirnir á sumartónleikum
Diddú, Sigrún
Hjálmtýsdóttir
Sjónmál nefnist sýning Jóns Thors
Gíslasonar sem opnuð er í Gallerí
Göngum í Háteigskirkju á morgun,
sunnudag, milli kl. 14 og 17. Gengið
er inn frá safnaðarheimilinu. „Jón
Thor býr í Düsseldorf í Þýskalandi.
Eftir nám við Staatliche Akademie
der Bildenden Künste í Stuttgart
(1989-1994) ílengdist hann í Þýska-
landi og hefur síðan þá starfað að
list sinni þar í landi. Jón Thor hefur
sýnt verk sín víða um heim í gall-
eríum, söfnum og á listamessum.
Eftir langt hlé á sýningarhaldi hér
heima sýndi Jón Thor í SÍM-salnum
2018 og aftur 2019 í Mokkakaffi við
Skólavörðustíg,“ segir í tilkynn-
ingu.
Sýningin stendur til 18. júlí og er
opin mánudaga til fimmtudaga
milli kl. 10 og 16 sem og föstudaga
milli kl. 10 og 15. Auk þess verður
opið tvær síðustu sýningarhelg-
arnar, laugardag og sunnudag,
milli kl. 14 og 17.
Der Jüngling Eitt verka Jóns Thors.
Jón Thor sýnir í
Gallerí Göngum
Kammerhópurinn
Jökla heldur tón-
leika í Hannesar-
holti á morgun,
sunnudag, kl. 14. Á
efnisskránni eru
blásarakvartettar
eftir B. Britten, J.C.
Bach og B.H. Cru-
sell ásamt frumflutningi á verki eftir Gísla Magnússon. „Hugmyndin að
Kammerhópnum Jöklu kom frá Guðnýju Jónasdóttur sellóleikara og
Gunnhildi Daðadóttur fiðluleikara á vormánuðum 2020 en loksins kemur
hópurinn með ferskan andvara inn í íslenskt tónlistarlíf að lokinni Covid-
dvöl. Hópurinn leggur áherslu á samstarf við íslensk tónskáld, leikur sér
með íslenskan þjóðlagaarf og opnar fyrir nána samvinnu í litlum kammer-
hópum. Hljóðfæraleikarar hafa allir sannreynt getu sína og leika í
Sinfóníuhljómsveit Íslands en þykir mikilvægt að geta tekið þátt í íslenskri
tónlistarmenningu með öðru sniði. Blönduð hljóðfæraskipan gerir okkur
kleift að leika sjaldheyrð tónverk úr allri tónlistarsögunni í bland við nýja
á tónleikum,“ segir í tilkynningu. Miðasala á tix.is.
Sumarvindar blása hjá Jöklu á morgun
Fersk Kammerhópurinn Jökla var stofnaður í fyrra.
Ljóð í máli og myndum nefnist sýn-
ing Margretar Schopka sem lýkur í
Hannesarholti á morgun, sunnu-
dag. „Þar sýni ég ljóð Matthíasar
Johannessen, þar sem við sérhvert
ljóð er annars vegar ljósmynd mín
sem sýnir verk mitt þar sem ég
nota kaffikorg og hveiti sem inn-
grip í landslagið. Með tímanum
hverfur inngripið og skilur engin
spor eftir sig en landslagið verður
óbreytt, ljósmyndin verður áfram
vitnisburður um listaverkið í nátt-
úrunni. Hins vegar hef ég mótað
textann, bókstaf fyrir bókstaf, úr
slýi úr íslenskum fjallalæk og dreg
þannig fram hve efni ljóðanna er
viðkvæmt en gerð bókstafanna um
leið brothætt,“ segir í tilkynningu.
Þar kemur fram að ljóð Matt-
híasar eru úr ljóðabókinni Vegur
minn til þín „sem kom út í þýskri
þýðingu árið 2011 undir nafninu
Windhauch am Schwanenflügel
sem þýða mætti sem Andblær við
svanavæng, sem var kynnt á Bóka-
sýningunni í Frankfurt en Ísland
var í heiðurssæti á sýningunni það
ár.“
Margret Schopka í Hannesarholti
Samspil Frá sýningu Margretar Schopka.