Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 19
mat, lífsmáti. List þeirra endurómaði þennan hug- og mótsagnakenndur og hefði án efa snemma leystst sunarhátt. upp, ef forystu Bretons hefði ekki notið við. Ein Það er um surréalismann eins og dada, að skálc aðalástæða sundurþykkis þeirra var stjórnmál. og bókmenntalegir áróðursmenn áttu hvað mestan þátt í mótun hugmynda og meginstefnu. Þeir eru nú lítið lesnir utan heimalands síns. Jaques Prévert náði mestum vinsældum af surréalískum skáldum á árunum milli stríða, m.a. fyrir söngtexta við dæg- urlög. Það er umfram allt myndlistin, sem breiddi surréalismann út og hugmyndir hans. Lengi framan af var mikil óvissa um, hvernig ætti að sýna þenn- an nýja veruleika í myndum eða hvort það væri yfii Xeitt unnt. Fyrst í stað héldu þeir sér að dada, en sá,sem fyrstur náði árangri að áliti Bretons, var Max Ernst, en hann er tvímælalaust einn merki- legasti málari surréalismans. Myndlist má skipta í tvo flokka. Annar var að miklu leyti dadaiskur að uppruna og hafnaði öllum hefðbundnum hugmyndum um list og fagurfræðilegum reglum. Þar er lífleikl og hreyfing drjúgur þáttui Til hans telst Max Ernst fjölhæfasti og hugmynda- ríkasti listamaður surréalismans. Hann batt í efni sterka innsýn í hjáveröld sína og beitti til þess öllum hugsanlegum ráðum, samklippur, strokþrykk (frottage blað er lagt ofan á hrjúfan flöt og blý- anti nuddað yfir það), decalcomania, höggmyndir og jafnvel dularfullar bækur. Aðrir í þessum hópi eru Joan Miró, hvers myndir eru margar eins og litríkt safn myndleturstákna, André Masson, sem gerði tilraunir með automatíu, Robert Matta frá Chile og Jean Arp. Hinn hópurinn málaði með hefðbundnum og ná- kvæmum, fagurfræðilegum aðferðum. Myndirnar eru fingerðar eftirlíkingar af draumsýnum, þar sem hlutir eru annað hvort afskræmdir eða settir i óeölilegt samhengi. Þeirra þekktastur eru René Magritte frá Belgíu og Katalóníumaöurinn Salvador Dali, sem þið þekkið líklega mest af öllum surréa- listum og hefur átt mestan þátt í að móta hug- myndir um surréalismann því miður. Sú frægð er að þakka nsjokkerandi" áhrifum fíngerðra mynda hans, sífelldri sjálfsauglýsingu og opinberum hneykslum. Hann átti það m.a. til að halda almenningsfyrir- lestra með hægri. fótinn í mjólkurbaöi, eða í- frosk- mannabúningi með franskbrauð bundið við hjálminn og tvo hvíta úlfhunda í bandi. öðrum verður ekki skipaö í flokk. Meðal þeirra er Marcel Duchamp, myndbyggingarmeistararnir Alberto Giacometti og Alexander Calder, sem báðir hofðu áhrif á nútíma- höggmyndalist, og kvikmyndagerðarmaðurinn Luis Bubuel, sem gerði fyrstu surréalísku kvikmyndirnar í samvinnu með Dali, Un Chien Andalo(1929, hún var 128 Salvador Dali Aphrodisiac Jadtct, 1936 Surréalisminn var alltaf byltingarkennd hreyfing í listum og þjóðfélagsmálum, og drógst fljótlega að marxisma. Arið 1924 hófst útgáfa nýs tímarits, La Revolution Surréaliste, sem vísaði hinn marx^ íska veg til 1929, en þá gaf Breton út Le Second Manifeste du Surréalisme. í þeirri stefnuskrá lýsti hann formlega yfir fastheldni surréalista við kommunista, sem hófst meó útgáfu tímaritsins La Surréalisme au Service de la Revolution. Komm- úrtistaflokkur Frakklands vildi hins vegar ekkert af þeim vita. Surréalisminn eins og dada breiddist mjög út, og voru surrealískir hópar stofnaðir viða um heim, í Bandaríkjunum, Belgíu, T ékkóslavakíu, Júgósla- víu, Danmorku, Japan og Lúndunum. En seinni heims- styrjöldin tvístraði hópnum og fór kjarni hans til New York. Flótti listamanna frá Evrópu til Ameríku orsakaði að mlðja listaheimsins hvarf frá París til New York og var mjög örvandi fyrir ameríska listamenn. Masson, Ernst, Matta og Míró eru þeir sem mest áhrif höfðu af surréalistunum. Slettulist minnir óneitanlega á aðferðir automatisma. Jackon Pollock sem er frægur fyrir sln geysistóru málverk. þar sem hann hellir og slettir málningunni á strig* ann, hreifst t.d. mjög af teikningum og lífandi linum Massons. Abstrakt expressionismi á rætur að rekja m.a. til surréalisma, þó sérstaklega til verka ofangreindra listamanna. En vinsældir og áhrif surréallsmans fara mjög dvínandi eftir stríð- ið. Það eru einna helst þeir, sem höfðu verið með í hópnum á árunum milli stríða sem halda áfram, annað hvort eftir nýjum skilningi eða þeim gamla. Nú er surréalisminn í móðu fortiðarinnar. Við heyrum öðru hverju þegar einhver af gömlu meistur- unum deyr, eða sem lýsingarorð, notað yfir eitt- hvað óhugnanlegt, afbrigðilegt og ógeðslegt. Ahrif surréalisma á okkar tíma myndlist er kannski ekki blýþungt á metunum, en hún er enn eitt dæmi um landnám nútímalistar. sýnd í kvikmyndaklúbbnum fyrir nokkrum árum) og L'Age d'Or (1930) Saga surréalismans er saga einstaklinga, sem héldu allir sérstökum persónueinkennum í llst sinni. Þeir héldu hópinn, en hann var sundurþykkur Tilvitnun úr Secrets of the Art of Surrealist Magic,- André Breton: Surréalískur still eða fyrs- ta og síðasta uppkast. Ötvegaðu þér skriffæri, eftir að þú hefur komið þér fyrir á stað, sem er eins heppilegur og unnt er fyrir einbeitingu hug- ans á sjálfum sér. Komdu þér í eins hlutlaust eða móttækilegast hugarástand og unnt er. Gleymdu snxi snilli þinni, hæfileikum þínum og allra annarra. Segðu sjálfum þér með ákveðni, að bókmenntir séu einn ógæfulegasti leiðarvísir að nokkrum hlut. Skrifaðu hratt, án fyrir fram ákveðins viðfangs- efnis, svo hratt að þú heldur engu eftir og freist- ast ekki til að lesa yfir. Fyrsta setningin kemur af sjálfu sér, þvi að sú er raunin, að á hverri sekúndu er til setning, sem er meðvituðum hugmynd- um okkar ókunnug og býður þess að vera dregin fram i dagsljósið. Það er erfitt að gefa ákveðnar upp- lýsingar um næstu setningu, eflaust eiga meðvituð og ómeðvituð störf þáttí henni samtímis, ef það er viðurkennt, að í fyrstu setningunni er fólgin lágmarksskynjun. En það ætti að skipta þig litlu máli. Það, sem er áhugaverðast við hinn surréa- líska leik er hér. Það er ekki hægt að mótmæla því að greinamerkjasetning stendur alltaf á móti þeim algjörlega samfellda straumi, sem við störfum að, þótt það virðist jafnmikilvægt og hnútar á reipi, sem sveiflast. Haltu áfram eins lengi og þú vilt. Treystu á hið endalausa hvísl sálarinnar. Ef þögn gerir hið minnsta vart við sig, hafa þér orðið á mistök-mistök skulum við segja, í eftirtektarleysi Hættu við hina of auðskyldu línu strax. Eftir orð- ið hvers uppruni er tortryggilegur, láttu einhvern staf í staðinn t.d. alltaf stafinn 1, og bjargaðu þannig framhaldinu með því að gera þennan staf að upphafsstaf næsta orðs. Kveðskapur. Paul Eluard: Astfangin kona. Hún stendur á augnlokum mínum, og hár hennar blandast minu. Hún hefur lögun handa minna, hún ber lit augna minna. Hún hverfur í skugga minn eins og steinn i himinhvolfið. Hún heldur augunum alltaf opnum og leyfir mér aldrei að sofna. Draumur hennar um hábjartan dag myrkva allar sólir, fá mig til að hlæja, gráta, hlæja að nýju og tala, þótt ég hafi ekkert að segja. (Þýð. Jóhann Hjálmarsson) Kurt Schwitters: Scherzo fyrir hnerra. TESCH TSCHIA HAICH TSCHIA HAISCH HAPPA ISH HAPPA PEPPA ISH HAPPA PEPPA ISCH HAPPA PEPPA ISCH HAPPA PEPPE TSCHAA. Jaques Prévert: Garðurinn. Þúsundir ára nægðu ekki til að lýsa því sekúndubroti úr eilífð er þú kysstir mig er ég kyssti þig bjartan vetrarmorgun í Montsouris-garðinum i París í París á jörðinni jörðinni sem er stjarna. (Þýð. Jóhann Hjálmarsson). CUNHAR ÁRNASSON

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.