Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 6
OLAFUR GRETAR: Kirkjan og byltingin í S -Ameríku. Stjórnmál í Suður-Ameríku hafa á undanförnum áratugum einkennst af hörðum átökum milli eigna- stétta og öreiga. Stéttaandstæður eru mun skarp- ari þar en víðast hvar annars staðar í heiminum. Ástæður þess má rekja til stjórnmálalegra og efna- hagslegra kreppna í löndum álfunnar. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um stjórnskipan þar og afleiðingar hennar, um viðbrögð fólks og viðleitni til þess að bæta kjör sxn. En höfuðmarkmið grein- arinnar er að fjalla um snaran og vaxandi þátt kaþólsku kirkjunnar í umbótastarfi og veraldlegri baráttu fólks í Suður-Ameríku. Það væri ofætlun að reyna að lýsa í stuttu máli þjóðfélagsástandinu í öllum ríkjum Suður-Ameríku. Þess vegna hef ég valið þann kostinn að ræða fyrst og fremst um Kólombíu, en bendi jafnframt á að ástand þar á sér yfirleitt hliöstæður í einhverri mynd í nágrannalöndunum. EFNAHAGSÁSTAND. Kólombía er í norðvesturhorni meginlands Suður- Ameríku. Landið er u.þ.b. ellefu sinnum stærra en ísland og íbúafjöldi er um 23 milljónir. 90% af útflutningsverðmætum Kólombíumanna eru land- búnaðarvörur og fjölmennasta stéttin því land- búnaðarverkamenn og smábændur. I Kólombíu er mis- skipting þjóðartekna gífurleg. 4.6% þjóðarinnar njóta 40% teknanna en 95.4 sitja að afganginum. í skýrslum frá Sameinuðu þjóðunum (1960) kom fram að "5% hennar (þjóðarinnar) lifðu við góð kjör, 15% við sæmileg, 55% lifðu á hungurmörkum og af- gangurinn, 25%, bjó við enn verri kjör." (Sigur- ður Hjartarson: Þættir úr sögu RÓmönsku Ameríku.) Efnahagur Suður-Ameríku er bágborinn sökum þess að erlendir auðhringar, aðallega bandarískir, arðræna fjöldann gegndarlaust og flytja auðinn úr landi. Árið 1967 hlutu dótturfyrirtæki bandarískra auð- félaga allt upp í 60% gróðans af vinnu alþýð- unnar í Rómönsku Ameríku, svo og af auðlindum náttúrunnar. Innstreymi fjármagns til landa álfunnar var árið 1970 $ 1067.9 en útstreymi fjár- magns hins vegar $ 1382.7 milljónir. Er því auð- skilið hvers vegna efnahagslífið í þessum löndum er svo bágborið. STJÖRNMÁLAÁSTAND■ í 150 ár hafa tvær pólitískar fylkingar skipst á að stjórna £ Kólombíu, þ.e. frjálslyndir og íhaldg menn. Með tilstyrk lögreglu, hers, kirkju og, í seinni tíð,leyniþjónustu Bandaríkjanna CIA, hefur þessum stjórnendum tekist að halda völdum og berja niður hvers kyns uppsteyt og andstöðu. Aðrir flokkar sem leyfðir eru hafa lítið fylgi og er yfirleitt reynt að þrengja að þeim. öflugastar munu þó vera þær stjórnmálahreyfingar sem starfa neðanjarðar: kommúnistar, þjóðlegir byltingar- sinnar og aðrir vinstrimenn. öll samtök verka- fólks og alþýðu eru bönnuð, funda-, prent- og málfrelsi er skert og grimmúðlegar refsingar liggja við hvers kyns brotum á ógnarlögum þessum. Daglega berast mönnum til eyrna frásagnir af mis- þyrmingum á pólitískum föngum £ Suður-Ameríku og jafnvel fjöldamorðum stjórnvalda á götum úti. AFLEISINGAR. Af efnahags- og stjórnmálaástandi í Kólombíu leiðir að mikil gróska er í byltingarstarfi þar. I raun eru hér á ferð arftakar Símons Bólívars. Þeir gegna sama hlutverki því að starfi hans þar var ekki lokið. £ stað þess að beina kröftum sínum gegn spænsku drottnunarvaldi ráðast þeir gegn bandarxsku heimsvaldastefnunni. Ekkert land í Suöur-Ameríu getur kallast sjálfstætt eða frjáls því að svo mikil eru £tök USA £ efnahags- og stjórnmálal£fi þeirra. Ernesto Che Guevara, yfirhershöfðingi á Kúbu, sagði eitt sinn: „Róm- anska Amerika myndar meira eða minna samfellda heild og bandar£sku einokunarkap£talistarnir haf öll ráð á nær öllu þessu svæði £ hendi sér." Che Guevara var einmitt einn af hörðustu andstæð ingum heimsvaldastefnunnar og fórnaði l£fi s£nu £ baráttunni gegn henni. Hann er tákn hins æðsta og göfugasta £ eðli mannsins £ vitund skær liöa um allan heim. Lif hans og fordæmi eru sterkur hvati á alla skæruliðahreyfingu. Eins og áður sagði hafa aðeins tvær stjórnmála- fylkingar „lýðræðislega" möguleika til valda £ Kólomb£u: £haldsmenn og frjálslyndir. Þeir gæta hagsmuná» valdastéttarinnar. Þess vegna getur alþýða manna, iðnverkamenn og bændur, ekki rekið réttar s£ns eftir lýðræðislegum leiðum. Eina leið fólksins er uppreisn, bylting. Tvær eru meginleiðir byltingar þar: skæruhernaður annars vegar en hins vegar efling leninisks neðanjarðar- flokks. AUKINN SKÆRUHERNAÐUR ■ Allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar hefur skæru- hernaður færst £ vöxt £ Kólombiu, eins og v£ðar £ Suður-Ameríku. En fjörkippur færðist £ skæru- liðahreyfinguna með þjóðfrelsisbyltingunni á Kúbu 1959. Þá voru færðar sönnur á að þessi byltingarleið væri fær. En starf skæruliða dal- aði og dafnaði á v£xl sem er\dranær og áhrif frá kúbönsku byltingunni fjöruðu smátt og smátt út. Karl Heinrich Marx: „Trúin er óp£um fólksins." Næsti hátindur £ byltingarstarfinu var áriö 1965 og var orsökin þá aðallega versnandi horfur £ kjaramálum alþýðu og aukin harka stjórnvalda gegn viðleitni fólks til þess að bæta kjör s£n. Um það leyti bættist byltingarsinnum óvæntur liðsauki, þ.e. ýmsir kirkjunnar þjónar og var þeirra merkastur Camilo Torres. Þess var áður getið að yfirvöld £ Suður-Amer£ku styddust m.a. viö kirkjuna til þess að viðhalda völdum s£num. Karl Marx sagði: „Trúin er óp£um fólksins." Hvert mannsbarn ætti aö skilja að þar sem þjáningar og vanliðan manna er mikil er veldi kirkjunnar einnig mikið þv£ að þar þarfnast fólk huggunar og l£knar drottins. Kristnin „nærist" á hrjáðri alþýðu Suður-Amer£ku. Jesús Kristur kenndi að væri maður sleginn á kinnina skyldi hann snúa hinni kinninni £ þann sem sló. Vegna þessarar undirstöðukenningar boða kirkjuyfirvöld afstöðuleysi fjöldans £ baráttumálum sem stuöla að velferð hans. Þau fordæma hvers kyns aögeröir gegn stjórnvöldum og vilja alls ekki breyta stjórnarháttum. Þess vegna vakti það óskipta athygli þegar presturinn Torres gekk £ lið meö byltingarsinnum. CAMILO TORRES■ Camilo Torres fæddist árið 1929 £ Bogotá. Hann nam guðfræði og starfaði sem prestur eftir nám sitt. Hann hélst l£tt £ starfi sökum afskipta af stjórnmálum. Snemma kynntist hann allnáið land- búnaðarmálum og tillögum Kólombiustjórnar til úr- bóta £ þeim efnum. Hann ferðaðist sem fulltrúi kard£nála um landbúnaðarhéruð l<ólomb£u. Á þeim ferðum komst hann £ tæri við örbirgð bændaalþýðu, enda með eindæmum áhugasamur og atorkusamur. SAMEINAÐA FYLKINGIN. Á þeim t£ma voru þeir flokkar sem búast mátti við að meginþorri þjóðarinnar styddi tvistraðir og sameining ekki £ sjónmáli. Meðal þessara flokka voru kristilegir sós£al-demókratar, kristilegir demókratar, kommúnistar og þjóðlegir byltingar- sinnar. Þessa flokka sameinaði Camilo Torres á grundv'elli stefnuskrár er hann birti 17.mars 1965. Þessi samvinna hlaut nafnið Sameinaða fylkingin. Hófst nú mikið starf á hennar vegum, að sjálfsögðu mest neðanjarðar, og efldist eftir þv£ sem leið á árið. Málgagn átti hún, Frente Unido. í þetta málgagn ritaði Torres ýmsar þær greinar sem áttu eftir að grundvalla hugmyndir kristinna byltingarsinna. Skal nú vikið að þv£ hvernig kristnir menn réttlæta byltingarþátttöku s£na, jafnmótsagnakennt og það virðist.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.