Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 3
RlTDÖMUR um ttölublad Skbladsins Eins og allir velunnarar Skólablaðsins tóku eftir, þá dróst útkoma blaðsins nokkuð í þetta sinn, og vissu menn ekki gjörla, hvað þessum drætti ylli. Skýring var þó fengin, þegar blaðið kom út, því Skólablaðið hefur sjaldan verið í jafn glæsilegum búningi eins og þetta l.tölublað 53. árgangs. Blaðið er 36 síður í DIN-3 broti og einkar smekklega sett. Er auðsætt, að mikilli vinnu og miklum tíma hefur verið varið 1 undir- búning blaðsins þessu sinni. iJtlit blaðsins í heild verður að teljast útgefendum til sóma, og er mér til efs, að aðrir skóLar geti státað af veglegra málgagni en Menntaskólinn í Reykjavík. Efni blaðsins er all fjölbreytt og jafnvægi dágott í efnisvali og lengd greina - ef til vill mætti óska eftir ofurlítið meiru af léttu, gjarnan broslegu efni beint úr skólalífinu. Forsiðuteikning Gunnars Árnasonar (6.Y) er tímanna tákn, hvað expressióniskan einfaldleika og hæfilega dulúð snertir. Æskilegt væri, að nr. tölublaðsins svo og árgangur sæist á titilsíðu, og efnisyfirlit mætti vera greinlxegra. Ritstjórnarspjall Guðmundar Karls (5.A) undir fyrirsögninni nApar með sérmenntun" er í rétt hæfilega upphöfnum tón, en þar ræðir hann nokkuð spurningu þá, sem velzt hefur fyrir mörgum kyn- slóðum ungra upprennandi menntamanna, það er að segja um nemendann sem félagsveru, og félagsstarf- semi innan skólans yfirleitt. Setur Guðmundur K. fram þá skóðun sína, að þátttaka nemenda í félags- starfi skólans sé engu síður bráðnauðsynleg þroskabraut fyrir upprennandi alhliða menntamann en t.d. latínunám eða stift þýzkunám. í>essu við- horfi ber sízt að neita. L æsku sinnar. Og taki hver sneið, sem á. Jón B. Guðlaugsson (5.A) ritar kampakáta hug- leiðingu um hin 280 naivu, nýju fés, sem rak á fjörur þessa aldna skóla skömmu eftir egedíusmessp á aflíðandi sumri. Er í greininni kvartað sárlega undan skorti nýnema á andlegri svo og líkamlegri grazie - og mun vist eitthvað vera til í þessum áhyggjunj hinna meir mondánu efribekkinga. Heilræði eru látin fylgja. Kynning Amlóða á Thomasi Mann er gott innlegg, og verður að vona, að Skólablaðið haldi áfram því mikla nauðsynjaverki að kynna nemendum í stuttu máli ýmsa helztu höfunda heimsbókmenntanna; sízt mun vera vanþörf á því. i.Aliti" sinu um verðlaunasöguna nLeiksvið", og skal engu þar við bætt af minni hálfu. Verkið er einkar læsilegt. Ber að vona, að slík listasam- keppni verði árviss viðburður í Menntaskólanum. I merkri grein nVerða iþróttir til árið 1984? segir Sturla Sigurjónsson (5.C) júst á þann ill- kvittnislega hátt, sem honum einum er lagið, það eitt upphátt, sem margur hugsar en fáir voga að hafa orð á. Terror og ofbeldi er jú mjög að verða til umræðu víða um hinn siðmenntaða heim. Og því þá ekki hér? Frumsamin ljóð, sem standa undir því heiti fundust engin í þessu tölublaði, og mun það víst vera lognið á undan storminum, því vart eru nem- eftir Halldör Vilhjálmsson Kristín Jónasdóttir (6.A) á einkar athyglis- vert vlðtal við Asgeir Jónsson (6.M) inspeetor scholae, og snýst samtalið einnig hjá þeim um félagsstarfið innan skólans og drama þátttöku nemenda. Inspector drepur auk þessa á þá staðreynd að það vanti tilfinnanlega meiri léttleika í félagslífið almennt - nemendur séu einum um of spéhræddir og stöðugt á verði gegn því að verða nú bara ekki að athlægi félaga sinna. íað ætti vissulega að vera fólki á aldrinum 15 - 20 ára bæði eðlilegt og sjálfsagt að geta glaðst með glöðum á hispurslausan hátt einfaldlega í krafti Vafalítið hefur Egill ð. Helgason þessu sinni lagt þyngsta lóðið á menningarlegar vogarskálir Skólablaðsins með birtingu á þýðingu sinni á nEyðilandinu" eftir brezk-bandaríska skáldjöfurinn Thomas Steams Eliot. ttEyðilandið", skrifað 1922, hefur löngum verið álitið marka tímamót í nútíma ljóðagerð, einmitt sökum þess hve áhrifamikið kvæðið er, og auðugt af andstæðum. Á Egill sannar- lega miklar þakkir skilið fyrir það stórvirki að þýða þetta kvæði og gera það aðgengllegra aflestr- ar með ágætum skýringum. Dómnefnd fjallar sjálf all skilmerkilega í endur hættir að yrkja með öllu. ttOrðskviðlr og skeyti" eftir í>.E. eru þannig rituð, að verður að teljast í sérflokki. Vel nefðu þau orð sómt sér í hvaða virðulega bókmennta- tímariti sem er. Á þann veg skrifa aðeins fáir, og slík grein virðist einnig aðeins fáum ætluð. Þetta er vafalaust nexclúsivasta" greinin i Skólablaðinu og það ekki aðeins i þessu tölublaði. Að lokum: Heyr, heyr. fyrir þessu l.tölublaði.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.