Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 15.11.1977, Side 9

Skólablaðið - 15.11.1977, Side 9
Þriðja starfsár Fjalakattarins er hafið. Fjölbreyttni einkennir val mynda, en þó er uppi- staðan i dagskránni norrænar og þýskar kvikmyndir, og er því nú kærkomið tækifseri til að kynnast nánar mörgum af fremstu leikstjórum þýskrar nútima nútíma-kvikmyndalistar. Sem dæmi má nefna Werner Herzog, Volker Schlöndorff og fleiri. Norrasni hlutinn er sænskar og danskar myndir. Hæst ber hinar 6 sænsku, en fimm þeirra eru eftir Ingmar Bergman. Þær eru BROS SUMARNÆTURINNAR (Sommer- nattens leende, '55), SJÖUNDA INNSIGLIÐ (Ret Sjunde Inseglet '56), AÐ LEIÐARLOKUM (Smultron- stállet, '57), MEYJARLINDIN (Jungfraukállaren, '60), ÞÖGNIN (TYSTUADEN, '6j). Þessar myndir eru allar gerðar á átta ára tímabili og gefa því góða mynd af Bergman sem leikstjóra á þessum árum, en Bergman gerði fyrstu mynd sína, KRIS, 1945. Sjötta myndin frá Svíþjóð er leikstýrð af Viktor Sjöman og nefnist á íslensku SIFJASPELL. Sögusvið myndarinnar er Svíþjóð á tímum Gústavs III. og eins og nafnið bendir til,. fjallar hún um systkini, sem eignast barn saman. Sjöman hepp- » nast mjög vel að ná anda átjándu aldarinnar og fá það besta fram hjá leikurunum. Tvær danskar myndir eru á dagskrá. Fyrst skal nefna myndina SULT (Hunger, '48), en henni leik- stýrði Henning Carlsen. Myndln er byggð á sjálfs- ævisögu Knuts Hamsuns og tekin í Osló. Myndin sýnir Hamsun þegar hann er að reyna að skapa sér nafn sem rithöfundur. Aðalhlutverkiö leikur Per Oskarsson, og þyklr hann fara á kostum. Hin mynd- in er KÆRA IRENE (Kære Irene, '71), en viðfangs- efni þessarar myndar er hinn sígildi þríhyrningur, það er eiginmaður, eiginkona og elskhugi. Myndin fjallar um unga danska konu, sem er virk í stjórn- málum, og togstreitu hennar milli eiginmanns annarsvegar, sem veitir henni það öryggi, sem hún SULTUR/HENNING CARLSEN. firirlítur, og hins vegar elskhugans, sem skortir þá ákveðnl og framkvæmdasemi, sem hún krefst af honum. ÞYSKA BYLGJAN. Hinn þýski hluti dagskrárinnar er að mestu byggður á verkum þeirra ungu leikstjóra, sem reynt hafa að endurheimta sess Þjóðverja í kvikmynda- gerð. Upp úr 1966 fór þýsk kvikmyndagerð að koma undir sig fótunum að nýju eftir langt hlé og á síðari árum hefur hún blómstrað. Sýndar verða myndir þriggja leikstjóra þessar- ar nýju kynslóðar. Ber þar hæst nafnið Werner Herzog, og verða sýndar fjórar myndir eftir hann i vetur. Fyrst ber að nefna myndina LlFSMARK, en hún er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Önnur í röðinni er myndin DVERGAR, og er hún einnig önnur mynd Herzogs í fullri lengd. Mynd þessi fjallar um dverga, sem hafðir eru í haldi, og uppreisn, sem þeir gera. Þriðja myndin er TRÉSKERI STEINER I SJÖUNDA HIMNI, sem er heimildarmynd um sviss- neskan skíðastökkvara og þykir kvikmyndatakan alveg einstök. Að lokum er ein nýjasta mynd hans sem ber nafnið GLERHJARTAÐ og var framleidd '76. Myndin er talin vera mjög persónuleg og jafnvel nokkrum árum á undan sinni samtíð. Annar þessara þýsku leikstjóra er Hans Júrgen Syderberg. Sýnd verður hin umdeilda mynd hans, LUDWIG, SALUMESSA MEYKONUNGS, en hún fjallar um viðburðarríka ævi hins brjálaða konungs Bæjara- lands. Þriðji og síðasti þýski leikstjórinn er Volker Schölondarff. Að þessu sinni verður sýnd ný mynd eftir hann, er nefnist NAÐARSKOTIÐ. Sögu- sviðið er Eystrasaltslöndin 1919. Eystlendingar og Lithaugar eru að berjast fyrir frelsi sínu eftir 200 ára kúgun. Einnig verða sýndar tvær þýskar myndir frá gamla tímanum. önnur þeirra er TÖSKILDINGSÓPERA ('31), sem Georg Pabst leikstýröi. Hin myndin er FRU KRAUSSEN ('29), leikstýrð af Piel Jutzi. 0RS0N WELLES, HRISTISPJÖT 0G AÐRIR. Þrátt fyrir það að dagskráin byggist upp á þýskum og norrænum myndum, er ýmislegt fleira á dagskrá. Sýndar verða þrjár myndir, gerðar eftir verkum Shakespeares. Þær eru LÉR KONUNGUR, HAMLET, sem Rússinn Grigori Kozintsev stjórnar, og MACBETH, sem Orson Welles leikstýrir. Frá Italíu kemur myndin I NAFNI FÖÐURINS, gerð 1971 af Marco Bellocchio. Þetta er þriðja mynd hans og ádeila á Italskar stofnanir. önnur Itölsk mynd er HERBRAGÐ KÖNGULÖARINNAR, eftir Bernando Bertolucci. Mynd þessi er dýrðlega fall- eg bæði að uppsetningu og kvikmyndun og jafnvæginu milli skýrleika í stílbrögðum og hvernig höfundur dylur viöfangsefnið er náð betur hér en nokkru sinni fyrr í verkum hans. Breskar myndir eru nokkrar í dagskránni, svo sem TUNGL YFIR STRÆTI, leikstjóri Joseph Despins. Mynd þessi er söngvamynd, þar sem blandast saman ofbeldi og blíða, þegar fjallað er um íbúa Notting Hill og baráttu þeirra við leigudrottna, óknytta- lýð og ráðamenn. Einnig kemur frá Bretlandi WINSTANLEY, leikstýrð af Kevin Brownlow og Andrew Mollo. Fjallar hún um tveggja ára tímabil í sögu Digger-hreyfingarinnar é 17. öld, en fylgismenn hennar fylktu sér um persónuna Gerard Winstanley verk hans og hugmyndir. GLADSTONBURRY HATlÐIN er tónlistarmynd, þar sem meðal annarra koma fram Fairport, Traffio, Family og fleiri. HESTERSTRÆTI er fyrsta m-ynd leikstjórans og rithöfundarins Joan Micklin Silvers. Fjallar hún um líf innflytjenda af Gyðingaættum í New York 1897 og aðlögun þeirra að breyttum aðstæðum. KING KONG. Frá Bandaríkjunum kemur sjálfur King Kong, þ.e. gamla útgáfan ('33). Einnig kemur þaðan myndin MARJOE. Fjallar hún um Marjoe PIER PAOLO PASOLINI. Gortner, sem er predikari. Hann hóf feril sinn þriggja ára, er hann var vígður til prests í kirkju föður síns. Frá Frakklandi koma myndirnar NÚMER 2 og HULDUMAÐURINN. Hinni fyrrnefndu leikstýrir Jean Luc Godarol, og er þetta ein nýstárlegasta mynd hans. Hin siðarnefnda er eftir Georges Franju. Hlutur Tékkóslóvakíu í dagskránni er mynd Juraj Herz, LÍKBRENNARINN. Myndin einkennist af gálgahúmor. Hún segir frá manni, sem starfar við líkbrennslu. Hann á konu, sem er Gyðingur, og þar sem hann óttast afleiðingarnar, þá myrðir hanij hana og síðan son þeirra. Að því kemur, að hann verður yfirmaður líkbrennslunnar, og sýnir myndin kæti hans, er hann hugsar til þeirra þúsunda nviðskiptavina" sem fasisminn mun færa honum. Einnig verður sýnd myndin LEYNDARDÖMUR LlF- FÆRANNA eftir Dusan Makaveyev. Myndin segir sögu tveggja stúlkna í Júgóslavíu og framtaksemi þeirr þeirra við að breiða út kynlífspólitík. Að lokum skal getið um myndina SAMUARI SJÖ eftir Akira Kurosawa og svo HREINSUNARELDINN eftir Michael Meschke. Þar sem sýningar verða sennilega hafnar áður en þetta birtist er ekki minnst é myndina THEOREM eftir Pasolini; þó er þessi mynd í alla staði athyglisverð. Stefán Kristjánsson. E.s. Eg vil eindregið hvetja alla nemendur Menntaskólans í Reykjavík, til að láta ekki starfssemi Fjalakattarins fara fram hjá sér; hér er um að ræða kvikmyndir sem ekki verða séð- ar annarstaðar i Reykvískri kvikmyndamenningu. Okt. 1. 2. 6. 8. 9. ... 13. 15. 16. DRAUMUR OG MARTRÖÐ/ABE OSHEROFF & L.KLINGMAN. 20 . 22 . 23. 27 . 29 . 30. Nov. 3. 5. 6. ... 10. 12. 13. 17. 19. 20. 24. 26. 27. LÉR KONUNGUR/GRIGORI KOZINTSEV. Des. 1. 3. 4. 8. 10. 11. 15. 17. 18. Jan. 5- 7. 8. 12. 14. 15. 19. 21. 22. ÞÖGLI MAÐURINN/JOHN FORD. 26. 28. 29. Feb. 2. 4. 5. 9. 11. 12. 16. 18. 19. 23. 25. 26. Mar. 2. 4. 5. 9. 11. 12. 16. 18. 19. 23. 25. 2’6. - 30. Aþb. 1. 2. 6. 8. 9. 13. 15. 16. 20 . 22 . 23. 27 . 29 . 30. Maí. 4. 6. 7. 11. 13. 14. 18. 20. 21. 25. 27. 28.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.