Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 15
Fagnaðaralda fór um heiminn allan, það var
sem menn hrykkju upp af martröð og tækju eftir
sólinni í hádegisstað: Andreas Baader var fallinn.
Hvort hann gekk af sjálfsdáðum fyrir ætternisstapa
ellegar var myrtur skiptir hér ekki höfuðmáli;
hi'tt er víst að áhrif hans minnka ekki við dauð-
ann; arftakarnir, hin nýja kynslóð borgarskæru-
liða, hafa lært sína lexíu vel.
Rauða herdeildin hefur jafnan átt sér for-
mælendur fáa, það hefur verið talin höfuðsynd að
bera af skæruliðunum blak en gegn þeim ekki spöruð
gífuryrðin: „ðtíndir morðingjar og þjófar",
„Samviskulaus illmenni", „Ofbeldissjúkir glæpa-
menn sem sveipa kvalalosta sinn blæ hugsjóna í
blekkingarskyni" - avia mín telur siðferðisvitund
þeirra eyðilagða af eiturlyfjaneyslu - „Skæru-
liðar.' Ekki nema það þó.'" Þó fást borgararnir
til að viðurkenna að í Suður-Ameríku séu til skæru
liðar, x Palestínu, Ródesíu og jafnvel á Spáni,
en í Vestur-Þýskalandi - nei, hryðjuverkamenn
skulu þeir heita. Enda, segir smáborgararinn,
berjast skæruliðar ætíö fyrir einhverjum fögrum
og háleitum hugsjónum - frelsi, jafnrétti og
jafnvel bræðralagi - ekki er því að heilsa meðal
þessara afvegaleiddu ungmenna. En.' Hverjir eiga
sér sterkari hugsjónir en þessir fáu tugir þjóð-
verja? Máske hugsjónir eyðileggingar og óreiðu,
en hvað er þá hugsjón ef ekki það?
Það sem oftast er fundið skæruliðunum til
foráttu er löngun þeirra til að kollvarpa „frjálsu
og opnu lýðræðissamfélagi Vestur-Þýskalands",
samfélagi sem sagt er aö hafi mannréttindi hvað
mest í heiðri af ríkjum heims; talað erum þýska
efnahagsundrið, lítinn launamismun, góö kjör
almennings, fundamálogprentfrelsi etc etc. Allt
semsé £ himnalagi. En setjum nú á okkur sjömílna-
skóna, skeiðum suður til Germaníu og íhugum sann-
leiksgildi þessara orða.
„Berufsverbot" er þar óspart beitt gegn
vinstrisinnuðum menntamönnum; þar viðgangast hinar
svæsnustu ofsóknir gegn nánast hvaða vinstrimanni
sem er - meira að segja fær 1júflingurinn Hein-
rekur Böll ekki frið fyrir Axel Springer og „gulu
pressunni" hans. Allt þetta, staðhæfir þá smá-
borgarinn, hefur einmitt Rauða herdeildin sjálf
leitt af sér. En hvers virði er þá lýðræðið ef
grípa þarf til viölíka ráða til þess að vernda
þaö? - Þá er heldur ekki laust við að í þessu
„frjálsa og opna samfélagi" sé farið að hilla
undir þrælastéttir þar sem eru „Gastarbeiten",
milljónir lítt eða ekki menntaðra verkamanna úr
Suðurlöndum sem vinna andstyggilegustu og verst
launuðu störfin, hafa enga möguleika á að fá
svipuðum lífsstandard og þjóðverjar•sjálfir.
Þetta er og land „Deutsche Mark", land auðsins
og hins frjálsa framtaks, auðhyggjunnar og and-
styggðarinnar - í Vestur-Þýskalandi er dansinn
kringum gullkálfinn stiginn sem aldrei fyrr.
Það sýnir sömuleiðis hversu grunnt er a gamlar
kenndir að meðal áhrifamestu stjórnmálaleiðtogannc
er Franz Josef nokkur Strauss, hvers andleg
fyrirmynd er einna helst lágvaxinn og yfirskeggj-
aður korpóráll af Austurríki ....
Og .... í margumtöluðu frjálsu og opnu
samfélagi eru innstu koppar í valdabúrinu menn
eins og Jurgen Ponto og Hanns-Martin Schleyer,
síðustu fórnarlömb skæruliða og helstu píslar-
borgaranna um þessar mundir. Hverjir eru þessir
menn?. I viðtali ekki löngu fyrir dauða sinn
lét bankastjórinn Jurgen Ponto falla þau ummæli
sem mér finnst fara nærri þvx að réttlæta fill
aktivítet skæruliða RAF, aila vega það sem
gerðist í Oberursel 30. júlí .... Hann er að
tala um Vestur-Þýskaland nútímans og, eftir að
lýst fjálglega efnahagsundrinu, framförunum,
rasjónaliseringunni, segir hann eitthvað á þessa
leið: „Þegar ég svo lít yfir borgina sé ég
engan gróður, enga fegurð, enga menningu, engan
kúltúr, og - það er gott.' Slíkt er til trafala T"
Hanns-Martin Schleyer gekk ungur að árum
£ nazistafXokkinn, löngu áður en Hitler komst til
valda, hann gekk £ SS og komst s£ðan undan her-
þjónustu sakir vináttu við ekki minni mann en
Jósef Göbbels, var þess £ stað meðal skipuleggj-
enda str£ðsmask£nu þjóðverja heima fyrir. Eftir
ósigurinn 1945 sat Hanns £ fangabúðum £ tvö ár,
s£ðan smeygði hann sér áreynslulaust inn £ fjár-
mála- og peningaheim hins nýja Þýskalands, tók
þar til starfa af sömu eljunni og fyrr. Og svo
for um fleiri gamla naza - er ástæða til að ætla
að hugarfar þessara manna hafi nokkurn t£ma
breyst?
Gerið svo vel að misskilja mig ekki. £g er
ekki að reyna að réttlæta drápið - eöa á ég að
segja aftökuna? - á Hanns-Martin Schleyer með þv£
að bera upp á hann nazisma, einungis að varpa
ofurlitilli ljóstýru á dul£tið vafasama fort£ð
þeirra manna sem nú stýra tittnefndu frjálsu og
opnu samfélagi. Nei, væri drápið á Schleyer á
annað borð einhverra hluta ámælisvert skipti
engu hvort hann heföi veriö Adólf sjálfur,
Lúsifer eða Jack the Ripper - það væri jafnámælis-
vert þrátt fyrir það. En þar hittum við fyrir
kjarna málsins: drápið var ekki á neinn hátt
ámælisvert.
Pöpullinn hefur oftast nókkra tilhneigingu
til þess að hafa samúð með afbrotamönnum - kannsk:
bara vegna þess að þeir gera þaö sem „hola mann-
inn" dreymir um að gera en þorir ekki. Baader
og kumpánar hans verða aftur á móti engrar xixk
slikrar samúðar aðnjótandi, hvers vegna skyldi
svo bregða viö? Jú, aðeins og eingöngu vegna
þess aö þeir eru „þjóðfélagslegir afbrotamenn"
- orðið afbrotamenn vitaskuld aðeins notað £
þeirri merkingu að þeir brjóta jú gúðskelóv
lögin. Rote Arme Fraktion beinir spjótum s£num
gegn þjóðfélaginu öllu, ekki aðeins rassvasa
náungans. Þessir menn hafa komist að þeirri
- hárréttu - niðurstöðu að þeir lifa ekki og
hrærast £ „frjálsu lýðræðissamfélagi", heldur £
heimi kúgunar og niðurlægingar þar sem hinum r£ku
l£öst nánast hvað sem er £ krafti auös síns
og hinum fátækari er það eitt kappsmál að ná
stöðu þeirra r£ku svo þeir megi taka upp sömu
háttu. Skæruliðarnir hafa komist að þeirri
niðurstöðu að þeir eru kúgaðir, kúgaðir og
kúgaðir* og £ stað þess að fylgja sauðþægir
hópnum snúast þeir til varnar svo sem hverjum
manni er rétt og skylt, gera uppreisn og beita
hverjum þeim ráðum sem þeim þykja henta. „Mir
geht Nichts uber Mich", sagði litli brjálæðingur-
inn Max Stirner, maðurinn þarf aðeins að standa
sjálfum sér reikningsskil og er þv£ heimilt £
vörn sinni að grfpa til hvaða aðgerða sem honum
lfst. Sá rithöfundur sem hvað stórbrotnastur
er kollega sinna - Fjodor Dostoévski - lýsti þv£
þv£ einhverju sinni yfir að væri guð ekki til
leyfðist manninum hvað sem er - að v£su var
Fjodor guðstrúar sem sl£kt fyrirgefst auðveld-
lega; alla vega eru hér fram komin hin gömlu
sannindi: „Allt er leyfilegt."
Baader háði sitt eigið str£ð við þjóðfélag-
ið - það er hið eina sem máli skiptir. Þetta var
miskunnarlaust str£ð, svo sem strfð eru, og
engir hræsnisfullir Genfarsáttmálar til að draga
dul á það, engar reglur viðhaföar og skoðanir
annarra virtar að vettugi, valdhafanna og al-
þýðunnar, kommonistanna og kapitalistanna
- £ strfði Baader er það skoðun Baaders sem
skiptir máli. Eða er ekki maðurinn mælikvarði
allra hluta?
Allur er Baader - en £ útlegðinni fylgis-
menn hans brugga ný launráð og morð. Auðvitað
gæti baráttan virst vonlaus, það rýrir ekki
gildi hennar - þvert á móti vex við það virðu-
leiki skæruliðanna; sé nokkur málstaöur manni
svo mikils virði að hann leggist út við jafn-
vonlftil skilyrði og Rauða herdeildin má búa við
- þá er sá málstaður „réttur", að minnsta kosti
manninum sjálfum.
Hitt er svo annað mál að baráttan er alls
ékki svo, vonlaus sem ætla mætti - þeir eru fimmt£u
kannski hundrað versus heimurinn allur. Það
liggur óneitanlegur hnignunarþefur £ loftinu,
óreiðan fer vaxandi; það dimmir af Valborgarnóttu
og fremstir r£ða £ gandreiðinni skæruliðarnir
þýösku, bæði gáfaðir og vel menntaðir, fullfærir
um að krækja sér £ feita bita af hinu þýska
veisluborði - fyndu þeir ekki náfnykinn af
krásunum og merktu dauðann £ augum veislugesta.
Aldrei hefur sem á vórum t£mum verið hægt aö
svipta blekkingarhulunni af „veruleikanum" og
greina fáránleikann þarundir, þetta hafa nú
skæruliðarnir þýsku gert sér ljóst og haga sér
samkvæmt þvf. Ég er ekki viss um að allir veiti
athygli þeirri breytingu sem orðið hefur á RAF
sfðan Baader og Meinhof stigu fyrstu hikandi
skrefin £ nafni samtakanna, við borð liggur að
gerbylting hafi orðið á afstöðu félaganna til
samfélagsins. 1 byrjun vissu þeir ekki hverjir
þeir voru, þeir töldu sig einhvers konar hluta
hreyfingar vinstrimanna, nú er allt sl£kt fyrir
b£. Þar til fyrir skömmu töldu þeir sig vera
að berjast fyrir einhverjum ótilgreindum mark-
miðum, nú vita þeir að þeir eru að berjast gegn
vfirvöldum, kúgurunum. Til marks um það er
til dæmis yfirlýsing sem þeir sendu frá sér