Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 4
„steady on the steering wheel As I went round old Dublin city as the sun began to set who should I spy but the Spanish Lady catching a moth in a golden net. Dyflin, höfuðborg Irlands, er sögufræg. Hún er borg breiðra gatna, fagurra mannvirkja og vinalegs fólks. Fáar eða jafnvel engar borgir eru jafn vel í sveit settar. Dublin bay (flói: ef einhverjir stærðfræði- deildar-gæjar vita ekki) myndar boga frá Hill of Houth til Dalkey, og hafgola leikur um hjarta borgarinnar, og Wicklow Hills virðast blasa við hvar sem auga lítur. Elstu frásagnir af borginni eru frá 140 e.kr. þar sem hinn frægi Ptolemaios telur hana eftir- tektarverða. Nafn sitt dregur hún af hinni írsku orðmynd , Dubhlinn, sem þýðir á sæmilegri íslensku svört laug ellegar biksvört laug. Á áttundu öld kynntust Irar forfeðrum vorum og þóttu þeir full frjálslegir á írska vísu. Irar tóku á móti þeim með mikilli blíðu, þar sem þeir kusu frið fremur en stríð. Margir fróðir Keltar hafa sagt, að víkingar hafi sótt íra-fta heim með álíka blíðu og þegar áhöfn togarans Júpiters kemur I land eftir met fiskerí á Halamiðum. Brátt þótti norrænum þessar ferðir verða leið- inlegar og tóku upp þá nýbreytni að láta fl fyrir vöru landsmanna. óx nú vinskapur munka og vxkinga mjög. Árið 116 8 rlðust Normanar1 inn í landið og gerðu Dyfliniað miðstöð hins hertekna svæðis. Hinrik 11. hllt með hirð sína inn í Dyflini árið 1172 og llt síðan borgara Bristol fá Dyflini sem nýlendu. Átjánda öldin var litríkasta tímabil í sögu Dyflinnar. HÚsagerðalist og aðrar listir blómguðust í ljóma yfirstlttarinnar. Við lok nítjándu aldar var Dyflin aðsetur tveggja menning- arstefna - fllagsins „the Celic League", stofnað 1893 með það markmið að endurreisa xrska tungu; og hin síðari „írska bókmennta-endurreisnarstefn- an" með Yeats í broddi fylkingar og stofnum Abbey leikhússins, sem starfar enn við góðan orðstýr: Segja þeir sem gerst vita. I Dyflinni geta menn reikað um götur: stigið inn fyrir dyr almenningshúsa (pubs), kneyfað öl úr hornum, sungið írska söngva, leikið á hljóð- færi, farið með gamanmál, án þess að vera borin á brýn ölvun: handsamaðir af lögregluþjónum: lamdir af gömlum dökkklæddum konum og fleira og fleira. Dyflin er borg lystisemda og ódýrari en sjálfuii andskotinn. ATHUGIÐ: BANNAÐ ER AÐ HAFA MEÐ SÉR: EITURLYF, GETNAÐARVARNARPILLUR (PILLUR OG GÓMMl), OG SVO ALLT SEM VIÐ KEMUR KLÁMI OG SAURINDUM. Sömuleiðis er Dyflin borg andstæðnanna. Aldnai, kirkjur, forn hús, ævagamlar byggingar, sem hafa skipað slr sess £ hjörtum borgarbúa, prýða þessa dásamlegu borg. Á milli þessara fornu hýsa standc, svo nýbyggingar, er risið hafa jafnt og þltt frá síðustu aldamótum. En þó má geta þess að þessar byggingar mynda slrkennilega borgarímyndan. Þeir sem ófróðir eru um landið og þá slr £ lagi Killarney kynnu að spyrja: Hvers vegna þetta land? Hvers vegna þessi borg? Væri ekki nær að hvilast á gullnum sandi suðursins, heyra bárurnar gjálfra við ströndina, með glas £ hendi, ódýra v£nið. Þörfnumst við ekki hv£ldar og hressingar áður en siðasti hnúturinn £ langri og erfiðri skólagöngu skal hnýttur??? NEI, þið hafið hvilst i þrjú árÞó mega menn ekki ætla að ferðalag það er 5ti bekkur hyggst fara £, verði eintómt strit og púl, éldnú siður. Þessl ferð verður til þess að svala menningar- og skemmtanafýsn fimmtu bekkinga. Killarney: Hear its detractors, first they say that for all its beauty, Killarney is an untypical gombenish bailiwick, where every citizen stands poised to fleece the unwary visitor. Killarney: Litil borg og grænar hæðir umhverfisi tigurlegir fossar • alla fram af smáum klettasyllur silungurinn lónar við bakkana, úti £ straumnum heldur sig laxinn. Fuglasöngur £ lofti og af heiðum svanasöngur. Þungvængjaður haförninn vakir yfir r£ki, þögull £ háloftunum. Látil börn hoppa llttfætt, gamlar konur £ svörtum kjólum. Rolyndislegar halla hæggerðar kýrnar undir flatt x hlaðvarpanum, köttur á músaveiðum. Þannig hefur Killarney verið nú um aldir alda, þótt veröldin hafi væðst tækni og framförum, má enn £ Killarney finna þann hinn sama frið og sömu ró, sömu fegurð, sem gert hefur staðinn paradis förumannsins. Hvaða staður mundi hentugri hundrað menntaskólanemum £ hóp? Þegar halla tekur deginum og náttúran gengur til hv£lu halda förumennirnir, langþreyttir og fullir ljúfsárra minninga frá deginum áður, inn £ - public houses, lounges, cabarets, night-clubs, one-man-shows, theatres, cinemas, restaurants, dance-halls, fancy-houses, dreypa á beiskum bikar mannvonsku og hnignunar. öflun farareyris hefur reynst mörgum góðum dreng Þrándur £ Götu og þv£ hefur fimmtabekkjar- ráð - og Dóri pabbi - hug á að safna fl fyrir alla þessu litlu góðu drengi (- og stúlkubörn.). I þv£ sambandi má nefna Bazar þann sem var haldim fyrir skömmu, gaf hann £ aðra hönd 115000 kr - Big Money - Svo má nefna jólakortin er sáu dagsins ljós rltt fyrir jól að þvi er mig (Dóra) minnir. Þetta er fallegt fólk: Trú- list- og ölhneigt. Fornar venjur eru £ hávegum hafðar. Hreinleiki hugans útbreiddur. Hverjir? Nú, fimmtubekkingar að sjálfsögðu. Það er sögn góðra og jafnvel vondra manna að aldrei hafi jafnfalleg kort slst hlrna megin miðbaugs. Sama dag og þau bárust ruku allir sannir. f-immtubekkingar (sicl) af stað £ söluf.erð til allra húsa og mannvirkja á Stórreykjavikur- svæðinu. Salan gekk ljómandi vel og peningar streymdu að frá öllum hliðum. Til að sanna mál mitt fyrir þeim er draga kunna það £ efa geta menn spurt hina ábyrgu bekkjarráðsmenn s£na hvort Jónas Haralz hafi ekki hringt £ mig - Dóra - og spurt: Dóri, hvernig er það með ykkur £ fimmta- bekk, þekkið þið nokkuð hann Heyk Hróðar eða græðið þið bara svona mikið á kortunum, Ig veit sveimlrekki hvort bankinn ræður við svona mikla summu. Þarna hafið þið það svart á hvitu. Að lokum vill greinarhöfundur þakka öllum þeim er lögðu hönd á plóg við'sölu kortanna. Þó sérstaklega þeim sem létu ginnkaupast £ að kaupa þau(ÖHvar er sómatilfinning manna stödd? Gaman hefði verið að skrifa þetta fólk niður og gera gys að þvl £ fjölmiðlum. Einnlg má minnast á yngri kynslóðina, sem lét hafasig út £ að selja fyrir okkur ljót kort. Það var mikið hlegið á fundi hjá okkur, eftir að okkur bárust þessar fregnir. En hver skyldi hafa platað litla fólkið? Enginn vildi kannast við að hafa nokkru sinni horft á það, hvað þá mælt við það. Ágætt væri ef hinn seki gæfi sig fram, því hann á miklar þakkir skildar. There was this man who was walking down Broadway, and he fell upon a throng of people watching two men fighting. And he asked a man stand- ing there: Tell me now, my lad, is this a private fight or can anybody take part ...? Halldór --------- þorgeirsson

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.