Skólablaðið - 15.11.1977, Qupperneq 13
Arið 1952 flutti Mann aftur til Sviss og hélt áfram að skrifa allt til danðadfigs, en hann dó
áttræður að aldri 1955.
Það er einkum áhugavert við sögur Thomasar Manns, hve reynslan hve reynslan varð honum drjúgt
veganesti og lærdómsrík. Hann var i upphafi forhertur einveldissinni og taldi stríðið lausn á öllum
vanda. En hann sá seinna hve mikil blekking þetta var, og umhverfðist í öllum skoðunum sinum og þjóð-
félagsafstöðu. Batnandi manni er best að lifa. En sorgarsagan var sú að þeir voru svo. fáir, sem lærðu
af reynslunni, flestir gripu höndum um tálið á ný.
Fátt hefur birzt eftir Thomas Mann á islenzku. Helzt er það sjálfslýsingin, Tóníó Kröger,, þýdd
af Gísla Asmundssyni. En fyrir þá sem lesa þýzku og ensku (en það eru velflestir menntaskólanemendur),
er mjög auðvelt að verða sér úti um bækur Manns. Flestar bókaverzlanir skarta höfuðritum hans. Það er
í raun menningarleg skylda, að brjótast í gegnum verk eins og Töfrafjallið (Der Zauberberg/The Magie
Mountain). Mörgum finnst hann of kaldur, of fágaður, og segja að maðurinn skrifi eins og vísindamaður.
Tvær dætur hans hafa skrifað hvor sína bókina um föður sinn. Mann-vinir hafa eflaust mikla ánægju af
að kynna sér þær bækur báðar. Það er ekki hætta á því að þær kunni ekki að setja fram ljóslega sitt
efni. Auk þess arfs, sem þær hafa þegið úr föðurkyni, var móðir þeirra sögð gáfuð kona. Mann-ættin er
öll skrifandi; frægastur auk Thomasar Mann er Heinrich Mann.
Um Thomas Mann látinn var sagt: nÞað skrifar enginn framar eins og Mann."
Ég lýk þessum pistli á nokkrum orðum Thors
Vilhjálmssonar um Mann: „Mann var mjög þýskur í
anda á þann hátt, sem okkur er Þýskaland verð-
mætt. Enda var hann Gyðingur. Hann var afar meþó-
dískur andi: Enginn annar höfundur sem ég veit
af hefði getað skapað verk eins og Doktor Faust-
us. Lærdómur hans var yfirgengilegur og kjarntæk-
ur. Hann var pedantískari en andskotinn er í sín-
um vélum og nægði aldrei minna en rannsaka það,
sem hann skrifaði um, til þeirrar hlítar að ýms-
ir vel gerðir menn, sem eyða ævi sinni til að
sérþroska sig við hin tilteknu viðfangsefni,
vissu ekki betur en Mann."
ÞÝSKALAND ... HRINGSNERIST ÞA A TINDI
IGRIMMILEGRA SIGRA OG VAR I ÞANN MUND AÐ VINNA
GERVALLAN HEIMINN FYRIR TILSTILLI ÞESS EINA
SATTMALA, SEM ÞAÐ VAR AKVEÐIÐ I AÐ HALDA, SATT-
MALANS, SEM ÞAÐ HAFÐI UNDIRRITAÐ MEÐ BLÖÐI SÍNU.
NÚ HERST ÞAÐ FRA ÖRVÆNTINGU TIL ÖRVÆNTINGAR,
UMSETIÐ DJÖFLUM, MEÐ HÖND FYRIR ÖÐRU AUGA OG
STARIR A VOÐAVEKK MEÐ HINU. HVENÆR LENDIR ÞAÐ A
BOTNI HYLDÝPISINS? HVENÆR GERIST KRAFTAVERKIÐ,
SEM mAttur tröarinnar nær ekki að umfaðma, og
hvenær mun ljös vonarinnar daga í algeru von-
LEYSINU? EINMANA MAÐUR KROSSLEGGUR HENDURNAR OG
SEGIR: „GUÐ VERI ÞINNI AUMU SAL LlKNSAMUR, VINUR
MINN, FÖÐURLAND MITT."
THOMAS MANN: DOKTOR FAST (niðurlag).
-AMLOÐI
HEFIR SAMÍfiL
ar kröfur til skóla sem félags- og uppeldisstofn-
ana. Af þessum ástæðum er skilningur þorra fólks
hérlendls á félagslífi rangur. öllum finnst sjálf
sagt, að þeir, sem stunda einhvers konar félags-
störf, leggi á sig aukaálag. Fólk hugsar sem svo:
„Nú, þetta er það, sem það sóttist eftir, svo gjöj
ri það svo vel." Allt of oft vill líka brenna við,
að þeir, sem að einhverju leyti taka þátt í félag-
slífi skóla, verða annaðhvort aftur úr í námi eða
sinna því starfi, sem þeir tóku að sér, ekki sem
skyldi. Félagslíf og félagsstörf í skólanum sitja
algerlega é hakanum, og vafamál er, hvort ekki
veröur alveg að kasta þeim fyrlr borð, í stað þess
að láta félagslíf véra í eðlilegu samhengi við
námið (þó að ég sé ekki tilbúin að segja. hvernig
það yrði í framkvæmd). Sjálfsagt þykir að öll
félagssarfsemi sé utan ramma skólastarfsins, þótt
augljóslega megi sjá, að samvinna, samræður. sjál
fstæð vinnubrögð og ýmiss konar skapandi starf,
hvort sem það er verklegt eða bóklegt, er ekki
síður þroskandi og menntandi en margt 1 okkar
fast^jótaða og oft þrautleiðinlega kennslufyrir-
komulagi,- þó að í okkar gamla kerfi megi finna
margt gott rétt eins og í öllu öðru skipulagi.
Flest okkar hafa vit á að koma ekki nálægt
.félagsstarfi nema þá einstöku sinnum til að skem-
mta sér eina kvöldstund. En einstaka kjánar
Hvern fjárann þýðir orðið félagslíf í hugum nem-
enda í M.R.? Finnst nemendum þeir vera að sinna
einhverri óljósri, gamalli hefð? Kannski er það
einhver lynd þörf eða angi af uppreisn til þess
að vinna og hugsa eitthvaö á eigin spýtur öðruvísi
en allir aðrir, en láta ekki mata okkur látlaust
á skólaverkefnum, sem við meðtökum samviskusamlega
Jafnvel er hugsanlegt, að þeir, sem stunda félags-
líf, séu „exhibitionistar", þótt flestum þyki það
súr biti.
aeði fyrr og síðar hafa ritnefndarmenn og
fleiri kvartað um áhugaleysi skólafélaga sinna á
almennu menningar- og félagslífi skóla okkar. Er
þessi deyfð kannski sönnun þess, hversu vel skóla-
kerfinu hefur tekist að gera okkur að góðum og
þægum borgurum?
Skólamál, þjóðfélagsmál og þar með pólitík eru
mjög tengd öfl, þó að háværar raddir hafi verið um
það, að pólitík og skóli eigi ekkert sameiginlegt.
En svo að ég víki nú aftur að félagslífinu og
hugsanlegum orsökum fyrir deyfð nemenda, þá er
ekki sennilegt. að þar megi einungis um kenna leti
og sinnuleysi nemenda gagnvart umhverfi sínu. Or-
sakirnar hljóta einnig að vera hjá
yfirvöldunum. Um það má svo deila, hvort einungis
er um að kenna skólayfirvöldum eða yfirvöldunum,
sem stjórna landinu hverju sinni.
Mergur málsins er auðvitað sá, að skólayfir-
völdin gera ekki ráð fyrir félagslífi. Og um leið
gegna skólarnir ekki hlutverki sínu sem uppeldis-
stofnanir eins og skyldi. A okkar dögum eru gerð-
Legg ég nú til, að skiþuð verði ráð nemenda
og kennara í hverjum sfcóla, sem skiluöu svo áliti
hvert um sig, og unnið yrði svo úr þeim úrlausnum
af fulltrúum nemenda og skólayfirvalda. Það yrði
a.m.k. skref í áttina til úrbóta á þessu sviði,-
þó að mlklu fleira en það, sem ég hef drepið hér
á, þurfi að taka til endurskoðunar.
Af þessum sökum má segja, að skólayfirvöld
eigi næsta leik. En hvers eru þau megnug í ihald-
sömu þjóðfélagi? En þrátt fyrir íhaldssamt þjóð-
félag, tel ég, að skólayfirvöld geti komið dálit-
ið meira en verið hefur lengi til móts við okkur
nemendur og kennara. Efalítið mundi takast eðli-
legra og skemmtilegra samband milli þessara aðil-
ja, kennara og nemenda, ef þeir fengju fleiri tæk-
ifæri en nú til að vinna saman að þessum verkefn-
um. Eg er viss um, að báðum aðiljum líkar illa
þau skipti eins og nú er komið málum, en sætta
sig við það af gömlum vana.