Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 15.11.1977, Page 8

Skólablaðið - 15.11.1977, Page 8
VHDTAL VID INSPECTOR Sp: Þú sagðir í kosningunum að þú vildir fá fleiri til að taka þátt í félagsstarfseminni. Hvernig hyggst þú koma þessu i framkvæmd? ASGEIR JONSSON Ég vil fá félagslífið á jafnari grundvöll. Það er ákaflega þreytandi að þurfa alltaf að toga i nemendur, í stað þess að í raun réttri ættum við að mætast á miðri leið. Félagslif er ekki einungis skemmtun, heldur erum við að læra að umgangast hvert annað. Það mætti líkja þessu við þjóðfélagið. Ég tel, að öll útgáfustarfsemi hér í skólanum sé feti framar eða á æðra plani en gerlst i öðr- um framhaldsskólum. Þeir eru ekki búnir að slíta af sér gagnfræðablæinn. En léttleikinn hefur stundum kafnað í þessu öllu saman. Við höfum kannski leitað of mjög til nintelligensíunnar" innan skólans, og þess vegna hefur félagslífið oft og tíðum verið eins konar nhobbí" hjá þessum mönnum, í stað þess að samvinna ætti að ríkja og leyfa félagslífinu að endurspegla breiddina inn- an skólans. Sp: Þú talar einnig um að gera kjallarann í C.N. fýsilegri til félagsstarfa. Hefur þú gert eitt- hvað í þvi sambandi? hafa verið með þvi skemmtilegra, sem ég hef komið nálægt í félagslífinu. Þar blómstraði félagslíf á jöfnum grundvelli. Það er búið að lakka öll gólf og bera fúavar- narefni á allt húsið, mála þau gólf, sem voru það fyrir, og vonast ég til, að því verkl verðl brátt lokið. Svo vonast ég til, að þessi byrjun verði upp- haf að frekari aðgerðum næsta ár. Allir nemendur- greiða í Selssjóð. Ég hækkaði framlagið í hann um helming til að sýna vilja okkar í verki. Ef það fjármagn þrýtur, stendur skólasjóður opinn, en gjöld i hann voru einnig hækkuð um helming. Sels- sjóður, eins og hann var, stóðneinungis undir tryggingu og fasteignagjöldum. Ef þessar námsfer- ðir verða famar, á jafnvel að fá ríkið til að viðurkenna þetta sem einhvers konar kennsluhús- næði,- þannig að viðhaldskostnaður á Selinu yrði að einhverju leyti á viðhaldsreikningi skólans. Sp: Telur þú, að hið úrelta embættiskerfi, sem hér tíðkast sé félagslífi til trafala? Jú, það er rétt. En því miður hefur Selið tekið mestan þróttinn úr þessu. Þó er von á mynd- um sem okkur voru gefnar og skólinn kostaði Inn- römmun á til að hengja upp. Ég hef rekið mig á það, að við erum sorglega háð samþykki rektors um allar framkvaandir í kjall- aranum. Mér hefur dottið í hug að efna til hug- Embættiskerfið er ekki úrelt, hins vegar Xíta allt of margir á þetta sem eitthvað fastmótað, en í rauninni er það opið fyrir hvers konar hugmynd- um. T.d. má nefna Ferðafélagið sem spratt upp hér um árið, en lognaðist því miður út af. Einnig má nefna Róðrarfélagið, en þeir kepptu i kappróðri á Sjómannadaginn. Og auðvitað ráku þeir alltaf lest- * „1 VI EEI R F -II Ml N ST 1 l\l El S/IE N D ILI IR L .E IÐII IM Ll El SIR” Skólinn og Skólafélagið ætla nú að reyna að nota Selið í tilraunaskyni til þess að taka eitt- hvert afmarkað námsefni og koma því í meira lif- andi búning en verið hefur, þannig að frekar ver- ði skipts á skoðunum heldur en hin nklassíska" mötun. T.d. mætti taka þar íslendingasögumar, sem við lesum hér í skólanum. Þá yrði reynt að ýta undir nemenduma, svo að sem flestir tækju þatt í þeim umræðum, sem væru hverju slnni. Sp: Eiga skólafundir að taka pólitíska afstöðu? Ef pólitísk umræða er það, sem nemendur hafa áhuga á, þá stend ég ekki í vegi fyrir því. Ég ætla að nota tækifærið og benda nemendum á, að ég tek alltaf á móti tillögum, hvenær sem þær berast. Sp: Er þá ekki hætta á að klíkur nái yflrhöndinni og hafi ekki meirihluta nemenda á bak við sig, elns og gerst hefur i öðrum skólum. Mér finnst þetta ákaflega undarleg spuming. Það er undir nemendum komið, hvaða mál hljóta af- greiðslu á skólafundl. Ef meirihluti þátttakenda á skólafundi er ein klíka, er engum um að kenna nema nemendum sjálfum. Til eru jákvæðar og neikvæðar klíkur. Mér er illa við hópa, sem koma einungis til að gagnrýna og rifa niður. Þessir menn vaða reyk, því að myndasamkeppni um kjallarann, leggja það síðan fyrir skólastjóm og athuga hvaða viðtökur hún fær. Sp: Hvemig er að lynda við Guðna? Sanstarf okkar hefur verið með ágætum. Þakka ég honum sérstaklega, hversu liðlegur hann hefur verið i sambandi við Selið. Sp: Hvemig er með inngöngu Iþróttafélagsins í Skólafélagið? Staða þess er alveg óbreytt. En ég tel mikla þörf á því að einfalda lög Skólafélagsins. Ég var ekki ágnægður með þær lagabreytingar, sem voru gerðar í fyrra. öska ég þess, að nemendur komi með tillögur þar að lútandi, en hver staða iþrótt-i afélagsins verður eftir það, er mér hulin sýn. Sp: hvenær kemst Selið í gagnið? Það er þegar komið i gagnið. Þriðjubekkingar fóru dagana 7.-8. okt. Sp: Hvemig hefur gengið að fá vinnuafl, og hvað- an kemur fjármagnið? Það er gamla reynslan. Það þarf að ýta á eft- ir fólki. En þegar upp eftir er komið, hefur þetta gengið prýðilega. Nokkrar af þessum ferðum ina. Eini gallinn við þetta svokallaða embættis- mannakerfi er, að nemendur álíta, að þegar kosn- ingum er lokið, séu þeir lausir allra mála. En það er vissulega rangur skilningur. Sp: Finnst þér viðhorf nemenda og skólayfirvalda til félagslðkana vera rétt, þ.e. að öll félags- starfsemi er í engum tengslum við skólalífið, en ætti í raun réttri að vera þáttur i skólalifinu? Mér finnst nemendur ákaflega leiðinlegir og daufir, hvað félagsmál snertir. I því sambandi hef ég heyrt t.d. að i V.I. sæki um Q0-9O% nem- enda á málfundi, en hér þykir gott, ef það er 10$ fundarsókn. Mér hefur oft fundist vanta meiri léttleika. Við erum e,t.v. hrædd við að gera okkur að fiflum Strax og fer að bera á einhverjum léttleika, þá líður ekki á löngu, að raddir menningarvitanna glymja í eyrum okkar. (Þetta er ómenning og okkur ekki samboðið.) Flestir halda, að ungt fólk sé óhrætt við að tjá sig, en reyndin er sú, að stærsti hópurinn er einangraður í sjálfum sér. Tel ég þetta að miklu leyti skólanum og foreldrum að kenna. Að mínu viti er þarna að flnna snertipunkt skólans annars vegar og félagslífsins eða bara lífsins hins veg- ar. Félagslífið á ekki að vera beint tengt skól- anum. Félagslíf er afþreyging, sem því mlður of fáir njóta, þvi að þeir koma sér ekki á framfæri. Skólafélagið stendur þeim opið og er reiðubúið að koma hugmyndum sínum á framfæri. Sp: Hvað um frjálsa mætingu? Eftir kynnum mínum á andlegu atgervi nemenda og af félagslífi þeirra virðast þeir ekki færir um að hafa frjálsa skólasókn. Þátttaka mín og annarra, sem standa framarlega í félagslifi, hefur verið mjög lærdómsrik og verður mér drjúgt veganesti. Ég vona, að sem flestir getj sagt þá sögu, þegar þeir ljúka námi hér i skóla. Þátttaka í félagslífi er nám án umsagnar. Kristín Jónasdóttir viðtaldi.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.