Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.11.1977, Síða 7

Skólablaðið - 15.11.1977, Síða 7
Ritnefnd óskaöi eftir því að ég skrifaöi rit- dóm um 5-tölublað 52.árgang Skólablaðsins. Ég er ekki hrifinn af stóru broti blaösins. Það gefur vissulega meiri möguleika í umbroti, en er hins vegar ekki eigulegt á sama hátt og blöð í tímarits- broti eru. Mér er ekki alls kostar ljóst, hvort Skóla- blaðið er tæki fárra nemenda, skrifað fyrir fáa, nemendur, eða hvort það er víðlesið meðal alls þorra nemenda. Þó hef ég á tilfinningunni að það fyrra eigi við, og ætla raunar að svo hafi veriö oftar en ekki í sögu blaðsins. Porsíða Gunnars Arnasonar, sem er ávísun á meginefni blaðsins, umfjöllun um dagblöð, er vel gerð - listræn. Ritstjómargrein Hallgrims H, Helgasonar fjallar eink um um doða og áhugaleysi skólasyst- ,kina hans um samfélagsmál. Efalítið eru áhyggjur iritstjórans fyrrverandi á nokkrum rökum reistar. En ekkert er nýtt undir sólinni. Fyrir um það bil Ihálfri öld var Bjami Benediktsson, síðar for- sætisráðherra, forseti Framtíðarinnar hér í skóla. Hann sagði af sér á mlðjum vetri vegna áhugaleysis félaga. Slgurður Sverrisson ritar grein sem fulltrúi þeirra nemenda, sem óánægðir eru með Skólablaðið. Einkum hefur hann skólaskáldin á hornum sér. Grein Sigurðar sýnist mér samt almennar aðfinnslur án þess að lagt sé til, hvemig breyta eigi blað- inu til þess að það nái til "fleiri" og verði vin- sælla". Skoðanakönnun Skólablaðsins um dagblöð vakti verulega athygli síðast liðinn vetur, og enda snjallt framtak. Mér er kunnugt um að niðurstöður hennar voru lesnar af athygli á dagblöðunum, og ekki er að efa að aðstandendur dagblaða hafa reynt að draga af henni ályktanir, bæði um blöð sín og eins um nemendur M.R. Almennt dreg ég svip- aðar ályktanir af skoðanankönnuninni og ritstjóri blaðsins gerði í stuttum eftirmála: að afstaða til dagblaða hafi um of markazt af stjómmálaskoðunum þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnuninni. Þankar þeirra Slgurðar Sigurðarsonar og Ölafs Grétars Kristjánssonar þóttu mér helzti frumstæðir. Mér sýnist að báðir eigi gréinarhöfundar sitt blað sem þeir halda með eins og fótboltafélagi. En íslenzk dagblöð batna ekki fyrir það - og versna kannske ekki heldur. Jón Haraldsson, arkítekt, sendir ritnefnd litla leiðréttingu, og jákvætt bréf með. Það er til sóma, þegar upplýstir borgarar hafa afskipti af sér yngra menningaráhugafólki með þessum hætti. Lestrarkönnun Vísindafélagsins sýnist mér jákvæð og vel unnin, en þó vantar að ályktanir séu dregnar. Tölur án ályktana eru óaðgengilegar. Langt samtal Hallgrims Helgasonar. Guðna Bragasonar og Hilmar Oddssonar er skemmtilegt, 'en nokkuð endurtekningarsamt þó. Ef ég skil þá félaga rétt eru þeir að boða einhvers konar ein- staklingshyggju í menningarmálum, sem þó sé hvorki þjónkun við auðmagn eða þrúgandi ríkisvald. Ég jata að slíkar skoðanir kitla 1 mér stjómleysis- hjartað. Ritrabb Guðmundar Karls þykir mér of laust í reipunum. Ég hef á tilfinningunni að höfundi sjálfum þyki hann ekki vera að fjalla um ýkja mikil alvörumál. Stemningssaga Hallgrims Helgasonar, Leik- svið, er ekki illa gerður texti, en án takmarks og tilgangs eins og höfundur raunar getur um í upphafi. 1 Skólablaðinu eru ljóð eftlr Jón Finnbjöms- son, Magnús Þorkelsson og Þórarin Guðmundsson. Til skólaskálda þarf umfram allt að gera eina kröfu: Að þau taki sjálf sig alvarlega. Þessi ljóð eru öll snotur, en ekkert meir. Greinar Jóns Guðlaugssonar og Karls Roth eru læsilegar. Baksíða Pálma Guðmundssonar er óvenjuleg, en velgerð. Skólablað það, sem ég hef haft til umfjöllun- ar, er efnismikið. Einhvem veginn hef ég samt á tilfinningunni að blaðið fjalli um of fáa, sé fyrir of fáa. Af gamalli reynslu af Skólablaðinu veit ég þó, að slíka hluti er auðveldara að gagn- rýna en lagfæra. ®Itl VILMUND GVLFASON „ gamall fauskur eins og ég “ Þegar ritstjóri þessa ágæta menningarrits gerði mér boð um talþráð og fór fram á, að þeir ritnefndarmenn fengju að spyrja mig í þaula um inspectorsreynslu mína, svörtustu vonbrigðin og björtustu ánægjustundirnar, tók það mig smátíma að henda reiöur á spurningunni, áður en ég gat stuniö upp svarl. Þar kom margt til. Enda þótt ekki séu liðnir hema þrír mánuðir, síðan ég skartaði hvítri kollhúfu, þá hefur sá tími nægt til að steypa manni út ílífsins ólgusjó og hylja menntaskóladvölina svo mikilli fortíðarmóðu, að taka verður á, þegar rita skal minningar úr menntaskóla. Auk þess finnst mér gamall fauskur eins og ég, sem allir emmerr-ingar eru búnir að fá dauöleiða á, lítlö erindi eiga i þetta málgagn líðandi stundar, sem á að vera opið þeim nemendum sem stunda nám hverju sinni í skólanum, og þjónahita augnabliksins. Þessi orð mín verða því aldrei annaö en "litið um öxl", hugvekja með öllum þeim tónum og töktum, sem því fylgja. Upphaflega átti þetta að vera viðtal í þeim dúr, sem okkur er svo kunnugt: Hvert var þitt mesta afrek sem inspector? Telur þú þig hafa sinnt hag (margþvælt orð) nemenda sem best? Hvernig gekk samstarfið við Guðna? Varstu nógu ákveöinn við hann, eða hafði hann þig ekki bara í vasanum? Eg baðst forláts, vék mér snyrtilega undan spurninga- flóðinu og lét það detta ofan í næstu pappírs- körfu. Ég skyldi frekar dýfa penna í byttu og semja einhverja retróspectíva hugleiðingu, helzt í kristilegum anda. Enda þótt ég tali um hina miklu firð, sem mér finnst ganga milli þeirra sekúndna, sem nú eru að ganga á vit hins liöna og þeirra, sem gerðu hið sama í prófaamstri seinasta vor, þá er sá tími ekki nema brot af því, sem þarf, til að emmerr-vistin fái að kristallast í dýpstu hugarfylgsnum. Einnig á maður langt í land með að komast á það stig, þegar fortíðin og löngu gengin bernskuspor eru rómaniseruð og séð í ljóma með hliösjón af "heimur versnandi fer"-fílósófíunni. Ég er þess vegna vart hæfur til að rita þessi orð og ætti að láta hér staðar numiö. Það veröur þó ekki gert. Eg er í engum vafa um það að síðastliöinn vetur færði mér mjög dýrmæta reynslu og hafði í mörgu mótandi áhrif á mig. Hinu er ekki að leyna, að mér finnst það fullmikið á herðar eins manns lagt að standa í fremstu víglínu í félagslífi og stunda í þokkabót nám sitt á viðunandi hátt. Ekki það, að flestir þoli það ekki, heldur hitt, að of lítið tóm gefst til að nlóta líöandi stundar, - hugurinn þarf alltaf að vera að minnsta kosti viku til hálfan mánuð frammi í tímanum. Sá, sem gegnir inspectorsembætti, kemst ekki hjá því að breytast á einhvern hátt. Helzt er það, að hann verði diplómatískari, hættir að telja sitt sjónarmið hið eina rétta, en tekur frekar hliðsjón af fleiri og ólíkum sjónarmiðum. Mér eru persónulega efst í huga samskipti mín við Guðna rektor og kennara skólans, s.s. Jóhannes Sæmundsson. Nemendum er alltof tamt að líta á skólayfirvöldin sem alill, þetta séu tveir hópar, sem stefni í gagnstæðar áttir. Sökin dreifist vitaskuld é báða aöila, sem oftast fela sig á bak við grimu einstrengingsháttar og þrjósku. Samstarf mitt við Guðna var af öðrum toga spunnið. Þar sögðu menn skoðanlr sínar tæpitungulaust. Vissulega rákust þær oft á, og mikið var um oröagnot og oft ýjað að íhaldssemi og afdalahætti, en gagnkvæm virðing hélst alltaf. Hana tel ég frumskilyrði mannlegra samskipta. Ekki bara virðing í orði sem nokkrir kurteisisfrasar, heldur einnig á borði. Mér finnst skólinn enn úreltur og gagnslaus á margan hátt, en alvizkurostinn hefur lækkað í manni. Um einstaka atburði og atvik seinasta vetrar kýs ég ekki að ræða, - tel það ekki hafa neinn tilgang. Eg óska þeim, sem verða að stússa í ýmsu í vetur, bezta gengis, en augu mín beinast nú að Alberts Ludvigs Universitat í Freiburg, Þýska- landi, þar sem ég ætla að dveljast í vetur við nám. Þar verður að líkindum enginn menntaskóla- bragur á hlutunum og margt til að vekja undrun grjóthólmabúans. Varðandi mig og inspectorinn er það að segja, að ég sinnti því starfi eftir beztu getu, en einn vetur er fljótur að líða, og mér fannst ég allt of litlu koma í verk, - tíminn var alltaf hlaupinn á brott. Þetta er og verður höfuðvanda- málið. Gruss. Jón Norland. ©

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (15.11.1977)
https://timarit.is/issue/418056

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (15.11.1977)

Gongd: