Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 22

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 22
er orðinn svo mikill að við höfum úr engu að spila. Kannski er farið að spesíalísera of mikið. Sp. Eru elnhverjar breytingar í aðsigi? Engar meiriháttar breytingar eru í aðsigi í bili. Við höfum verið með smávægilegar breyt- ingar á hverju ári undanfarin sjö ár. Þær breytingar hafa aðallega staðið í sambandi við þessa nýju reglugerð um menntaskóla. Sp. Hvers vegna er val ekki aukið? Val, sem er mjög takmarkað, hefur tiltöru- lega lítið gildi; þ.e.a.s. ef við getum ekki boðið upp á mjög fjölbreytilegt svið í valgrein- um, þá missa þær raunverulega marks. Reglugerðin gerir ráð fyrir ákveðnu magni af vali.. Sp. Geta menn tekið sig saman um eitthvert ákveðið val, sem ekki er til staðar og fengið þvi komið á? Það fer náttúrlega svolítið eftir því, hvaða möguleika vlð höfum á þvi að útvega kenn- ara. . .Já, héma er þetta: reglugerðin gerir ráð fyrir fimmtán einingum í val. Enginn mennta- skólanna hefur treyst sér til að fara svo hátt. Sp. Hvað höfum við margar einingar? I máladeildinnl eru fjórtán einingar. Sp. Fjórtán einingar? Nei, hvað er þetta? Er ég að ljúga þessu? Nei, nei, við höfum fjórtán einingar. Ef við hins vegar lítum á raungreinasviðið, kemur í ljós að menn í stærðfræði-, eðlisfræði- og efriafræðideildum hafa sloppið með sex tíma í vali. Sp. Er hinn hefðbundni menntaskóli að leggja upp laupana? Það held ég ekki. Ég held að hans verði kannski enn þá meiri þörf, sem viðmiðun við fjölbrautarskólana; að þeir hafi viðmiðun við þetta formlega - og kannski einhæfa - nám, sem menntaskólar bjóða upp á. Ég er þeirrar skoðun- ar að menntaskólar gefi mönnum staðgóða undir- stöðumenntun - það er ef menn vilja taka við henni. Sp. Staðgóð undirstöðumenntun: tilheyra þessi orð ekki fortíðinni núorðið, vegna hinnar miklu sérhæfingar í kennslu. 1 þessum skóla hefur verið reynt að hamla eins mikið á móti þeirri þróun og hægt er. Eina skipt- ingin lengi vel á milli stærðfræði- og máladeildar Ég man ekki nákvæmlega hvenær hún kom til, jú... það var í kringum 1920. Fram að þeim tíma tóku allir sama stúdentspróf. Stærðfræðideildin var árum saman ákaflega lítil og eingöngu opin mönnum, sem sýndu sérstaka hæfileika í stærðfræði. Næsta skref er það, að Háskóli íslands fer að loka ákveðnum deildum fyrir máladeildarfólki. íetta hafði milíla fjölgun í för með sér í stærð- fræðideildinni. Nú, á undanförnum árum hefur mála- deildarfólki meira að segja verið meinaður aðgang- ur - að miklu leyti - að læknadeildinni, sem hafði alltaf verið þeim opin áður. Vissulega hefur þetta haft í för með sér óhjákvæmilega sérhæfingu innan menntaskólanna. Sp. Finnurðu einhvern mun á nemendúm núna og þegar þú hófst starf hér? Nei, ekki neinn verulegan. Þetta er allt saman indælis fólk og hefur alla tíð verið. Auðvitað vildi ég gjarnan sjá miklu betri námsárangur; Það er mér mikið kappsmál, að ná út úr hverjum nemenda eins miklu og hægt er. ,..Ég hef síður en svo neitt á móti því að, sem allra flestum sé gefin kostur á því að læra og stunda nám við sltt hæfi. En ég er jafnmikið á móti því að etja mönnum út í nám, sem þeir ráða ekki við. Sp. Einhverjar síðbúnar nýjárskveðjur til nemenda M.R. VERIÐGLOÐ Innlendar og erlendar bækur ávallt ffyrirligjandi í miklu úrvali Nýjar bækur koma daglega. Útvegum allar ffáanlegar erlendar bækur og tímarit Bókaverslun Snœbjarnar Hj%FIVARSTRÆT|4«G 6

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.