Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.02.1978, Side 13

Skólablaðið - 01.02.1978, Side 13
Sjáið, hvað ég ge.t orðið." Harrison reif í sundur ólarnar á hömlubrynju sinni eins og blautan salernispappír, tætti sund- ur belti, sem þolað áttu 2j>00 kiló. Bútarnir úr járnhömlunum duttu glamrandi á gólfið. Harrison smeygði þumalfingrunum undir lykkj- una á hengilásnum, sem hélt klafanum á höfði hans. Lykkjan hrökk í sundur eins og gulrót. Hann möl- braut gleraugun og heyrnartækið á veggnum, þeytti burt gúmmíboltanefinu og afhjúpaði mann, sem skot- ið hefði Þór sjálfum skelk i bringu. nNú ætla ég að velja drottningu mína," til- kynnti hann og horfði niður á rislágan söfnuðinn. nLátum fyrstu konuna, sem þorir að rísa á fætur gera tilkall til maka síns og hásætis." Nokkur andartök liðu, og þá reis ein dans- mærin á fætur, titrandi eins og strá í vindi. Harrison reytti hughömlurnar af henni og kippti likamshömlunum burt með undraverðri leikni. Að síðustu fjarlægði hann grímuna frá andliti hennar. Fegurð hennar var blindandi. Harrison tók í hönd hennar: „Við skulum sýna þessu fólki, hvað það er að dansa. Tónlist," skipaði hann. H1jóðfæraleikararnir skreiddust aftur til sæta sinna, og Harrison losaði einnig þá við hömlur sínar. „Sýnið hvað í ykkur býr," sagði hann, „og ég skal gera ykkur að hertogum og barónum og jörlum." Tónlistin byrjaði. Hún var venjuleg í fyrstu, léleg, fáránleg,fölsk,en Harrison þreif tvo hljóð- færaleikara úr sætum þeirra og sveiflaði þeim líkt og tónsprotum, meðan hann söng laglínuna, hástöfum, eins og hann vildi hafa hana. Síðan þeytti hann þeim aftur í sæti sin. Tónlistin hófst að nýju, mun áheyrilegri en fyrr. Nokkra stund stóðu Harrison og drottning hans grafkyrr og hlustuðu, - einbeittu sér að því að hlusta, líkt og þau væru að samstilla hjartslátt sinn eftir hljóðfallinu. Þau tylltu sér á tær. Harrison greip með stórum hrömmum sínum um örmjótt mitti stúlkunnar og lét hana finna for-:*ek smekkinn að þyngdarleysinu, sem brátt yrði hennar. Og svo, i skyndilegri útrás kátínu og yndis- þokka, stukku þau upp í loftiðí Ekki var nóg með það, að landslög væru þver - brotin, heldur einnig lögmálin um þyngd og hreyf- ingu hluta. Þau hoppuðu og stukku, snerust og svifu, hvirí luðust og þeyttust. Þau liðu áfram- líkt og dádýr í þyngdarleysi mánans. Lofthæð salarins var níu metrar, en sérhvert stökk færði dansparið nær loftinu. Brátt varð augljóst, að þau ætluðu að kyssa loftið. Og þau kysstu það. Síðan gerðu þau áhrif þyngdarlögmálsins að engu með viljastyrk einum saman, staðnæmdust í lausu loftinu og kysstu hvort annað lengi, lengi. Þá var það, sem Díana Mánaskins, Hömlumála- stjórinn, birtist á skjánum, vopnuð tvíileyptri tugvíddabyssu. Hún hleypti tvisvar af, og konung- urinn og drottningin voru dáin, áður en þau snertu gólflð. Diana Mánaskins hlóð byssuna að nýju. Hún mið- aði á hljóðfæraleikarana og skipaði þeim að spenna hömlumar á sig aftur, innan tiu sekúndna. Þá fór lampinn í sjóavardpstæki Bergeronshjón- anna. Hazel sneri sér við til að segja Georg álit sitt á myrkvun skjásins en hann hafði farið fram í eldhús að ná sér í bjórdós. Georg sneri sér aftur inn með bjórinn, beið , meðan hömlumerkið hristi hann og skók, en settist svo aftur. „Varstu að gráta ?",sagði hann við Hazel. „Jamm",sagði fhún „Af hverju?" ,sagði hann. „Man það ekki", sagði hún. „Eitthvað gasalega sorglegt í sjónvarpinu". „Hvað?", sagði hann. „Það er allt i móðu í kollinum á mér" , sagði Hazel. „Gleymdu dapurlegum hlutum", sagði Georg. „Ég geri það alltaf", sagði Hazel. nSvona á það vera", sagði Georg. Hann hrökk saman. Sköf skothrið bergmálaði i höfði hans. „Maður lifandi, - þetta er sko stórbrotið".', sagði Hazel. „Þér er víst óhætt að segja það aftur," sagði Georg. „Maður lifandi," sagði Hazel, „þetta var sko stórbrotið." Snarað hefir Jón Guðlaugsson. <5

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.