Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.02.1978, Qupperneq 10

Skólablaðið - 01.02.1978, Qupperneq 10
PALESTÍNUARABAR STUTT GREÍNARGERÐ UM UPPRUNA OG EFTÍRLEÍK PALESTÍNUMÁLSINS FORMÍLI Mörgum nemendum þessa skóla mun sjálfsagt keyra um þverbak, þegar þeir sjá þessa fyrirsögn. Ykkur finnst málefni Palestínuaraba koma okkur menntaskólanemendum harla lítið við. En tilgangur skólagöngu okkar hlýtur þó umfram allt að vera að þroska hæfileika okkar. Viðurkenni ég þó fúslega, að sú þekking, sem við öðlumst með hinu bóklega stagli, er grundvöllur skilnings okkar á atburðum á hinum alþjóðlega vettvangi. Menntun okkar hlýtur að miða að því að við verðum sjálfstæðar mannverur. Reynum að losa okkur við sem flesta fordóma og víkka sjóndeildarhring okkar. Af þessum sökum tel ég mér óhætt að koma þessum greinarstúf á framfæri. Ætlun mín með frá- sögn minni er að lýsa aðdragandanum að vandamál- unum fyrir botni Miðjarðarhafs, hvemig aðrar þjó- ir hafa dregist inn í deilurnar og hvernig stór- veldin nota völd sín til að ota sínum tota í eig- inhagsmunaskyni, jafnvel þó að ekki virðist alltaf svo í fyrstu. FORTlÐIN Arabar hafa verið melrl hluti íbúa Palestínu síðan á 8. öld e.kr. Þeir bjuggu þá við hlið Gyð- inga og kristinna manna. Þessir íbúar mynduðu Palestínsku þjóðina án tillits til trúarbragða og litarháttar. Þó hafði þjóðin á sér sterkan arabís- kan blæ vegna nágrennis við arabísk menningarsvæði og Múhameðsmenn í algerum meiri hluta. Þessi þjóð átti sameiginlega tungu, menningu, sögu og lands- svæði. Landið var um langt skeið bitbein stórvelda, og réðu Arabar og evrópskir krossfarar þar á víxl. En á 16. öld náði tyrkneska Ottomanveldið yfirráð- um og hélt þeim allt til loka fyrri heimsstyrjald- ar, er landið varð vemdarsvæði Breta. BALFOUR-YFIRLÍSINGIN Balfour utanrikisráherra Breta, birti þá yfir- lýsingu árið 1917, að stefnt yrði að stofnun heim- kynna Gyðinga í Palestínu. Var þetta gert samkvæmt kröfum Síonista, en sú pólitíska hreyfing var stofnuð 1897- Aðalleiðtogi hennar var Theodór Herzl. Talið er víst, að þessi samtök Gyðinga standi í beinu sambandi við auðmagnið i Vestur- veldunum. A árunum 1919-1948 bjó mestur hluti Pal- estínuaraba í sveitum. Aþessum árum varð mikill innflutningur Gyðinga, og urðu oft árekstar með þessum aðiljum. Arið 1937 báru Bretar fram Peel-tillöguna, sem gerir ráð fyrir tveimur sjálfstjómarríkjum með sameiginlega utanríkisstefnu og efnahag. Sionistar samþykktu tiiögu þessa þrátt fyrir mótmæli úr eig- in röðum, en Arabar höfnuðu. ATHYGLIN BEINIST AÐ PALESTlNU Olíulindirnar og Súezskurðurinn valda því, að athygli heimsins beindist að þessum heimshluta, og einnig ótti vegna ítrkeaðra tiltauna Sovétríkjanna til að draga úr áhrifum Vesturveldanna. Bandaríkja menn voru hlynntir Síonistum, en urðu að taka tillit til Arabaríkjanna vegna olíulindanna. Arið 1945 var Arababandalagið stofnað, en af- staða þess var, að Bretar létu af hendi vemdar- svðin og stöðvuðu innflutning Gyðinga. Krafa Síonista var hins vegar, að öll Palest- ína yrði gerð að Gyðingaríki. Palestínuvandamálið hafði á sér tvær hliðar, annars vegar tilraunir stórvelda til að ná áhrifum í Miðjarðarhafsbotnum, hins vegar barátta Palestínumanna og Síonista um yfirráð í Palestínu. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Englendingar gáfust upp á að leysa deiluna, og 1947 vísuðu þeir málinu til S.Þ. Stofnuð var nefnd með fulltrúum frá ellefu þjóðum. En Araba- ríkin neituðu að taka þátt í nefndinni, og töldu þær S.Þ. ekki hafa rétt til að blanda sér í máliö. Síonistar viröast hafa ætlað að koma fram hefndum vegna ofsókna Hitlers, og komu þær að manni finnst óverðskuldað niður á Palestínuaröbum. Lítið sem ekkert tillit var tekið til tillagna Gyðinga , sem voru á móti Síonistum og vildu sto- fna sameiginlegt ríki fyrir báðar þjóðimar, þar sem allir hefðu sama rétt án tillits til trúar- bragða eða þjóöemis. Og að sjálfsögðu var ekkert samráð haft við Palestínuaraba sjálfa. Miklar deilur urðu innan nefndarinnar, en lokatillagan varð að Gyðingaríki skyldi vera 56$ af landinu, en á því landssvæði bjó tæplega \ milljón Gyðinga og rúmlega \ milljón Araba. Ara- bíski hlutinn skyldi vera af landinu. Þar bjuggu 9*5oo Gyðingar, en 75o.ooo Arabar. Jerúsal- em skyldi vera heilög borg, sem S.Þ. hefðu umsjón með. Frá samþykkt tillögunnar 29. nóv. 1947 til 15- maí. 148, þegar skipta áttu löndunum, notuðu báðir aðiljar tímann til að búa sig undir blóðug atök. Síonistar voru vel skipulagðir og vel vopnum búnir, en Palestínuarabar illa skipulagðir og illa útbúnir. Hinn langþráða 15. maí. voru um ýoo þúsund Arabar fluttir frá heimkynnum sínum- og Síonistar söfnuðust saman undir forystu Ben Gurions og stofn uðu Israelsríki. Var það strax viðurkennt af Bandaríkjunum, en stuttu síðar af Sovétríkjunum. STRlÐSATÖK Israelsmenn voru einungis 75° þúsund, en Arab- ar alls 4o milljónir. Héldu því margir að Israels- menn yrðu undir. En eftir lo mánuði höfðu þeir aukið landssvæði sitt um 4oíg. Reynt var að sætta deiluaðilja, en sáttasemjari S.Þ. Bernadotte greifi, var myrtur í Jerúsalem. 195o voru leifamar af hinu gamla Palestinu- ríki sameinaðar Jórdaníu að beiðni Jórdaníukonungs en það hafði einmitt verið tillaga Bemadottes. Sama ár fluttu Gyðingar stjóm og þing til Jerú- salem, og var borgin þá orðin skipt. Eftir stríðið 1948-49 voru Arabar reiðir og fullir hefndarþorsta. Neituðu þeir að viðurkenna Israel og lokuðu Súezskurði fyrir Israelsmönnum. Israelsmenn nutu stuðnings fyrstu árin frá Gyðingum í öðrum heimshlutum, einkum Bandaríkjunum og 1951 fengu þeir skaðabætur frá Vestur- Þjóð- verjum fyrst um 75o mllljónir dollara vegna Gyð- ingaofsókna Hitlers. Vorið 1955 gerðu Israelsher árás á flótta- mannabúðir á Gazasvæðinu, en upp úr því spratt frelsunarher Palestínu, P.L.A. Hann hélt uppi ár- ásum á Israel í Súezstríðinu 1956 milli Englend- inga, Frakka og Israelsmanna annars vegar og Egyp- ta hins vegar. en hafði lítil áhrif í Palestínu. P.L.O. Upp úr 1960 fer að verða vart meiri skipulagn- ingar með Palestínuaröbum. 1964 eru Frelsissamtök Palestínuaraba stofnuð, P.L.O. Að þeim standa nú öll pólitísk, herðnaðarleg og félagsleg samtök Palestínuarabar, skæruliöarsveitir, verkalýðssam- tök, samtök kvenna og félög rithöfunda og náms- manna, svo að eitthvað sé nefnt. P.L.O. unnu að því að efla þjóðarvitund, auka menntun og vernda réttindi Palestínuaraba og stjó- rna pólitískri og hernaðarlegri baráttu. A þess vegum eru reknin fyrirtæki. Einnig starfar Rauði hálfmáninn, sem er sam- bærilegur við Rauða krossinn og er viðurkenndur af honum. Stuttu eftir stofnun P.L.O. stofnuð samtök- in A1 Fatah, en þau hafa forystu á hernaðar- og pólitísku sviði innan P.L.O. Héldu þau uppi skæru- hemaði í Israel.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.