Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 2
IDITOR MCIT: I VOIililK OKO1111 AVAKKÍMIA Undanfarna mánuöi hafa hryðjuverk veriö nokkuö til umræðu í hinum ýmsu fjölmiölum. Mörg umræddra hryðjuverka má rekja til hugsjóna- stefnu, sem nefnd er „anarkismi" (stjórnleysis- stefna). Mest hefur borið á starfsemi stjórn- leysingja x Vestur-Þýskalandi, enda er sagt grunnt á fasisma í því landi. Margir hafa - og þá einkum menntamenn - lýst yfir nokkurri sam- úö með athöfnum stjórnleysissinna, en vígbúast þrátt fyrir þaö gegn þeim af skiljanlegum og raunar nauösynlegum ástæðum (aö mínu mati). Eins og alkunna er boðar anarkisminn þjóöfélags- lega formleysu; þjóöfélag án framkvæmdavalds eöa miöstjórnunar, og vilja raunar afnema hvers konar opinbera sýslu. Áhangendur stjórnleysisstefnunnar eru byltingarmenn, og eins og allir byltingarmenn (einnig þeir, sem böröust fyrir lýðræöi á sínum tíma - og gera enn), krefjast þeir rétt- arins til að trúa á og framfylgja, í krafti trúar sinnar, öörum sannleika en kann aö vera viðurkenndur í það og þaö skiptið. Þetta gerði Jesús nokkur, kallaður Kristur. Meö nokkrum sanni má fullyrða eftirfarandi um um stjórnleysisstefnu: í fyrsta lagi, hiö fegursta stjórnarform (afsakiö orðið form), sem sett hefur verið fram. Og í öðru lagi, gjör- samlega óframkvæmanlegt draumsýniskjaftæði, þ.e.a.s. ef menn vilja halda í þær þjóðfélags- umbætur, sem áunnist hafa, eins og t.d. réttar- öryggi, löggæslu, heilbrigöisþjónustu og fleira má telja upp, samgöngukerfi ýmis konar, fjöl- miðla o.s.frv. o.s.frv. Allt framantaliö grund- vallast að meira eða minna leyti á miðstjórnun og misskiptingu valds. Ég sagöi fyrr: „...hiö fegursta stjórnar- form..", vegna þess takmarkalausa félagsþroska, sem stjórnleysisstefnan óneitanlega krefst af sérhverjum einstaklingi, sem yrði íbúi hins (hugsanlega) framtíöarríkis, sem draumurinn boðar. En félagsþroski og orö eins og samhyggö rúmast nú á tímum einungis innan fjölskyldu eöa náins kunningjahóps. 1 fréttum fyrir nokkrum árum var frá því sagt, að ungur maður heföi orðið úti viö mikla umferöargötu á höfuöborgar- svæðinu. Vafalítið hafa einhverjir hinna mörgu, sem óku framhjá hinum deyjandi pilti, hugsaö sem svo, að lögreglan myndi taka manninn upp, eöa þá einhver annar. 1 þjóðfélagi okkar hefur einstaklingurinn varpað ábyrgöarhluta sínum yfir á sérhæfðar stofnanir. Afskiptaleysi virö- ist vera tíðarandinn. „...óframkvæmanlegt draumsýniskjaftæði..", sagði ég vegna þess, að anarkisminn gerir hvergi ráð fyrir „Stóra-bróður" mannsins: valdafíkn. (Ég vil taka fram, aö varast ber aö lasta valda- fíkn um of; án óbeinnar íhlutunar værum viö ekki á því tæknistigi, sem rauri ber vitni. „..Aöeins aö þrýsta á einn hnapp og þvotturinn kemur tandurhreinn nánast upp á snúru hjá þér." ...Og einungis örfáa hnappa til þess að leggja heiminn í rúst). Flest heimspekikerfi, sem rýna í „strúktúr" þjóðfélagsins, grundvallast aö miklu leyti á kenningum um valdiö; hvernig beri að dreifa því; hverjum beri aö beita því, og hvernig. Lög eru afkvæmi þessara hugleiðinga. Forn-gríski heimspekingurinn Platón gerir t.a.m. greinar- mun á „kennisetningum manna" og „lögum náttúr- unnar". Hið fyrrnefnda kallar hann tæki fjöld- ans til að vernda sig gegn ofurmenninu. Hiö siðarnefnda er óskráður réttur hins sterka til að drottna yfir þeim veikari. Og þaö eru ein- mitt þessi „lög náttúrunnar", sem standa eins og ókleifur múr í vegi fyrir hugsanlega vel heppnaöri framkvæmd anarkismans. I þjóðfélagi an nokkurra laga, mun ofurmennið í öllum til- fellum hagnýta sér yfirburði sína, og skapa einræði á einhvers konar formi, og þar meö er anarkisminn úr sögunni og hefur einungis þjón- að þeim tilgangi, sem er alger andstæða stefn- unnar, að færa valdið í hendur einræðinu. Þó að margt neikvætt megi segja um stjórn- leysisstefnuna og að það sé auðsætt mál (fyrir suma), að stefnan verði aldrei til í framkvæmd, held ég að tímabært sé fyrir okkar sérhæföa þjóöfélag að taka sér ýmislegt úr hugsjóninni til fyrirmyndar. Þessar „kennisetningar manna", sem ég gat um hér aö framan, eru á góðri leið með að gera menn nú á tímum að kjarklausum, ómeövituðum þrælum síns eigin (sjálfsagða) kerfis. Það ber að hvetja einstaklinginn til að hugsa sjálfstætt og framkvæma sjálfstætt, en forðast aö gera hann að andlega hjáxparvana brjóstmylkingi kerfisins. 1 því felst dauða- dómur yfir lýðræðinu, sem krefst vakandi og sterkra einstaklinga. Eins og málin þróast nú (og hafa gert um árabil), virðist mér aö viö „hinir veikari" séum aö greiða götu ofurmennis- ins; séum að skapa honum „réttan stað og stund". Flestir hljóta að viðurkenna, að ýmislegt gott er að finna í stefnu anarkismans. Hins vegar eru að það aðferðir hinna róttæku stjórn- leysingja, sem falla okkur miöur vel í geð. Ekki alls fyrir löngu var mínu „borgaralega uppeldi" nóg boðið og ég vék mér þá, þrútinn af reiði og meðaumkun með fyrrverandi nasista- foringja í Vestur-Þýskalandi, að manni nokkr- um hér í skóla, sem þekktur er fyrir að vera „ungur og reiöur" og anarkisti í tómstundum, og spurði hann hinnar klassísku fávitaspurn- ingar: Hvernig geturðu réttlætt þetta? Og hann svaraði: Ég meina, afhverju ekki? Er þetta ekki alveg sjálfsagður hlutur? Þó að svar þetta sé hvorki ítarlegt eða greinargott, varð mér þó ljóst, að þrátt fyrir það aö aðgerðir umræddra anarkista veröi ekki réttlættar útfrá lýðræöis- legum réttlætishugmyndum, þá eru þær réttlátar séö frá sjónarhóli stjórnleysisstefnunnar. 1 lýöræöisþjóðfélögum ber að koma breytingum á stjórnarfari fram með almennum kosningum, en þessu er ekki fyrir að fara í kenningum anar- kismans. Eins og áður sagði, er anarkisminn and-kerfi, sem hvorki gerir ráð fyrir kosningum eða kerfi. Svo gerólíkt er það hugsjónakerfi, sem vié búum við £ framkvæmd, anarkismanum, að aldrei mun koma til nokkurrar málamiölunar þar á milli. Þess vegna hlýtur einasta svar lýöræð- isins gegn anarkisma aö vera: Tortíming stjórn- leysissinna. Ef ekkert er að gert mun stjórnleys isstefnan færa okkur beint í fang einræðis. Lýðræöiö, eins og reyndar öll önnur stjórn- skipulög, hlýtur að verja tilverurétt sinn, ekki aðeins vegna þess, að það er orðið „ást- fangið af sjálfu sér", heldur einnig vegna hins, að margir þegnar í lýðræðisþjóðfélaginu, eru orðnir svo heilaþvegnir af „sjálfsögðum hlutum" og „réttu og röngu" , að þeir eru alls ófærir um að vega og meta kosti og galla annarra hug- sjónakerfa. Boðskapur stjórnleysisstefnunnar var og er fyrirfram dæmdur af mörgum, sem vit- leysa eða úrkynjun. Hryggilega sjaldan er hugsað um hermdarverkamenn, sem píslarvotta eigin krefjandi sannfæringar um nýjan og betri heim, fegurra mannlíf. Athugasemd viö l.tbl. 53.árg. Hlutverk ritstjóra Skólablaösins er nokkuð fjölbreytt og raunar er umdeilanlegt, hvert starfssvið ritstjóra er. Hver og einn hefur sýna skoðun á því máli og ég held að mín viðhorf til starfanns séu engu afbrygði- legri en margra annarra. En aldrei datt mér í hug, að ég þyrfti aö taka að mér barna- gæslu, sem pabbi og hafa eftirlit með þv£ að upplýstir borgarar spylltu ekki verö- mætum. Tildrög þessa oröa minna eru þau, aö Guöni Bragason, fyrrverandi forseti Lista-^ félagsins skilaði til ritnefndar sk£rslu fél- agsins 1976-77 og var hún sett upp, sem annað efni. I skjóli nætur réöust einhver fullorðin smábörn, sem hafa öll völd £ „kompunni" Skólablaösins og krotuðu ýms setningarfræðileg tákn, sem sneyða aö ónefndum rithöfundum, er greinin getur um. Einnig hefur orðalag á stöku stað verið bætt - eða eins og Guðni Bragason sagði: „Það trallar á samkomum Listafélagsins". Skólablaðið hefur áunnið sér þaö orð, að vera með vönduðustu skóla- blööum, sem gefin eru út. Misþyrmingin á skýrslu Listafélagsins er grófleg móðir þess.„standars", sem blaðið hefur öölast. Það er áskorun m£n til týttnefndra einstak- linga, hvort sem þeir eru utan eða utan rit- nefndar, aö þeir láti af þessari óhæfu. Ég vil krefja Guðna Bragason afsökunar á þessu leiðindaatviki. Guðmundur Karl. Skólablaðið 2.tbl. 53.árgangur. Ritstjóri: Guðmundur Karl Guðmundsson. Ritnefnd: Hrafn Þorgeirsson Illugi Jökulsson Kristin Jónasdóttir Kristján F. Magnús. Opin ritnefnd: Haraldur Jónsson Jón B. Guðlaugsson Þórhallur Eyþórsson. Uppsetning: Illugi Jökulsson Guðmundur Karl Haraldur Jónsson Þórhallur Eyþórsson Kristján F. Magnús Krist£n Jónasdóttir. Forsiða: Gömul skólamynd. Ljósmyndir: Stefán Kristjánsson. Ábyrgðarmaður: Jón S. Guðmundsson. Ötgefandi: Skólafélag M.R. Filmu- og plötugerð: Repró. Prentun: Formprent.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.