Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 7
kjarninn. Mannréttindi verða ekki ákveðin með lagasetningu Þau eru náttúruleg. Náttúruréttur var vinsælt umræðuefni með Forn-Grlkkjum. Þeir töldu að hlutir gætu verið réttir samkvæmt lagasetningu manna eða í eðli sínu samkvæmt náttúru. Þegar gengið er á hlut manns er það náttúrulegur rétt- ur hans að rísa upp og verjast. Þannig rétt- lætti Torres aðgerðir sínar og reyndi að fá fleiri kirkjunnar menn til liðs við sig. Hann benti á að ekki væri nógu árangursríkt að þjóna fólkinu með góðgerðarstarfi einu saman, það yrði að uppræta aðalmeinið: auðvaldsskipu- lagið. I raun brygðust kristnir menn skyldum sínum við náungann með því að horfa aðgerðar- lausir á kúgun og linnulaust arðrán eignamanna á alþýðunni. Torres leit ekki á sig sem kommúnista frekar en Fidel Castro gerði um það leyti sem hann stýrði byltingunni til sigurs á Kúbu. E.t.v. var það einmitt þess vegna sem Sameinaða fylkingin hlaut jafnalmennar og góðar undirtektir. Þar var ekki boðuð einstrengingsleg stjórnmálakenning eins og oft vill verða, einungis praktisk, einungis það sem þjónaði nauðsynlegustu þörfum allrar alþýðu Kólombíu. HRUN. Þegar leið á árið og reyna tók á stefnuskrá Sam- einaðrar fylkingar kom í ljós að þar skorti raun- hæfar og ákveðnar tillögur um hvað bæri að gera £ málum fólksins. Fór því svo að lokum að sam- einingarstarf Torresar fór út um þúfur og flokks- leiðtogarnir settust hver út i sitt horn með skeifu á munni. Þar með var borin von að það tæklst að fylkja fjöldanum gegn fámennisstjórn- inni í Kólombíu. Stuttu síðar ákvað Torres að Vegir Gvuðs eru órannsakanlegir, og núna síó- ast hefur hann blessað okkur MR-inga með ótölu- legum fjölda herstöðvaandstæðinga. Róttækni alm- ennt virðist fara vaxandi. Ástæður fyrir þessu tel ég vera þær dásamlegu strfðandi andstæður sem komu hvað skýrast fram í BSRB-verkfallinu. Við erum innilega þakklát Guðna rektor fyrir að þrjósk ast við að loka skólanum eins og um var beðið. Kennarar skólans eiga sinn þátt í þessu líka þar sem þeir neituðu að láta hræringar þjóðlífsins hafa áhrif á saklausar og hreinar sálir nemenda. Undantekningar eru þó frá þessu . Rektor og kenn- arar voru fulltrúar íhaldsins á staðnum. Hins veg- ar birtust verkfallsverðir BSRB sem fulltrúar fram sækinna afla og höfðu góð áhrif á marga hálfvolga. 1 kjölfar þeirra komum við litlu róttæklingarnir og reyndum líka að spilla nemendum og ljúga að þeim, hotvetna fór fram umræða um málið, hotvetna deilt og tóku allflestir til máls. Á eftir fylgdi fundur okkar róttæklinganna (ath. Ásgeir Jónsson kom hvergi nálægt skipulagningu fundarins og eng- inn spurði Guðna leyfis, fundurinn var í anda ör- eigalýðræðisins, og á þeim fundi gerði fulltrúi BSRB-manna grein fyrir málstað sínum við góðar undirtektir sem sást á því að stuttu síðar var skólanum lokað. Eitt er víst: enginn fór varhluta af þessari deilu. Úrslit atkvæðagreiðslu á herstöðvafundinum 9.nóvember komu vissulega á óvart, svo illræmd var þróunin í þessum málum á síðari árum. Gott og vel Við erum að sækja á. Megnið af þeim sem áhuga höfðu á málinu, megnið af þeim sem hafa þann snef- il af ábyrgðartilfinningu að þeir nenna að sitja fund þar sem þetta er rætt, greiddu atkvæði gegn veru Islands í Nato og gegn hersetu Bandaríkja- manna hér. En hér má ekki láta staðar numið , þess ar hræringar verður að virkja áfram, efla starf og skilning manna. Á ég þá bæði við BSRB-verkfallið og herstöðvamálið og tengjast þau enda saman. íslensk verkalýðshreyfing berst við hlið her- stöövaanstæðinga að samamarkmiði. Hagsmunir þeirra eru augljósir þegar hafðar eru í huga hefðbundnar baráttuaðferðir kúgunaraflanna í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu. 1930 og 1939 komu fram á Alþing inu háa tillögur um að sett væri á stofn ríkislög- regla á íslandi. I síðarar skiptið var það sjálfur. halda áfram baráttu sinni en reyna hinn valkost- inn: skærufiernaö. Hann gekk í lið með skærulið- um í desember árið 1965- DAUÐI TORRESAR. Camilo féll í bardaga við stjórnarherlið 15.febr- úar 1966. Eftir dauða sinn varð hann eins konar goð eða fyrirmynd allra byltingarsinna fyrir ótrauða framgöngu sína og vaskleik. Hann lét eftir sig vísi að nýjum viðhorfum meðal krist- inna manna og kann svo að fara að þau eflist til muna og verði það lóð á vogarskálarnar sem hrind- ir af stað þjóðfélagsbyltingunni í löndum Suður- Ameríku og færir suður-amerískri alþýðu sigurinn yfir kúgurum sínum. CHE GUEVA RA Amrískir liðsforingjar leiðbeina bóli- vískum hermönnum stuttu áður en lagt var upp í leitina að Che. dómsmálaráðherra sem kom fram með þessa tillögu. Eiginleg ríkislögregla þess tíma voru hinar al- ræmdu sveitir hvítliða sem m.a. voru notaðar í Nóvu-deilunni á Akureyri 1933 svo og við Alþingis- húsið 1949 . Tryggvi Emilsson seg'ir frá því í 'bók- inni Baráttan um brauðið að hvítliðar hafi fengið skipunarbréf frá lögreglustjóra umdæmisins (Akur-- eyri) og kallaðir „aðstoðarlögreglumenn". Á Akur- eyri voru þeir um 150. Til samanburðar má geta þess að í fyrstu l.máí-göngunni þar 1931 voru 120 manns, sem reyndar fór fjölgandi með árunum. Allar frásagnir eru á einn veg um það að hvítliðaf hafi hvarvetna átt upptökin að hvers kyns ofbeld- isaðgerðum og barsmíðum. Þetta var hinn óvígi her auðvaldsins.Þeir voru á mála hjá auðherrunum og hinu opinbera. Á meðan verkamenn strituðu fyrir 1.25 krónum á tímann fengu hvítliðar 2 krónur og meira en það ef mikið lá viö. Sumir fengu allt að 10 krónum. Bæjarsjóðurinn á Akureyri borgaði nátt^ úrulega hvítliðum þar, fé almennings var notað gegn því. NIÐURLAG. í þessu stutta rabbi hef ég lýst stuttlega þróun stjórnmálahreyfingar sem upp kom í Kólombíu árið 1965, vexti hennar og hruni.Orsakir hrunsins eru sundurlyndi meðal fólksins, óþroskuð pólitísk vitund þess svo og kúgunaraðgerðir stjórnvalda gegn öllú því sem hreyfist og stefnt er gegn yfirvöldunum. Stjórnmálahreyfingar af þessu tagi skjóta upp kollinum af og til i allri Suður- Ameríku, en svo virðist sem hingað til hafi þeim aðeins tekist ætlunarverk sitt á einum stað: Kúbu. Flestar eiga eitthvað sameiginlegt með því sem hér hefur verið lýst. Nýnæmi er þátttaka kristinna. Allir byltingarsinnar hljóta að fagna þessu. Eins og kom fram á rabbfundi í MR með Brynjólfi Bjarnasyni um daginn hlýtur mark- miðið að vera það, að sameina alla í byltingunni án þess að vera að rífast um viðhorf manna til alheimsins, hvort sem þau eru reist á heimspeki- legum, vísindalegum eða trúarlegum grunni. Ölafur Grétar Kristjánsson. Þetta eru lærdómar sem baráttan hefur sýnt verkalýðnum við hvers konar siðlaust og úrkynjað afl er að etja. Þessi dæmi munu endurtaka sig en nú hefur bandaríski herinn komið í stað hvítlið- anna og í stað gúmmíkylfna og trjálurka koma skín- andi byssustingir, skotvopn og önnur morðtól. Isl- endingar vita ekki hvaða skipanir amrískir her- menn hafa. Sá orðrómur hefur nú borist út af Keflavíkurflugvelli að þeir hafi m.a. skipun um aðgerð gegn íslenskum anarkistum:"Shoot to kilir" (Watch out, Luigi.”). Hvað mun ekki auðvaldið á Islandi hoppa útí ef líf þess liggur við? Lögregl- an er máttlaus og fæst við litlar kommagöngur eins og á Þorláksmessu 1968, þegar þeir stóðu í leyni við Stjórnarráðshúsið og stukku svo út úr myrkrinu eins og frelsandi flokkur Hróa Hattar kominn til þess að bjarga borgurunum undan áleit- inni átroðslu kommanna. Af þessum sökum vil verkalýðshreyfingin losa ísland við herinn, og vafalítið koma þar nasjónal- ísk sjónarmið inní. En allt að einu, burt skal hannl Til þess að auka við árangurinn af togstreit- unni milli íhaldsafla og framsækinna í MR væri skynsamlegt að halda leshring eða umræðufund er snerti þetta mál eða um einhver önnur er snerta sjálfstæðisbaráttu verkalýðs úti í hinum stóra heimi. EN, hvað viðvíkur BSRB-verkfallinu og áhuga fólks þarútfrá, þá flytjum við þær gleði- fréttir að nýstofnað er pólitískt félag sem starf- ar í MR,MH og MS:RÓttæka félagið. Það hýsir alla sem telja sig sósíalista. Félagið mun beita sér fyrir því að grassera eins og sýkill á þessum áhuga nemenda og virkja alla sósíalista til at- hafnasemi og baráttu. Það mun standa fyrir alm- ennum pólitískum fundum þar sem venjulegt fólk getur líka komið. Annars staðar í blaðinu er fjall- að um Róttæka fjelagið. 1 vor ellegar sumar verður á vegum herstöðva- andstæðinga stór og myndarleg ganga frá einhver- jum afviknum stað á landinu. Væri þá gleðiefni að sjá þessa 150 úr MR þár'-í stað þeirra 40 til 50 sem komu í fyrra, og helst fleiri, afa og ömmu og... ISLAND ÖR NATO - HERINN BURT.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.