Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 8
..íg er fæddur á Jónsmessu, þess vegna er ég
svona myndarlegur, á Jónsmessu árió 1908. Ég er
sjötíu ára á þessu ári.
Sp. Og þá verður haldin stórveisla?
Ég ætla að halda myndsýningu stóra, gríðar-
lega stóra. Mikla sali, stóra sali - til þess
að ég geti sagt frá.
Sp. Verður þá hljómleikahald?
Já, það er viðbúið. Ég veit, að það gera það
einhverjir mér til heiðurs, einhverjir hljóm-
listarmenn.
Sp. Þú fyllir kannski Kjarvalsstaði?
Ha? Já, og vel það, vel það - ábyggilega.
Og þó að sett væri mynd í hverja kompu á Kjar-
valsstöðum, þá væri allt fullt. En hvort myndir-
nar verði allar innrammaðar, það veit ég ekki.
Sp. Ertu giftur, Stefán?
Ja, ég hef satt að segja einu sinni verið
giftur, og ég átti bráðmyndarlega konu. Og mér
hefði þótt skömm að því, að það væri ekki allt í
lagi utan bæjar með búskapinn: rollurnar í fín-
asta lagi og allt það. Minn þyngsti hrútur var
240 pund, þegar búið var að reka hann ofan úr
Möðrudal á fjöllum og út í Vopnafjörð. En ég
fékk þann hrút fyrir kirkjusmíði þar.
..Ég á sögunarvél. Og svo fæ ég svona drasl..
Ég bara get ekki komið henni fyrir núna, sögun-
arvélinni. Hún er geymd hjá Mjólkurfélaginu.
Ég hef sagað þetta og búið til ákaflega mikið -
og unnið þetta alveg af sjálfsdáðum. Ég er lista-,
smiður.
Sp. Hvað heita foreldrar þínir?
Faðir minn hét Jón Aðalsteinn - hann var ætt-
aður frá Brú á Jökuldal - Jón Aðalsteinn Stefáns-
son. Hann var sonur Stefáns Einarssonar frá Brú
á Jökuldal. Móðir mín hlt Guðríður Björg Vil-
hjálmsdóttir. Faðir hennar var söðlasmiður. Og
langafi minn var dómkirkjuprestur hér í Reykja-
vík, hann hlt Gunnlaugur, Gunnlaugur Oddsen.
Legsteinninn hans er rétt utan við símstöðina;
Það er hægt að sjá hann þar, legsteininn hans
Gunnlaugs. Afi minn var varaþingmaður Norðmýl^:-
inga. Já, hann Vilhjálmur Oddsen var varaþing-
maður Norðmýlinga. Og það var hann, sem bjó til
beinavörðuna og skúfinn harða, þar sem Kalda-
kvísl kemur úr Vonarskarði. Hann setti vísu inn
í vörðuna. Vísan var svona:
Brennivín ég býð ekki neinum,
best er mlr að súpa það einum.
Liðka tappann laglega úr stútnum.
Lof sé guði, að nóg er í kútnum.
Hann átti kútinn eftir karlinn, en það var
búið úr flöskunni. Og hann stakk henni sína leið
inn í vörðuna.
..Ég var voðalega sólginn í að fara á böll
hlr áður fyrr og dansa við stúlkur og svona. Og
náttúrlega óskaplega kvensamur maður..
..Og þá kom ein kona (hlær Stefán) úr FljótsJ
dalnum og segir sem svo: Ég er nú komin hlrna
með dætur mínar þrjár og skammast mín ekkert
fyrir að bjóða ykkur upp á þær. En þetta mundi
engin kona segja nú til dags. Frásagnamaðurinn
sjálfur, hann nefnilega, hann tók eftir þessu.
..Og svo var önnur kona úr F1jótsdalnum,
sem hafði mikinn áhuga á að hætta búskapnum í
Fljótsdalnum og komast til Reykjavíkur eða láta
dætur sínar fara til Reykjavíkur til þess að
koma þeim undir embættismenn - og þá var það
helst prestalínan, sem kom til greina.
Sp. Málarðu mikið?
Já, ég mála mikið.
Sp. Hver eru þín stær.stu verk?
Ja, mikið er, hvað sá maður getur málað:
Bæði haust og vetur
margar listir mjög hann metur,
margir tigna verkin hans.
Vorleik upp á voð hann færði,
varla nokkur á því bærði,
fyrr en löggan kom og kærði
kunnust verk hins mikla listarranns.
Það var löggan, sem tók þennan mann, lista-
manninn, niðri á Lækjartorgi og misþyrmdi honum
svo, að hann hefur ekki beðið þess bætur alla
ævina.
Sp. Er eitthvað hæft í því, að þú hafir
málað drauga?
Já, ég hef málað drauga - en Ig er búinn
að mála þá alla. Ég er alveg steinhættur að
hugsa um þá. Það er liðin tíð. Og grýla er alveg
hreint líka liðin tíð. Systir mín var einhvern
tíma að reyna að hræða mig á einhverri grýlu,
þegar ég var lítill strákur.
Sp. Þú selur myndirnar?
Ja, stundum og stundum ekki. Já, já. Þær
seljast nú ágætlega. Ég var með myndsýningu á
Mokka. Guðmundur græddi á því: það komu svo
margir og keyptu kakó, súkkulaði, segi ég. Það
er skráð í margar bækur (gestabækur) hjá mlr,
þegar ég hef myndsýningar, því það koma svo
margir.
..Ég mála bæði kvenfólk og krakka og alla
skapaða hluti, eins og má nú nærri geta, þegar
Ig er orðinn svona gamall - eins og á má sjá.
Og Ig byrjaði að mála fimm ára gamall með Ás-
grími. Svona var nú sálarþroskinn.
Sp. Málaðir þú altaristöfluna í Möðrudals-
kirkju?
Nei, það gerði faðir minn. Hann málaði alt-
aristöfluna í Möðrudalskirkju.
Sp. Tónlist hefurðu fengist við, er það ekki?
Já, já, ég er tónlistarmaður. Hún amma mín
æfði alla kóra í Þingeyjarsýslu, fyrstu kóra,
sem æfðir voru á landinu: Það var hún amma mín,
sem æfði þá. Hún var móðir hans pabba. Hún hét
Arnfriður og var Sigurðardóttif frá Ljósavatni
1 Ljósálfsskarði - og hún var snillingur í að
kenna söng. Og svo hef Ig erft þetta.Það er með
margt af mínu fólki, að þetta er bráðvel gefið
fólk. Þá er að nefna Gylfa Þ. Gíslason t.d. , og
við erum nú liklegast einhverjir - að minnsta
kosti af þessu frændfólki mínu - einhverjir mestU|
snillingar í hljómlist að búa til falleg lög.
En það er bara með mín lög, að þau komast ekki á
framfæri - of fá. Gylfi Þ. Gíslason, hann náttúr-
lega kemur sínum lögum á framfæri. Ég er að
skrifa upp lög núna eftir pabba minn, því að hann,
bjó til mikið af lögum.
Sp. Hefurðu spilað opinberlega?
Ja, Ig spila bara oft hjá Árna Johnsen
- eða stundum - á harmonikku. Við spilum fyrir
fólk.
Sp. í Eyjum þá■ ■ ?
Nei, bara hlrna í bænum. Við seljum það ekki
neitt, það kostar enga peninga, bara gjöriði svo
vel og hlustið á. Ég spila þannig.
..Ömmur mínar báðar voru mjög góðar: Þær
kenndu mér að syngja, svoleiðis að ég varð meira
að segja söngkennari án þess að vera búinn að
læra. Það var bara svoleiðis, að þær voru búnar
að kenna mér allt heila draslið. Þær voru búnar
að kenna mlr réttan takt við lög. En það að vera
söngkennari er ekki gott, ef maður getur ekki
sungið eftir nótum..
Sp. Og svo ertu listasmiður?
Jú, það var nú víst alltaf siður, að Ig
smíðaði öll brennimörk í sveitinni og svona -
listasmiður bæði á járn og tré - og svo náttúr-
lega allt, sem þurfti að gera, amboð og hrífur
og þess háttar vesin og mikið af skeifum. Ég á
sögunarvél.
Sp. Þú hefur skrifað töluvert..?
Já, Ig hef skrifað ýmislegt. Og það er nú
margt í mörgu. Ég hef skrifað um sandgræðslu
landsins. Og Ig hef skrifað ártöl og ýmislegt,
hvernig þetta var hérna áður fyrr. Það er fengið
úr rollubókum afa míns. En svo tók bróðir minn
sig til - því að systkini mín er nú dálítið,
stundum dálítið kyndug í minn garð - að hann
tekur sig til og tekur bækurnar og skeinir slr
á blöðunum úr þeim. Hann gerði mér andskotans
óleik með þessu. Þetta voru veðurbækur í fjöru-
tíu ár, sem alveg hefði verið verðmæti fyrir mig
að hafa núna - mikil verðmæti. Þá mætti sjá,
hvernig þetta hvassviðrið var þetta og þetta
árið. Maður gat séð það í tuðrunum.
Sp. Hefurðu getað lifað af launum listamanns:,
Ja, það er nú það. Ég hef lifað vel og góðu
lífi - ég hef komist ágætlega af. Þegar ég var
með blómabúið í Vopnafirðinum, þá meira en rétti
ég við Vopnfirðinga með einum kjaftinum á mér.