Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 18

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 18
upptiafíd I upphafi fyrri heirasstyrjaldarinnar kom hópur listamanna saman í fríborginni Zurich. I þeirra hópi var skáldið Tristan Tzara (1896-1963) frá Rúmeníu og málararnir Jean (Hans) Arp (1887-1966) frá Frakklandi og Þjóðverjinn Hans Richter. Á glaðværum mannamótum á kaffihúsum kom upp sú hugmynd að halda alþjóðlega kabarettskemmtun, og var hin fyrsta í byrjun árs 1916. I leit að heppilegu nafni á aðalsöngkonu hópsins, Madame le Roy, fundu þeir fyrir slysni orðið dada. Það var siðan notað sem sameiginlegt orð um allar athafnir hópsins. 1 Cabaret Voltaire (en svo kölluðu þau samkomustað sinn) var auk fjöl- breyttrar tónlistar úr öllum heimshornum, ljóðaupplestur og myndlistarsýn- ingar. Abstraktlist var þar sýnd algjör virðing, en stælistefna (natural- ism)var arsenik í þeirra æðum. Þeir héldu fram, að stælistefna væri sál - fræðileg íþrenging á markmiðum borgarastéttarinnar og þrátt fyrir'ýtrustu varúð varð ekki komizt hjá viðurkenningu á boðorðum borgaralegra siðalög- mála í meðferð þessarar myndlistarstefnu. Listmátti ekki að vera raunsæ né hugsæ.'hún varð að vera sönn, en af því leiddi að allar eftirlíkingar á náttúrunni, hversu vel faldar sem þær kynnu að reynast, voru lygi. Dada var þó frekar tilraun til að hrista fjötra fomra hefða, þjóðfélagslegra sem og i listum, frekar en sköpun nýrrar listastefnu. Takmarkið var að i rífa niður til að geta byggt upp aftur. Dada barzt víða, stofnaðir voru hópar í Þýzkalandi, m.a. í Köln þar sem myndlistarmaðurinn Max Ernst (1887-1976) var leiðtogi (hann kemur við sögu seinna). 1 Hannover var dada-flokkur, sem vert er að nefna, því að þar var fremstur í flokki skáldið og myndlistarmaðurinn Kurt Sehwitters (1887-1948). Hreyfingin barst víða um Evrópu og jafnvel til Ameríku. Arið 1920 var haldin.alþjóðleg dadahátíð í Köln, skipulögð m.a. af Jean Arp og Max Ernst, þar sem séð var fyrir sleggju handa áhorfendum til að mölva með Sýningin fór síðan til Berlínar, en þar var henni lokað af lögreglunni. Dada í Þýzkalandi hafði löngum sýnt byltingarkenndar og níhílískar til hneygingar í stjórnmálum. Þetta var orðin víðtæk þjóðfelagsleg mótmæli frekar en lífsstefna. Dada ólst upp í stríðshrjáðri Evrópu. Rússnezka byltingin vakti óhug og tortryggni, og ótti var i garð sósialista. En dadaistamir voru stjórn- leysingjar frekar en sósíalistar, og þeir tóku upp vígorðið: Eyðilegging er líka sköpun. Þeir gerðu sér far um að hneykzla borgarana (sem þeir töldu bera ábyrgð á styrjöldinni) með öllum tiltækum ráðum ímyndundunar- aflsins. Schwitters bjó til myndir úr drasli úr bréfakörfu sinni. Myndlr Arps voru mismunandi litir bréfsneplar, raðað saman eftir nlögmálum til- viljunarinnar". Marcel Duckamp fegraði eftirlíkingu af Mónu Lisu með yfir- vararskeggi og sýndi einnig flöskugrind og þvagskál (sem hann skýrði nPosS ). Takmarkið, hvað,list snerti, var að tortíma öllum hefðbundnum og fagur- fræðilegum reglum og hugmyndum, sem borgarastéttin hélt dyggilegan vörð um. Borgarastéttin var erklóvinur dada. Á árunum milli stríða lá dada að mestu leyti i gleymsku, eftir að hópurinn dreifðist 1922, en hann hjó samt áhrifa- ríka og eftirminnilega nhýróglýfu" í listasöguna. Litterature. 1919 hófu þrjú ung skáld útgáfu tímaritsins Litterature. Þeir voru André BretonCf.1896), Luis Aragoníf .1897) og Philippe SoupaultCf.1897 ) . Breton hlaut lænisfræðimenntun og kynntist þar kenningum Freuds. Þeir fengu áhuga á undirvitund- inni og draumum, en voru að öðru að öðru leyti kenningum Freuds. Þeir fengu áhuga á undirvitund- inni og draumum, en voru að öðru leyti á dada-lin- unni. Þessi áhugi varð til þess að Breton og Sou- pault fundu aðferð ,tautomatism", byggða á sálgrei- ningu Freuds, og þóttust þar hafa fundið hinn hreina tjáningarmáta sálarinnar. Breton var fljót- ur að taka eftir, að verk unnin i anda dada voru um margt skyld tilraunum þeirra. Hann bauð því Tristan Tzara, sem hvað mest var að þakka mikilli útbreiðslu dada, til Parisar til að taka þátt i útgáfu tímaritsins. Fyrir áhrif Tzara fékk dada stærri hlut í blaðinu, og hann hleypti öllu upp í ringulreið og hneykslan með sýndarmennsku og eyði-, leggjandi anda dada, sem samrýmist ekki skáldleg- um fyrirætlunum Litterature-hópsins. Breton safn- aði saman leifunum af hópi sínum, sem trúði þvi, að honum væri enn einhver alvara, og þegar hann átti einnig visan stuðning myndlistarmannanna Max Ernst(D) og Jean Arps(D) auk skáldanna Paul Ehrad$ og Benjamín Perets gaf hann út 1924 Le Manifeste du Surréalisme. Surrealism. I yfirlýsingu þessarri, byrjar Breton á því að ráðast á skynsemishyggju samtíðar sinnar, sem fékkst einungis við minni háttar vandamál. Skyn- semistrúin, að hans mati, þrengdi sjóndeildarhrin^ inn og tók einungis til greina nærtækustu reynslu. Vegna venja og hefða voru aðrar leiðir i leit að sannleikanum en þær, sem féllu innan þessa sjón-» deildarhrings, en ekki viðurkenndar. En í miðri þröngsúninni kom Freuds til hjálpar og brá ljósi á tvö þætti mannlegra vitsmuna, sem Breton taldi ofar öllu öðru í vitsmunalífi manna, undirvitund- ina og drauminn. I kenningum sinum sýnir Freud að meðvitundin er aðeins lítill hlurti af víðáttu sál- arinnar. I þessu óræða dýpi ríkir sálrænn verulei- ki, sem er að finna í draumum okkar. I draumunum er frelsi, sem á engan sinn líka Tilgangur lífs- ins skiptir ekki lengur máli og dauðinn er ekki lengur dularfullur. Regla og skynsemi er skilin eftir, og þversagnir þekkjast ekki. Það vakna ekki kveljandi spumingar um möguleika og afleiðlngar. Og Breton segir: „Þegar sá tími kemur, að við get- um rannsakað drauminn, þegar okkur með óuppgvötuð- um aðferðum tekst að rannsaka drauminn í heild sinni, þegar bogalína draumsins er orðin óviðjafn- anlega breið og regluleg þá getum við vonað, að leyndardómar, sem eru i rauninni ekki leyndardóm- René Magritte The Great War, 1%4 ar, munu vikja fyrir hinum mikla leyndardómi. Eg trúi, að þetta tvenns konar ástand, draumar og veruleiki, - svo ólik að útliti, - muni siðar meil leysast upp og verða að nokkurs konar algildum veruleika, hjáveruleika (surrealité), ef svo má að orði komast. Með sálgreiningu Freuds i huga, sem Breton átti tækifæri til að stunda á sjúklingum í stríð- inu, ákvað hann að reyna sjálfur það, sem hann reyndi að fá fram hjá sjúklingum sínum. Aðferðin fólst í eintali, sögðu eins hratt af munni fram og unnt var, og án þess að halda neinu leyndu. Þannig byrjuðu Breton og Soupault að skrifa beint af penna fram óbeizlaðar hugsanir sinar. Þeir not- uðu surréalisme sem Apollinaire hafði fyrstur manna notað árið 1917, um þennan nýja máta hreinn- ar tjáningar, og til að koma í veg fyrir frekari misskilning skilgreindi Breton surréalisme i eitt skipti fyrir öll. Hjáraunsæi (surréalisme), NO.hk(kk),. hrein sálr-æn ósjálfráð athöfn (automatisme), sem ætluð er að tjá, annað hvort munnlega eða skriflega, hina sönnu rás hugsana. Hugsun sett fram án íhlut/ unar skynsemi og óháð fagurfræðilegum og siðfræði- legum vangaveltum. (Síðar bætti hann við, að rétt- ara væri að segja: „með vituðum, fagurfræðilegum, siðferðislegum vangaveltum"). Alfræðiorðabók: Heimspeki. Surréalisme er byggð á æðri raunveru- leika vissra sambanda (certain forms of associa- tion), áður vanræktra, á almætti draumsins og á óhlutdrægt leikspil hugsana. Það leiðir til end- anlegrar tortímingar allrar annarrar sálrænnar skipulagni og kemur í stað hennar i lausn grund- vallarlögmála lífsins. Surréalistar dáðu allt, sem var óvænt og furðulegt. „Hið Furöulega er alltaf fallegt, allt furðulegt er fallegt. Ekkert nema hið Furðulega er fallegt," sagði Breton. Þessari fegurð lýsti Lautréamont líka á skemmtilegan hátt: „Fegurð eins og óvæntur fundur saumavélar og regnhlífar á skurðborði." Surréalistar litu samt aldrei á list sína sem markmið í sjálfu sér. Surréalisme er öðru fremur hugsunarháttur, tilfinninga- og gæða-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.