Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 16
eftir 18. október. Þar segjast þeir hættir flugránum, aftur á móti geti þeir vel hugsaö sér að skjóta niður flugvélar svona eftir hendinni. Þá hyggjast þeir ráðast inn á heimili yfirstétt- arinnar, inn á frumsýningar hennar og nætur- klúbba, jafnvel inn á kaffihúsin til þess að drepa „máluðu konurnar þeirra ...." Og skæruliðarnir sjálfir eru ekki þeir sömu - nú eru þetta hrokafullir og ófyrirleitnir menn, gáfaðir og snjallir, pródúkt þeirra tíma sem hafa alið þá - örlagavaldar og refsinornir samfélags- ins sem þeir hata. Þeir hafa „yfirgefið allt" til þess að fylgja hugsjón sinni, þeirra er hlut- skiptið að vera hundeltir og hataðir um ófyrir- sjáanlega framtíð; ekki verður aftur snúið því gerist þeir orrustulúnir tekur umhverfiö ekki við þeim aftur, í besta falli er þeim stungið í Stammheim - og öll vitum við hvernig það getur farið .... Og hvað dvelur svo Krabbe .... og Klar? ROTE ARME FRAKTION - ðrstutt históría - 1968 var ár mikillar óreiðu og hræringa um mestallan hnöttinn: í París upplifðu stúdentar frelsið nokkra daga í maí; í Ameríku logaði allt í óeirðum og látum; í Bretlandi, Suður-Ameríku, Japan og víðar - í Frankfurt kveiktu Andreas Baader og Gudrun Ensslin £ vöruhúsi til þess að mótmæla kapítalismanum. Magnificento.' Þau ímynda sér ekki einu sinni að hægt sé að gera það öðru vísi, með því að setja fram kenningar, rita stórar bækur - leggja fram slungin rök á skyn- samlegan máta, enda er ekki skynsemin það sem kveða þarf í kútinn? Og rök - hvað er það? Náttúrlega gekk vöruhúsbruninn ekki af kapítal- ismanum dauðum og Baader var stungið í steininn. Þá víkur sögunni til Ulrike Meinhof sem gerist þreytt á að vera fræðilegur kommonisti og málpípa slíkra manna, þessa undarlegu manna sem berjast með meiren hundrað ára gömlum bókum fyrir einhverju sem þeir kalla verkalýð - ég veit ekki hvað það er? Ulrike finnst að minnsta kosti nóg komið af svo góðu .... lái henni það hver sem vill .... hún slæst í hóp manna sem svipaðs eru sinnis og fyrsta verk þeirra er að frelsa Baader úr fangelsi, það var 1970. Þau fara.úr landi; til arabalandanna þar sem palestínuarabar taka þeim fegins hendi - líta enda á þau sem samherja x sameiginlegri orrahríð. Eftir nokkra mánuði í þjálfunarbúðum snýr hópurinn aftur til Þýskalands - undir nafninu Rote Arme Fraktion, Rauða herdeildin - útfarin í alls konar klækjum taka þau að ræna banka, sprengja byggingar og drepa menn. Auk Baader og Meinhof voru helstir áhrifamenn í samtökunum þeir félagar Jan-Carl Raspe og Holger Meins, og svo náttúrlega GudrunT Vorið 1972 hafa þau sig mjög í frammi en verða svo fyrir miklu áfalli í júní. 1. júní eru Baader, Raspe, Meins og nokkrir fleiri hand- teknir í Frankfurt eftir skotbardaga, 7. júní er Ensslin tekin í Hamburg og 15. júní er komið að Ulrike Meinhof, hún er gripin á flugvellinum í Frankfurt. Vestur-þýsk yfirvöld fögnuðu sigri og héldu nú RAF kveðið niður, það var öðru nær. Önnur martröð stjórnvalda tók þegar við: það voru réttarhöldin. í fyrsta lagi var gífurlegra öryggisráðstafana þörf svo ekki væri unnt að endurtaka leikinn frá 1970: í því tilefni var byggt nýtt og mikið fangelsi - það var hið illræmda Stammheim. 1 öðru lagi litu félagar RAF auðvitað svo á að engin stjórnvöld hefðu rétt til að ráðskast með örlög þeirra og sýndu því réttinum hina megnustu lxtilsvirðingu, oft svo að dómararnir voru í stökustu vandræðum. Og í þriðja lagi tók að bera á sívaxandi samúð og samstöðu lögfræðinga og verjenda með sakborn- ingunum, slíkt var eitur í beinum ráðamanna sem sameinuðust í því að torvelda verjendunum störf og jafnvel fangelsa þá ef ekki dugði annað til. Hinn fyrsti sem þannig fór fyrir var Horst Mahler sem hafði varið Baader 1968 og síðan slegist í hóp RAF-manna, hann var 1973 dæmdur í 14 ára fangelsi. Síðan hafa fleiri fylgt á eftir og nú situr um það bil tugur vestur-þýskra lögmanna inni grunaður um stuðning við málstað skæruliða. Þótt á móti blési gáfust skæruliðarnir ekki upp, stofnuð var „Hreyfing 2. júní" sem beitti sér fyrir margs konar aðgerðum utan fangelsis- veggjahna - er Holger Meins lét lífið í nóvember 1974 eftir langvarandi hungurverkfall réðust þeir inn á heimili von Drenkmanns dómara sem mikil afskipti hafði haft af réttarhöldunum í Stammheim og drápu hann í hefndarskyni. 1975 höfðu skæruliðarnir sig síðan mikið í frammi: í febrúar rændu þeir stjórnmálamanninun Peter Lorenz og kröfðust þess- að sex félagar þeirra yrðu látnir lausir: Verena Becker, Rolf Heissler, Gabriele Kröcher-Thiedemann, Horst Mahler, Rolf Pohle og Ingrid Siepmann. Stjórn- völd létu undan og flogið var með fimm skæru- liða til Suður-Jemen: Horst Mahler hafnaði frelsinu. Síðan þetta gerðist hafa Becker, Pohle og Kröcher-Thiedemann verið handtekin að nýju, Rolf Heissler stendur enn í fremstu víglínu borgarskæruliða, aftur á móti hef ég ekki hug- mynd um hvað Siepmann dundar sér við þessa dag- ana. Það kom á óvart er ræningjar Lorenz settu fram kröfur sínar að enginn aðaláhrifamanna RAF var meðal þeirra sem þeir vildu fá látna lausa; látið var að því liggja að þetta hefði einungis verið „general-prufa" fyrir hina raunverulegu frelsunaraðgerð, það reyndist satt vera. I maí 1975 réðust sex menn inn í sendiráð vestur- þjóðverja í Stokkhólmi og tóku starfsmennina þar í gíslingu - þessi hópur kallaði sig „Kommando Holger Meins" til minningar um hinn látna skæru- liða, þetta voru Karl-Heinz Dellwo, Bernard Rössner, Lutz Taufer, Ulrich Wessel, Hanna Krabbe og Siegfried Hausner, óformlegur leiðtogi hópsins. Þeir kröfðust þess að allir leiðtogar RAF væru látnir lausir, nú harðneituðu stjórn- völd aftur á móti og er samningaviðræður tókust ekki drápu skæruliðarnir gísla sína, sprengdu sendiráðið í loft upp og lögðu á flótta. Wessel framdi sjálfsmorð, Hausner lést nokkru síðar af skotsárum, hin voru tekin höndum. Næsta stórvirki sem skæruliðar RAF tóku þátt í var árásin á OPEC-fundinn í Vín í desember 1975, þó árásin væri gerð í nafni palestínuaraba og stjórnað af þeim manni „Carlosi" tóku tveir þjóðverjar þátt í árásinni, það sýndi framar öðru þá nánu samvinnu sem var milli hópanna - þessir tveir voru Gabriele Kröcher-Thiedemann, nýkomin úr fangelsi og núna nýfokin inn aftur, og Hans-Joachim Klein, hann særðist illa en komst engu að síður undan. Að Klein skyldi taka þátt í þessum aðgerðum sýndi betur en mörg orð hversu sterkir straumar voru farnir að liggja frá skrifstofum verjendanna og til virkra skæruliða. Hans-Joachim Klein hafði verið aðstoðarmaður Klaus Croissant, lögfræðings Baaders, og hafði meðal annars verið fylgdarmaður Jean-Paul Sartre þegar hann sótti Baader heim í Stammheim - síðan sneri hann sér að raunverulegum aðgerðum. Siegfried Hausner sem stýrði árásinni í Stokkhólmi var sömuleiðis skjólstæðingur Croissants og nú telur lögreglan í Þýskalandi að sú aðgerð hafi verið skipulögð af öðrum lögfræðingi, Siegfried Haag. Einn af leiðtogum RAF, þeirra er ganga lausir, er Jörg Lang, fyrrum lögfræðingur og félagi Croissant á skrifstofu þeirra, Willy Peter Stoll var einn aðstoðarmanna Croissant og Elisabeth von Dyck, Silke Maier-Witt, Susanne Albrecht, Sigrid Sternebeck og Angelika Speitel hafa allar unnið þar. Croissant sjálfur yar nýlega handtekinn eins og mönnum mun vera kunnugt og Siegfried Haag situr sömuleiðis inni; á endanum var hann farinn að ganga með handsprengjur í stað skjala í tösku sinni. 0g í maí 1976 var Ulrike Meinhof nauðgað og hún myrt af einhverjum skítugum fangaverði suðrí Stuttgart .... ðþarfi mun að rekja athafnir RAF nákvæmlega á síðastliðnu ári, í apríl drápu skæruliðarnir - sem nú kalla sig „Kommando Siegfried Hausner" - Buback ríkissaksóknara, £ júlí bankastjórann Ponto og í október iðnrekandann Schleyer. Þeir eru ekki á því að gefast upp þó ýmsir séu hand- teknir, síðustu árin hefur myndast nýr kjarni skæruliða færari og ósvífnari en Baader og félagar hans voru nokkurn tíma, sumir eru komnir út af lögfræðiskrifstofunum, aðrir eru gamlir í hettunni eins og Rolf Clemens Wagner, Juliane Plambeck og Inge Viett, þær tvær síðasttöldu voru meðal þeirra sem stóðu að ráninu á Lorenz og sluppu úr fangelsi fyrir tveimur árum eftir að hafa verið handteknar fyrir aðild að því mannráni. Og sumir eru komnir út úr háskólunum, meðal helstu áhrifamannanna eru fyrrum stúdentar eins og Friedrike Krabbe og Christian Klar, þá Gúnter Sonnenberg og Knut Folkerts sem báðir sitja inni síðan í fyrra. Látum þetta nú gott heita .... Mér er það svosem ekkert sáluhjálparatriði aö Baader, Gudrun Ensslin og Jan-Carl Raspe hafi verið myrt - en afskaplega á ég erfitt með að trúa öðru; byssur, sprengiefni, innanhússímar, útvörp, hnífar £ þv£ fangelsi sem átti að vera öðrum fangelsum traustara - það eru nú til takmörk '. '. '. Oftsinnis hafa yfirvöldin haldiö sig hafa kveðið niður RAF, eftir handtökurnar £ jún£ 1972, eftir hina misheppnuðu árás á sendiráðið £ Sv£- þjóð, jafnvel nú eru uppi bjartsýnisraddir. En þó ýmsir falli £ valinn kemur æt£ð maður £ manns stað, meðan valdið og kúgunin fyrirfinnast eru alltaf til menn reiðubúnir að fórna l£fi sfnu £ baráttunni gegn systkinum þessum. Og minnist þess að þó RAF eigi £ yfirlýstu str£ði við þjóð- félagið allt eru það eingöngu fulltrúar drottnun- arinnar, valdsins, sem þeir ráðast gegn. Auð- vitað er það þvættingur að þeir str£ði gegn hverjum sem er; hver einasti maður sem RAF hefur afl£fað hefur verið £ þjónustu „valdsins", her- menn, lögregluþjónar, dómarar, kaupsýslumenn og svo framvegis, allt men-n sem stuðla að áfram- haldandi kúgun r£kis og stofnana á einstaklingum menn sem fjarstæða er að halda fram að séu „saklausir" eins og fjendur RAF klifa á. Sömu menn og halda þvi fram að til séu takmörk - þeir beita öllum brögðum til að koma sjálfum sér „áfram", afla fjár og frama, £ eftirsókn þeirra eftir vindi er þeim ekkert heilagt .... þó tala þeir um siðalögmál og boðorð Móse. Það er hægt að handtaka skæruliðana, læsa þá inni til æviloka, það má niöurlægja þá og pynta, það má drepa þá, það má útrýma þeim - en það er ekki hægt að sigra þá. - i. j.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.