Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 32

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 32
OUID NOVI Elne klelne Revolution. Byltingaröflin í skólanum hafa loks náð takmarki sinu. Öðum smádrengjum sjúkum í blóð og ofbeldi tókst með hjálp verkfallsvarða BSRB að hafa Guðna rector Guðmundsson undir og hrekja kennara og áhugasama og iðna nemendur á flótta, voru þessir aðilar ekki ánægðlr fyrr en durum skólans hafði verið læst og öll kennsla felld niður, þá loks hrósuðu þeir sigri. Ofbeldið hafði borið sigur- orð af lærdómsfýsninni, upplausn sigrað lög og reglu. Hve langt á að liða þessum stjórnleysingjum að ganga? í>urfa þeir að drepa einhvem, brenna skólann, sprengja alþingishúsið, svivirða dóm- kirkju, eyðileggja lýðveldið og rasna iðnrekendum áður en yfirvöldin gera sér ljóst að þessa menn verður að taka úr umferð og taka ekki á þeim með neinum silkihönskum, með illu skal illt út reka. Var fyrir þessa menn sem upplýstir borgarai þessa lands börðust 1874, 1918, 1933» 1944 og 1949? NEIo’ Vér krefjumst tafarlausra aðgerða. Vestrænni menningu verður að bjarga. Minnumst frumherja, Jóns Sigurðssonar, Thórs Jensen, Bjama Benedikts- sonar, Einars Benediktssonar og Haralds Böðvars- sonar, sem vér berjum á postulum eyðileggingar og stjórnleysis.' Rís upp þú unga íslands merki: með lögum skal land byggja.' Ný von. Að undanfömu hafa spilling og úrkynjun riðið húsum hér í Menntaskólanum, á fallanda fæti hafa verið góðir siðir og fornar dyggðir, viðurkenndu og velmetnu lífsviðhorfi hefur verið varpað fyrir róða og hefur rétthugsandi mönnum blöskrað þessi þróun. En nú er öldin önnuríJ! Stofnað hefur verið framsækið ungfascistafélag hér i skólanum, skal það snúa vöm i sókn og kveða niður allar kenndir til marxisma, anarkisma. borgaralegrar frjálshyggju og annarra ummerkja úrkynjunar og lágkúru og hefur félagið það að leiðarljósi að tilgangurinn helgi meðalið. Þetta félag, sem nefnt er II Futuro, lýtur leiðsögn trausts og ástsæls ungherja hér í skóla, II Duce er hann kallaður af samherjum jafnt sem andstæðinum, samherjar hans segja þetta nafn fullir trúnaðartrausts og elsku, andstæðing- arnir fullir hatri og ótta. II Duce hefur þegar gert þann usla í herbúðum óvinanna að vart munu þeir eiga sér viðreisnar von, þó er ástæða til að minna alla ungfascista á að sofna ekki á verð- inum og víkja hvergi af vegi félagsins og leið- togans til þess að illum öflum niðurrifs og eyði- leggingar takist ekki að hreiðra um sig á ný í skólanum. Að lokum: Til allra ungfascista: Fylgjum foringjanum, hinum goðumlíka II Duce, og félagi hans, II Futuro, til sigurs.' Berjum á andstæðingunum, kommonistum, anarkistum, júðum, negrum, kynvillingum, námsmönnum, "menningar- róttæklingum", abyssiníumönnum, dvergum, brúnum börnum, mótmælendum, mormónum, guðleysingjum, fjölgyðismönnum, heiðingjum, hreyfihömluðum, hug- fötluðum, svíum og öllum þeim sem ekkl teljast til hinnar goðlegu hreyfingar fascista.' Avanti.' Til sigurs.' Alldóre Torgeiri gialdcheri di Futuri. GLATAÐUR VINUR AMICUS RARA AVIS EST. við vorum vinir og höfðum verið svo lengi sem ég mundi enn þá kom HtJN....... jáj hún (sicJ) sem tók hann frá mér hann var ekki lengur venör og það voru ekki lengur föstudagar hjá Alfredó skransala. Spurt er (með hliðsjón af þríburafæðingunni í Grímsey), hve marga aðgöngumiða á ritnefndar- dansleikinn ex-verðlaunahafi í iðni, siðprýði og háttvísi (hjá Kiwanisklúbbnum pabba síns) hafi eiginlega á prjónunum að fá... Sagan af litla hestinum og hvíta riddaranum. Einu sinni fyrir langalangalöngu átti ung og fögur mær heima hjá ömmu sinni í litlu husi í skóginum. Hún var voðavoðahamingjusöm hjá ömmu sinni og þeim leið báðum voðavoðavel. En þegar yfir þjóðina dundu miklar hörmungar, hor og land- skjálftar varð gamla amman að lata ungu stulkuna frá sér þvi hún átti ekki lengur mat handa þeim. Litla stúlkan fór á vergang og kynntist vondu fólki, þar á meðal var gömul og ljót garlakerlíng sem garlaði hana að helli sínum og breytti henni þar í lítinn hest vegna þess að henni þóttu hrossabjúgu hið mesta lostæti. En sem garlanomii mundaði sveðjuna bar þar að fátækan hvítan ridd- ara nýkominn heim úr Jórsalaför, hann var hest- laus og er hann heyrði neyðaróp veslings mærinnar "Ég er bara litill hestur.'" aumkaði hann sig yfir litla hestinn og frelsaði hann úr höndum garlakerlíngarinnar. Æ síðan hafa litli hesturinn og hvíti riddarinn fylgst að og fer mjög vel á með þeim, úti er ævintýri. BAD LOSER? Hvað var Jón Bragi eignlega að reyna að segja á fyrsta skólafundinum? EXSPECTOR? Hver er Amlóðl? - Haft er eftir ólygnum, að slóðir höfundar greinar um Thomas Mann megi rekja allt til Freiburg im Breisgau... HOOfíAY FOfí THEU.S.A.l Nýlega tilkynnti geimferðastofnun Bandaríkjanna um wal á nýjum hópi geimfara sem leggja skulu aðrar reikistjörnur og sólir undir forsjá Guðs eigins lands. Wakti það sérstaka athygli að meða] hinna nýju geimfara war einn íslendingur og er það að sögn mikill heiður að komast í þennan hóp útwaldra. Er þar um að ræða Kristin Andersen sem mun werða radíó-amatör geimfarsins Argonaut I sem leggur af stað í sina fyrstu ferð fljótlega. A meðfylgjandi mynd má sjá Kristin Andersen og Jimmy Carter forseta U.S.A. en þeir eru miklir winir og hafa lengi werið. RURUS OG PREST(YNJU)DOTTIRIN I nánd við bókhlöðu þjóðarinnar á Hverfisgötu stendur eilitið hús; eitt af síðustu vígjum ísl. tændamenningar. Þar býr sveitapllturlnn. Rækt hans við arfleifð ungmennafélaganna er til fyrir- myndar öllum þeim, er telja vit og vensl æðri víni og vífi. Pilturinn hefir frá blautu barns- beini lagt land undir fót og verður lengi í minn- um höfð lystirelsa hans og fáeinna útvaldra í garðland Reykvíkinga við Korpúlfsstaði. Hann hef- ur framar öðrum á valdi sínu samrasmt göngulag fomt, fer álútur, einn saman, og fylglst þannig með viðgangi og vextl móður jarðar. Eftir þriggja ára strangt nám við virðuleg- ustu menntastofnun þjóðarinnar fór þó ekki hjá þvi að ys og þys borgarlífsins, spilling æskunnar, og þó einkum og sérílagi lestir latínunemandi bekkjarfélaga hans síuðust inn í mjólkurhvít hug- arfylgsni þessa eðlisborna fjósamanns. Hann leit- aði eftir félagskap fáklæddra dansmeyja á öldur- húsum. Rauf templaraeiðinn, sem hann sór bamungui I ofanálag freistaði hann svo siðprúðra skólasyst- ra sinna, sem enga vansa máttu vita, með því að vera til fara líkt og náradansmær úr austurlöndum efri... Eitt sinn var stráksi á leið i vertshús það, er síðarmeir var ort um „nú er hún Tjamarbúð stekkur". I ölblindu villtist hann þó inn í heljai mikla beige-lita höll, er rís við æðri enda Aust- urstrætis og er kennd við samtök, stofnuð í eina tið af General Booth. Og viti menn, sem hann sat þar inni, lyktandi af saurlífi, gekk til hans stúlka, björt yfirlitum. Skein innri friður úr ásjónu hennar, var hún íklædd einkennisbúningi, svörtum að lit, búningi, sem vígður er friði og fyrlrgefnlng Krists Jesú. Hún tuggði togleður af miklum móð. Til hennar orti hann svo drápu mikla: 1 stormi æstum skjól mitt er ó, Yrsa, þú og ættin þín. Afi þinn af öllum ber, ekki er slðri mamman fín. Veit ég þinna vensla tal, um Vimma, Gylfa og Steina spaka. Það er mikið ættarval, ég ætla þig til konu að taka....

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.